Þjóðviljinn - 20.10.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.10.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1973. Frásögn af fundum Olafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra og Edwards Heaths forsætisráðherra í Downing Street 10, London, dagana 15. og 16. október 1973 Fyrsti fundurinn hófst i Down- ing Street 10 kl. 10:45 mánudag- inn 15. október. Ræddust forsætis- ráðherrarnir einslega saman um málið i hálfa klukkustund og fylgdarlið þeirra einslega saman jafn lengi, áður en aðalviðræðu- fundurinn hófst. Aðalviðræðufundurinn hófst i fundarherbergi bresku rikis- stjórnarinnar kl. 11:15. 1 fylgdar- liðiEdwards Heath voru m.a. Mr. H.B.C. Keeble aðstoðarráöu- neytisstjóri, McKenzie sendi- herra, Mr. Pooley lögfræðilegur ráðunautur fiskimálaráðuneytis- ins og ýmsir aðrir embættis- og aðstoðarmenn forsætisráðherr- ans, en með Ólafi Jóhannessyni voru Hans G. Andersen, Hannes Jónsson og Niels P. Sigurðsson. Fundurinn hófst með þvi, að Edward Heath bauð Ólaf Jó- hannesson velkominn og gerði grein fyrir þvi, að hann hefði á- huga á að reyna að leysa fisk- veiðideiluna. Jafnframt þakkaði hann Ólafi Jóhannessyni fyrir það, sem hann hefði gert til þess að koma þessum viðræðum af stað. Ólafur Jóhannesson þakkaði Edward Heath boðið og tók undir þau ummæli hans, að hann vildi reyna að vinna að friðsamlegri lausn deilunnar á sanngjörnum grundvelli. Það væri í þágu beggja. Kvaðst hann vongóður um niðurstöður viðræðnanna, ef menn töluðu saman i hreinskilni. Vegna boðs Heaths um viðræð- urnar kvaðst hann kominn i þeirri trú, að Heath hefði nýjar tillögur að gera til lausnar á málinu. Hann kvaðst einnig hafa sinar hugmyndir þar að lútandi, en ósk- aði að fá fyrst að heyra tillögur Heaths um lausn deilunnar. Edward Heath kjvaðst ekki hafa neinar nýjar tillögur tilbún- ar, en kvaðst vilja ræða málið i öllum einstökum atriðum þannig að þeir, forsætisráðherrarnir, fremur en sérfræðingar og embættismennirnir, gætu sjálfir Ieyst úr þeim vanda, sem við væri að fást til þess að ná bráðabirgða- samkomulagi. Sagði Heath, að hann vildi mjög gjarnan heyra hugmyndir Ólafs Jóhannessonar um, hvernig leysa mætti deiluna. Ólafur Jóhannesson kvaðst geta fallist á þetta og gerði grein fyrir sjónarmiðum sinum á eftir- farandi hátt: Ræða Ólafs „Herra forsætisráðherra. Ég þakka yfirlýsingu yðar og vil nú leyfa mér að skýra i megin- dráttum afstöðu stjórnar minnar. Tilgangur heimsóknar minnar til Lundúna er að ganga úr skugga um, hvort unnt sé að finna grundvöll fyrir þvi að teknar séu upp að nýju samningaumleitanir milli landa okkar, til að jafna það er á milli ber. Vissulega er það i þágu beggja aðila að sæst verði á málið i vinsemd. I þeim anda vil ég leyfa mér að visa til afstöðunnar, eins og hún var eftir siðustu samningavið- ræðurnar, sem fóru fram I Reykjavik þriðja og fjórða mai s.l. Á þeim fundi drógu báðir aðil- ar saman sjónarmið sin i skjöl, sem voru vandlega undirbúin. Ég ætla ekki að rekja efni skjala þessara, þar eð þau eru okkur báðum nærtæk. Þess i stað vil ég leyfa mér að reyna að fara á ný yfir helstu staðreyndirnar, sem þarna er um að ræða. Aður vil ég þó ekki láta hjá liða að leggja áherslu á, að aðilar voru sam- mála um að bráðabirgðasam- komulag fæli i sér að verulega drægi úr sókn Breta til veiða á ts- landsmiðum. Samninganefndir okkar yrðu að ganga frá sliku samkomulagi i smáatriðum, en áður en þær geti haldið áfram starfi sinu er óhjákvæmilegt að skýra grundvallaratriðin. Frá sjónarmiði islensku stjórn- arinnar eru