Þjóðviljinn - 06.11.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.11.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. nóvember 1973. MOBVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann JRitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. LANDHELGISMALIÐ Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins sem haldinn var um helgina bar vott um styrk og mátt sameinaðs flokks sem gerir sér ljóst að stefnunni verður að fylgja fast og einarðlega fram. Sterkasta vopn Alþýðubandalagsins er málefnaleg eining þess, sagði formaður flokksins, Ragnar Arnalds, i lokaræðu sinni á fundinum. Sú eining byggist meðal annars á þvi að þúsundir og aftur þúsundir Islendinga fylgja Alþýðubandalaginu málefnalega, enda þótt þessar þúsundir hafi enn ekki veitt flokknum brautargengi i kosningum. En svo kann að verða i enn rikara mæli þegar næst gefst tækifæri til. Það var einingin sem einkenndi allar umræður flokksráðsfundar Alþýðubanda- lagsins og þá alveg sérstaklega i afstöðu manna til þeirra mála sem hæst ber i augnablikinu, landhelgismálsins og her- stöðvamálsins. Ávarp flokksráðsfundar- ins um landhelgis- og herstöðvamálið hef- ur að vonum vakið nokkra athygli, en það staðfestir þó aðeins að Alþýðubandalagið stendur trúan vörð um það hlutverk og þær skyldur sem kjósendur þess og lands- menn aðrir hafa lagt þvi á herðar. í ávarpinu segir svo: „Þýðingarmestu mál stjórnarsáttmál- ans eru landhelgismálið og brottför hers- ins á kjörtimabilinu. Á bæði þessi atriði reynir nú og á næstunni á þann hátt, sem getur ráðið úrslitum um áframhaldandi stjórnmálasamvinnu og vinstra samstarf i landinu. Flokksráð Alþýðubandalagsins telur það ástæðulaust að hvika frá þessari stefnu (sem fylgt hefur verið i landhelgis- málinu.:innsk. Þjv.) og veita tilslakanir á borð við þær, sem ráð er fyrir gert i fyrir- liggjandi drögum að samkomulagi við Breta. Flokksráðið leggur á það áherslu að ráðherrar flokksins og þingflokkur beiti sér fyrir þvi að fram fáist leiðrétting- ar á þessum drögum, sem geri hlut okkar hagstæðari og tryggi ótvirætt úrslitavald okkar innan fiskveiðilandhelginnar. Flokksráðið felur þingflokki og fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins að taka fullnaðarafstöðu til málsins”. Eins og sjá má, er forustu flokksins falið að freista þess til hins itrasta að koma fram breytingum á samkomulagsgrund- vellinum við Breta. Það fer þvi ekkert á milli mála að það er enn einu sinni Alþýðubandalagið, sem knýr á um að landhelgisstefnu þeirri, sem þjóðinni hef- ur tekist að standa saman um, verði framfylgt. Hér eiga hagsmunir og afstaða íslendinga að ráða. Þar mega engin annarleg sjónarmið komast að. HERINN í ályktun flokksráðsfundarins er lögð áhersla á að herstöðvamálið og fyrirheitið um brottför hersins á kjörtimabilinu sé einn hornsteinn stjórnarsáttmálans. Þar segir: ,,1 herstöðvamálinu var um það samið við myndun rikisstjórnarinnar að tryggt verði með endurskoðun eða uppsögn varnarsamningsins svonefnda, að allur erlendur her hverfi frá íslandi á kjörtimabilinu og að stjórnarflokkarnir allir ynnu sameiginlega að framkvæmd þeirrar skuldbindingar. Flokksráð Alþýðubandalagsins leggur á það þunga áherslu, að hér er um einn af hornsteinum stjórnmálasamstarfsins að ræða, og af- dráttarlaust verður að hraða framkvæmd þessa þáttar málefnasamningsins, eins og um hefur verið samið”. Siðar segir um herstöðvamálið: „Fyrir farsælt framhald vinstri samvinnu i landinu er hér um úr- slitaatriði að ræða og ofstopafengin við- brögð hermangara eru skiljanleg i ljósi þess og þeirra hagsmuna sem þeir eiga að verja”. Þjóðleikhúsið: Klukku- strengir Eftir Jökul Jakobsson Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikmynd: Gunnar Bjarnason og Þorbjörg Höskuldsdóttir Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikritið Klukkustrengir var frumsýnt á Akureyri siöastliðinn vetur, og reyndar skrifað og Hraðkaup Fatnaður i fjölbreyttu úrvali á alla fjölskyld- una, á lægsta fáan- lega verði. Opið þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga til kl. 10 e.h. — Mánudaga, miðviku- daga og