Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 12, desember 1973.1ÞJ6ÐVILJINN — S1ÐA 3 Flugfreyjur hafa boðað verkfall á laugardaginn: Krefjast 60% hœkkunar og barnsburðarréttinda Viö leggjum ekki sist áherslu á kröfuna um rettindi i sambandi við barnsburð, sagði Erla Hatie- mark formaöur Flugfreyjufélags tslands, þegar Þjóðviljinn spurði um yfirstandandi samninga og kröfur flugfreyjanna, en þær hafa boðað til verkfalla á laugardag- inn kemur, hafi þá ekki náðst samkomulag. Fundur með sáttasemjara átti að hefjast kl. 5 i gær og var ekki lokið er þessi frétt var skrifuð, en fundur, sem stóð frá kl. 2 til 8 sd. i fyrradag, varð árangurslaus. Erla sagði, að kaupkröfur flug- freyja væru að byrjunarlaun hækkuðu úr kr. 26.600 einsog þau eru nú með visitöluuppbótum, i 42.570 kr. eða um uþb. 60%. Þá er krafist 40% álags á launin sakir ó- reglulegs vinnutima, en við könn- un, sem þær létu gera á starfs- tima flugfreyju kom i ljós, að um 65% hennar eru unnin utan venju- legs dagvinnutima, þar af um 75% i nætur- og helgidagavinnu. Kröfur sínar um svo stórfellda launahækkun sem 60% byggja flugfreyjur m.a. á þvi, hve stuttur starfsaldur þeirra er, en miðað við núverandi samninga ber þeim að hætta starfi 35ára gömlum, en lágmarksaldur er 19 ára. Má benda á i þessu sambandi, að við launaákvörðun annarra flugliða er tekið mið af styttri starfsævi en i öðrum störfum, og er þó starfs- ævi flugfreyja talsvert styttri en fiugmannanna. Þá krefjast flugfreyjur þess enn að fá greidda fulla dagpen- inga, en um það atriði urðu tals- verðar deilur milli þeirra og flug- félaganna i sumar. Að lokum krefjast flugfreyjur ákveðinna réttinda ' i sambandi við barnsburð, þ.e. að er trúnaðarlæknir hefur úrskurðað að þær megi ekki vegna þungunar stunda störf sin um borð i flugvél- unum, sjái flugfélögin þeim fyrir viðunandi starfi á óbreyttum launum. Sé það ekki mögulegt fái þær samt greidd 90% launa sinna, nema þær sjálfar óski eftir að vera lausar. t hvoru tilfellinu sem er fái þær við barnsburð 4ra mán- aða leyfi á fullum launum og eigi siðan rétt á stöðu sinni aftur. Fram að þessu hefur barnshaf- andi flugfreyja verið svo til rétt- indalaus. Hún hefur að visu átt rétt á hálfsmánaðarlaunum hjá félaginu, en ekki átt tryggt að halda stöðu sinni eftir barnsburð. Vegna eðlis starfsins hafa barns- hafandi flugfreyjur ekki heldur getað haldið eins lengi áfram vinnu um meðgöngutimann og konur i öðrum starfsgreinum og hefur þettá að sjálfsögðu komið illa niður fjárhagslega. Erla sagðist ekki telja grund- völl fyrir þvi að svo stöddu að krefjast hærri marka starfsald- ursins, þar sem flugfélögin gætu að vild sinni sagt flugfreyjunum upp starfi með 3ja mánaða fyrir- Erla Hatlemark, formaður Flug- freyjufélagsins. vara, þegar samdráttur yrði i vinnunni á haustin og hefðu þá i hendi sér, hverjar yrðu endur- ráðnar. Hinsvegar hlytu málin að þróast i þá átt, að starfsaldurshá- markið hækkaði, þvi atvinnurek- endur hefðu ekki til lengdar efni á að kasta þjálfuðu vinnuafli á glæ. —vh Langt er skammdegið Langt er skammdegið, og meðan dagskfman er um miðjan daginn, er um að gera að hreykja sér hátt og njóta útsýnisins. (Ljósm. S.dór). Guðrún Á. Símonar með sinfóníunni 6. reglulegu tónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar verða hldnir á morgun, fimmtudag 13. descmb- er, i lláskólabíói. Einsöngvari verður hin vinsæla óperusöng- kona GUDHÚN A SIMONAR. A tónleikunum með Sinfóniu- hljómsveitinni mun hún syngja ó- peruariur eftir Tsjækovsky, Saint-Saens og Verdi. önnur verkefni á tónleikunum verða sem hér segir: Forleikurinn að ,,Leðurblök- unni" eftir Johan Strauss, þrir dansar ú „Seldu brúðinni” eftir Smetana, forleikur að óperunni „Þjófótta skjónum” eftir Rossini, Bergensiana eftir Halvorsen og kaflar úr West-Side Story eftir L. Bernstein. Karsten Andersen aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar,sem stjórna átti þessum tónleikum, getur ekki komið sakir veikinda, og verður stjórnandi þvi Páll P. Pálsson, aðstoðarhljómsveitar- stjóri. LANDVINNINGA- STEFNA ÖRNEFNA Ég held hann Þórhallur ætli aö leggja undir sig heiminn, varð einhverjum Verkefnin • • eru morg sagði Þórhallur Ásgeirsson, formaður nýskipaðrar nefndar sem fjalla á um olíuvandamálið Það er vist ekki ofsögum sagt að verkefnin sem biða okkar eru mörg og flókin, sagði Þórhallur Asgeirsson ráðuneytisstjóri i við- skiptaráðuneytinu er við ræddum við hann i gær um störf nýskip- aðrar nefndar sem fjalla á um oliuvandamálið hér á landi, en Þórhallur er formaður þessarar nefndar. Með honum i nefndinni eru: Davið S. Thorsteinsson frá iðnaðarráðuneytinu, Halldór Kristjánsson frá samgönguráðu- neytinu og Gunnlaugur Classen frá fjármálaráðuneytinu. — Það fyrsta sem við gerum er að athuga áhrif oliuskortsins hér á landi, og það hvort þetta sem við höfum af oliu hrökkvi til að fullnægja eftirspurninni næsta ár. Þá er það og okkar hlutverk að sjá til þess, að innlendar þarfir sitji i fyrirrúmi. Þá munum við einnig athuga þá möguleika, hvort hægt er að nýta oliuna betur hér á landi en gert hefur verið til þessa, og um leið hvort mætti á einhvérn hátt draga úr notkun hennar, án þess að það komi að sök. Þetta á bæði við um útgerð- ina og eins húsahitun. — Nú hafa íslensku millilanda- skipin tekið oliu erlendis, þar eö hún hefur verið þar ódýrari en hér, breytist þetta ekki á næsta ári? — Varla af þeim sökum að olian verði ódýrari hér á næsta ári. Hún UMSK sigraði á skákþingi UMFl Skákþing UMFÍ fór fram i 5. sinn á Akureyri i. og 2. des. s.l. i um- sjón Ungmennasambands Eyja- fjarðar. Hér er um að ræða fjög- urra manna sveitarkeppni, og hafa ailir sambandsaðilar Ung- mennafélags islands rétt á aö senda sveit. Undankeppni fer fram i hinum ýmsu landshlutum, en fjórar sveitir komast i úrslitakeppnina. Keppt er um Skinfaxastyttuna, en það er forkunnarfagur útskorinn riddari. Keppnin hefur aldrei verið eins hörð og núna. Sveit UMSK sigraði með 7 1/2 vinning; önnur varð sveit Skarphéðins með 7 vinn- inga, þriðja sveit UMSK með 5 vinninga og fjórða sveit UMSB með 4 1/2 vinning. Skákstjóri i úr- slitakeppninni á Akureyri var Al- bert Sigurðsson. hefur þegar hækkað hér á landi og getur hækkað enn. Eins er hitt, að þótt olia verði kannski eitthvað ó- dýrari hér, má það ekki verða til þess að skipin nýti ekki þá mögu- leika sem þau hafa til að fá oliuna úti. — Getur ekki komið að þvi, að islensk skip fái ekki oliu i erlend- um höfnum? — Það er mjög misjafnt eftir þvi, hvaða aðili á i hlut. Til að mynda virðist Eimskipafélagið betur