Þjóðviljinn - 12.12.1973, Blaðsíða 7
ÞJÓÐSA GNABÓK
Miftvikudagur 12. desember 1973., ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
SIGURÐAR NORDALS:
„Þetta eru
stórar
bókmenntir99
Ég er mjög hjátrúar-
f ullur, annars heföi ég ekki
haft eins gaman af þjóð-
sögum og raun ber vitni,
sagði Sigurður Nordal á
blaðamannafundi á mánu-
Sagan hans
Hjalta litla
Komin er út hjá ísafoldarprent-
smiðju 3. útgáfa af Sögunni
hans Hjalta litla eftir Stefán
Jónsson. Þetta er fyrsta bindi
sagnanna af Hjalta og jafnframt
3. bindið i heildarútgáfu tsafoldar
af barnabókum þessa vinsæla
höfundar. Bókin er prýdd mynd-
skreytingum Sovétmannsins
Orest Vereiski, og eru þær úr út-
gáfu bókarinnar á rússnesku i
fyrra.
Hjá ísafold er einnig væntanleg
önnur bókin um Hjalta, Mamma
skilur ailt.og verður hún einnig
með myndum eftir Vereiski, en
rússnesk útgáfa af þeirri sögu er
væntanleg siðar.
dag, sem haldinn var af til-
efni útkomu þriðja og
síðasta bindis Þjóðsagna-
bókar hans, sem AB gefur
út, og svo þess að Guð-
mundur Hagalín heldur
áfram með ævisögu sina,
sem þegar eru komin
fimm bindi af. /
Hagalin taldi af og frá að
Sigurður gæti verið eins hjátrúar-
fullur og hann sjálfur.
— Hver er ég að ég liki mér við
Guðmund Hagalin? sagði þá
Sigurður.
Sigurður var ekki i vafa um, að
þeim tima hefði verið vel varið,
sem hann hefur unnið að saman-
tekt bjóðsagnabókar, sem
geymir á sjötta hundrað sögur úr
ýmsum helstu þjóðsagnasöfnum.
Þaö eina sem getur vakið efa,
sagði hann, er þaö, hvort maður
er verður þess að gera þetta.
Næst fornsögum eru þjóðsögur
það merkasta i islenskum bók-
menntum. Þær gefa dæmalausa
mynd af menntun og gáfum þess
alþýðufólks sem þær hafa
skrifað.
Sigurður Nordal og Guömundur Hagalln (Ljósm. Þjv. AK).
Enn á ný kom fram mikil
virðing Sigurðar fyrir islenskum
draugum. Það væri ómögulegt að
skrifa tslandssögu án þess að
taka tillit til trúar á trafells-
móra, sagði hann m.a., og gat
þess, að i undirbúningi væri út-
gáfa á Handbók Móra þessa, sem
Pétur Benediktsson tók saman.
Hann hefði sjálfur gætt þess
vandlega, þegar hann valdi sögur
i draugabálk bókar sinnar, að
skipta draugum jafnt niður á
landsfjóröunga svo að enginn ætti
um sárt að binda.
Sigurði fannst einnig að
spiritismi hefði komið óorði á
þjóðsögurnar, rétt eins og Arni
Pálsson sagði, að drykkjumenn
kæmu óorði á brennivinið.
Þegar vikið var að þvi, hvenær
frásögn af atburði eða tilsvar
væri orðið „þjóðsaga” svaraði
Sigurður þvi til, aö hann heföi
mestatrú á þvi að timinn sæi um
það val, breytti hlutum og skerpti
þá.
I þriðja bindi Þjóðsagnabókar
eru viðburðasögur, útilegu-
mannasögur og gamansögur. Þar
er og þriðji hluti inngangsrit-
gerðar Sigurðar um þjóð-
sögurnar.
Hagalin í
tunglsljosi
Guðmundur Hagalin gaf á ár-
unum 1951-1955 út fimm bindi þar
sem hann segir frá bernsku sinni
og uppvaxtarárum vestur á fjörð-
um, sjósókn, námi, Keykjavikur-
dvöl, upphafi ritstarfa, verðandi
skáldum og stjórnmálagörpum. I
hinni nýju bók, Stóð ég úti I
tunglsljósi. segir (iuðmundur frá
þvi, að hann kveður vini og vel-
unnara i Reykjavik eftir sérlega
vel heppnað og vel borgað minn-
ingarljóð, heldur vestur og þaðan
austur á firði. A Seyðisfirði er
hann um fjögurra ára skeið rit-
stjóri — segir bókin frá hluta þess
tima. Þar er lýst fjölda manna
sem og „rómantiskum árum
sjálfs mins i skáldskap og ásta-
málum”. Guðmundur kveðst svo
ætla að koma afganginum af ævi-
sögu sinni l'yrir i tveim bindum.
Guðmundur sagði á blaða-
mannal'undinum, að hann notaði
mikið samtöl. Eg er, sagði hann,
minnugur á samtöl. Það setjast i
mig vissar setningar sem lýsa
viðmælandanum. Og þegar ég ler
snemma á fætur til að skrifa, þá
rennur það upp fyrir mér, hvað
okkar fór á milli — að þvi er mér
finnst.
RANDERSHOLM
STÁLVÍRAR OG TÓG
ALLIR
NAUÐSYNLEGIR
GILDLEIKAR
FYRIR-
LIGGJANDI
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ HF„
Hólmsgötu 4, Örfirsey. Sími 24120.