Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 12. desember 1973. DJOOVIUINN MALGAGN S6SIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann JRitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson. Hitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 iinur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. J2.00 Prentun: Blaöaprent h.f. HVER FÆR 200 ÞUSUND OG HVER FÆR 2 ÞUSUND HJÁ GUNNARI OG GEIR? Á alþingi hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt fram tillögur um breytingar i skatta- málum. Málgögn Sjálfstæðisflokksins hafa gert mikið stáss með þessar tillögur og kynnt þær rækilega. Engu að siður sjáum við ástæðu til að hvetja allan almenning til að kynna sér þessar tillögur vel, þvi að þær segja svo sannarlega ærna sögu um flokkinn, sem að þeim stendur. Geir Hallgrimsson, Gunnar Thoroddsen og félagar þeirra segjast nú vilja létta sköttum af fólki, en það er misjafnt sem þeir herrar vilja skammta. Litum á töflurnar þeirra i Morgunblað- inu: Hjón með 2 börn, sem á þessu ári hafa kr. 50.000,- á mánuði þ.e. i brúttótekjur, eiga að fá tekjuskatt sinn lækkaðan um kr. 11.000,- og nemur sú lækkun innan við 2% af tekjuupphæðinni, en hjón með 2 börn, sem hafa helmingi hærri tekjur, þ.e. kr. 100 þús. á mánuði, eiga ekki bara að fá 11.000,- krónur i lækkun og ekki innan við 2% af tekjum sinum, heldur kr. 174.000,- eða 14,5%. Samkvæmt skömmtunarregl- um Gunnars og Geirs eiga þeir þó að fá mest, sem hafa meira en 1.500.000,- i tekj- ur þetta ár. Þeim ber að ivilna um kr. 225.000,- á ári að dómi Sjálfstæðisflokks- ins, samkvæmt töflum Morgunblaðsins. Og er svo ekki von, að leiðarahöfundar Morgunblaðsins andi nú léttara, þar sem loks séu komnar fram tillögur i skatta- málum, ,,sem allirættu að geta vel við un- að”, eins og þar er komist að orði. Já, auð- vitað allir, þvi að Sjálfstæðisflokkurinn er sem kunnugt er flokkur allra stétta, — að dómi Gunnars og Geirs og hinna lögfræð- inganna. En hvað skyldi láglaunafólkið i landinu segja um skattapólitik Sjálfstæðisflokks- ins? Við röktum fyrir stuttu hér i forystu- grein hversu miklu meira lágtekiufólk og miðlungstekjufólk hefði þurft að greiða i beina skatta umfram það sem nú er, ef síðustu skattalög Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins væru i gildi. Með ótal dæmum voru færðar á það fullar sönnur, að fjölskylda með lágtekjur, eða miðlungstekjur allt upp undir miljón á ári, hefði þurft að axla mun þyngri skatta- byrði samkvæmt viðreisnarlögunum en nú. Sjálfstæðisflokkurinn eða talsmenn hans gera enga tilraun til að hrekja þessar staðreyndir, enda sjálfsagt erfitt um vik, en skattatillögurnar frá flokki allra stétta, sem nú hafa verið lagðar fram þar sem lagt er til að 5 manna fjölskylda, sem hef- ur 600 þús. krónur i tekjur, fái kr. 2000,- i skattalækkun, en 5 manna fjölskylda, sem hefur eina og hálfa miljóní tekjur fái 238.000,-slikar tillögur verða ugglaust lengi i minnum hafðar sem spegilmynd af LODDARAR Á FERÐ Nú þegar fyrirsjáanleg hækkun á oliu- verði færir þjóðinni að höndum vanda, sem þjóðhagslega má jafna við eldgosið i Vestmannaeyjum, og boðuð er erlend verðhækkun á hráefnum til íslensks iðnað- ar er nemur 100 - 200%, þá duga ekki leng- ur nein vettlingatök eða feimni við að segja það hreint út, sem nauðsynlegt