sett en sum önnur skipafé- iög. Þeir hafa siglingar mest á sömu hafnir og hafa þannig verið fastir viðskiptavinir þar árum saman, hjá ákveðnum oliufélög- um, og njóta þess áfram a.m.k. enn um sinn. Aftur á móti hafa skip sem sigla á mismunandi hafnir ekki slikan kvóta, og hjá þeim verður erfiðara að fá oliu erlendis. — Eigum við möguleika á að fá meiri oliu hjá Sovétmönnum næsta ár en verið hefur, ef oliu- notkun hér á landi eykst? — 1 samningunum við Sovét- menn segir, að kaupandi geti aukið oliukaupin eða dregið úr þeim um 10% frá þvi magni sem samningurinn gerir ráð fyrir. — Hefur oliutaka erlendra skipa aukist hér á landi að undan- förnu? — Nei, hún hefur ekki gert það. Og það verður fylgst mjög vel með sliku á næstunni, og ekkert erlent skip fær hér oliu nema með leyfi yfirvalda. — Nú hefur heyrst að japönsk loðnuflutningaskip neiti að sigla til tslands, nema þau geti fengið oliu hér. — Já það er rétt að þetta hefur heyrst, en það er engin leið að segja neitt um þetta fyrren að þvi kemur að flytja þarf loðnuna og við erum að lita á þessi mál i heild og það kemur þá i ljós hvort við eigum oliu afgangs fyrir slik flutningaskip þegar þar að kem- ur. — En hvað þá með að fyrirskipa oliusparnað hér á landi eins og gert hefur verið viða erlendis? — Um það hefur enn ekkert verið rætt, en ef verð á oliu hækk- ar meira en orðið er, þá er þetta orðið svo stórt fjárhagslegt atriði fyrir fjölskyldur, að sparnaður hlýtur að koma af sjálfu sér að einhverju leyti. Fólk hlýtur að spara við sig oliuna þegar verð á henni er orðið svona hátt, það má allt eins búast við að verð á henni tvöfaldist á næstu mánuðum. —S.dór Prag 11/12 — Willy Brandt og tékkneskur kollega hans, Lubom- ir Strougal, undirrituðu i dag samning milli Tékkóslóvakiu og Vestur-Þýskalands um ógildingu hins illræmda Miinchen-samn- ings frá 1938. Brandt sem er i heimsókn i Tékkóslóvakiu þessa dagana sagði i stuttri ræðu við þetta tæki- færi að enginn þeirra hörmulegu atburða sem gerst hafa i sam- skiptum landanna tveggja yrði aftur tekinn. aö oröi á leiöinni út af fyrirlestri Þórhalls Vil- mundarsonar á sunnudag- inn. Þórhallur hafði nefni- lega ekki siður dvalist við útlönd en island í örnefna- fyrirlestri sinum. Það var margt um manninn á fyrirlestri próf. Þórhalls aðvanda. Og vist er um það, að menn skemmtu sér vel, þótt ýmsir séu ugglaust jafn efablandnir á vis- dóminn sem fyrr. Þórhallur sannaði það að þessu sinni, að Ódáðahraun er ördeyðu- hraun og Gautlandakynið er kennt við Góðlönd. Siðan brá hann sér út i Sviariki og sýndi fram á það að Sviðþjóðlagöi undir sig jarðir Góðlendinga. Sviar sigruðu Gauta. t upphaflegum löndum Svia þurfti nefnilega að sviða skóglendið til akuryrkju, en sunnar voru svo mikil Góðlönd að ekki þurfti að sviða. Þetta voru stærstu tiðindin hjá Þórhalli að hann gerði bæði Gaut- lendinga og Svia að búandkörl- um. Svo má geta þess, að Góða- land heitir sunnan Þjórsmerkur (þ.e. Goðaland — Þórsmörk), og áin á Þingvöllum heitir að réttu lagi Uxaá. Þessar upplýsingar komu mörgum áheyrendum til að hugsa hlýlega til formanns þjóð- hátiðarnefndar. hj — Blaðberar óskast Seltjarnarnes Tjarnargötu Þingholt Hverfisgötu Stórholt Nökkvavog Breiöholt DWÐVMINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.