Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 12. desemoer 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
— Var það ekki hún sem
hringdi til þin? heyrði hún sjálfa
sig spyrja og um leið velti hún
fyrir sér, hvernig i ósköpunum
hún gæti látið þessa vitleysu út úr
sér.
Hann hnykkti til höfðinu bakvið
gluggatjaldið. Hann starði á
hana.
— Hvað áttu við? Hver hefði
það annars átt að vera?
Það var von hann spyröi. Rósa-
munda skildi ekki sjálf hvað hún
hefði eiginlega átt við. En nú varð
hún að halda sér við efnið, finna
upp á einhverju með vitglóru i
eða viðurkenna einfaldlega að
hún væri rugluð i kollinum af hita.
Hún velti fyrir sér, hvernig hann
brygðist við slikri frétt eftir allan
þennan tima. Með gremju, sem
hann reyndi eftir megni að bæla
niður, klaufalegum tilraunum til
að vera samúðarfullur og góðvilj-
aður i tilefni af þessari aukningu
— eða öllu heldur truflun — á á-
hyggjum hans. Nei, hún gæti ekki
afborið það.
— Hver annar hefði það átt að
vera(endurtók hann.
—■ Ja — a. Rósamunda hugsaði
i ofboði. — Mér datt það bara
svona i hug, en ef það hefði nú
veriðEileen, þær eru nú systur og
kannski eru raddir þeirra likar i
simanum. Ef hún hefði ætlað að
spyrja þig ráða um eitthvað i
simann og talið vist að þú þekktir
rödd hennar og hefði þvi ekki sagt
til sín. Er það ekki hugsanlegt. Ef
til vill þarf hún á heilræðum að
halda i sambandi við Basil og allt
það.
Það var auðséð að Geoffrey
reyndi sem snöggvast að ihuga
þennan fráleita möguleika. En
þetta var of langsótt.
— Af hverju sagði hún þá ekk-
ert, þegar hringdi til hennar áð-
an? Nei, það var örugglega ekki
hún. Enda kom hún ekki á tilsett-
um tima, og það skýrir ekki nokk-
urn skapaðan hlut.
Nei, það gerði það reyndar
ekki. Aviturnar, ef hægt var að
kalla það ávitun frá svo áhyggju-
fullum manni, höfðu við rök að
styðjast. Rósamunda þagði og
seig saman i stól sinum og fann
fremur en sá að Geoffrey tók sér
aftur stöðu bakvið gluggatjaldið.
Hún hlaut aðhafa dottað, þvi að
hún vissi ekki fyrr en Eileen stóð i
stofunni miðri. Ljóst hárið glitr-
aði af væti og hún varojijóleit af
kulda. Hún var bersýnilega rétt
nýkomin, þvi að hún var enn i
hvitri regnkápu með belti um
mittið, en hún og Geoffrey voru i
áköfum samræðum pg Rósa-
munda heyrði ekki betur en þau
töluðu hvort upp i annað.
— Nei, Geoffrey, ég veit hreint
ekki neitt, sagði Eileen. — Hún
minntist ekkert á það við mig að
Brúðkaúp
Þann 25. ágúst voru gefin saman i
hjónaband i Árbæjarkirkju af
séra Sigurði Hauki Guðjónssyni
Inga H. Andreassen kennari og
Matthias Viktorsson húsasmiður.
Heimili þeirra er að Smyrla-
hrauni 12, Hafnarfirði.
Stúdió Laugaveg 28.
Lausn
á krossgátu
1 = D,2 = Ó, 3 = S, 4 = V, 5 = E, 6 = 1,
7 = R, 8 = A, 9 = M, 10 = 0, 11 = L,
12 = Þ, 13 = P, 14 = Ð, 15 = U, 16 = J,
17 = 0, 18 = N, 19 = Æ, 20 = B,
21 = Á, 22 = G, 23 = K, 24 = É,
25 = H, 26 = Y, 27 = T, 28 = Ý, 29 = F,
30 = 0, 31 = 1.
CELIA FREMLIN
KÖLD
ERU
KVENNA-
RÁÐ
hún ætlaði að hringja til þin eða
hitta þig eða neitt. Ég hef enga
hugmynd um hvað hún hafði i
hyggju.
