Þjóðviljinn - 20.10.1973, Side 12
12 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 20. október 1973.
ARISTO
Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi
kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum
námsmanni nauðsynlegt að vera búinn fuil-
komnum hjálpargögnum við námið.
Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms-
fólk með kröfur skólanna í huga.
Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla-
tösku.
PENNAVIÐGERÐIN
Ingólfsstræti 2. Sími 13271.
Tilboð óskast
i jarðbor er verður sýndur að Grensásvegi
9, næstu daga. Tilboðin verða opnuð
fimmtudaginn 25. október kl. 11 árdegis i
skrifstofu vorri Klappastig 26.
Sala Varnaliðseigna.
Auglýsing
Norrænn tækni-
og iðnþróunarsjóður
Nordisk industrifond
Með samningi milli Danmerkur, Finnlands, islands, Nor-
egs og Sviþjóðar hefur verið stofnsettur norrænn tækni- og
iðnþróunarsjóður, sem tók gildi 1. júli 1973. Markmið
sjóðsins cr að stuðla að tæknilegum rannsóknum og iðn-
þróunarmálum, sem tvær eða fleir hinna norrænu þjóða
hefðu áhuga á.
Hefur orðið að samkomulagi að leggja í sjóðinn samtals 50
milj. sænskra króna á fimm ára timabili. A fyrsta starfs-
timabilinu frá 1. júli 1973 til 31. desember 1974 er fram-
lagið ákveðið 10 milj. sænskra króna.
Sjóðurinn getur stuðlað að verkefnum og framkvæmdum,
þar sem þátt taka tvö cða fleiri af Norðurlöndunum, enda
sé talið að leitt geti til tæknilegra framfara. Það er fyrst
og fremst hugsað um þróun efna, framleiðsluhátta, til-
rauna, aðferða og tækja,sem fljótlega gætu komið að
notkun við tækniframkvæmdir eða á einhvern þann hátt,
er stuðlað gæti að lausn verkefna, er leiddu til sameigin-
legra hagsmuna á sviði iðnaðar.
Hinn fjárhagslega stuðning er hægt aö veita sem styrk eöa
sem lán með hagkvæmum kjörum. Slikur stuðningur
getur verið veittur stofnunum, félögum eða fyrirtækjum,
sem eru starfrækt á Norðurlöndum.
Umsóknir um fyrirgreiðslu má senda hvenær sem er á
árinu. Tfminn frá þvi að umsókn er send til sjóðsins og
þangað til að ákvörðun liggur fyrir yrði væntanlega tveir
mánuöir, þó að visu fari það að nokkru eftir árstima og
eðli umsóknarinnar.
Viðbótarupplýsingar cr hægt að fá með þvi að snúa sér tii
Norræna tækni- og iðnþróunarsjóðsins c/o NORDFORSK,
Box 5103, S-102 43 Stockholm 5 i Sviþjóð eða hjá hinum
islenska stjórnarmanni sjóðsins, Arna Snævarr, ráðu-
neytisstjóra i iðnaðarráðuncytinu I Reykjavík.
Auglýsinga-
síminn er 17500
MOÐVIUINN
FRÁ
IÐNÓ:
Svört kómedía
og Síðdegisstund
A þriðjudaginn kemur
frumsýnir Leikfélag Reykja-
vikur breskan gamanleik,
Svörtu kómediuna (Black
Comedy) eftir Peter Shaffer.
Vigdis Finnbogadóttir hefur
þýtt ieikritið og leikstjóri er
Pétur Kinarsson. Leikmyndir
hefur gert Sigurjón Jóhanns-
son, sem nýfluttur er lieim
eftir að hafa búið fjögur ár í
Kaupmannahöfn, þar sem
hann stundaði nám i Listaaka-
demiunni. t fyrra gerði Sigur-
jón leikmyndir við tvö leikrit i
Þjóðleikhúsinu, en leikmynd-
irnar við Svörtu kómediuna
eru fyrsta verk hans hjá Leik-
félagi Reykjavikur.
