Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN:|Miövikudagur 12. desember 1973. BRÉFKORN frá Jónasi Árnasyni til meistara Þórbergs DOG GROOMING ACCcSSORIES EXPERT GROOMSNG FOR ALL 8REEDS 0 j }j , by r-'i i/> tíUií ÍEBRY New York, 8. desember, laugardagur. Þórbergur! Ég minntist vist á þaö um daginn hvað hundar hér i New York eru margir kostulegir á að lita. Ef hundunum i Borgarfirði yrðu sýndar þessar skritnu skepnur og þeim sagt að þetta væru hund- ar, þá held ég þeir borgfirsku hlytu að fara aö efast um að þeir sjálfir væru hundar. Ég sá i morgun einn sem var svo litill að hann heföi getað skriðið inn I rottuholu. Mér virtist hann reyndar lika svo- leiöis á svipinn að ef hann skriöi einhverntimann inn i rottuholu yrði það sam- kvæmi, sem hann kynni þar að fyrirhitta, ekki endilega neitt hissa á návist hans. En hverj- um þykir sinn fugl fagur. Gamla konan sem teymdi nnan hund brosti hreykin gar hún sá hvaö ég horfði mikiö á hann og sagöi: „Yes, isn't he a darlingf — er hann ekki yndislegur'?” Þessi hefur sjálfsagt verið af einhverju m.jög fágætu kyni, enda sá langminnsti sem ég hef séð. Mest ber hér á hundum sem eru állka stórir og tlu vikna hvolpar heima, sumir hrokkinhærðir, aörir slétthærðir. Þeir hrokkin- hærðu eru ósköp fínir meö sig og teprulegir og hafa enda all- ir verið klipptir eftir ýmsum kúnstárinnar reglum, stund- um þannig að það er enginn teljandi hárvöxtur á þeim nema allra fremst — og veröa þeir af þessu dálitið svipaðir dömum sem koma i kokkteil- boð með skinnkraga um háls- inn. Þessir eru allra hunda mestir stælhundar og munu á máli hérlendra heita „poodles”. Ég veit ekki hvað þeir slétthærðu heita, en þeir eru miklu grallaralegri og loðnir i meira lagi, sumir svo að ekki sér i augun á þeim og draga jafnvel lubbann eftir gangstéttinni, enda margir svo stuttfættir aö það er eins og þeir gangi á korktöppum. Þeir sem nú voru nefndir eru allir kómiskir og koma mér I gott skap. Svo eru hér lfka stórir hund- ar og sterklegir og aldeilis ægilegir f framan. Mér finnst alltaf vissara að taka á mig krók þegar ég sé þá koma eftir gangstéttinni. Ef þessir hund- ar hefðu hug á að losna við eigendur sina yrði sjálfsagt fljótlegast fyrir þá að éta þá bara upp til agna. Þá er skylt að geta þess að einn stærsti hundur sem ég hef séð hér var jafnframt allra hunda góðleg- astur i útliti. Hann var ekki til- takanlega langur né hár, en þeim mun meiri allur á þver- veginn, hvitur og loðinn og mjúkur, — feitur og bústinn eins og dilkur eftir sumar- langa dvöl á Arnarvatnsheiði. Hann stóö við búöarglugga og var að skoða ýmsar tegundir af léttum vinum. Ég gat ekki stillt mig um að ganga til hans og klappa honum. Já. New York er mikil hundaborg. Enda eru hér starfræktar fjömargar stofn- anir einvörðungu fyrir hunda. Ber þar fyrst að nefna hundaspitala sem munu vera fleiri hér en á nokkrum staö öðrum i heiminum. Einnig eru hér frægar stofnanir meö lærða sérfræöinga sem leysa úr ýmsum félagslegum vandamálum hunda. Svo má ekki gleyma öllum snyrtistof- unum þar sem hundar geta látið flikka upp á sig meö ýms- um hætti. Kunningi minn Terry