— Og hún hefur ekki minnst
neitt á það að hún hefði áhyggjur?
Ég á við, hvort þú getir imyndað
þér nokkuð sem olli henni áhyggj-
um?
Það varð dálitil þögn. Svo hló
Eileen vandræðalega.
— Er nokkurn tima hægt að
fullyrða um annað fólk að það
hafi engar áhyggur? Ég get ekki
sagt annað en það, að ég veit ekki
til þess að neitt sérstakt hafi i-
þyngt henni um þessar mundir.
Hún var herská á svipinn eins
og hún var vön þegar Lindy talaði
við hana og striddi henni með
regluseminni og nosturseminni.
Henni virtist ekki liða sérlega vel
heldur, þar sem hún stóð þarna i
rykfrakkanum sinum og virtist
biða þess eins að sleppa burt.
Rósamunda tók á sig rögg.
— Fáðu þér sæti, Eileen, sagði
hún. — Geoffrey, taktu við káp-
unni hennar. Og þegar aftur hafði
færst ró yfir þau og þau voru öll
sest, sagði hún dálitið afsakandi
'Viö Eileen, að hún hefði rétt áður
ruðst inn á yfirráðasvæöi hennar
og Lindýar.
— En ég verð að segja að
Sjanghó sýndi geysilegt hugrekki,
þegar hann reyndi að hindra mig i
að gera mig of. heimakomna. Ég
vildi ógjarnan vera innbrotsþjóf-
ur i húsinu ykkar, Eileen! Hugs-
aðu þér, ég mátti ekki með
nokkru móti nálgast stigann. Það
er engu likara, en þið geymið
krýningardemantana þar uppi.
Eileen leit undrandi upp sem
snöggvast.
— Já, þannig er hann, sagði
hún. — Meðan fólk er á þeim stað
sem hann er vanur að sjá það, þá
er allt i lagi, það er ekki fyrr en
það ætlar að bregða út af þvi sem
hann byrstir sig. Þú hefur vist
aldrei áður farið upp á loft. Hvað
ætlaðirðu annars að gera upp á
loftið? Hvað hélstu að þú fyndir
þar?
Rödd Eileenar var allt f einu
oröinhvöss. Rósamunda flýtti sér
að segja henni frá hugmynd sinni
um bréfið á koddanum.
— Nú, já, þá skil ég það betur.
Eileen mildaðist sýnilega. — Nei,
Lindy haföi aldrei skilið eftir bréf
þar. Hún myndi yfirleitt alls ekki
skilja eftir bréf. Hún myndi telja
vist að ég hefði engar áhyggjur
þótt hún væri ekki heima þegar ég
kæmi. Við erum vanar að hafa
alla okkar hentisemi.
— Þú hefur þá engar áhyggj-
ur? greip Geoffrey fram I. — Þú
virtist vera kviðin þegar ég
hringdi til þin, en vitaskuld, ef
Lindy gerir þetta oft og iðulega..:
— Það er ekki það. Það er... EÍ
leen spennti kaldar greipar i
kjöltunni eins og hún væri að
herða upp hugann. Svo leit hún
beint framani Geoffrey.
— Þú spurðir mig, hvort ég
vissi hvort Lindy hefði nokkrar á-
stæður til að vera áhyggjufull, og
ég sagðist ekki vita til þess. En
þegar þú hringdir til min hjá
Molly, minntist þú ekki á að
Lindy hefði virst vera áhyggju-
full.Þú sagðir að þér heföi fundist
hún lirædd Þú hefur ekki minnst
neitt á það eftir að ég kom. Var
það satt?
Hún virtist i senn feiminog á-
geng. Geoffrey virti hana fyrir
sér með undrunarsvip.
— Já, já, sagði hann. — Vist er
það satt. Það getur vel verið að ég
hafi ekki notað nákvæmlega
sömu orðin, þvi að auðvitað hélt
ég... Setningin lognaðist út af fyr-
ir ásökunaraugum Eileenar og
hann byrjaði aftur — Við skulum
ekki vera aö pexa um orð. Byrj-
um á byrjuninni. Geturðu hugsað
þér að Lindy hafi ástæðu til að
vera hrædd við eitthvað?