Svarta kómedian er full með
fjör og fyndni og nokkuð sér-
stök eins og nafnið bendir tii,
en hún fer öll fram i myrkri.
Þetta er leikur um ungt fólk,
en á þvi sviði erPéturEinars-
son einmitt að góðu kunnur,
eftir uppsetningu sina á
Súperstar og Hjálp eftir
Edward Bond. Leikendur eru
átta, Hjalti Rögnvaldsson,
Valgerður Dan, Guðrún
Stephensen, Helgi Skúlason,
Þorsteinn Gunnarsson, Karl
Guömundsson, Kjartan
Ragnarsson og Halla Guð-
mundsdóttir. Þau Hjalti og
Pétur Einarsson
Halla eru bæði að byrja sinn
leikferil, útskrifuðust úr Þjóð-
leikhússkólanum vorið 1972.
Hjalti lék eitt hlutverk i fyrra i
Iðnó, i Loka þó eftir Böðvar
Guðmundsson, og Halla hefur
meðal annars leikið i Lýsi-
strötu og Furðuverkinu.
Leikmátinn er sem sagt
nokkuö óvenjulegur, en að-
ferðin raunar gömul og ættuð
austan úr Kina.
Þá ber að geta eftirtektar-
Verðrar nýjungar, sem Leik-
félagið er með á prjónunum
fyrir veturinn. Fluttir verða
þættir teknir saman úr bók-
um, söngvasöfnum, gömlum
leikritum og fleiru og fer
flutningurinn fram siðdegis á
fyrsta fimmtudegi hvers mán-
aðar. Fyrsta Siðdegisstundin,
eins og þessi nýi þáttur starf-
semi Leikfélagsins verður
nefndur, verður fimmtudag-
inn fyrsta nóvember n.k., frá
klukkan kortér yfir fimm til
hálfsjö. A dagskrá þessarar
fyrstu siðdegisstundar er
visnasöngur, þar sem verða
flutt gamansöm ádeilukvæði
um stórhetjur fyrr og nú. Er
hér bæði um að ræða gömul
kvæðiog frumsamin. Þau sem
fram koma i fyrstu siðdegis-
stundinni verða Kristin Ölafs-
dóttir, Böðvar Guðmundsson,
Kjartan Ragnarsson og Krist-
inn Sigmundsson. Þarna
verða sungnir og spilaðir
söngvar og kvæði eftir Davið
Stefánsson og Stein Steinarr
svo einhverjir séu nefndir, og
sjálfur hefur Böðvar samið
nokkra söngvanna sem fluttir
verða. Þessi nýi þáttur i starf-
seminni i Iðnó er ekki hvað
sist hugsaður til skemmtunar
og uppörvunar fólki, sem
nýkomið er úr dagsins önn.
Halldór Haraldsson
í tónleikaför um
Norðurlönd
Um mánaðamótin leggur
Halldór Haraldsson pianóleik-
ari upp i tónleikaferð um
Norðurlönd. Mun hann leika i
Kaupmannahöfn, Helsinki,
Stokkhólmi og Osló og á 2-3
stöðum i hverju landi utan
höfuðborganna. Þá hefur
honum boðist að leika i útvarp
allra landanna og i norska
sjónvarpið. Alls verða tónleik-
arnir 16 auk upptakanna.
Þessi ferð er fyrsti liðurinn i
áætlun um að kynna unga tón-
listarmenn á Norðurlöndun-
um. Er ætlunin að á hverju
ári fari einn Norðurlanda-
maður slika ferð næstu fimm
árin.
Fyrir þessu stendur Nordisk
Solistrád en aðild að þvi eiga
félög tónlistarmanna á fimm
Norðurlöndum (Færeyingar
ekki með). Mun það hafa yfir-
umsjón með þessu en aðildar-
félögin velja þátttakendurna
og skipuieggja tónleikahaldið
hvert i sinu landi. Norræni
menningarmálasjóðurinn
styrkir fyrirtækið fjárhags-
lega.
Á efnisskrá Halldórs eru
fjögur islensk verk: Rimnalög
eftir Jón Leifs, Fimm svip-
myndir eftir Hafliða Hall-
grimsson og tvö verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, Das
WohltempriertesPianistog SO
en það siðarnefnda er samið
sérstaklega i þessu tilefni.
Einnig mun Halldór leika verk
eftirLiszt, Debussy, Messiaen
og Bartók.
1 Malmö og i Sibelíusaraka-
demíunni i Helsinki mun Hall-
dór flytja fyrirlestur um is-
lenska tónlist með tóndæmum.
Hann mun verða allan nóvem-
bermánuð i ferðinni.
A morgun, sunnudag, leikur
Haildór Haraldsson
Halldór á vegum Tónlistarfé-
lags Akureyrar og á
miðvikudaginn 24. október
leikur hann i Þinghól á vegum
Tónlistarfélags Kópavogs.
Einnig er fyrirhugað að hann
haldi tónleika i Reykjavik að
ferðinni lokinni. —ÞH
AF ERLENDUM
BÓKAMARKAÐI
Unter schwarzen
Sternen.
Erzahlungen. lleimito von Dod-
erer. Deutscher Taschenbuch
Verlag 1973.
Höfundurinn kallar frásagnir
sinar „Variationen und Diverti-
menti”. Sögurnar eru frá árunum
1926—1963 og bera einkenni bestu
verka Doderers, frásagnarlipurð,
einstakt næmi fyrir umhverfi og
myndauðgi i lýsingum ásamt
djúpum.næmum skilningi á djúp-
um og viddum sálarinnar. Gálga-
húmor og andrúmsloft barokks-
ins sveimar yfir þessum sögum.
Heimito von Doderer:
Tangenten.
Aus dem Tagebuch eines
Schriftstellers 1940—1950.
Deutscher Taschenbuch Verlag.
Doderer skrifaði ekki dagbæk-
ur með birtingu þeirra bak við
eyrað. 1 dagbókum sinum ræðir
hann litið persónuleg efni eða
einkaefni, inntakið er þau verk,
sem hann vinnur að á hverjum
tima,og einnig hugrenningar um
siðari verk. Talsvert er fjallað
um rithöfundinn og tengsl hans
við samtimann og heimspekileg-
ar hugrenningar um hlutverk
hans, pólitiska afstöðu og hvað
eftir annað ihugar höfundur
tengsl mála og hluta, málþróun
og málgerð. Kompur eða nóter-
ingar höfunda eða dagbækur, ef
menn vilja nota það nafn, eru oft
gagnsamlegar þeim, sem rann-
saka verk höfunda, en þær geta
einnig verið öðrum góð lesning,
oft ekki siðri bestu verkum,
stundum skemmtilegur samtin-
ingur hugmynda og hugrenninga
og vikka skilninginn á höfundin-
um og verkum hans.
The Koran.
Translated by N.J. Dawood.
Penguin Books 1973.
Þýðandinn segir i formála, að
hann reyni að koma Kóraninum á
nútima ensku og skipi efninu á
nokkuð annan veg en titt er, les-
endum til skilningsauka. Hann
telur Kóraninn vera meðal merk-
ustu spekirita og auk þess bók-
menntalegt listaverk. Höfundur-
inn, sem er fæddur i Bagdad, hef-
ur þýtt Þúsund og eina nótt á
ensku (ný þýðing) og fleiri rit,
auk þess sem hann hefur þýtt
talsvert úr ensku á arabísku.
Hann er nú forstöðumaður aug-
lýsinga- og útgáfufyrirtækis
Araba i Lundúnum.