Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Síldveiöiskipiö Pétur Jóns-
son kom á Þorláksmessu úr
Norðursjó eftir gott úthald.
Þegar Þjóðviljamenn komu
niður á granda i gær voru
skipverjar að taka i land
sildarkassana sem notaðir eru
i Norðursjónum.
Nú er meiningin að fara á
loðnu.en ekki vildu skipverjar
spá neinu um hvenær vertiðin
byrjar. Pétur Jónsson er nú
skráður i Kópavogi, en áður
hét hann Eldey og var gerður
út frá Keflavik. Hann er 300
tonn að stærö. (Ljósmynd
ARI) —ÞH
vegna erfiðra heimilisaðstæðna,
en hann hefur aldrei gerst brot-
legur við lög. Lögreglumenn
kváðu hann ekki þurfa að segja
sér slika vitleysu.
Þá segir pilturinn að sér hafi
ekki verið leyft að fara á salerni
og þegar hann kvaðst ekki sætta
sig við þaö var honum hótað þvi
að hann skyldi settur i járn og
færður i spennitreyju. Þeir væru
ekki vanir að vera mjúkhentir við'
svona pilta.
Þarna var pilturinn sem sagt i
25 stundir undir stöðugri aðsókn
og aödróttunum og hótunum um
Kleppsrannsókn án þess þó að fá
nokkra viðhlitandi skýringu á þvi
sem honum væri gefið að sök.
Hinar liðu heimsóknir lögreglu-
manna sáu fyrir þvi að hann gat
ekkert sofið eða hvilst allan þenn-
an tima. En skyndilega var allt
látið niður falla og honum sagt að
fara burt. Verða þetta að teljast
furðulegar aðfarir gagnvart ó-
hörðnuðum unglingi, ekki sist
þegar tekið er tillit til þess að
hann hefur aldrei gerst brotlegur
við lög en átt að mæta miklum
heimiliserfiöleikum i uppvextin-
um.
Aflabrögðin 1973
Fimmta
besta
fiskveiði-
árið
Fiskifélagiö sendir nú frá sér
bráðabirgðatölur um afla lslend-
inga á árinu 1973 og sanian-
burðartölur fyrir árið 1972. Þess
skal strax getið, til að taka af tvi-
mæli, að tölur ársins 1973 eru
byggðar á bráðabirgðayfirliti
trúnaðarmanna og eiga þvi efa-
laust eftir að taka einhverjunt
breytingum. Einnig veröur að
taka tillit til þess, að i tölum um
afla bátafiotans á árinu 1972 eru
taiinn meö afli minni skuttogara.
1 aflatölum ársins 1973 hefur
hinsvegar verið reynt að telja
afla allra skuttogara með tog-
araafla. Er samanburður milli
ára að þessu leyti og af þessum
sökum ekki alls kostar raunhæf-
ur. Tölur um afla hrognkelsa eru
áætlaðar með tilliti til framleiðslu
grásleppuhrogna. Sildaraflanum
var nær eingöngu landað erlend-
is. 1 öðrum afla ber mest á spærl-
ingi.
Heildaraflinn 1973 er sá mesti
siðan 1967 og sá fimmti mesti i
sögu fiskveiða Islendinga.
r § K • •
Lvo
dauða-
slys
Tvö dauðaslys urðu hér á
landi á svo til sama tima á
sunnudag. Annað slysið var
umferðarslys, á Reykjanes-
braut, þar sem skullu saman
sendiferðabifreið af Fólks
vagnsgerð og stór áætlunar-
bifreið. Slysið átti sér stað á
Strandheiði milli Vogaafleggj-
aranna. Mun sendiferðabif-
reiðin hafa verið komin á öf-
ugan vegarhelming og varð
slysi ekki afstýrt. ökumaður
sendiferðabifreiðarinnar mun
hafa látist samstundis, en
ökumaður og tveir farþegar i
áætlunarbifreiðinni meiddust
litið eitt.
