Þjóðviljinn - 06.11.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.11.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. nóvember 1973. jfislif íifiniiii Tiur i=iin;in a # mrm, þingsjá þjóðviljans Gísli Guðmundsson alþingismaður látinn Gisli Guðmundsson, alþingis- maður lést i gærmorgun tæplega 70 ára að aldri. A fundi Sameinaðs alþingis i gær minntist Eysteinn Jónsson, forseti sameinaös þings hins látna alþingismanns og mælti á þessa leið: í morgun barst sú harmafregn, að Gisli Guðmundsson alþingis- maður væri látinn, tæplega sjötugur að aldri. Hann hafði að undanförnu átt við mikla van- heilsu að striða, kom af þeim ástæðum ekki til þings i haust og andaðist siðastliðna nótt. Gisli Guðmundsson var fæddur 2. desember 1903 á Hóli á Langanesi. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi þar Gunnarsson bónda á Djúpalæk Péturssonar og kona hans Kristin Gisladóttir bónda i Kverkártungu I Skeggjastaðahreppi Arnasonar. Hann hóf nám i Gagn- fræðaskólanum á Akureyri haustið 1919 og lauk þaðan gagn- fræðaprófi vorið 1921. Veturinn 1923—1924 var hann i mennta- skólanum i Reykjavik og lauk þaðan stúdentsprófi utanskóia 1926. Nám i islenzkum fræðum við Háskóla Islands stundaði hann á árunum 1926—1929 og fór siðan hálfs árs námsferð um Norður- lönd, Þýskaland, Sviss og Italiu 1929. Jafnlramt námi var hann barna- og unglingakennari á Langanesi öðru hverju 1921—1925. Þingskrifari var hann á Alþingi 1928 og 1929, stundakennari við Samvinnuskólann 1928-1929 og 1930-1934, skólastjóri i forföllum 1930-31. Hann var ritstj. Ingólfs 1930-1940 og jafnframt rit- stjóri Nýja dagblaösins 1934-1936. Alþingismaður Norður-Þing- eyinga var hann 1934-1945 og 1949-1959, siðan alþingismaöur Norðurlandskjördæmis eystra, sat á 41 þingi alls. Gisli Guðmundsson var kjörinn til ýmissa annarra trúnaðar- starfa en hér hafa verið talin. Hann var i miðstjórn Fram- sóknarflokksins 1933-1946 og frá 1950 i fulltrúaráði Útvegsbanka tslands 1936-1957 og i bankaráði Útvegsbankans frá 1957. Hann átti sæti 1936-1938 i stjórnskipaðri nefnd, er samdi frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur og var kosinn 1937 i milliþinganefnd til að gera tillögur um hlut- deildar-og arðskiptifyrirkomulag I atvinnurekstri. 1 stjórn Skulda- skilasjóðs útvegsmanna var hann 1949-1951, i bankamálanefnd 1951- 1954, i fjárhagsráði 1952-1953, i endurskoðunarnefnd almanna- trveeinealaea 1954-1956. i GIsli Guðmundsson byggðajafnvægisnefnd 1954-1956, var formaður atvinnutækja- nefndar 1956-1961 og formaður staðsetningarnefndar rikis- stofnana 1958-1960. Hann var forseti Rimnafélagsins 1961-1965 og i stjórn Hins islenska þjóðvina- félagsins frá 1962. Gisli Guðmundsson ólst upp viö sveitastörf og hélt alla ævi nánum tengslum við æskustöðvar sinar, átti siðustu árin heimili á föður- leyfð sinni og dvaldist þar löngum þegar færi gafst vegna starfa þeirra, sem hann hlaut að vinna annarsstaðar. Hann var vel að sér um sögu þjóðarinnar og atvinnuhætti til lands og sjávar, ritfær og málhagur. Auk fjöl- margra greina i blöðum og tima- ritum liggja eftir hann frumsamin rit og þýðingar erlendra bóka. Gisli Guðmundsson var hæglátur og hlédrægur, en áhuginn var mikill, Hann átti um nokkurt skeið við heilsuleysi að striða, en viðtæk þekking hans á landshögum, glöggskyggni og gjörhygli leiddu til þess, aö til hans var leitað til ráöuneytis og forustu um marga mikilvæga þætti þjóðmála. Gisli Guðmundsson var samvinnu- þýður og tillögugóður i samstarfi innan þings og utan, fastur fyrir og fylginn sér i baráttu fyrir hugðarmálum sinum, þraut- seigur og úrræðagóður i hverri raun. Gisli Guðmundsson var langa hrið einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum landsins. Störf hans á sviði löggjafar og þjóðmála marka viða spor. Lengst mun þó Gisla Guðmur.dssonar verða minnst fyrir þrautseiga og hetjulega baráttu hans og forustu innan þings og utan fyrir ráðstöfunum til þess að vinna að jafnvægi I byggð landsins, sem nú orðið á sterkan hljómgrunn með þjóð- inni. Hiklaust má fullyröa, eð enginn einstaklingur á jafnnýtan þátt og hann i þeim heillavænlegu breytingum, sem nú eru að verða almennt á viöhorfi til þeirra mála. Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að minnast Gisla Guömundssonar með þvi að risa úr sætum. „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða ...” Lagt hefur verið fram á alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á aimennum hegningarlögum á þessa leið: 1. gr. „Nýgrein, 233.gr. a,orðistsvo: Hver sem með háði, rógi, smánum, ógnum eða á annan hátt ræðst opinberlega á hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litar- háttar, kynþáttar eða trúarbragða sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum. 2. gr. Lög þessi taka þegar gildi.” I athugasemdum við laga- frumvarpið segir, að Sameinuðu þjóðirnar hafi beitt sér fyrir samningi um þessi efni, sem gerður var 21. desember 1965 — United Nations Convention on the Elemination of all forms of Racial Discrimination.— Samningur þessi var undir- ritaður af tslands hálfu 14. nóv. 1966, en fullgiltur hinn 13. mars 1967. Um þörfina á nýjum laga- ákvæðum hér vegna samnings þessa segir i athugasemdum frumvarpsins: „Könnun sú, sem hegningar- laganefnd hefur framkvæmt á Islenskri löggjöf og lagareglum andspænis samningnum frá 21. desember 1965 og þeim skuld- bindingum, sem islenska rikið hefur tekist á hendur með full- gildingu hans, leiðir þetta i ljós: 1. Vegna ákvæða 4. gr. samningsins þarf að lögfesta ákvæði, er lýsi refsiverða hátt- semi, sem felur i sér atlögur að hópi manna vegna litarháttar, kynþáttar, þjóðernis og trúarbragða, og verður inntakinu I hinni refsiverður háttsemi siðar lýst. Við orðun þessa ákvæðis, sem gert er ráð fyrir, að verði ný grein, 233. gr. a, verður að hafa i huga bæði stjórnarskrárákvæði hér á landi og svo mannréttinda- yfirlýsingar, sem Island hefur fullgilt eða bundið sig til að hlita með öörum hætti. 2. Sýnt er, að ákvæði 5. gr. samningsins fela i sér mjög viðtækar skuldbindingar. í ýmsum tilvikum eru brýn ákvæði I Islenzkum lögum, sem fuilnægja samningnum. I öörum tilvikum kemur hin almenna jafnréttis- regla, sem hvergi er almennt lög- skráð hér á landi, að haldi. Samkv. henni verður þó vitaskuld ekki neinum manni dæmd refsing, en skilja verður 5. gr. samnings þannig, að hún leggi ekki beinlinis skyldu á riki til að lögfesta refsiákvæði andstætt þvi sem er i nokkrum tilvikum samkv. 4. gr. 3. Vegna ákvæða 6. gr. samningsins telur hegningar- laganefnd ekki ástæðu til lög- gjafarstarfsemi á þessu stigi.” Svavar Pálsson: Um kærumál á hendur Sementsv erksmið j unni t tilefni af birtingu tveggja greina i blaði yðar i dag um mál- efni Sementsverksmiðju rikisins vil ég biðja yður um að birta þessar athugasemdir. í fyrri grein er sagt frá, að yfir- heyrslur hafi farið fram i Saka- dómi Reykjavikur vegqa kæru Þorvaldar Þórarinssonar hrl. og Jóhannesar Bjarnasonar verk- fræðings um meint vörusvik og verðlagsbrot hjá Sementsverk- smiðju rikisins. 1 þessari grein er ekkert rangt hermt, enda aðeins sagt, að þessar yfirheyrslur hafi farið fram. Um efni sjálfra yfir- heyrslanna er ekkert sagt. 1 siðari greininni, sem er undir- rituð úþ, er talað um yfirheyrslur um svindl hjá Sementsverksmiðj- unni og um nefndarmenn, sem sannanlega eigi þátt i einhvers konar svindli, sem viðgangist i fyrirtækjum, sem þeir stjórna. Hérerþvislegiðföstu, að um eitt- hvert svindl sé að ræða, og engino fyrirvari gerður þar um. Mér þykir rétt að láta koma nú þegar fram opinberlega, hvernig þessum málum er háttað. Asakanir um verðlagsbrot eru byggðar á misskilningi. Verð á portlandsementi á árinu 1968 var kr.1660 pr. tonn, en verð á faxa- sementi kr. 1540, — .Nú var blandað allt að 10% af faxa- sementi saman við portland- sementið. Jóhannes Bjarnason telur að skylt hafi verið, að lækka þá verð á Portlandsementi um 10% af verðmismuninum, þ.e. um kr. 12, — pr. tonn, eða 60 aura á poka. Þetta var ekki gert m.a. vegna þess, að verð á hverjum poka hefur jafnan verið látið standa á heilum krónum. At- vinnumálaráðuneytið (nú Iðnaðarráðuneytið) ákveður verð á Portlandsementi, en felur siðan stjórn verksmiðjunnar að ákveða önnur verð til samræmis við það. Með þessu er stjórn verksmiðj- unnar falið allviðtækt vald til að ákveða verð á hraðsementi, faxa- sementi, áburðarkalki