Eileen starði á hann langa
stund áður en hún svaraði, það
fannst Rósamundu að minnsta
kosti. Henni fannst lika að Eileen
þyrfti á öllu hugrekki sinu að
halda til að standa i þessum sam-
ræðum, að hún væri samt hrædd
um að hugrekkið dygði ekki til.
— Nei, svaraði hún rólega. —
Ég veit ekki um neina ástæðu. En
þú?
Nú var það Geoffrey sem
starði, en hún mætti ótrauð
augnaráði hans.
— En það er eitthvað annað,
hélt hún áfram. — Eitthvað sem
þú hefur ekki sagt mér?
— Þessi stúlka er skyggn, sagði
Geoffrey og reyndi á klaufalegan
hátt aö létta á spennunni. — Já,
það er reyndar rétt. Ég hef ekki
minnst á það fyrr — við hvoruga
ykkar (hann gaut augunum til
Rósamundu), vegna þess að það
er svo fáránlegt. Ég held það
standi ekki i neinu sambandi við
þetta, en ég verð að játa að mér
varð dálitið hverft við. Rétt éftir
að Lindy hafði hringt til min,
meðan ég var enn á skrifstofunni
— ég var aleinn eins og vanalega
á þriðjudagskvöldum — hringdi
siminn aftur. Stúlkan við skipti-
borðið var auðvitað farin, svo að
ég ansaði sjálfur...
— Og var það þá Lindy aftur?
sagði Eileen áköf. Hún laut fram i
stólnum.
Miðvikudagur 12. desember
7.00 Morgunutvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forystugr. dagbl.), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.55
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Böðvar Guðmundsson
heldur áfram lestri
sögunnar um ,,ögn og
Anton" eftir Erich Kastner
(5). Morgunleikfimikl. 9.20.
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli atriða. úr játningum
Ágústinusar kirkjuföður kl.
10.25: Séra Bolli Gústafsson
i Laufási les þýðingu Sigur-
björns Einarssonar biskups
(7). Kirkjutónlist kl. 10.40
Morguntónleikar kl. 11.00:
Filharmóniusveitin i Vin
ieikur þætti úr ballettinum
„Gisellu" eftir Adam / Flutt
verða atriði úr „Betlistúd-
entinum" eftir Millöker.
12.00 Dagskrain. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar
14.30 Siðdegissagan: „Saga-
E ldey ja r - II j alta ” eftir
Guðmund G. Ilagalin
Höfundur les (21)
15.00 Miðdegistónleikar:
islensk tónlista. Fimm litil
pianólög op. 2 eftir Sigurð
Þórðarson. Gisli Magnússon
leikur. b. Lög eftir Mariu N.
Brynjólfsdóttur, Kristinn
Reyr og Ingólf Sveinsson.
Guðmundur Jónsson
syngur: Olafur Vignir
Albertsson leikur á pianó. c.
„F'ornir dansar" fyrir
hljómsveit eftir Jón G. As-
geirsson. Sinfóniuhljóm-
sveit lslands leikur undir
stjórn Páls P. Pálssonar, d.
Hao-haka-nana-ia, tónlist.
e. „Friðarkall”, hljóm-
sveitarverk eftir Sigurð E.
Garðarsson.
16.00 ' Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphornið
17.10 útvarpssaga barnanna:
„Mamma skilur allt” eftir
Stefán Jónsson Gisli
Halldórsson leikari les (20)
17.30 Framburðarkennsla I
spænsku.
17.40 Lestur úr nýjum barna-
bókum. Tilkynningar.
19.00 Veðurspá Bein Hna
Spurningum hlustenda
svarar Arni Gestsson for-
maður Félags islenskra
stórkaupmanna. Umsjónar-
menn: Arni Gunnarsson og
Einar Karl Haraldsson.
19.45 ibúðin — vcröld með eða
án veggja Umsjónarmenn
eru arkitektarnir, Sigurður
Harðarson, Magnús Skúla-
son og Hrafn Hallgrimsson.