er: Kjör braskarastéttarinnar verður að skerða, þvi að annars koma byrðarnar á verkalýðinn. Borgarstjórnarmeirihlutinn leggur til að hækka „fjárlög” Reykja- vikurborgar um 33% á einu ári og Birgir borgarstjóri heldur þvi fram, að þessi flokki, sem vissulega þekkir hlutverk sitt i stéttabaráttunni. Morgunblaðið segir i forystugrein i gær, að Þjóðviljinn boði nú stórfellda kjara- skerðingu. Þjóðviljinn hefur að sjálfsögðu aldrei boðað kjaraskerðingu lágtekju- fólksins á íslandi, en hitt höfum við sagt og segjum enn, að kjör þeirra sem mata krókinn á fjárplógsstarfsemi af fjölbreyti- legasta tagi ber að skerða. Þjóðviljinn tel- ur það t.d. alveg laukrétt hjá rikisstjórn- inni að neita heildsölunum um nær 40% hækkun álagningar, sem þeir hafa lengi krafist að fá, enda þótt tilkostnaður hafi vaxið eitthvað. Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn vilja flytja til fjármuni i þjóðfélaginu, en bara öfuga leið, þ.e. til þeirra, sem mikið hafa fyrir, eins og skattafrumvarð þeirra er talandi vitni um. Þjóðviljinn og Alþýðu- bandalagið vilja lika flytja til fjármuni i þjóðfélaginu, en i gagnstæða átt. Togstreitan sem af þessu leiðir er reyndar einmitt meginatriði stjórnmála- átakanna á íslandi. hækkun ætti að vera mun meiri, en geti ekki orðið það, vegna „ofsókna” rikis- stjórnarinnar gegn Reykvikingum. Á sama tima leggja 2 fyrrverandi borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins, þeir Gunnar og Geir, til á alþingi, að tekjuöflun ríkisins verði skorin niður um 4 miljarða eða sem næst 15%, — reyndar án þess að gera neina grein fyrir hvað af útgjöldum rikisins eigi að lækka. Hvað heita svona vinnubrög? — Loddaramennska. Hvað eiga þau skilið? — Fall þeirra stjórnmálamanna er sliku beita. r ■■ ^ þingsjá þjóðviljans Ráðherra kennir iðnfrœðsluráði um: Iðnnemar eiga miljónir inni vegna slóðaskapar Iðnnemar troðfylltu palla og ganga alþingis i gær til þess að fylgjast með fyrirspurn Svövu Jakobsdóttur um innheimtu skatts til Iðnnemasambands ls- lands, sem greiða skal eftir sér- stökum reglum við undirritun iðnnámssamnings. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráöherra svaraði fyrirspurn þingmannsins. Er Svava gerði grein fyrir fyrirspurninni sagði hún að hér væri um að ræða gjald sem lög- fest hefði verið 29. maí 1972. Bæri að greiða það til INSl við undir- ritun iðnnámssamnings, þannig, að meistari greiddi sem svaraði 1% af árslaunum nema í rafvirkj- un á 1. ári á hverjum tima, en neminn sjálfur greiddi 1/2%. Þrátt fyrir fortakslaus laga- fyrirmæli hefur þetta gjald ekki verið innheimt enn, sagði Svava, og er þá ekki um að kenna van- rækslu INSt, sem hefur i sffellu rekið á eftir framkvæmd lag- anna. Viðræður hafa enganárang- ur borið. Það er þá fyrst 4. désember að menntamála- ráðuneytið skrifar iðnfræðsluráði og fyrirskipar innheimtu aftur i timann, þ.e. til þess tima er lögin tóku giidi. Svava sagði að sú áætlun um innheimtukostnað vegna gjalds- ins, sem sést hefði, væri alls ó- raunhæf og miðaði við flóknari innlíeimtu gjaldsins en þörf er á. Svava spurði hvernig ráðherra hugsaði sér að innheimta gjald þetta aftur i timann. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, svaraði fyrirspurninni. Sagði hann að iðn- fulltrúar — stafsmenn iðn- fræösluráðs — ættu að innheimta gjald þetta. Iðnfræðsluráð hefði gert ráð fyrir þvi að þessi inn- heimta kostaði 779 milj. kr. Taldi ráðherra þetta mikils til of háá upphæð. Sagði hann, að iðn- fræðsluráð hefði þverskallast við að innheimta gjaldið, og hefði staðið i þófi þar til ráðuneytið skrifaði ráðinu 4. des. s.l. Það væri ekki rétt sem Svava Jakobs- dóttir hefði haldið fram, að ekkert hefði verið rekiö á eftir ráðinu fyrr. Þvert á móti hefði bæði bréf- lega og munnlega verið rekið á eftir framkvæmd laganna áður. Loks kvaðst ráðherra mundu gera allar tiltækar ráðstafanir til þess að fylgja bréfi ráðuneytisins eftir. Það kom ennfremur fram i svari Magnúsar Torfa, að iðn- fræðsluráð hefði ekki séð sér fært að láta i té nákvæmar tölur um staðfesta iðnnámssamninga frá þvi að lögin tóku gildi, 29. mai 1972. En áætlað væri að á þvi ári hefðu 700 samningar verið gerðir, en það þýddi 1,4 milj. kr. á árs- grundvelli. Svava Jakobsdóttir lýsti von- brigðum með, að ekki hefði enn verið innheimt skv. lögunum. ,,Þvi verður ekki trúað að ráðu- neytið ráði ekki við stofnun sem undir það er sett, iðnfræðsluráð. Eg vona að ráöherrann leysi úr þessu máli hið snarasta”. Minnti Svava á áætlanir INSI um starfsemi sambandsins Gunnar Thoroddsen (S) tók til máls og kvaðst hafa verið andvig- ur þvi á sinum tima að hafa inn- heiiritu tekjustofa INSl með þess- um hætti. Hefði hann talið eðli- legra að ætla fasta upphæð á f jár- lögum i þessu skyni. En stjórnar- liðar hefðu ekki viljað fallast á þetta sjónarmið. Sigurður Magnússon, sem þá sat á þingi fyrir Alþýðubandalag- ið, flutti lagafrumvarpið sem er forsenda innheimtu gjaldsins vegna INSl. Við afgreiðslu máls- ins á alþingi túlkaði hann það sjónarmið iðnnema, að reynslan væri sú, að erfiðlega gengi að fá nægilegt fé á fjárlögum til starf- semi INSI og auk þess væri erfitt að fá það litla, sem fengist, hækk- að eftir almennum verðlags- hækkunum. Þess vegna hefðu iðnnemar kosið að hafa fastan gjaldstofn, sem fylgdi þróun verðlags. Rœtt á þingi um bruggun áfengs öls : Sönnun fyrir ásetn- ingi liggur ekki fyrir Málið i rannsókn. Helgi F. Seljan spurði dóms- málaráðherra um sölu á tækjuiri og efnum til ölgerðar. Olafur Jóhannesson dóms- málaráðherra svaraði fyrir- spurninni, sem fram var borin i tilefni þess, að i verslunum mætti kaupa tæki og efni til ölgerðar á- samt leiðbeiningum. Þrátt fyrir alia áfengissölu stendur ekki á mönnum að gripa til annarra aðferða til að svipta sig ráði og rænu. sagði Helgi Selj- an. með tilvisun til bruggtækj- anna. I svari ráðherra kom fram að tilbúningu áfengra drykkja . er refsiverður, en ekkert stendur i lagabálkum um dreifingu leið- beininga til bruggunar áfengra drykkja. Sönnun fyrir slikum á- setningi virðist ekki liggja fyrir, sagði dómsmálaráðherra. Hefði saksóknari haft málið með hönd- um, en nú sakadómaraembættið i Reykjavik. Væri þvi rannsókn i gangi, þar sem m.a. kæmi við sögu innflutningsfyrirtækið Hag- plast. Þegar niðurstaða rannsókna lægi fyrir vrði gripið til viðeig- andi ráðstafana, sagði Ólafur Jóhannesson. Helgi Seljan þakkaði svör ráð- herra. Helgi kvað þetta mál sýna að ýmsar gloppur væru i okkar áfengislöggjöf. Áfengið hefði leitt af sér hrikaleg vandamál og sér- hver viðbót við vandann væri vitaverð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.