Hitt slysið varð með þeim
hætti, að 5 ára gamall drengur
tengdi innisjónvarpsloftnet
við rafmagn með þeim afleið-
ingum að hann fékk raflost og
missti þegar meðvitund. Hann
var svo látinn þegar komið
var með hann á slysavarðstof-
una.
Drengurinn var búsettur i
Þorlákshöfn, en var gestkom-
andi i Reykjavik, þegar slysið
átti sér stað.
— S.dór
Selfluttir til Akureyrar
Farþegar frá Egilsstöðum:
Flugvöllurinn á Egilsstöðum aðeins fær litlum flugvélum
Miklir samgönguerf iö-
leikar hafa verið á Aust-
fjörðum undanfarið. Fyrst
voru það snjóar sem lok-
uðu öllum vegum, en siðan
þegar hlánaði, lokaðist
Egilstaðaflugvöllur, helsta
samgbnguæð Austfjarða.
Hafa stærri vélar Fi ekki
getað lent á Egilsstöðum
síðan i'fyrri viku
Allt frá þvi aðfaranótt mánu-
dags hafa minni vélar verið að
selflytja farþega frá Egilsstöðum
til Akureyrar. Hafa þær alltaf
öðru hvoru getað lent á Egils-
staðaflugvelli, en þó hefur hann
lokast stund og stund fyrir þess-
um minni vélum sökum aur-
bleytu. A laugardag og sunnudag
var völlurinn algerlega lokaður
öllum flugvélum.
1 gærdag voru farnar 3 ferðir
fyrir hádegið og átti að reyna að
fljúga áfram allt fram á kvöld,
enda biðu margir farþegar eftir
fari á Egilsstöðum.
Að þvi er Sveinn Arnason á
Egilsstöðum sagði okkur i gær,
hafa Egilsstaðabúar ekki vitað
annað en að búið væri að taka á-
kvörðun um að byggja nýjan flug-
völl við svokallaðan Snjóhól,
skammt frá Eiðum, en svo var
aftur á móti sagt frá þvi i fréttum
um helgina að ekki ætti að taka á-
kvörðun i þessu máli fyrr en i
febrúar eða mars og kemur okkur
þetta spánskt fyrir sjónir sagði
Sveinn. Þegar hefur verið veitt .
28milj. á fjárlögum ii flugvallar-
byggingu eða endurbóta á þeim
velli sem fyrir er, en fyrr nefnd á-
kvörðun er á milli þess að gera
þann völl upp sem fyrir er eða
byggja nýjan, sem Egilsstaða-
menn segja að þegar hafi verið á-
kveðið.
Að þvi er Sveinn sagði er ekki
samstaða um aö byggja nýjan
flugvöll. Margir eru á þvi að það
borgi sig að gera þann upp sem
fyrir er, en það eru sérfræðing-
arnir sem ráða ferðinni, eins og
hann komst að orði. — S.dór.
Nýr forseti
hæstaréttar
Benedikt Sigurjónsson hæsta-
réttardómari hefur veriö kjörinn
forseti Hæstaréttar, i stað Loga
Einarssonar hæstaréttardómara,
frá 1. janúar 1974 að telja til árs-
loka 1975. Magnús Þ. Torfason
hæstaréttardómari var kjörinn
varaforseti til sama tima.
Einkennilegar lögregluaðgerðir gegn unglingi
I fangelsi 25 tima
fyrir engar sakir
15 ára piltur var hnepptur i
varðhald i siðustu viku
og haldið i fangaklefa i 25 klukku-
stundir án þess að mál hans væri
tckið lyrir, en siöan var honum
sleppt skyndilega án viðhlítandi
skýringa. Pilturinn var andlega
illa á sig kominn eftir fangavist-
ina og kvartar sáran yfir áreitni
lögregluþjóna allan þann tima
scm honum var haldiö i varð-
haldi. \
Pilturinn segir svo frá að lög-
reglumenn hafi komið á heimili
sitt kl. 4.30 s.l. miðvikudag og
skipað sér að koma á lögreglu-
stöðina að tala við varðstjóra en
kváðustekkert vita um ástæðuna.
