Þjóðviljinn - 06.11.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.11.1973, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 6. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Gestur sýningarinnar er Gunnar Hannesson og lýsir hann yfir að hann hafi aldrei tekið svart-hvita mynd og að Kodachrome sé einasta filman að hans viti. Gunnar sem er 58 ára, á ferðalög og ljósmyndun i náttúru tslands að aðal- áhugamáli. Skúli Þór Magnússoner 26 ára liffræðingur og hann myndar „það sem fyrir augu ber i umhverfinu", eins og segir i skránni. Karl G. Jeppesener 29 ára, kennari að atvinnu. Nátt- úruform og fólk er hans aðalviðfangsefni. Nú er sýningin Ljós 73 hafin i Kjarvalsstöð- um og hafa ummæli gesta verið lofsamleg. í sýningarskrá eru birtar myndir af öllum þátttak- endum og færum við þær myndir yfir á siðuna til að kynna hópinn. Um helgina sóttu um þúsund manns- sýning- una, en.hún verður opin i dag frá 4-10 og áfram fram að helginni, en helgardagana verður hún opin 2-10. Sýningunni lýk- ur á þriðjudagskvöld i næstu viku. LISTAVERK ÚR ELDSPÝTUM Englendingurinn Ray Cook, sem er 42 ára, hef- ur þá undarlegu tóm- stundaiðju að skera út listaverk i eldspýtur. Ray Cook hefur alltaf verið góður handverksmaður, en á þessari þolinmæðisiðju byrjaði hann þegar hann lá i lengri tima á spltala. Hann notar rakvélablað til að skera með og er 2-4 klst að koma sköpulagi á verkið. Hann vinnur ekki nema 20 minútur i senn, enda kostar þetta gifurlega einbeitningu, og hann fær oft mik- inn höfuðverk ef hann ofreynir sig. Hann segir að það séu aðeins 5- 10 prósent af eldspýtum sem hægt er aö nota, og þaö er útaf fyrir sig nægilegt verkefni að finna eldspýtur sem henta. SALON GAHLIN s»""t — Og Guðmundur er hættur i skósmiðinni? — Já, hringsólið fór alveg með hann. Gunnar S. Guomundssoner 24 ára og offsetljósmyndari að atviiinu. Hans aðal- myndaefni er náttúruform, fólk og fuglar. Pjetur Þ. Maacker 23 ára guðfræðistúdent og hefur stundað ljósmyndun i ein 11 ár. Uppáhaldsmyndaefni hans er fólk og náttúru- form. SÍÐAN UMSJON:SJ Kjartan K. Kristjánsson er þeirra yngstur, 20 ára, og Optiker að atvinnu. Hann hefur mestan áhuga á þjóð- Hfi. Jón ólafsson er 24 ára lyfjafræðinemi og hann hefur einnig þjóðlif sem sitt kjörsvið. — Mikið vcrftur hann Kalli afhrýðisamur núna! Kcniiariiiii: ESff pabbi þinn fær 5000 krónur og gefur mömmu þinni liclmingiiiii, hvaft fær liún þá? Öli: Slag! Samkeppni Við höfum fengið bréf frá danska gullsmiðafélaginu þar sem greinir frá þvi að gullsmiðum á Norðurlöndum, og öðrum þeim sem áhuga hafa, sé boðið að taka þátt i samkeppni um þrennskonar smiðagripi. 1 fyrsta lagi demantshringi, f öðru lagi hverskonar skrautgripi og i þriðja lagi könnur, skálar, kertastkjaka o.s.frv. Myndin sýnir þá gripi sem fengu verðlaun i fyrra og eru þeir gerðir af sænska gullsmiðnum Theresfu Hvorslev, en hún mun sitja i dómarasæti i ár ásamt tveim- ur öðrum Dönum. Teikningar eða gripið þurfa að hafa borist i hendur dómnefndar fyrir 28. janúar n.k. og er heimilisfangið: Guldsmedefaget, Ryvangs Allé 26, DK-2100, Köbenhavn. Hér er eitt verkiö eftir Roy — að sjálfsögðu mikið stækkað i Ijósmynduninni. Fyrir tæpri viku varð það óhapp i nágrenni Stokkhólms að flutninga- lest fór útaf sporinu, og þannig var aðkoman þegar ljósmyndararnir komi á vettvang. Enginn meiddist, undarlegt nokk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.