Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 16
D/OÐV/umX “Álmennár upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefr"- ' simsvara Læknafélags Reykja vikur, simi 18888. Helgar-, kvöld- og næturþjónusta lyf jabúða i Reykjavik 7.des. — 13. des. verður i Laugavegsapóteki og Holtsapóteki. Kvöldsími blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Miövikudagur 12. desember 1973. Slysavaröstofa Borgarspitalans ,er opin allan sólarhringinn. 'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Keilsuverndarstöðinni. Simi 21230. íslenskt-japanskt sölufélag, Loðna til Japan fyrir 600 miljónir 1 nóvember s.l. fóru fram i Tokyo, Japan, viöræöur milli fulltrúa Sölumiöstöövar hraö- frystihúsanna (S.H.) og jap- anska fyrirtækisins Tokyo Maruichi Shoji Co., Ltd. (TMS) um sölu hraöfrystra s j á v a r a f u r ða , einkum loönu, i Japan og framtiðar- fyrirkomulag þessara við- skipta. Viðræðunum lauk með þvi, að aðilar náðu samkomulagi um stofnun hlutafélags, er skal annast framkvæmd þess- ara viðskipta i Japan. Akvörð- un þessi var háð þvi skilyrði, að yfirvöld á tslandi og i Japan samþykktu stofnun hins isiensk- japanska fyrirtækis. Útflutningur á hraðfrystri loðnu til Japans frá tslandi hefur frá upphafi þessara við- skipta verið sem hér segir: Framhald á 14. siðu. Á handkna t tleiksm óti sem stendur yfir i Austur-Þýskalandi lék islenska landsliöiö viö þaö a-> þýska og tapaöi meö 35 mörkum en skoraöi 14. Staöan i hálfleik | var 15:6. MÁL OG MENNING Laugavegi 18 Reykjavík Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra: Raforka notuð til hús- hitunar í vaxandi mœli En hraða ber nýtingu innlendra orkugjafa enn meira Magnús Kjartansson, iðnaöarráðherra, svaraði í gær fyrirspurn frá Frið- jóni Þórðarsýni (S) um raforku til húsahitunar. Kom fram i svari ráðherr- ans að notkun á raforku til húsahitunar hefur aukist mjög verulega að undan- förnu. Sagði ráðherra að nú væri brýn nauðsyn að hraða því, að innlendir orkugjafar verði notaðir til húsahitunar fremur en olia. Hefði verkfræðistofu hér í bæ verið falið að gera áætlun um að flýta fram- kvæmdum. t svari ráöherrans minnti hann á, að nú eru i smiðum vatnsafls- virkjanir á Austfjörðum. Þar til þær kæmust i gagnið yrði talsverð raforka framleidd með disil- stöðvum. A Snæfellsnesi er einnig unnin talsverð raforka með disil- stöðvum, en gert er ráð fyrir, að á árinu 1974 verði það svæði tengt við Borgarfjörð og þar með raun- ar einnig við Landsvirkjunar- kerfið. Sú samtenging mun éflast mjög með tilkomu byggðalinu til Norðurlands, en gert er ráð fyrir, að sú lina tengist Borgarfjarðar- kerfinu nálægt Andakilsárvirkj- un. Þegar núverandi rikisstjórn á- kvað að nota sér lagaheimild til virkjunar við Sigöldu var þvi lýst yfir, að þeirri virkjun væri m.a. ætlað að sjá fyrir raforku til hús- hitunar. Núverandi rikisstjórn tók einnig ákvörðun um að leggja linu frá Landsvirkjunarkerfinu til Norðurlands, en sú lina gerir það mögulegt að nýta orku Sigöldu- virkjunar til húshitunar á Norðurlandi einnig, ekki hvað sist á Akureyri. Virkjun við Sigöldu er nú hafin, og lagning linu til Norðurlands hefst áður en langt um liður. Allar framkvæmdir i virkjun- armálum sem núverandi rikis- stjórn hefur tekið ákvörðun um miða þannig að þvi að koma i framkvæmd aukningu rafhitun- ar. Að sjálfsögðu taka þessar framkvæmdir og aðrar ráð- stafanir i sama skyni sinn tirna.' Meginatriðið er að mörkuð sé skýr stefna i þessum málum, þannig að húsbyggjendur og aðrir viti hvers þeir megi vænta. Enda þótt ekki sé hagkvæmt að selja raforku frá disilstöðvum til hús- hitunar, getur slikt þó verið rétt- lætanlegt um skamma hrið, ef með þvi er búið i haginn fyrir framtiðina, og markaður skapað- ur fyrir væntanlegar vatnsafls- virkjanir sem þannig fá betri nýt- ingu en ella. Þetta hefur einmitt gerst. Sem dæmi má nefna, að á Austurlandi jókst sala raforku til húshitunar um 249% á árunum 1970—’72, og horfur eru á að Lagarfossvirkjun fái mjög góða nýtingu þegar frá byrjun. A Suðurlandi hefur aukn- ingin á sama tima verið 82%; á Noröurlandi vestra 77%; á Vesturlandi um 64%; á Noröur- Framhald á 14. siðu ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Brynjólfur Bjarnason — kemur mjög viö sögu á tima- bilinu, sem Ein- ar fjallar um i kvöld. Verkalýðshreyfing og sósialismi: t kvöld, miðvikudaginn 12. desember, heldur Einar Olgeirsson áfram að fjalla um sögu is- lenskrar verkalýðshreyfingar og sósíalismann. Þetta er fjórða kvöldið sem Einar ræðir þetta efni, og nú um timabilið frá 1924—1930, þ.e.a.s. frá þvi er ágreiningur verður innan Alþýðu- flokksins milli hægri og vinstri aflanna og þar til heimskreppan skellur á og vinstri armurinn stofnar Kommúnistaflokk Islands. Einar mun þarna koma inn á timaskeið, þar sem hann hóf sjálfur afskipti af islenskri stjórn- málabaráttu, og hvetur æskulýðsnefndin áhuga- fólk til að taka þátt i fróðlegu rabbi i salnum uppi á Grettisgötu 3. Æskulýðsnefnd Alþýöubandalagsins. ENN SEM FYRR: ÓDÝRAR BÆKUR — OG GÓÐAR í MÁLIOG MENNINGU FÉLAGSBÆKUR Félagsbækur ársins 1972 eru sem hér segir, auk Timarits Máls og menning- ar: 1) Albert Mathiez: Franska byltingin.siðara bindi. Loftur Guttormsson þýddi. 2) Asgeir Hjartarson: Mannkynssaga — Fornöldin. 3) Björn Th. Björnsson: Aldateikn. Þættir úr listasögu heims- ins. 4) Þórbergur Þóröarson: Ofvitinn. 5) Hjörleifur Guttormsson: Vistkreppa eöa náttúruvernd (kemur út innan skamms). 6) Ernst Fischer: Um listþörfina. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. 7) Brynjólfur Bjarnason: Meö storminn I fangiö I. Greinar og ræður 1937—1952. 8) Brynjólfur Bjarnason: Meö storm- inn I fangiö II. Greinar og ræður 1952—1972. Débray-Allende: Félagi forseti.Meö inngangi og i þýö- ingu eftir Harald Jóhannsson. VAL Velja má um þrennskonar árgjöld: kr. 1500 (2 bækur + Timarit), kr. 2200 (4 bækur + Timarit) kr. 2700 (6bækur + Timarit). ÞÓRBERGUR Ofvitinn fæst i mjög smekklegu skinn- bandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.