20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur
Eiður Á Gunnarsson syngur
Islensk lög: Guðrún
Kristinsdóttir leikur á
pianó. b. Marsa, dóttir
Siggu leistu Rósa
Þorsteinsdóttir flytur frá-
sögu. c. Kvæði eftir Kristin
Magnússon Ingólfur
Kristjánsson les. d.
Þórhallur Danielsson kaup-
inaður — aldarminning
Pétur Pétursson les kafla úr
bók Onnu Þórhallsdóttur um
foreldra sina.
e. „Biðillinn”, smásaga eftir
Þórarin llelgason frá
ÞykkvabæÁrni Tryggvason
leikari les.
f. Um islenska þjóðhætti Arni
Björnsson cand. mag.
talar.mg. Kórsöngur Þjóð-
leikhúskórinn syngur
nokkur lög undir stjórn dr.
Hallgrims Helgasonar.
21.30 Útvarpssagan:
„Ægisgata” eftir John
Stcinheck Birgir Sigurðsson
les (6)
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Kramhaldsleikritið: „Snæ-
björn galti” eftir Gunnar
Bencdiktsson Sjötti þáttur
endurfluttur. Leikstjóri:
Klemenz Jónsson.
22.50 Nútimalónlist Þorkell
Sigurbjörnsson lýkur
kynningu sinni á tón-
verkum, sem l'lutt voru á
alþjóölegri hátið nútimatón-
skálda i Reykjavik i vor.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Satt best að segja
Tíma
skekkjan
Fyrir skömmu las ég leiðara
einn i Mogganum, sem bar yfir-
skriftina Timaskekkjan. Allur
var sá leiðari svæsinn og
ofstækisfullur, einsog svo oft vill
verða I þvi blaði, enda höfund-
urinn þekktur fyrir litið annað en
skæting og rembing.
En hvað er það sem rekur
mann á besta aldri til þess að
ráðast með sliku ofstæki á Þjóð-
viljann, einsog i „Tima-
skekkjunni” og fyrir hverja er
hann að skrifa þennan óþverra
um „kommúnista” á þvi herrans
ári 1973? Ég varpa þessum
spurningum fram af umhyggju
fyrir lesendum Moggans og þeim
fjölmörgu ihaldsmönnum ungum
sem gömlum, sem hafa lýst þvi
yfir opinberlega, að þeir lfti ekki
á þann snepil sem málgagn Sjálf-
stæöisflokksins.
Ætli svarið sé ekki einfaldlega
það, að eina „Timaskekkjan” i
islenskri pólitik sé aðalritstjóri
Moggans þvi að allt sem hann
skrifar og talar og öll hans skap-
gerö og fas er búið til á þeim
örlagarika áratug fyrir seinni
heimsstyrjöld.
Það er þvi ekki að furða þó að
maður leggi við eyrun, þegar ofan
á þetta bætist, að Visir er farinn
að segja að „foringinn” sé
fundinn.
MIÐVIKUDAGUR 12. desember 1973
18.00 Kötturinn Kelix. Tvær
stuttar teiknimyndir. Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
18.15 Skippi. Astralskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Klóðið. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.40 Jóladagalal umferðar-
ráðs og sjónvarps. 1 dag
kemur fyrsti jólasveinninn.
Hann heitir Stekkjastaur.
Opnaður er gluggi nr. 1 og
einnig litið i glugga C og D
19.05 Hlé
20.00 Kréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.35 Lif og fjör i læknadeild.
Breskur gamanmynda-
l'lokkur. Með lik i lestinni.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
21.10 Nýjasta tækni og visindi.
Umsjón örnólfur Thorla-
cius.
21.40 Vitinn. Leikrit frá
austurriska sjónvarpinu
eftir tékkneska rithöfundinn
Ladislav Mnacko. Aðalhlut-
verk Hans Christian Blech.
Leikritið lýsir lifi fanga i
einangrun og viðbrögðum
hans við fengnu frelsi, er
fangavistinni lýkur. Áður á
dagskrá 30. april 1973.
23.05 Dagskrárlok
Gjöfina sem veitir varanlega áÉgffi
ánægju fáið þér i Jasmin Lauga- Lni’i
vegi 133.
Ath. opiö til kl. 22 alla föstudaga til jóla. áEjPjfc