grundvallaratriðin þessi: 1. Við litum svo á að hagkvæm- asta leiðin til að leysa úr erfið- leikunum, myndi vera að sættast á um það bil 25 milna fiskveiði- takmörk fyrir breska togara, sem yrðu þá verulega færri en áður að tölu. A þann hátt gætum við verndað veiðisvæði islenskra báta og um leið drægi úr sókn Breta, þar á meðal á mikilvægum uppeldisstöðvum. Ég held að þetta fyrirkomulag yrði miklu auðveldara i fram- kvæmd en það sem áður hefur verið stungið upp á, meðal annars vegna þess að téðri lausn svipar til þeirrar, sem við ræðum nú við Vestur-Þjóðverja. 2. Ef þér sjáið yöur ekki fært að fallast á slika lausn, yrðum við að fara aðrar leiðir til þess að draga úr sókninni, þ.e. takmarka tölu, stærð og gerðir breskra togara á tslandsmiðum, takmarka veiði- magn, taka upp lokuð veiðihólf, alfriðuð svæði og sérstök báta- svæði. Samninganefndir okkar hafa þegar athugað öll þessi atr- iöi vel og lengi, og ég hef ekki á móti þvi að þau séu athuguð enn öll i samhengi sem hluti af heild- arlausn, svo fremi við gætum komist að samkomulagi um grundvallaratriðin, það er að segja fækkun veiðiskipa á svæð- inu, takmarkanir á veiðimagni, samkomulagstimann og eftirlit með þvi aö ráöstöfununum, sem fallist yrði á, sé framfylgt. ,,Min tillaga er” Min tillaga er að frystiskip og verksmiðjuskip séu útilokuð af svæðinu, svo og allmargir stærstu togaranna, miðað við heildartölu togara að veiðum 1971. Takist okkur nú að komast að niðurstöðu um sjálft meginmálið, svo og veiðitakmarkanirnar, eigum við samt tvö atriði enn óleyst, það er að segja hve lengi bráðabirgða- samkomulagið ætti að standa, sem ég held að við gætum með góðum árangri gengið útfrá að yrði 1 1/2 til 2 ár, og hvernig framfylgt skuli ráðstöfununum, sem sæst yrði á. Hvað siðara atr- iðinu viðvikur, ættum við að geta leyst það með þvi að fallast á að togari, sem bryti reglur sam- komulagsins, yrði sviptur leyfi til veiða. Hlutaðeigandi togari yrði þá strikaður út af listanum yfir þá togara, sem fengju að athafna sig á svæðinu. Ég er viss um að lögfræðingar okkar geta smiðað skynsamlega tilhögun um þetta efni. Náum við samkomulági um þessi atriði, virðist mér sem samninganefndir okkar gætu tek- ið þar til sem frá var horfið. Þær höfðu þegar komist nálægt sam- komulagi um lokuð veiðihólf. Al- friðuð verndarsvæði virtust ekki vera þröskuldur i vegi og báta- svæðin voru rökrædd af skilningi. Við gætum séð togurum ykkar fyrir góðum möguleikum á að veiða 130 þúsund tonn á ári og þyrftum ekki að geta þess i samn- ingnum. Samninganefndirnar myndu svo ganga frá smáatrið- unum. t stuttu máli sagt eru tillögur minar þær, að við samþykkjum að gengið yrði út frá eins og hálfs árs til tveggja ára bráðabirgða- samkomulagi, útilokun frysti- og verksmiðjuskipa og allmargra af stærstu togurunum miðað við 1971, að ákveðin verði takmörkun á veiðimagni, að togari sem brjóti veiðireglur sé sviptur veiðileyfi og að samninganefndir okkar hefjist þegar handa við að fjalla um lokuð veiðihólf, alfriðuð svæði og islensku bátasvæðin. Miðað við það, sem þegar hefur verið áork- að, hef ég trú á þvi, að nefndirnar gætu lokið þessu verki innan mjög skamms tima. Ef við getum jafn- að það sem á milli okkar ber, eins og er einlæg von min, væri kannski hægt að láta réttarhöldin I Haag niður falla. Þannig lit ég þá á málin, herra forsætisráðherra ”. Leitað grundvallar Edward Heath þakkaði Ólafi Jóhannessyni fyrir að leyfa sér að heyra þessar hugmyndir um lausn deilunnar. Spurði hann siðan nokkurra spurninga. Siðar var málið rætt ýtarlega. Samþykkt