Þjóðviljinn - 20.10.1973, Side 9

Þjóðviljinn - 20.10.1973, Side 9
Ketillinn úr elsta togaranum, Coot, komin uppá sjávarkambinn. GIsli stendur þarna lijá ásamt mönnum úr hjálparsveit skára í Hafnarfiröi sem aöstoöuöu viö aö ná katlinum upp. Hann veröur svo sföar settur á sjóminjasafn Hafnarfjaröar. Hér stendur Gfsli Sigurösson hjá stýrinu úr elsta togara tslendinga, Coot, en hann strandaöi við Keilisnes 1904. GIsli sótt þetta stýri á strandstaðinn i vor. Laugardagur 20. október 1973. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 9 Enn eru 5 far- skólar á landinu og sjö skólar starfa aöeins 4 mánuöi á ári eöa skemur Enn eru á íslandi sjö barnaskólar, sem starfa ekki nema 3-4 mánuði á ári, þar af eru f imm far- skólar. Samanlagður fjöldi barna í þessum skólum er ekki mikill, eða um 50, en þótt takan sé ekki há og vandamálið því ekki mjög stórt, dregur það ekki úr nauðsyn þess, að vandi skóla- halds á þessum stöðum sé leystur. Þetta sagði Indriði Þorláks- son fulltrúi i menntamála- ráðuneytinu, þegar Þjóð- viljinn spurði um tölu farskól- anna. Farskólum i landinu hefur þó stórlega fækkað á 'siðustu árum, er hreppar hafa tekið sig i auknum mæli saman um skólabyggingar, og voru td. fyrir 5 árum starfandi milli 15 og 20 farskólar viöar um land. Að þvi er Indriði sagði eru enn farskólar i Gufudalssveit i Austur-Barðastrandarsýslu, i Fells- og óspakseyrarhreppi i Strandasýslu, i Vindhælis- hrepp* og Skagahreppi i Austur-Húnavatnssýslu og i Skefilsstaðahreppi i Skaga- firöi. Starfa þessir skólar allir i 4 mánuði eða minna á ári, en i sjálfu sér er aðeins stigs- munur á þeim og föstum skólum, sem ekki starfa i lengri tima heldur, eins og i Flatey á Breiðafirði, i Geira- dalshreppi i Austur-Baröa- strandarsýslu og Mjóafiröi i S- Múlasýslu. Aöalmunurinn er, að starfað er á föstum staö og skólastjórar eru við föstu skólana, en kennarar viö far- skólana. Auk þeirra staöa, sem hér voru taldir, var I fyrra starfandi farskóli i Fells- hreppi i Skagafirði, en hann verður lagður niöur nú i vetur og börn þaðan munu sækja skóla á Hofsósi þegar lokið er við skólabyggingu þar, sem gert er ráð fyrir að verði um áramótin. Stuttur skólatimi farskól- anna kemur að sjálfsögðu að einhverju leyti niöur á námi barnanna, einkum i sér- greinum. Hinsvegar verður erfitt að leysa þetta mál i af- skekktum, fámennum hreppum, þar sem skólabörn eru allt ofani 4 eins og i Vind- hælihreppi eða 3 eins og i Mjóafirði, þvi þótt þau gætu Hósherg G. Snædal fengið aðgang að skólum i nær liggjandi sveitum hefur ekki þótt heppilegt að senda yngri árgangana svo langt burt um lengri tima, enda vegasam- band oft ótryggt, svo þau komast jafnvel ekki heim hálfsmánaðarlega, eins og viðast tiðkast i heimavistar- skólum. En þótt börn á þessum stöðum búi enn við stuttan skólatima hefur aðstaða þeirra batnaö hvað snertir framhaldsnám, og eiga þau velflest orðið aðgang að einhverjum unglinga- og gagnfræðaskólum. Ekki er þó einhlitt að þau komist i heima- vist, og kostar það þá for- eldrana talsveröa fyrirhöfn að koma unglingunum i fæði og húsnæði á stöðum, þar sem skólar eru starfandi. VANTAR KENNARA Eitt er enn ótaliö i sambandi við rekstur farskólanna og það eru erfiðleikar viokomandí skólanefnda við að fá kennara til starfa. Nógu erfitt hefur reynst að fá kennara viða úti á landi, þar sem þó er boöiö upp á gott skólahús og ibúö, hvað þá þegar hvorugt er fyrir hendi. Einmitt kennaraleysi var vandamálið á öörum þeirra tveggja staöa, sem Þjóðviljinn