Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. desember 1973. þjöÐVILJINN — SÍÐA il !» hi llér sést Ray Kennedy, hinn ágæti framherji Arsenal, i baráttu við Peter Bonnetti, markvörð Chelsea. Getraunaspá GSP GSP státar nú i fyrsta sinn af því, að hafa verið hæstur íslenskra ,,fjöl- miðlatippara". I síðustu viku náðust 8 réttir og var það vissulega kærkomin tilbreyting frá þessum venjulegu 4 leikjum, sem ég hef hingað til náð rétt- um. Það er þvi með hækkandi sól og von um betri tima, að ég ræðst til atlögu við 17. getraunaseðilinn, — stað- ráðinn í að gera enn betur en siðast. Birmingh.— West Ham l Botnbaráttan er nú orðin afar hörð og stendur á milli Birming- ham, West Ham og Norwich, en öll eru liðin með 11 stig. Leikurinn verður vafalaust mjög harður; hvert stig er þessum liðum afar dýrmætt. Það er þvi erfitt að spá um úrslitin, en einhvern veginn grunar mig að heimavöllurinn gefi af sér bæði stigin úr þessari viðureign. Orslit: -, -, -, -, 0-0. Burnley — Arsenal X Arsenal nær sér ekki verulega á strik og mátti svo sannarlega þakka fyrir jafntefliö gegn Derby sl. laugardag. En það hlýtur að koma að þvi að liðið fari að herða sig. Brunley er hins vegar eitt- hvað að slaka á og á laugardaginn átti það i miklum erfiðleikum með botnliðið Norwich. Mér þykir jafntefli þvi ekki óeðlileg úrslit, jafnvel þótt 4 stig skilji liðin að og Burnley sé á heimavelli. Orslit: 1-0. 0-1, 0-1, 1-2, -, -. Chelsea — Leeds 2 Með sigri i þessum leik mundi Leeds slá út hiö frábæra met Liverpool, að leika 20 fyrstu 1. deildarleikina án þess að tapa einum einasta leik. Frábær árangur það,og ég sé enga ástæðu til að spá öðru en útisigri. Leeds er gjörsamlega óstöðvandi á leið sinni til meistaratitilsins. Orslit: 0-0, 1-1, 2-5, 3-1, 0-0, 4-0. Everton — Sheffield United 1 Everton hefur nú undanfarið verið að þoka sér nær toppnum og er nú i 5. sæti með 22 stig. United nær hins vegar ekki að rifa sig upp úr meðalmennskunni, liðið nær að visu þokkalegum leikjum við og við,en i heildina er árang- urinn fremur slakur. Heimasigur ætti að vera nokkuð öruggur. Orslit: 1-0, -, -, -, 0-1, 2-1. Leicester — Q. P.R. 1 Ef til vill nokkuð furðuleg spá en þó engan veginn óeðlileg að þyi er mér finnst. Q.P.R. hangir i 6. sæti með 21 stig, en Leicester er töluvert neðar með 19. Leicester tapaði 2-3 fyrir Chelsea á meðan Q.P.R. náði jafntefli gegn Shef- fieid United og þótti það engum frábær árangur. En ég hef trú á Leicester eftir sem áður og er þvi miður hræddur um að Q.P.R. fari frekar að dala á næstunni. Orslit: -, 2-0, 2-1, 0-0, -, -. Manchester United — Coventry 1 United er e.t.v. aðeins að koma til núna, a.m.k. náði liðið mark- lausu jafntefli við Southampton nú siðast. Aðeins 14 stig eru kom- in i Utd.-sarpinn.og fullvist er að það stendur til aö bæta einhverju þar við. Sigur i þessum leik væri mikilvægur áfangi að bættum timum og betri högum fyrir George Best og félaga hans. Orslit: 4-0, 1-0, 1-1, 2-0, 2-2, 0-1. Newcastle — Derby 1 Birmingham, botnliðið, gerði sér litið fyrir sl. laugardag og Newcastle, sem er i 4. sæti. Ef Newcastle ætlar að vera áfram i toppbaráttunni verður liðið að sigra núna, og heimavöllurinn hefur hingað til reynst liðinu vel. Urslit: -, -, 0-1, 3-1, 0-1, 2-0. Norwich — Liverpool 2 Það er að minu viti ástæðulaust að rökstyðja þessa spá. Liverpool er i 2. sæti, Norwich i þvi neðsta. Ekkert annaö en kraftaverk getur komið i veg fyrir stóran og örugg- an útisigur. Orslit: -, -, -, -, -, 1-1. Southampton — Ipswish X Bæði liðin eru með 21 stig og þvi íremur ofarlega. Ipswich tapaði stórt fyrir Leeds, 3-0, en South- ampton náði aðeins jafntefli gegn Manch.Utd. sl. laugardag. Sá dagur var þvi fremur slæmur fyrir bæði liðin, og vaíalitið ætla þau bæði aö.bæta úr þvi núna. Leikurinn verður sennilega nokk- uð harður, en jafn, og