var að reyna að vinna að þvi að finna grundvöll fyrir bráðabirgðasamkomulag. Ennfremur að undirnefndir að- stoðarmanna kæmu saman til fundar kl. 4 en forsætisráðherr- arnir ásamt aðstoðarmönnum mundu hafa annan fund kl. 5, en strax eftir hádegi kvaðst Edward Heath ætla að hafa samráð við fulltrúa breska útvegsins um málið. Samþykkt var að gefa þá þegar um hádegið út svohljóðandi sameiginlega fréttatilkynningu: „Forsætisráðherrar Bretlands og tslands hófu viðræður sinar i morgun að Downing Street 10 með hálftimafundi undir fjögur augu. Þá komu embættismenn til fundar við þá og hélt fundurinn á- fram i hálfa aðra klukkustund i viðbót. Fundirnir voru vinsamlegir og uppbyggjandi. Forsætisráðherr- arnir urðu sammála um að vinna, meðan á þessum viðræðum stæði, að tilhögun bráðabirgðasam- komulags. Gert er ráð fyrir að forsætis- ráöherrarnir taki aftur uppviöræð- ur sinar siðar i dag”. Fundir undirnefnda hófust i 10 Downing Street kl. 4 e.h. Af hálfu tslands ræddi Hans G. Andersen við breska embættis- menn um möguleika á fækkun breskra togara á Islandsmiðum til þess að minnka sóknina. Hannes Jónsson og Niels P. Sig- urðsson ræddu við breska emb- ættismenn um fyrirkomulag eftirlits með framkvæmd hugsan- legs samkomulags. Viðræðufundir forsætisráðherr- anna og aðstoðarmanna þeirra hófust svo i fundarsal bresku rikisstjórnarinnar kl. 5 e.h. Edward Heath sagðist nú hafa kynnt sér afstöðu breska sjávar- útvegsins til hugmynda Ólafs Jóhannessonar. Teldu þeir ör- uggt, að ekki væri möguleiki fyrir þá, að ná 130 þúsund tonna afla á ári með þeim veiðitak- mörkunum, sem íslendingar hefðu ihuga. Yrði annað hvort að útiloka bátasvæðin eða hólfa- svæðatakmarkanirnar til þess að Bretar næðu þessum afla. Þá væri heldur ekki hægt að fækka nema um 17 togara miðað við tölu togara 1971, ef útiloka ætti alla breska frystitogara og væri þá gert ráð fyrir að 1Ó þeirra sem ur gengju, væru lengri en 180 fet en stærð annarra ótilgreind eða fækkaö yrði um 26 togara án þess að tiltaka stærö. Varðandi eftir- litið meö veiöunum taldi hann eðlilegast, að Bretar gæfu út veiðiheimildir til sinna skipta. — Hafði þannig mjög skipt um tón til hins verra frá sem var um morguninn. Ólafur Jóhannesson kvað þess- ar hugmyndir svo fjarri lagi, að hann gæti ekki mælt með þeim við rikisstjórn sina sem grundvelli að samkomulagi. Útiloka yrði verk- smiðjuskip og frystitogara og fækka öðrum togurum um 30, miðað við 1971. Bátasvæðin og friðunarsvæðin yrðu að vera eins og islensku tillögurnar frá 4. mai 1973 gerðu ráð fyrir. Sömuleiðis hólfasvæðin, ef ekki væri farið inn á 25 milna mörkin. Bráðabirgða- samkomulagið gæti gilt i 2 ár. Las hann siðan svohljóðandi tillögu islensku fulltrúanna úr undir- nefndinni um framkvæmdina og eftirlitið með samkomulaginu: Aðstoðarskip á vettvang „Gerður skal og samþykktur listi yfir skip (sjá fylgiskjal), sem hafi rétt til veiða á Islenskum miðum samkvæmt þessum samn- ingi. Islenska stjórnin mun ekkert hafa að athuga við veiðar téðra skipa við tsland, svo lengi sem þau brjóta ekki reglur bráða- birgðasdmkomulagsins. Sé fiski- skip staðið að veiðum gagnstætt reglum samkomulagsins, skal Is- lenska landhelgisgæslan hafa rétt til að stöðva það, en skal kveðja á vettvang næsta aðstoðarskip breska fiskiflotans til að sann- reyna málsatvikin. Hvers sá togari, sem staðinn er að broti á reglum samkomulagsins, verður strikaður út af lis.tanum og hann sviptur veiðileyfinu”. Miklar og harðnandi umræður urðu um málið, og kom þar m.a. fram, að af Islands hálfu væri landhelgismálið