laugardaga til kl. 6 s.d. HRAÐKAUP Silfurtúni, Garðahreppi v/Haf narfjarðar veg. SENDIBÍLÁSWÐIN Hf Duglegir bílstjórar unnið á þeim stað i boði Leik- félags Akureyrar. Sú sýning var sett upp með ósköp venjulegum natúraliskum hætti, textinn tekinn alvarlega eins og hann leit út á yfirboröinu. Sú sýning heppnaðist aö mörgu leyti vel, leikritið skilaði sér ágætlega, verkaði a.m.k. mjög vel á undir- ritaðan. Hins vegar fannst fyrir þvi, að texti þessi byði upp á fleiri möguleika i uppfærslu en þann sem Magnús , Jónsson valdi, vegna þess hve oft hann verður hálfgerð skopstæling á þeirri dreymnu viðkvæmni og angur- værð sem Jökull hefur lagt svo mikla stund á i leikritum sinum, auk þess sem fyndni skáldsins naut sin með albesta móti. Brynja Benediktsdóttir hefur kosið að fara leið sem felur i sér róttækar breytingar frá hinni venjulegu. Hún mótar persónurnar fáum, ýktum og stil- færðum dráttum — þeir verða nánast skopmyndir. Með ýktum og afkáralegum tilburðum eru þeir siðan látnir draga viö- kvæmni textans sundur og saman I háði, gera óspart grin aö sjálfum sér. Sums staðar er augljóslega stefnt að skopfærslu hins hefð- bundna, alvörugefna dramatiska þunga sem hér hefur veriö tiökan legur undanfarið. Með þessu er dregin fram ný hliö á Jökli, gengið þvert á snið við hina hefð- Sigrún Björnsdóttir og Jón Júllusson i hlutverkum slnum bundnu aðferö Leikfélagsins við uppfærslu á verkum hans, og er það eitt i sjálfu sér ákaflega hressandi nýjung. Það sem meira er um vert er hversu fyndin og hugmynda- auöug þessi sýning er. Leikstjór- inn hefur gert sér giögga hug- mynd um þann stil og þau áhrif sem hún vildi ná fram, og siðan unnið markvisst og i smáatriðum aö þvi aö gera hugmynd sina aö veruleika á sviðinu. Og það sýnist mér henni hafa tekist til hlitar. Henni hefur einnig tekist að draga fram nýjar hliðar á gáfum gamalkunnra leikara. Róbert Arnfinnsson birtist okkur i algerri endursköpun, dregur upp ein- hverja kostulegustu og útfærð- ustu mannlýsingu sem ég minnist þess að hafa séð hér á sviði. Þ að er til marks um algera yfirburði Róberts að honum tekst að rúma alvöru siðasta þáttar innan ramma hinnar ýktu skop- stælingar sinnar. Að sýningu lokinni þekkti maður persónuna út og inn. Kristbjörg Kjeld gerir úr Jór- unni skopmynd (sem aö visu er óhugnanlega nálægt veruleik- anum) af alkunnri fáránlegri smáborgarafrú, öll i tildri og tal- gleði, að sinu leyti fullkomin stúdia. Bessi Bjarnason er mjög sannfærandi leiðinlegur er hann ryður úr sér flatneskjulegri vana- speki Kristófers bankagjaldkera. Sigrún Björnsdóttir dregur upp mjög sterkmótaða mynd af kynósa kvenflagöi. Kannski er þessi túlkun á Rannveigu þaö hæpnasta i leikstjórninni, þar sem textinn leggur á þaö áherslu að vafasamur lifnaöur Rannveigar tilheyri algerlega fortiðinni, og þaö er erfitt að hugsa sér hana afgreiða i bóka- safninu eins og hún kemur þarna fyrir. Jón Júliusson leikur orgel- stillarann af upphafinni ró. Randver Þorláksson er hæfilega álappalegur Eirikur, Þóra Lovisa Friðriksdóttir er dálitið við- vaningsleg, sem ekki er furða, en brussugangur hennar og klunna- háttur er mátulega ungæðislegur. Þaö má kannski deila um, hvort Brynja Benediktsdóttir hefur lagt réttan skilning i þetta leikrit. Mér persónulega finnst hún gera of mikið úr kynferðislegum þætti þess, gera hann of grófan. En þetta er smekksatriöi. I heild tel ég að túlkun hennar sé réttlætan- leg, að textinn bjóði sýnilega upp á hana sem einn möguleika. En mest er um vert að hér hefur gerst það sem alltof sjaldan sést á islensku leiksviöi: leikstjóri hefur gert sér fastmótaða hugmynd um verkiö, og þaö sem meira er, hefur haft bolmagn til að gera hugmynd sina að veruleika með þvi að fylgja henni eftir allt niður i smáatriöi. Fyrir þetta á Brynja hið mesta hrós skilið. Það ber einnig vott um skynsamlega leik- hússtjórn að draga réttan lærdóm af Lýsiströtu Brynju á siðasta leikári, og gefa henni strax tæki- færi til að spreyta sig á míkils- háttar verkefni. Hér hefur verið vel unnið. Þökk fyrir, og meira af sltku. Sverrir Hóimarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.