hringdi til i gær til að frétta af skólahaldinu i farskóla. — Það er enn óljóst, hvort við fáum kennara fyrir veturinn, sagði Reynir Berg- sveinsson bóndi i Fremri Gufudal I Gufudalssveit, og þetta er frekar erfitt yfirleitt. Það er fyrst og fremst fyrir 7- 11 ára börn, sem okkur vantar kennslu, þvi við höfum aögang að skólanum á Reykhólum fyrir 12 ára og eldri. Reyndar er yngri börnum úr. Reykhóla- sveit kennt i Reykhólaskóla, en okkur finnst varla hægt að senda burt þau sem yngri eru en ll-12ára,þvi heimavistin á Reykhólum er miðuð viö að börnin fari heim á hálfs- mánaðarfresti og hér um slóðir er vegakerfiö þannig, aö það er alveg undir hælinn lagt, hvenær fært er. Þá þarf að fara að koma þeim einhvers- staðar fyrir þessar helgar. 1 grunnskólafrumvarpinu er annars gert ráö fyrir að börn héðan á unglinga- og gagn- fræöastigi fái i framtiöinni aö- gang að Laugaskóla i Dala- sýslu. Reynir sagði, að undanfarin ár hefði farskólinn hjá þeim verið i 5 mánuöi á ári og misstu börnin auðvitað af mörgu, sem aðrir skólar byöu uppá. Þó væri það ekki kennslutiminn, sem megin- máli skipti, heldur væri mjög mikiö undir kennaranum komið, fannst honum. Þannig væri fólk i Gufudalssveit nú að vonast til að geta fengið til kennslu eldri konu, sem áður hefði verið þar, og reynst ákaflega vel, og ætluðu þá að láta sér nægja 3ja mánaða skóli. Skólatima frá byrjun september og út mai, eins og gert væri ráð fyrir i grunn- skólafrumvarpinu, áleit hann óraunhæfan fyrir sveitirnar, þvi einmitt fyrst á haustin og á vorin væri hvaö mest að gera og væri börnunum þá bæði nauðsynlegt að kynnast störfunum og þau nauösyn- legur vinnukraftur á heimilunum. A móti nýttist skólatiminn oftast betur þar sem heimavist væri. — En nú er það kennari, sem okkur vantar, sagði Reynir að lokum. Fáist hann, reynum við að byrja skólann i nóvember. TIL SKIPTIS í HREPPUNUM A Fossi i Skefilsstaöahreppi i Skagafirði náðum viö sam- bandi við farkennarann sjálfan, Rósberg G. Snædal. Hann reyndist þá einnig vera kennari fyrir Skagahrepp i A- Hún. og bjóst við aö kenna 5 vikur á hvorum stað fyrir jól, en siðan sitt hvorn mánuðinn i sveitunum til skiptis og á skólatiminn aö vera saman- lagt 4 mánuöir i Kelfisstaða- hreppi, en 3 i Skagahreppi. — Hér i Skefilsstaða- hreppi er höfð heimavist á Fossi, börnin eru nú 7 talsins og koma uþb. 9 ára i skólann. þannig, að þetta er 4 ára skóli. Þetta kemur sæmilega út, en þau missa náttúrlega af ýmsu i sérkennslu, sem stærri skól- ar veita, eins og handavinnu, eðlisfræði og tungumálum. En i almennum fögum, sem tekin eru landspróf i, hafa þau ekki staðið sig verr en i kaup- stöðunum. Hann bjóst viö, aö námið yrði erfiðara fyrir börnin hinumegin, sem aöeins heföu 3ja mánaða skólatima, en sagðist þó ekki hafa reynslu af þvi enn, hann hefði ekki kennt þar i fyrra. 1 Skagahreppi eru skólabörnin 6 eða 7 talsins, á likum aldri og hin, og er far- skólinn þar haföur á Tjörn. — Halda þessi born svo a- fram á unglingastiginu? — Þaö má heita alger regla og langflest fara þau i gagn- fræðaskóla. Börnin úr Skaga- hreppi fara þá á Skagaströnd eöa Blönduós, en héðan hafa þau aðgang aö skólanum á Sauðárkróki, Varmahlið, þar sem er reyndar mjög ásett, og Steinsstaöalaug. En það eru talsverðir erfiöleikar við þetta og þó nokkuð dýrt fyrir for- eldrana, sagði Rósberg. Td. er engin heimavist á Sauðár- króki og verður þá að koma börnunum einhversstaðar fyrir i fæði og húsnæöi. —vh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.