mikilvægara en öryggismálin, þvi það væri lifs- hagsmunamál Islendinga, sem framtið þeirra i landinu ylti á. Eftir miklar umræður sagði Ed- ward Heath, að sennilega væri best að fresta umræðunum til kvöldverðarfundarins, sem ætti að hefjast kl. 8. Með Ólafi voru þeir sömu A kvöldverð'arfundinum i Downing Street 10 mættu m.a. af Breta hálfu auk Edwards Heath. þeir Sir Alec Douglas Home, utanrikisráðherra, Joséph God- ber, matvæla- og sjávarútvegs- ráðherra, Lady Tweedsmuir, að- stoðarutanrikisráðherra og fyrr- greindir embættis- og aðstoðar- menn, en með Ólafi Jóhannessyni voru sömu menn og áður. Eftir að hafa rætt óformlega við Heath og Sir Alec og skýrt þeim frá þvi, að hann hefði ákveðið að leggja fram nýjar hugmyndir um umræðugrundvöll lét Ólafur Jóhannesson dreifa svohljóðandi tillögu að umræðugrundvelli: „islensk tillaga 15. október 1973. 1) Fækkun veiðiskipa (Miðað viö veiðiflotann á Islandsmiðum 1971). A: 25 frystiskip útilokuð 20 stærstu togararnir útilokaðir, 7 aðrir togarar útilokaðir. B: Annar kostur: 25 (öll) frystiskip (og verk- smiðjuskip) útilokuð 15 stærstu togararnir úti- lokaðir, 15 aðrir útilokaðir. 2) Bátasvæðin, sjá tillögur okkar frá 4. mai 1973. 3) Alfriðuð svæði, sjá tillögur okkar frá 4. mai 1973 (að við- bættu svæði friðuðu 14. júni 1973.) 4) Sex skiptihólf, sjá tillögur okk- ar frá 4. mai 1973, tvö lokuð, 4 opin. 5) Veiðitakmörkun 130 þúsund tonn á ári. 6) Framkvæmd: Gerður og samþykktur sé listi yfirskip (sjá fylgiskjal), sem hafi rétt til veiða á islenskum miðum samkvæmt þessum samningi. Is- lenska stjórnin mun ekkert hafa að athuga við veiðar téðra skipa við ísland, svo lengi sem þau brjóta ekki reglur bráðabirgða- samkomulagsins. Sé fiskiskip staðið að veiðum gagnstætt regl- um samkomulagsins, skal is- lenska landhelgisgæslan hafa rétt til að stöðva það, en skal kveðja á vettvang næsta aðstoð- arskip breska fiskiflotans til að sannreyna málsatvik. Hver sá togari, sem staðinn er að broti á reglum samkomulagsins, verður strikaður út af listanum, og hann sviptur veiðileyfinu”. Eftir miklar umræður undir borðum allt kvöldið kom i ljós, að Bretar gætu e.t.v. sætt sig við eftirtalda liði: 1B, 2, 3, 4 með þeirri breytingu að eitt hólf yrði lokað I stað tveggja, liður 5 félli niöur, og smávægilegar breyting- ar yrðu gerðar á orðalagi 6. Bætt yrði við nýjum lið um tveggja ára gildistima. Taldi Ólafur Jóhannesson þetta óaðgengilegt en þetta mætti ræða á morgun- fundinum, þriðjudaginn 16. þ.m. Bretar lögðu það fram Fundur hófst i fundarherbergi bresku rikisstjórnarinnar kl. 10:30 þriðjudaginn 16. þ.m. Af Breta hálfu voru auk Heath mætt- ir Sir Alec, Joseph Godber og ýmsir embættismenn, en sömu menn af Islands hálfu. Lögðu Bretar þá fram svohljóðandi til- boð sem grundvöll að samkomu- lagi: „Samkomulagsgrundvöllur. Flokkun veiðiskipa. A. (011) frystiskip (og verk- smiðjuskip) útilokuð, 15 stærstu togararnir úti- lokaðir, 15 aðrir útilokaðir. 2) Bátasvæði eins og lagt til af hálfu íslendinga 4. mai 1973. 3) Alfriðuð svæði eins og lagt til af hálfu íslendinga 4. mai 1973 (að viðbættu svæði friðuðu 14. júni 1973). Frh. á bls. 15 ATHUGASEMI) UM ÞÝÐ- INGU: Þjóðviljinn frékk frásögn þessa þannig i hendur, að verulegir hlutar hennar voru á ensku. Svo var um allt það er greinir orðrétt frá ræðum og tillögugerð i London. Er það efni sett hér innan til- vitnunarmerkja. Þvi var snarað á islensku á ritstjórn Þjóöviljans, og er sú þýöing óstaöfest af opinberri hálfu. MILLIFYRIRSAGNIR eru Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.