og enn- fremur c.i.f. verð til allra hafna á landinu, en verðjöfnun hefur alltaf verið gerö á undanförnum árum, sem miðar að þvi, að verð á sementi sé sem næst hið sama, hvar sem er á landinu. Verðlagsnefnd og verðlags- stjóri fjalla ekkert um þessar verðákvaröanir. Það gerir iðnaðarráðuneytiö, aö fenginni umsögn Framkvæmdastofnunar. Það leiöir þvi af þessari skipan mála, aö stjórn Sementsverk- smiðju rikisins getur ekki framið neitt verðlagsbrot, þar sem hún hefur með heimild ráðuneytisins allviðtækt vald til aö ákveða verð á sementi. Þegar Jóhannes Bjarnason var i Sakadómi Reykjavikur beðinn um að skýra ásakanir sinar i þessu efni svaraöi hann þvi til, að hann hefði ekki kynnt sér, hvernig verðlagning á sementi færi fram. Sakadómari Haraldur Henrýsson varð orðlaus af undrun, er hann fékk þetta svar, og spurði ekki frekar um þetta at- riði. Til 'blaða hefur Jóhannes látið berast, að hann hafi kært Sementsverksmiðjuna fyrir verð- lagsbrot, en þegar hann er leidd- ur sem vitni i Sakadómi Reykja- vikur verður hann, að segja, sem Stúdentar ráði meiru við rektors- kjör Magnús Torfi ólafsson, Menntamálaráðherra mælti i gær I Neöri deild Aiþingis fyrir laga- frumvarpi, er rlkisstjórnin flytur um breytingu á lögum um rektorskjör við Háskóla tslands. Svo sem kunnugt er, sagði Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor af sér störfum fyrir stuttu siðan og þarf þvi að kjósa nýjan i hans stað. Þegar stúdentar fengu aðild að rektorskjöri árið 1969 varð hlutur þeirra um 16% heildaratkvæða, en háskóla- kennarar réðu yfir 84% atkvæða. Vegna fjölgunar háskólakennara i kjölfar fjölgunar stúdenta siðan er hlutfallslegt atkvæðamagn stúdenta nú komið úr 16% niður i 10% heildaratkvæðamagns við rektorskjör, og er lagafrum- varpið, sem kom til 1. umræðu á alþingi i gær, flutt i þvi skyni að fjölga fulltrúum stúdenta við rektorskjör, svo að þeir hafi yfir að ráða álika miklum hluta atkvæða og gert var ráð fyrir 1969. Lagt er til að lagagreinin orðist svo: „Rektor er kjörinn til þriggja ára i senn og eru prófessorar einir kjörgengir. Atkvæðisrétt eiga prófessorar og aðrir þeir, sem fastráðnir eru til fulls kennslu- starfs. Þá eiga atkvæðisrétt full- trúar stúdenta i háskólaráöi og tveir fulltrúar stúdenta á fundum háskóladeilda og námsbrautar i almennum þjóðfélagsfræðum, svo og formaður og varafor- maður Stúdentaráðs Háskóla Islands.” I athugasemdum segir: „Frumvarp þetta er flutt að beiöni háskólaráðs i samræmi við samþykkt þess á fundi 18. október 1973. Frumvarpinu fylgdi frá háskólanum svofelld greinar- gerð: „Þegar stúdentar fengu aðild að rektorskjöri 1969, varð hlutur þeirra um 16% atkvæða við rektorskjör. Fjölgun fastra kennara siðan veldur þvi, að samkvæmt núgildandi reglum hefur hlutdeild stúdenta lækkað i tæp 10%. Ofangreind tillaga um breytingu á 1. mgr. 3. gr. laga nr. 84/1970 veldur þvi, að stúdentar fá aö nýju sama hlutfall atkvæða við rektorskjör sem í upphafi.” Verði frumvarpið samþykkt, er að þvi stefnt, að sú tilhögun, sem það gerir ráð fyrir, geti komið til framkvæmda við það rektors- kjör, sem nú stendur fyrir dyrum i Háskóla Islands.” vafalaust er rétt, að hann hafi ekki kynnt sér, hvernig verð- lagning á sementi fari fram. Fyrir sakadómara lá skýrsla frá verksmiðjunni um verðlagsmálin og ljósrit af bréfum ráðu- neytisins, er skýrðu öll þessi mál og er hún nú i málsskjölum hjá Sakadómi Reykjavikur. Asakanir Jóhannesar Bjarna- sonar um vörusvik eru einnig á misskilningi byggðar. Faxa- sementiö er, eigi minna en að 7/10 hlutum Portlandsement. Að 7/10 hlutum er þvi verið að blanda Portlandsementi I Portland- sement, þegar litið magn af Faxasementi er látið saman við Portlandsement. Eigi meira og venjulega minna en 3/10 hlutar Faxasementsins eru pozzolan efni (liparit o.fl.L Með þvi að blanda 10% af Faxasementi saman við Portlandsementið verða þessi efni um 3% af blönd- unni. Nú um nokkurt skeið hefur Portlandsementið verið blandað með um 5% af lipariti og það aug- lýst i Lögbirtingarblaðinu. Sú iblöndun fer að visu öðruvisi fram nú, en efnislega er hér um það Framhald á bls, 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.