Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. desember 1973. ÞAÐ NÝJASTA AF NIXON: Amerískur Öxnalœkur Óhjákvœmilegt að Nixon fari frá, segir N. Y. Times „Sú besta þjónusta, sem herra Nixon gæti veitt þjóð sinni, væri að segja af sér," stendur íleiðaraþess valinkunna bandaríska stórblaðs New York Times siðastliðinn sunnudag. „En haldi hann uppteknum hætti við að þverskast við að koma þvi í verk, er óhjákvæmilegt að honum verði stefnt fyrir rétt." Blaðið gerir sérstaklega harða hrið að forsetanum þennan dag og leggur áherslu á að Nixon hafi þegar hrapað of djúpt i áliti þjóð- arinnar til að hugsanlegt sé að honum sé viöbjargandi. Sam- kvæmtstjórnarskránni.segir blað- ið, væri eðlilegast aö honum væri stefnt, en það hefði i för með sér 1 að framkvæmdavald rikisins yrði lamað mánuðum saman, og hefði það þó ekki verið of björgulegt undanfarið, þar eö allt þvargið kringum Watergate hefði nánast gert forsetann óvirkan. bað væri allt annaö en glæsilegt á timum, þegar Bandarikin standa mjög i ströngu út af þrætunni i Austur- iöndum nær, orkukreppunni og verðbólgunni, sem nú er allt að kæfa þar vestra. En ef Nixon segði af sér kæmi til valda forseti, sem þjóðin gæti fest traust á og það gæti haft ómetanleg áhrif I þá átt að rétta við álit og sjálfstraust Bandarikjanna á alþjóðavett- vangi. Amerískt Öxnalækjar- mál Alit Nixons meðal þegnanna Nixon-hjónin fyrir framan hús sitt grunaöur um skattsvik og fleira hefur aldrei verið minna en um þessar mundir, og myndin, sem bandarisk blöð gefa af honum er af heldur kauðskum og klaufa- legum skúrk, sem gerir hverja tilraunina annarri aulalegri til að klórayfir skitinn sinn. Eyðan á segulbandinu, sem aumingja Rose Mary Woods, einkaritari forsetans i áratugi, segist hafa valdið af slysni, er mjög á milli tannanna hjá fjölmiðlunum þessa dagana og er fullyrt að meiriháttar akróbat hefði þurft tii þess að valda útstrikuninni á þann hátt, sem fröken Woods segist hafa gert. NÝ AUGU eftir Kristinn E. Andrésson Þessa athyglisverðu og sér- stæðu bók, ritaði höfundur i kapphlaupi við dauðann. Það mun vera erfitt að gera sér ljóst hvaða birtu slik vissa og ástand varpar á hugsjónir manna, bæði hvað varðar liðna tið og ókominn tima. I bókinni kemur þetta fram á hinn óvæntasta hátt og virðist sem höfundur tali enga tæpi- tungu til samtiðarinnar. Samanburður höfundar á timabili P'jölnismanna og þess tima sem hann hefur lifað með, samherjum og andstæð- BÓKAÚTGÁFAN ÞJÓÐSAGA Lækjargötu 10 a. Simi 13510. ingum mun koma flestum al- gerlega á óvart, i þeirri birtu sem Fjölnismenn mynduðu og er við skoðum verkið i þvi ljósi, verður ekki annað merkt en höfundur hafi lifað helsærð- ur um áraraðir. Hvað sem öllu þvi iiður er bókin stórkostlega skemmti- leg og 'samanþjappaður fróð- leikur. Missiö ekki af þessari ósam- bærilegu bók viö flest ritverk, sem út hafa komiö. Upplagið er mjög litið. KRISTINN EANDRÉSSON TÍMAR FJOLNISMANNA i San Clemente, en nú er forsetinn brask i sambandi viö þá eign. Til þess að bæta gráu ofan á svart eru fjármál Nixons og skattamál nú komin i hámæli, og er hann nú undir þungum grun um að hafa svikið undan skatti með tvennu móti: i fyrsta lagi með þvi að gefa stjórninni skjöl sin frá varaforsetatima- bilinu ekki fyrr en of seint (séu slik skjöl færð stjórninni að gjöf innan ákveðins tima frá þvi varaforseti' lætur af embætti, eru þau frádráttarbær til skatts) og i öðru lagi með þvi að hafa dregið undan i framtali hagnað, sem hann hafi haft af sölu jarðarparts i San Clemente i Kaliforniu. Þessa dagana hef- ur heitið San Clemente álika þýðingu i bandariskum eyrum og öxnalækur og Votmúli i islenskum. OPIÐ MOT í BORÐ- TENNIS Opið mót i borðtennis fer fram i Laugardalshöllinni í kvöld 12. des. og hefst ki. 20.30. Meðal þátttakenda eru kínversku borðtennisleikararnir sem staddir eru hér á iandi,auk allra bestu borðtennisleikara íslands BSÍ Jafnvel Ford þykir hátið hjá Nixon Það tiltæki Nixons nú nýverið