Þjóðviljinn - 06.11.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.11.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 6. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 POULÖRUM: BOÐORÐIÐ 30 komist að neinni niðurstöðu. Hvað sem þvi liður, þá varð Marcussen uppiskroppa með tjöru, rétt eftir að Alex var far- inn, hringdi hann dyrabjöllunni og stóð fyrir utan með tjörudall- inn sinn og bað innilega af- sökunar, hann vissi auðvitað að það var búið að loka. En hann þurfti að fara í vinnuna á morgun og langaði til að ljúka við að tjarga. Þú gætir vist ekki hjálpað mér um dálitinn slatta? Það gat ég, og af þvi tilefni fór ég i gamlan jakka, sem var með tjörublettum fyrir, og siðan fórum við niður i timburskála og ég tappaði af tunnunni i fötuna hjá honum. Marcussen fór heim til að halda áfram að tjarga og ég lokaði rennihurðinni i gaflinum og varð að rykkja i hana af öllum kröftum, þvi að hjólin voru farin að stirðna. I þvi slóst jakkahornið mitt i hurðarendann og ég heyrði dálitinn smell frá einhverju sem var i jakkavasanum. A leiðinni heim þreifaði ég niður i vasann, og milli fingurgómanna hélt ég á flötum lykli sem ég þekkti lögunina á. Það var gamall rás- lykill að karavaninum. Hann hafði verið notaður svo oft, að loks hafði komið i hann brestur. , Ég hafði látið gera nýja lykla að bilnum og vissi ekki betur en þessum hefði verið fleygt. Siðan voru þrjú eða fjögur ár. Allan þann tima hafði hann legið gleymdur i vasanum á jakkanum, sem ég notaði þvi nær aldrei — og svo vildi þannig til, að ég fékk hann milli fingranna einmitt i dag. Tilviljun! Tja, hvað veit ég? Það væri of mikið sagt að ég heföi litið á þennan lykilfund sem veins konar visbendingu forlag- Lausn á krossgátu Lausn á siðustu krossgátu: 1 = B, 2 = A, 3 = L, 4 = D, 5 = U, 6 = R, 7 = P, 8 = Þ, 9 = 0, 10 = T, 11=V, 12 = Æ, 13 = Ý, 14 = S, 15 = M, 16 = E, 17 = 1, 18 = N, 19 = 0, .20 = F, 21 = É, 22 =Ð, 23=Y, 24 = G, 25 = A, 26 = 1, 27 = 0 , 28 = K, 29 = H, 30 = 0. anna, hvaða fyrirbrigði sem þau eru nú annars. Ég fann engan kuldahroll sem gæfi til kynna ná- vist æðri máttvalda, ég fann ekki annað en gamlan lykil. Það væri lika of mikið sagt, að lykillinn hefði ekki komið hugmyndinni inn hjá mér. Hún birtist : nefnilega alls ekki allt i einu, heldur hefur hún legið og gerjað i einhverju skúmaskoti hugans. án þess að ég gerði visvitandi neitt til þess. A leiðinni á skrifstofuna fór hún sjálfkrafa að birtast fyrir hugar- sjónum minum, likt og hún hefði legið reiðubúin eins og lykill inn i vasanum og beðið sins tima. Alex hafði haft rétt fyrir sér i þvi, að það var ekki min sterka hlið að fá snjallar hugmyndir. Enda var það þveröfugt. Hug- myndin fann mig. Þegar Mark kom aftur frá byggingarlóðunum og leit inn á skrifstofuna, lá ég á hnjánum og var að tina upp sigarettur. Hann sagði: — Þú ættir ekki að fleygja þeim svona i kringum þig. Þær eru of dýrar til þess. — Það var ekki ég sem gerði það, sagði ég. — Alex var að sýna i verki hvað hann ætlaði að gera við okkur, ef hann fengi ekki vilja sinum framgengt. Mark spurði hver vilji Alexar væri, og ég sagði tuttugu þúsund að viðbættum sjö þúsund og fimm hundruð., — hann léti sér nægja það fyrst i stað að minnsta kosti. Mark hlustaði agndofa méðan ég skýrði þetta fyrir honum, og siðan sagði hann að þessi bölvaður fantur hlyti að vera kolvitlaus. — Ég sagði honum það. En það hafði heldur litil áhrif á hann. — En hann getur ekki gert al- vöru úr þeirri hótun sinni að fara til lögreglunnar, án þess að lenda sjálfur i klipu? — Jú, ég er hræddur um að hann geti það — og að hann geri það ef við látum hann ekki hafa peningana. — Ætlarðu...? — Nei — Heldur hvað, Johs? Hvað hefurðu hugsað þér að við gerum við hann? — Ég er ekki búinn að hugsa málið,. sagði ég. — En við gerum ekkert. Þetta kemur engum við nema Alex og mér. Mark starði á mig: — Attu við að þú ætlir... — Vertu ekki aö tala um hvað ég ætli eða ætli ekki, sagði ég. — Þú veist ekkert um það. Ég veit það varla sjálfur. Þegar