er sér- fræöingur I þvi • að klippa hunda og greiða þeim og ondú- lera á þeim lokkana. Hann er með góðan skammt af afrisku kaffi I blóðinu og talar með spænskum hreim, enda fædd- ur og uppalinn i Puerto Rico. Hann kom hingaö til New York unglingur fyrir sjö árum og hóf brátt nám i hundahár- greiðsluskóla. Hundahár- greiðsla er hér lögboðin iðn- grein, og það eru þrir slikir skólar i New York. Terry út- skrifaðist eftir tilskilinn tima meö láöi og hefur siðan starf- rækt sina eigin hundahár- greiðslustofu hérna rétt hjá aðalstöövum Sameinuðu þjóð- anna: Terry's Dog Grooming. Þegar mér leiöist labba ég stundum til Terrys að tala við hann og horfa á hann vinna. Það er nóg af tækjunum hjá Terry: rafmagnsklippur og skæri og greiður og kambar af ýmsum gerðum og stærðum >— Hka blásarar, sem Terry notar til aö þurrka viðskiptavini sina þegar hann er búinn að þvo þeim hátt og lágt upp úr sjampólegi i gljáandi bláu baðkeri. Eins og ráða má af þvi sem ég sagði um stælhundana 688-0019 „poodles”, þá eru flestir viðskiptavina Terrys af þvi kyni. Þeir slétthærðu eru næstflestir (Terry hefur sagt mér hvað þeir heita, en orðið hljómarsvoannarlega af hans spænsk-amerisku vörum að ég treysti mér ekki til að setja það á pappir). Þeir slétthærðu koma til Terrys þegar þeir eru orðnir svo mikið loðnir að óhugsandi er að þeir sjái nokkra glóru. Viðskiptavinirnir koma auð- vitað i fylgd með eigendum sinum. En eigendurnir skilja þá eftir og sjást ekki aftur fyrr en á einhverjum tilteknum tima þegar snurfusun er lokið. Meðan viðskiptavinirnir biöa þess að röðin komi að þeim liggja flestir sofandi á gólfinu. Það stafa aldrei nein vandræði af þeim frekar en til dæmis viðskiptavinum Péturs rakara á Skólavörðustignum þar sem ég læt klippa mig þegar ég er i Reykjavik.Við- skiptavinir Terrys sitja hins- vegar ekki i stól eins og viðskiptavinir Péturs meðan klipping og greiðsla fer fram, heldur standa uppi á borði. Þeir standa kyrrir og rólegir. Þetta eru fastir viöskiptavinir NEW YORK CSTV sem koma til Terrys reglulega á þriggja til fjögurra vikna fresti, enda rabbar hann við þá i góökunningjatón og spyr þá gjarnan hvernig liði heima hjá þeim. Þú trúir þvi kannski ekki, Þórbergur, en Terry’s Dog Grooming er einn allra við- kunnanlegasti staður sem ég hef komið á hér i New York. Terry er lika hreykinn af þessu fyrirtæki sinu. Hann hefur gefið mér nafnspjaldið sitt og mynd af sjálfum sér og einum viöskiptavina sinna. Ég sendi þér hér með hvort tveggja, Þórbergur. Þegar Terry hafði sagt mér aö hann vær frá Puerto Rico, þá sagði ég honum auðvitað að ég væri frá Islandi. Terry spurði hvort mikið væri af hundum i þvi landi. Ég sagði honum að þar væru eiginlega engir svona hundar — bara fjárhundar. Terry varð alveg hissa. Og hann sagði: „No dogs like these? No poodles? Must be a crazy country”. Meira um hunda i næsta bréfi. Blessaður. Jónas fká, wíÍJ'mR. Érf Wk, - nSMýíipj : » m? Jmká Ú.