Þegar þangað kom var farið með
hann beint i fangaklefa, en varð-
stjóri var hvergi til viötals.
Fangavörður tilkynnir hins vegar
að hann eigi að dvelja þarna um
nóttina en siðan eigi að fara með
hann inn á Klepp i rannsókn dag-
inn eftir.
Um kl. 8.30 um kvöldið birtist
loks varðstjórinn og spyr pilturinn
hann hvað sér sé gefið að sök.
Fær hann engin önnur svör en þau
að hann þurfi ekki að spyrja um
skýringar, samviskan eigi að
segja honum nóg. Eftir þetta fara
lögregluþjónar að gera sér tiðför-
ult i lúguna á klefahurðinni með
spurningar og aðdróttanir. Gefa
þeir i skyn að hann sé sakaður um
að hafa ráðist á systur sina. Segir
pilturinn aö lögregluþjónar hafi
veist að sér a.m.k. á hálftima
fresti og talað við sig sem geð-
veikan mann eða forhertan kyn-
ferðisglæpamann. Hafi þeir gefið
sér góðan tima til tviræðra ásak-
ana og beinna aðdróttana. Einn
hafi t.d. sagt: „Heyrðu góði, ég lit
á geðveikinaseniannpinu og viltu
nú ekki segja mér hvernig þú
fórst með hana systur þina”,
Þá néru lögreglumenn piltinum
þvi mjög um nasir að hann heföi
verið á upptökuheimilinu i Kópa-
vogi. Pilturinn sagði sem satt er
að hann hafi dvalið þar um hriö
Heildarafli 1973 þús. lcstir ósl. 1972 þús. lestir ósl.
Þorskafli:
a) Bátaafli 285.0 328.8
b) Togaraafli 95.0 56.9
Samtals 380.0 385.7
Sildarafli: 45.0 41.5
Loðnuafli: 437.0 277.0
Rækjuafli: 7.0 5.3
Humarafli: 3.0 4.3
Hörpudiskur: 3.5 7.3
Hrognkelsi: 4.5 3.3
Annar afli: 14.0 4.8
Ileíldara fli: Samt. 894.0 729.2
Fleetwoodbúar biðja um
íslenskan fisk
Það var hringt til okk-
ar frá Fleetwood í Eng-
landi i gær og okkur
tjáð, að þar rikti alger
skortur á neyslufiski og
bæru nú bæöi fiskkaup-
menn og neytendur sig
ákaflega illa af þessum
ástæðum. Á næstu 2 vik-
um er t.d. gert ráð fyrir,
að aðeins 1 skip landi i
borginni.
Sem kunnugt er bar mikið á
andstöðu við málstað fslend-
inga i landhelgismálinu i
Fleetwood meðan herskipa-
innrás Breta stóð sem hæst,
en heimildarmaður okkar
taldi hins vegar fullvist, að nú
væru viðhorfin gjörbreytt
meðal almennings, og borgar-
búar myndu fagna hverju is-
lensku skipi, sem þangað
kæmitil að selja fisk. Hingað
til hafa islensk fiskiskip hins
vegar selt nær eingöngu i
Grimsby og Hull siöan bráða-
birgðasamkomulagið var
gert.
Heimildarmaöur okkar
sagði, að þeir sem fiska á
heimamiðum frá Fleetwood
hafi mjög litið komist á sjó að
undanförnu vegna veðurs.
í öllu þvi fiskileysi, sem nú
rikir i Fleetwood hafa kröf-
urnar um útfærslu breskrar
landhelgi fengið stóraukinn
byr sagði heimildarmaður
okkar.