ég var búinn að senda hann heim og áminna hann umað steinþegja um fjárkúgunaráform Alexar við Rósu og Marianne, fór ég og leit á töfluna um flóð og fjöru sem hékk á skrifstofuveggn- um. Klukkan var orðin hálfsex. Eftir hálftima var háflæði. Ef ég flýtti mér, gæti ég tekið laxanetið upp áður. Ég stóð og fitlaði við lykilinn i jakkavasa minum og hugsaði með mér að á morgun yrði flóðið þrem kortérum fyrr, sem sé klukkan fjórðung i sex og Alex hafði tilkynnt komu sina klukkan fimm. Það stóð vel heima. Allt féll eins og flis við rass, rétt eins og hann hefði sjálf- ur hagrætt þvi að alkunnri snilli. Ég var sestur inn i kara- vaninum og búinn að snúa lyklin- um varlega þegar Marianne kom gangandi eftir innkeyrslunni. Ég vatt niður hliðarrúðuna og sagði henni að ég ætlaði að vitja um netið. Hvað var annars i matinn? Hún lét sem hún heyrði ekki spurninguna og sagði: — Netið? Hvernig geturðu hugsað um það þegar...Hvað sagði Alex? — Tja, hvað hann sagði. Hann lét i ljós grunsemdir i sambandi við Mark og ég sagði honum væri ekki með réttu ráði og varaði hann við að gera nokkuð frekar i málinu. — Gera hvað? — Kæra Mark fyrir að stela átta þúsund krónunum. — Sagði hann berum orðum að hann ætlaði að gera það? — Já, ef ég bætti honum ekki upp skaðann. En hafðu engar á- hyggjur. Hann gerir það ekki. Honum er ljóst, að þá gæti hugs- ast aö ég hefði dálitið á hann á móti. — Attu við það sem gerðist — fyrir löngu...? — Já, morðið á Virginiu. Ég er ekki búinn að gleyma þvi sem þú sagðir um kvöldið, að það hefði getað verið hann. — Myndirðu gera það i alvöru, ef... —■ Nei, sagði ég. — Min staða væri vist ekki sérlega sterk i þvi máli. Það veit hann auðvitað. En hann veit ekki nema ég væri nógu vitlaus til að reyna það samt... Ég býst ekki við að hann vilji eiga það á hættu. — Johs, væri ekki skömminni skárra að borga honum þessa peninga til að losna viö hann? — Hefurðu nokkurn tima heyrt að maður losnaði við fjandann, þótt maður rétti honum litlafing- ur? — Hvað áttu við með þvi? — Hugsaðu þig um. Ef ég borg- aði honum, væri ég með þvi að viðurkenna að það hefði verið Mark sem heimsótti hann á hótel- herbergið þarna um kvöldið. — Já, ég skil það, sagði Mari- anne, en það var samt ekki á henni að heyra. Enda var ekki auövelt að átta sig á þessum óljósu og þokukenndu skýringum minum. Ég ók af stað og stundarfjórð- ungi seinna var ég kominn að suðurströndinni og hamaðist við að ljúka verki minu af fyrir flóðið. Ég braut netið saman og axlaði kippuna, reif upp staurana og setti þá á hina öxlina. Þegar ég var á leiðinni inn, kom annar lax- veiðimaður öslandi til min, haf- andi lokið við að lita á tómt netið sitt. — Þú ert þá aö gefast upp? sagði hann. — Nei, ég færi mig til og reyni fyrir mér annars staðar. — Það er vist jafnlélegt alls staðar. — Það er aldrei að vita, sagði ég, þótt ég þættist reyndar vita það. — Mér datt i hug að reyna út af norðurströnd. — A Sören Kaas leirunni? Þar leggur ekki nokkur maður net. — Kannski veit laxinn það og heldur sig þar. Hann hristi höfuðið og tautaði eitthvað um að ég yrði að vara mig á aö billinn tepptist ekki þar. Flóöið gæti komið snögglega þar. — Ég veit það, sagði ég, en bætti ekki við að ég ætlaði einmitt að notfæra mér það. 21 Lægðardrag yfir norðurhluta Bretlandseyja og Færeyjum hafði siðan i gær færst suður á bóginn. Undir kvöld leit út fyrir norð- vestanhvassviðri. Ég slökkti á út- varpinu. Ég hafði verið að hlusta á veðurhorfur fyrir Norðursjóinn frá Hamborg. Hér á vestur- ströndinni fer það oft nær raun- verulegu veðri en spáin frá veðurstofunni i Kaupmannahöfn, sem sagt er að stundum gefi að- vörun um rok, þegar þakplöturn- ar eru farnar að fjúka af húsun- um. Klukkan var nokkrar minútur yfir fimm. Alex hafði ekki sýnt sig ennþá, en hann kæmi áreiðan- lega og það var nógur timi, heilir þrir stundarfjórðungar. Nema hann hvessti svo mjög að það flýtti fyrir flóðstraumnum. Ég gekk út fyrir og leit upp i himin- inn. Hann var tætingslegur og til i allt. Það kæmu skúrir með kvöld- inu og vindurinn, sem allan dag- inn hafði hvikað milli suðvesturs og vesturs, var nú aö færast i norður og herti verulega á sér. Betra gat það ekki verið. Allt var næstum fullkomið. Þegar allt gengur eins og smurt, fær maður oft hugboð um að hann hafi gleymt einhverju mikilvaígu og Uriðjudagur 6. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Morgunbæn kl. 7.55. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og 'forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Anna Snorradóttir les framhald sögunnar ,,Padd- ington kemur til hjálpar" eftir Michael Bond (5). Morgunleikfiini (endurt.) kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Ég inan þá tið kl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögum og tónlist frá liðnum árum. Tónleikar kl. 11:30: Filharmóniusveit Berlinar leikur „Föðurland mitt” eftir Smetana. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Kftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Jafnrétti — misrétti.III. þáttur. 15.00 Miðdegistónleikar: Kammertónlist eftir Béla Bartók. Kammerhljóm- sveitin i Moskvu leikur Divertimento fyrir strengjasveit; Rudolf Barshai stj. Tristan Fry og James Holland leika Sónötu fyrir tvö pianó og ásláttar- hljóðfæri. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 Tónlistartimi barnanna. Egill Friðleifsson söng- kennari sér um timann. 17.30 Frainburðarkennsla i frönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Pianóleikur í útvarpssal. Kjell Bækkelund leikur Svitu eftir Paul Hindemith. 19.40 Kona i starfi.Elin Ólafs- dóttir lektor flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Göttingen, goðaborgin forna.Séra Arelius Nielsson flytur erindi. 21.30 A hvituin reitum og svörtum. Guðmundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Minningar Guðrúnar Borgfjörð. Jón Aðils les (3). 22.35 llarmonikulög. Mogens Ellegaard leikur. 23.00 A hljóðbergi. „Forseti i vanda”. Dagskrá um ævi og stjórnmálaferil Abrahams Lincolns Bandarikjafor- seta. Marcus Cunliffe prófessor i bandariskri sögu við Manchesterháskóla setti dagskrána saman úr sam- tima ræðum, ritum og söngvum. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Brúðkaup Þann 24.8. voru gefin saman i hjónaband af séra Þóri Stephen- sen Lára Haraldsdóttir og Stefán Eiriksson. Heimili þeirra er að Bárugötu 12. Stúdíó Guðmundar Garðastræti 2. Þann 8.9. voru gefin saman i hjónaband i Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni Kristrún Sigurðardóttir og Simon Ólafsson. Heimili þeirra er að Reykholti, Biskupstungum. Studío Guðmundar Garðastræti 2. Þriðjudagur fi. nóvember 1973 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Heima og hciman.Bresk framhaldsmynd. 7. þáttur. Snjóklukkurnar springa út. Sögulok. Þýöandi Dóra Haf- steinsdóttir. Efni 6. þáttar: Brenda fer að heimsækja Walter, son sinn, sem legg- ur stund á enskunám við háskólann i York. Þau skoða borgina og ræða margt sáman. Walter skilur gerðir móður sinnar betur en hin börnin og ásakar fjöl- skylduna fyrir eigingirni. Hann segir Brendu, að hann hafi i hyggju að hætta námi, og þau hafa bæði nokkrar áhyggjur af, hvernig God- frey muni taka þeirri frétt. Um kvöldið situr Edward einn i ibúð Brendu, þegar Scott ber þar að dyrum. Hann ásakar Scott fyrir að hafa eyðilagt fjölskyldulif þeirra og leitt Brendu á villigötur. 21.25 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.00 Skúk.Stuttur, bandarísk- ur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 22.05 Tómstundagaman.Þýsk kvikmynd um tómstunda- iðju. 1 myndinni er meðal annars sýnt, hvernig fólk i Þýskalandi ver fritima sin- um. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.35 Dagskrárlok. RAFLAGNIR SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lajgnir, viðgerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. FÉLAG ÍSLEÍVZKRA HLJÚMLISTARMAWA #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið i 20255 milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.