-'S' ‘ / Hallmundur Kristinsson skrifar Jólakort þjóöhátiðarnefndar, teiknað af Sigurði Erni Brynjólfssyni. NÆR JÓLUM Þessa dagana er I sýningarsal Listasafns ASt að Laugavegi 31 svokölluð jólasýning. Þar hanga myndir eftir nokkra allþekkta listmálara, sem hlotið hafa nokkuð almenna viðurkenningu. Ég held aö það hafi verið nafn þessarar sýningar, sem vakti mér eftirfarandi þanka: Þessi árlega vertið verslunar manna stendur sem hæst siðustu vikurnar fyrir jól er venjulega litiö um myndlistarsýningar. Mun það reynsla þeirra, sem reynt hafa að hengja upp verk sin á þeim tlma, aö fólk hafi I öðru að snúast þá en fara á sýningar og um annað aö hugsa en myndlist. Þaö eru aðrar listgreinar, sem þá fremur ná til njótenda. Við bók- menntaþjóðin höfum fyrir löngu komiö okkur upp þvi fyrirbæri, sem nefnt hefur verið jólabóka- flóð. Bækur hafa löngum þótt þægi- legri til jólagjafa en myndlistar- verk. Þó má ekki gleyma að fólk sendir hvert öðru gjarnan ofur- litlar myndir I pósti um jólin; það eru jólakortin. Ég er annars hræddur um að fáum detti I hug myndlist þegar nefnd eru jóla- kort, enda liggur sú hugdetta þvi miöur ekki sérlega beint við. Mikill hluti þeirra korta sem bera kveðjur og jólaóskir á milli vina og kunningja um jólin eru ákaf- lega fjarri þvi aö standast þær kröfur, sem eðlilegt væri aö gera til þeirra. Sem betur fer finnast kort, sem standa fyrir sinu, prýdd til dæmis eftirprentunum mál- verka eða teikninga ágætra lista- manna eða þokkalegum ljós- myndum, oftast af landslagi eöa kirkjum. En obbi þeirra jóla- korta, sem á markaði finnast, bera framleiðendum sinum vitni um svo átakanlegt hugmynda- leysi og skort á myndrænu viö- horfi að hörmulegt má kalla. Sama er að segja um annað algengt fyrirbæri, svonefnd jóla- almanök. Geysilegar vinsældir slikra veggskreytinga, sérstak- lega á meöal barna, gera það sérlega átakanlegt hversu óra- fjarri þær eru yfirleitt frá öllu sem á væri leggjandi myndrænt mat. Mér hefur stundum flogið i hug hvort menn væru vanir að gefa smekkvisi sinni jólafrí, svo ótrú- lega getur oft hið yfirflæðandi skreytiglingur, f jölprentaðar jólasveina-, bjöllu -, kerta- og englamyndir og alls kyns þvilikt dót komist fjarri þvi að fegra um- hverfið um jólin. Það er stundum hreint eins og fólk kappkosti að breiða yfir sina eðlislægu smekkvisi með þessu glingri, sem að visu minnir á jólin, en á þann hátt að manni flýgur i hug hvort Gamall kunningi eftir óþekktan teiknara. jól séu ekki eitthvað allt annað en andleg hátið. Það er kannski ekki fallegt af mér að koma fram meö svona nöldur um árvissa fylgisfiska myndlistarþanka hinnar heilögu hátiðar, en það er enn það langt til jóla, að hver og einn ætti að hafa tima til að gleyma þessum skrifum og geta þvi notiö óáreittur þeirra jóla sem hann hefur keypt sér á jóla- markaðnum. Hvað er list? Það er ánægjulegt, að óskir minar eftir viðhorfum lesenda gagnvart list hafa ekki eingöngu falliö I ófrjóan jarðveg. Fyrir nokkru birtist hér I blaðinu viðhorf fullorðins manns gagn- vart þessu margræða hugtaki. Nú hefur borist bréf frá einum, sem ég held áreiðanlega að tilheyri yngri kynslóðinni. Agúst Kvaran yngri hefur eftirfarandi til mál- anna að leggja: „Það hefur löngum vafist fyrir mönnum aö skilgreina hvað sé Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.