Þjóðviljinn - 20.10.1973, Qupperneq 11
Laugardagur 20. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
SÁ MEST ÁRÍÐANDI
af þeim sem íslenska liðið leikur í undankeppni HM
Á morgun leikur islenska landsliðið i handknatt-
leik einhvern mikilvægasta leik sem það hefur
leikið um ára bil. Þessi leikur er landsleikurinn við
Frakka sem fram fer í Metz i Frakklandi og er liður
i undankeppni HM, fyrri leikur liðanna. Auðvitað
riður á að vinna þennan leik eða alla vega að tapa
með sem allra minnstum mun i þeirri von að vinna
svo siðari leikinn, sem fram fer hér heima, og að
markatalan verði okkur þá hagstæð. Samkvæmt úr-
slitum leiks Frakka og ítala, 25:5 Frökkum í vil,
virðist franska liðið vera mjög likt að styrkleika og
það íslenska og þvi skyldi enginn vanmeta
Frakkana.Vegna þess að þetta er fyrri leikur þjóð-
anna og það á útivelli er hann áreiðanlega einn sá
mikilvægasti sem islenska liðið hefur leikið fyrr og
siðar. Tapist þessi leikur með 3ja til 5 marka mun er
litil sem engin von um að ísland komist áfram, ekki
sist þar sem Frakkar hafa þegar betra markahlut-
fall gegn itölum en við og þeir eru búnir að leika
gegn ítölum á útivelli.
Alfreð
gefst
Höllin i Metz, bar sem leikurinn
viö Frakka fer fram, er mjög
glæsileg og hefur íslenska liðið
leikið þar áður, en það var gegn
Pólverjum i lokakeppni HM 1970.
Þá gekk islenska liðinu mjög vel
og sigraði Pólverja örugglega.
Vonandi að eins fari nú.
íslenska liðið sem fer utan er
það sama og gegn ttölum á
dögunum, nema aö Agúst ög-
mundsson kemur i hópinn,
loksins, og mun það styrkja liðið
mjög mikið. Enn vantar þó tvo af
okkar bestu mönnum i liðið, þá
ólaf Benediktsson markvörð og
Stefán Gunnarsson, en einhverra
hluta vegna gengur landsliðs-
nefnd framhjá þeim rétt einu
sinni enn, og mikið er hennar
ábyrgð ef illa fer og nokkrir af
okkar bestu leikmönnum látnir
sitja heima.
Liðið sem fer utan verður þá
þannig skipað.
Markverðir:
Sigurgeir Sigurðsson Vikingi
Gunnar Einarsson Haukum
Guðjón Erlendsson Fram
Aðrir leikmenn;
Gunnsteinn Skúlason fyrirliði Val
Ólafur H. Jónsson Val
Jón Kartsson Val
Agúst ögmundsson Val
Einar Magnússon Vikingi.
Jón Hj. Magnússon Vikingi
Viggó Sigurðsson, Vikingi.
Björgvin Björgvinsson Fram
Axel Axelsson Fram
Auðunn Óskarsson FH
Viðar Simonarson FH
Hörður Sigmarsson Haukum
-S.dór.
Fyrstu
meistarar
Fylkis í
í Morgunblaðinu i gær er
yfirlýsing frá Alfreð nokkrum
Þorsteinssy ni, væntanlega
fyrrverandL borgarfulltrúa.
um það að hann sé hættur við
að sækjast eftir formanns-
stöðu i KSt, en undanfarnar
vikur hefur hann leitað sér
stuðnings hjá ýmsum til þess
arna.
Formannsstöðu i KSi ætlaði
Alfreð þessi siðan að nota sem
rós i hnappagatið i baráttunni
við Kristin Finnbogason
framkvæmdastjóra Timans
um vonarsæti á lista Fram-
sóknarflokksins við næstu
borgarstjórnarkosningar. Það
er ekki hægt að skilja þessa
yfirlýsingu fyrrnefnds Alfreðs
öðruvisi en svo að hann hafi
gefist upp fyrir Kristni, og
segja þeir sem til þekkja,að
slikt sé ekki nema eðlilegt, það
þurfi bæði stóra og sterka
menn til að berjast við
Kristin Finnbogason.
-S.dór
knatt-
spyrnu
upp
Þessi myndarlegi hópur er 5.
fl. c í Fylki og eru þessir
strákar fyrsti knattspyrnu-
mannahópurinn sem vinnur
meistaratitil fyrir félag sitt,
en þeir urðu haustmeistarar
Reykjavíkur. Þessi mynd
verður þvi æði söguleg siðar
meir þegar Fylkir verður
orðið gamalt félag og stórveldi
á sviði íþróttanna. A myndinni
eru i aftari röð f.v. Steinn
Halldórsson form., Haraldur
Úlfarsson, Sveinn Pétursson,
Smári Arnarsson fyrirl.,
Loftur Ólafsson, Jóhann G.
Jóhannesson, Lárus Guðjóns-
son, örn 1. Harðarson, Jakob
Halldórsson þjálfar og I
fremri röð Valur Kagnarsson,
Valdimar Sveinsson, Anton K.
Jakobsson, Stefán H. Stefáns-
son, Björgúlfur Stefánsson og
Bjarni Guðmundsson.
U
U
A
O
D
r
u
u
u
u
o
o
D
D
Landsleikurinn við Frakka á morgun: