Þjóðviljinn - 20.10.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.10.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 POULÖRUM: 11. BOÐORÐIÐ það visbendingu um framtið okkar. Rödd min var undarlega þurr og kaldranaleg: — Ef Alex hefði ekki komið til, heföi ég sennilega verið ákærður fyrir að hafa myrt hana. — Nei! sagði hún. Hún æpti ekki heldur tók andköf, næstum áður en henni varð ljóst hvað ég hafði verið að segja. — Það getur ekki verið! — Lögreglan komst aldrei að þvi hver gerði það. Og sennilega hefði ég verið dæmdur. Ég borgaði Alex fyrir að segja, að ég hefði verið allt annars staðar þegar það gerðist. Ég sá undrunina og vantrúna i svip hennar og ég beið þess sem verða vildi; beið eftir skelfingunni og tortryggninni og spurninni. Gat hún treyst þvi sem ég sagði, eða hafði ég kannski gert það þrátt fyrir allt — þessi framandi maður sem ég hafði verið þá og vildi ekki að hún fengi að vita neitt um? Það var eins og beðið væri eftir dómsorðum. Ákærði risi á fætur! Og siðan kemur langur formáli og loks dómurinn. Við stóðum á eld- húsgólfinu miðju og ég hélt henni armslengd frá mér og beið. — Þú hefur ekki verið með rétturáði! sagði Marianne. — En þú hefur auðvitað verið i algeru uppnámi. — En hvað áttu við? — Að þú skyldir imynda þér... þótt það hafi auðvita verið hann, þessi þrjótur, sem talái þér trú um að þeir myndu gruna þig. Hann ætti ekki að fá að ganga laus, þessi óþokki! Ég sagði: — Hvernig geturðu vegið svona viss um, að ég hafi ekki... Ef það hefði nú verið ég? — Já, en ég veit að það varst ekki þú. Þú ættir ekki að segja svona vitleystu, Johs. — Þú getur ekki vitað neitt um það. — Jú, vist veit ég það, betur en nokkur annar. — Viltu ekki segja mér hvernig...? — Af þvi að ég þekki þig, sagði hún. — Og þú gætir aldrei gert neitt þvilfkt. — Þetta er nú röksemdafærsla I lagi, sagði ég og um leið sauð Brúðkaup Laugardaginn 29/9 voru gefin saman i hjónaband i Bústaða- kirkju, af sr. Ólafi Skúlasyni, Gerður Garðarsdóttir og Helgi Sigurgeirsson. Heimili þeirra verður að Lundarbrekku 4, Kópa- vogi. Ljósm.st. Gunnars Ingimars upp úr kaffikönnunni og kaffið sullaðist út um alla eldavél og ég hafði aldrei á ævi minni verið eins feginn. 10 Þú skalt svo sannarlega fá að vita það — allt heila klabbið, hafði ég sagt við Marianne frammi i eldhúsinu og auðvitað hafði -ég lofað of miklu — eða hótað of miklu, þvi að þannig haföi rödd mln hljómað þegar ég sagöi það. Það er ekki einu sinni hægt við slna nánustu, eða ef til vill sist við sina nánustu, að segja allan og ó- skertan sannleikann um tilveruna fyrir þann tima þegar þið þekktust. Sumt getur maður ekki komið orðum að. Annað getur hann ekki fengið af sér að segja; það er allt of auðmýkjandi sem hann hefur gert við eitt og annað tækifæri og skýtur enn upp I hugann einstöku sinnum eins og kæfandi heitum anda, mörgum árum eftir að hann hefur bægt þvi burt úr vitund sinni. Hið ó- skiljanlega sem ekki er hægt að ætlast til að nokkur annarskilji, vegna þess að hann hefur aldrei skilið það sjálfur.... En mér tókst að segja Marianna eins mikið og mér var unnt þetta kvöld þegar við vorum komin inn i stofu og ég át svikinn héra sem hafði brunnið við i ofn- skúffunni og við drukkum kaffið sem hafði soðiið, án þess að við tækjum eftir remmubragðinu. Það flæddi út úr mér holt og bolt eins og úr brostinni stiflu, með endurtekningum og vanga- veltum. Það var eins og ég yrði upp á nýtt að forma og hagræða og vekja til lifsins það sem verið hafði áður en ég kynntist henni, en hafði reynt aö útiloka úr huga minum. Einmitt þess vegna hafði það komist á milli okkar eins og kámugt, ógeðslegt myrkur sem við réðum ekkert við. Það er ekki hægt að sigrast á skugganum af dáinni eða öllu heldur drepinni fortið. Það er aðeins með þvi að vekja hana til lifsins á ný að hægt er — ef til vill! - að ná valdi á henni Hún vaknaði upp á nýtt, meðan ég sagði frá bernsku minni á vegum barnaverndarnefndar, frá erfiðri æsku minni þegar margt gekk á afutrfótunum og hvernig margt fór siðan að ganga skár, uns allt umturnaðist hjá mér. A hinn skelfilegasta hátt, sá ég að henni fannst,og hún sagði það lika. Og vist hafði það verið skelfilegt, þótt ég fyndi ekki eins mikið til þess og hún hlaut að gera, vegna þess að ég hafði allt frá unga aldri lært að búast við hinu versta... Meðan ég talaði og talaði leit ég hvað eftir annað i augu hennar og bjóst við að sjá þar einhverja^ breytingu. Sumt sem ég sagði.og sum orð sem ég lét mér um munn fara, varð til þess að hún sneri sér frá mér i viðbjóði. En það var ekki við- bjóður á mér, heldur á þvi sem ég var að segja henni frá, og þegar hún leit á mig aftur, var ég ekki orðinn annar maður i augum hennar en sá sem ég hafði alltaf verið. Stundum bar hún fram spurningu. En oft kveinkaði hún sér yfir svörunum. Fyrstu árin eftir að ég fór að heiman var ég á Vejlskovhede, Laugardaginn 29/9 voru gefn saman i hjónaband i Háteigs- kirkju,af sr. Jóni Þorvarðssyni, Birna Sigrún Gunnarsdóttir og Sturla Karlsson. Heimili þeirra verður að Kveldúlfsgötu 25, Borgarnesi- Ljósm.st. Gunnars Ingimars sagði ég. — Þar var fólkiö vin- gjarnl'egt og mér leið eiginlega ekki illa þar. Eiginlega leið mér vel, likamlega aö minnsta kosti. Hvort mér leið lika vel andlega...það veit ég ekki. í fyrstu saknaði ég móður minnar, en maður venst þvi að sakna þeirrarpersónulegu hlýju og bliðu sem stofnun getur aldrei boðið upp á. Og þó er söknuðurinn enn fyrir hendi, þótt maður sé næstum búinn að gleyma mann- verunni sem maður saknar. — En móöir þin? spurði Marianne. — Kom hún ekki og heimsótti þig? — Jú, einu sinni, þegar ég hafði verið þarna tvo mánuði eða þar um bil. Svo heyrði ég ekki meira frá henni. — Hafði hún ekkert samband við þig? — Nei, en ég fréti af henni frá einum félaga minum, en móðir hanskom Iheimsókn til hans eftir að hafa verið látin laus úr kvennafangelsinu i Horseröd. Þar hafði hún verið sett inn. — Hvað haföi hún gert? — Vistekki annað en Eva gerði með Adam en á viðskiptalegri grundvelli. Atvinnulauslæti kalla þeir það. Þvi miður var hún ekki fær um að fremja önnur afbrot, nema ef vera kynni að hafa að engu aðvörun fyrir flakk. - Flakk? — Já, veistu ekki að til eru sér- stöl lög fyrir fátæklinga sem hindraþá i að vera frjálsir ferða sinna?Rétt eins og til eru lög sem eiga að koma i veg fyrir að hægt sé að notfæra sér vændi til að öngla saman þvi sem á vantar upp á húsaleiguna eða skó handa krökkunum.. Veistu þetta ekki , Marianne? —■ Ég veit auðvitað að svona lög eru til... en ég hef aldrei litið á þau frá þessu sjónarmiði. —■ Þau hafa aldrei snert þig? Nei, þú lifir i betri heimi. Ég er feginn að þú skulir hafa hleypt mér þangað inn. — Þú ert svo bitur þegar þú segir þetta, Johs. Ekki það siðasta, siður en svo, sagði ég og varð þess var að eitt- hvað óvænt og framandi og ó- útskýranlegt var að brjótast um i mér, en ég reyndi eftir megni að tala i léttum tón. — Þaðhefur verið lifshamingja min. Þú hefur verið það. Það er sannleikurinn, fjandinn hafi það. Og þá var það sagt. En tilraun min til að draga úr tilfinninga- seminni með smágamansemi mistókst alveg, vegna þess að um leið fylltust augu min af tárum og stundarkorn missti ég svo ger- samlega stjórn á mér að ég slengdi öllum minum hundrað og áttatiu pundum, eða efri hluta þeirra að minnsta kosti, i kjöltuna á Marianne. Ég vissi ekki hvað að mér gekk. En þetta var reglulegt skýfall, gosbrunnur og flóðalda. — Johs, Johs! sagði Marianne. Það sem hún sagði annarsíoghvað ég snökti sjálfur er mjög óljóst fyrir mér, og þótt ég gæti munað það, myndi ég sjálfsagt veigra mér við að endurtaka það. Þegar ég var loks búinn að sulla nægju mina og var horfinn frá fjögra ára aldrinum og inn i nú- tiðina á ný, séttist ég aftur i stólinn minn og sagði skömmustulega að þetta yrði hún að fyrirgefa. — Nei, sagði Marianne. — Ég er fegin... — Fegin hvérju? sagði ég og saug upp i nefið. — Jú, ég er fegin, sagði hún og útskýrði það ekki nánar. Það er ekki nauðsynlegt eða gerlegt að útskýra allt. Hún fór fram i eld- húsið að sækja snafs til að hella út I kaffið, erifyrstog fremst til að gefa mér tækifæri til að jafna mig dálitið — og losna við þá lummu- legu tilfinningu að ég hefði upp úr þurru farið að væla eins og særð- ur úlfur, aleinn á eyðilegri steppunni og með afturendann sundurskotinn. Þegar hún kom aftur inn i stofuna, ræddum við þetta atvik ekki frekar en fórum að tala um móður mina. — Hún hefði þó að minnsta kosti getað skrifað þér! sagði Marianne. — Gerði hún það aldrei? — Nei, en ég held að hún hafi verið löglega afsökuð. Hún var veik. — Hvað var að henni? — Ég býst við að hún hafi verið með syfilis eöa lekanda þegar hún kom til Horseröd, en þaö veit ég reyndar ekki með vissu.... Laugardagur 20. október 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregn- ir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgun- bæn kl. 7.45. Morgunstund barnannakl. 8.45: Lalli, Sólbrá og tröllið”, ævintýr eftir Hjálmar Bergman, siðari hluti. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Tónieikar kl. 10.25. Morgunkaffiö kl. 10.50: Þor- steinn Hannesson og gestir hans ræða um útvarpsdag- skrána. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A iþróttavellinum Jón As- geirsson segir frá. 15.00 Vikan sem var. Umsjónar- maður Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. TIu á toppn- um. Orn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 1 umferðinnUÞáttur i umsjá Jóns B. Gunnlaugssonar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Finnskt kvöld.a. Spjall um land og þjóð. Kristin Þórarinsdóttir Mánthyl'á flyt- ur. b. „Besti ieikari Finn- lands”, smásaga eftir Veijo Meri i þýðingu Kristinar. Er- lingur Gislason les. c. Lög eftir Yrjo Kilpinen . Marti Talvela syngur. Irwing Gage leikur á pianó. d. Finnsk Ijóði islenskri þýðingu Einars Braga og Hannesar Sigfússonar. Stein- unn Jóhannesdóttir les. e. Pianókonsert nr. 2 op. 33 eftir Selim Palmgren. Izumi Tateto og Filharmóniusveitin i Hel- sinki leika, Jorma Panula stj. 20.35 Gaman af gömlum blöðum. Umsjón: Loftur Guðmundsson. 21.05 llljómplöturabb. Guðmund- ur Jónsson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.30 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. 16.30 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 17.00 tþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnar^son. 18.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.00 Veður og auglýsingar. 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir. Umsjónarmaður Olafur Haukur Simonarson. 21.35 Fuglavinurinn á Alcatraz.(The Birdman of Alcatraz) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1962, byggð á ævisögu Roberts Straud eftir Tom Gaddis. Leikstjóri John Frankenheimer. Aðal- hlutverk Burt Lancaster, Karl Malden, Neville Brand og Betty Field. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Robert Straud er dæmdur i lifstiðar fangelsi fyrir manndráp. Hann er hafður einn i klefa i öryggisskyni. Þröstur, sem hann hefur fundið i faiigelsisgarðinum, hænist mjög að honum, og þar með byrja rannsóknir hans á fuglum, sem verða sifellt umfangsmeiri þrátt fyrir bágbornar aðstæður. 23.55 Dagskrárlok. RAFLAGNIR SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. í Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. FÉLAG mim HLJÓMLISTHRMAiA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið i Z025S milli tl. 14-17 Iiiiiláiisiiðskipti lcið Lil lánsviðnkipLa ÍBIJNAÐARBANKI ÍSLANDS Auglýsingasíminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.