að birta ,,fullkomna” skýrslu um fjárreiður sinar mætir ekki nema háði og spotti af hálfu New York TimeS. Eða, spyr blaðið, hvers- vegna kemur forsetinn fyrst nú fram með þessa skýrslu, þegar orðrómurinn um fjármálaspill- ingu hans — ofan á allt annað — hefur verið á kreiki svo mánuðum skiptir? Blaðið litur á birtingu skýrsl- unnar um fjárreiðurnar sem sið- ustu örvæntingartilraun Nixons til þess að endurheimta eitthvað að trausti þjóðarinnar. Skýrslan er svo sem nógu skuggaleg út af fyrir sig, til dæmis kemur fram i henni að forsetinn auðgaðist um 150.000 dollara árlega fyrra kjör- timabil sitt sem forseti og að einn helsti ráðunautur hans i fjármál- um var Charles G. Rebozo, sem jafnvel á mælikvarða banda- riskra f jármálamanna hefur vægast sagt misjafnt orð á sér. New York Times segir að með tilkomu Fords i embætt’i varáfor- seta hafi likurnar i'yir afsögn Nix- ons aukist. Aður en Ford sór sig inn i embættið, hefði forseti að Nixon frágengnum orðið forseti þingsins, Carl Albert, sem er demókrati og þvi ófýsilegur i aug- um repúblikana. Að visu fer -þvi fjarri, að miklar vonir séu bundn- ar við hinn nýja varaforseta. Hann er samkvæmt almennu mati treggefinn ihaldsþurs og hefur sem slíkur illt orð á sér eft- irafskiptisin af kynþáttamálum, mannréttindamálum.efnahagsleg- um réttlætismálum og félagsmál- um. Johnson forseti komst ein- hverju sinni svo að orði um Ford, að hann hefði ,,leikið fótbolta ein- um of mikið.” En i ameriskum fótbolta er mönnum nokkuð gjarnt að fá slæm höfuðhögg, sem kunnugt er. Liklega er ekkert dæmigerðara fyrir ástandið i bandariskum stjórnmálum um þessar mundir en að áhrifamenn þjóðarinnar skuli nú helst binda vonir sinar um skánandi ástand’ viö slikan mann. dþ. Hljóðin á heiðinni Tvær nýjar bækur hafa bæst á markaðinn frá Bókaforlagi Odds Björnssonar, Hljóöin á heiöinni eftir Guðjón Sveinsson og Niöur uni strompinn eftir Armann Kr. Einarsson. Töfrabrosið Út er komin bókin Töfrabrosið eftir Guðnýju Sigurðardóttur. Er þetta skáldsaga útgefin af Bóka- forlagi Odds Björnssonar á Akur- eyri. Saga þessi hefur áður birst, og i það sinnið i timaritinu Heima er best og þá undir nafninu Bókin. Sagan er i litlu broti og er 114 blaösiður. Öldruðum, sem vilja og geta, tryggð vinna SVAVA JAKOBSDÓTTIR, EÐVARÐ SIGURDSSON og IiELGI F. SEI.JAN flytja á ai- þingi tillögu til þingsályktunar um atvinnumál aldraöra. Til- lagan er svohljóöandi: Alþingi ályktar aö fela rikis- sljórninni að undirbúa i sam- ráöi viö launþegasa m tök landsins frumvarp til laga um atvinnuinál aldraðra, og verði að þvi stefnt, að allir, 67 ára og eldri, sem til þess hafa þrek og vilja, gæti átt kost á alvinnu viö sitt hæfi. Framlenging reglna um launaskatt Stjórnarfrumvarp um launa- skattkom til umræðu i efri deild alþingis i gærdag. Er um að ræða framlengingu gildandi reglna um launaskatt. Mælti Halldór E. Sigurðsson f jármálaráðherra fyrir frumvarpinu. Gylfi Þ. Gisla- son átaldi vihnubrögð rikis- stjórnarinnar i þessu máli og að það skvldí ekki fyrr tekið fyrir á alþingi, þar sem mikið væri enr) óafgreitt til jóla, svo setn frv. um tollabreytingar og fjáiTagafrum- varpið. Rannsókn nái til rierra . Pétur Sigurðsson (S) flytur breytingarliilögu við tillögu Karvels . F’álmaáonar og Hanni- bals Valdimarssonar um rann- sóknarnefnd v/landhelgisgæsl- unnar. Gerir breyting.Péturs ráð fyrir, að rannsóknin nái til embættis- manna og ráðherra dómsmála, auk starfsmanna landhelgisgaisl- unnar. Veiðarfœraeftirlit hert að undanförnu Veiðarfæraeftirlit hefur verið hert mjög að undanförnu. sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráö- herra i fyrirspurnatima á alþingi i gær. Sagði hann að landhelgis- gæslunní hefði verið skrifað sér- staklega vegna þessa máls og hefði verið skoðað talsvert af veiöarfærum að undanförnu. Niðurstöður þessara athugana benda tilþess, að veiðarfæri hafa verið i sæmilegu lagi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.