þvi þykir mér jafntefli ekki ólikleg úrslit. Orslit: -, 2-2, 4-2, 1-0, 0-0, 1-2. Stoke — Wolfes 2 Liðin eru bæði neðarlega, með 14 og 13 stig, en nú grunar mig að hefjist betri timar hjá hinum síó- heppnu Olfum, og sigur i þessum ieik væri kærkomið spor i þá átt. Orslit: 0-2, 4-1, 1-1, 1-0, 0-1, 2-0. Tottenham — Manchester City 1 Einnig hér er aðeins 1 stig sem skilur liðin að, heimaliðið er með 17 stig, en gestirnir 10. Martin- arnir i Tottenham-liðinu ná ekki árangri ennþá, en með alla sina ágætu einstaklinga ætti Totten- ham vissulega að taka inn fleiri stig en raun er á. Það hlýtur að koma að þvi, að gæfuhjólið snúist öllum þessum köppum i hag. Úrslit: 1:3, 1-1, 0-3, 2-0, 1-1, 2-3. Sheffield Wed. — Fulham 1 Það er dapurlegt ástandið hjá Sheffield þessa dagana. Liðið er i 3. neðsta sæti meö aðeins 13 stig. Fulham hefur gengið öllu betur en engu að siöur spái ég heima- sigri. Orslit: 4-2,,-, -, -, 4-0, 3-0. Teljum okkur hafa verið mjög heppna sagði Haraldur Sturlaugsson formaður knattspyrnudeildar ÍA um ráðningu enska þjálfarans — Viö teljum okkur hafa veriö mjög heppna að fá þennan enska þjálfara sem við réðuin til okkar á föstudaginn var, sagði Haraldur Sturlaugsson formaður knattspyrnudeildar 1A, en Skagamemr réðu til sin enska þjálfarann George Kirby sl. föstudag eins og áður hefur verið sagt frá hér i Þjóðviljan- um. Við náðum tali af Haraldi þegar hann koin heim frá Eng- landijen þangað fór hann ásamt Rikharði Jónssyni formanni ÍA til að ganga frá þessum þjálf- aramálum. — bessi þjálfari cr nii fram- kvæmdastjóri 4. deildarliðsins Watford og hefur alveg sérstak- lega góð meðmæli frá enska þjálfara-sambandinu, en ráðn- ingin fór fram i gegnum það og hinn kunna knattspyrnufrömuð i Englandi Alan Wade, sagði Haraldur. Kirby var atvinnumaöur með Southampton og Coventry áður cn hann gerðist þjálfari, en sem slikur hefur hann náð einstökum árangri. Hann byrjar hjá okkur 1. mars,en fram að þeim tima munum við æfa eftir pró- grammi sem hann semur, sagði Haraldur. — Er ekki mikill áhugi hjá knattspyrnumönnum ykkar vegna þessa máls? — Jú, hann er mikill, meiri en um langan tima. Það verða allir með næsta ár sem léku með i fyrra og raunar meira cn það, þvi að Eyleifur ætlar að byrja aftur af fullum krafti. Svo eig- um við mikið af efnilegum' leik- mönnum eins og Þó veist. 2. fl. 1A varð tslandsmeistari sl. sumar, þannig að okkur skortir ekki efniviðinn. Við bindum vissulega miklar vonir viö þennan þjálfara og stefnum aö sigri i 1. deild næsta sumár. —S.dór Erlendir þjálfarar hjá 6 félögum af 8 í 1. deild Þegar hafa <i félög af X i 1. deild i knattspyrnu ráðið til sín erlenda þjálfara fyrir næsta ár. Þetta eru ÍA, KR, IBK, ÍBV, Valur og Vik- ingur scm réð til sin enskan á- hugamannaþjálfara um siðustu helgi. Þá cru eftir Fram, sem hefur ráðið Jóhannes Atlason sem þjálfara, og ÍBA sem enn hefur engan ráðið, en falast eftir Einari Helgasyni, en ekkert hefur verið ákveðið i þvi máli enn. Þess má cinnig geta að ÍBA mun eitthvað liafa þrcifað fyrir sér með erlend- an þjálfara og mun ráðning er- lends þjálfara til Akureyrar allt eins koma til greina. ráðið til Víkingur hefur sín enskan þjálfara Vfkingar réðu til sfn enskan áhugamannaþjálfara í knatt- spyrnu um siðustu helgi. Þeir reyndu að fá þjálfara þann sem 1A fékk,en hann fékk að velja á milli IA og Vfkings og valdi IA vegna betri aðstöðu á Akranesi, en eins og allir vita hafa Vikingar enn ekki fengið grasvöll. Mun það öðru fremur hafa ráðið úrslitum að sögn. Þessi þjálfari sem Vikingar réðu heitir Sanders,og hefur hann náð mjög góðum árangri með áhugamannalið i Englandi, og kæmi það ekki á óvart að hann skildi best þeirra ensku þjálfara sem hingað koma á næsta ári aðstöðu þá sem áhugamennirnir okkar verða að búa við.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.