Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 13
ÞriOjudagur 8. janiiar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 fyrst i vikunni, en nú er mér batn- að. — Nú, var það inflúensa, ungfrú Rósamunda? Einhverra hluta vegna var Jessie mjög fegin. — Það var þá þess vegna sem þér komuð ekki, þegar þér höfðuð hringt á þriðjudaginn. Við frú Fielding gátum ómögulega skilið það. En þótt undarlegt megi virð- ast, þá voruð þér ekki búnar að hringja og segjast ætla að koma og ekki — hún hin — en ég fékk hugboð um að ekkert yrði úr þvi. Ég sagði við sjálfa mig: Þetta er eitthvað undarlegt, sagði ég... En frú Fielding, hún var dálitið óró- leg, þegar þér komuð ekki, hvorki þér né hún hin. En ég sagði við hana, að ég hefði alltaf haft hug- boð um að svo færi. Rósamunda hefði getað faðmað gömlu konuna — ,,Hún hin” — svo sannarlega fól það i sér dýrlega vanþóknun! Rósamundu varð ljóst hversu m jög hún hafði óttast að hún hefði notað ávarpið ,,ungfrú Lindy”. Að hugsa sér að hún skyldi ætla Jessie önnur eins svik — bless- aðri, gömlu, tryggu Jessie. Gamla frú Fielding kom fram úr dagstofunni. — Jæja, þú ert þá komin, Rósa- munda, sagði hún. — Er ekki far- ið að kólna? Komdu inn fyrir, góða min, og hlýjaðu þér. Og Jessie, það væri gott að fá kaffi- sopa, gott ög heitt kaffi. — Já, já. Jessie hvarf fram i eldhúsið, og eftir andartak sátu Rósamunda og tengdamóðir hennar sitt hvorum megin við blossandi arineld og töluðu um bók frú Fielding. — Hún er búin að hjálpa mér mikið hún Lindy vinkona þin. Það var bara synd og skömm að hún skyldi fara burt svona skyndi- lega, án þess að segja neinum neitt, einmitt þegar ég var að koma lagi á minnisblöðin min um „fyrsta timabilið”. En þið unga fólkið hafið alltaf svo mikið að gera, á þéysingi út og suður, og sjálfsagt kemur hún bráðum aft- ur. En nú eru það nefnilega töfl- urnar sem um er að ræöa,.og auk þess er annar kaflinn tilbúinn til vélritunar. Auðvitað ekki i endan- legum búningi, Rósamunda, en mér finnst svo miklu betra að hafa allt saman snyrtilega vélrit- að, jafnvel þótt það sé aðeins upp- kast. — Það skil ég vel, tengda- mamma. En af hverju baðstu mig eiginlega ekki að gera það? Þú veist að ég kann að skrifa á ritvél. Rósamunda reyndi að tala i léttum tón til að láta ekki á þvi bera, hversu mjög henni hafði sárnað. Frú Fielding leit undr- andi á hana. — En góða min, auðvitað hefði ég beðið þig, en þú varst hvergi nærri. Og svo sagði hún vinkona þin, hún Lindy, mér að þú hefðir svo afskaplega mikið að gera og þú mættir áreiðanlega ekki vera að þvi fyrr en eftir jól. — Sagði hún það? Að hún ætti að skila þvi frá mér? Frú Fielding sýndist dálitið ó- þolinmóð. — Já, en það gerði ekkert til. Ekki vitund. Ég veit hvað þið unga fólkið hafið i mörgu að snú- ast, og ég hafði bara áhuga á þvi aö fá einhvern til að gera það fyr- CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ ir mig, og það kom á daginn að hún gat það vel og var ekkei*t nema alúðin. Einu vandræðin eru að hún skyldi taka upp á þvi að fara burt einmitt núna. — Já en — ég á við, hún hefur ekki sérlega mikið vit á þessu, glopraði Rósamunda út úr sér, en hún gat ekki lengur leynt afbrýði- semi sinni. — Hún kann ekki grisku. — Það kannt þú svo sem ekki heldur, svaraði frú Fielding ró- lega. — En þrátt fyrir það hefur þú orðið mér aö miklu liði i öll þessi ár.Hún hjálpaði mérásama hátt og virtist hafa sama lag á þvi. Það er sennilega þess vegna sem þið eruð svo góðar vinkonur — þið sjáið hlutina i sama ljósi — þið hugsið eins. Það er góður grundvöllur undir vináttu. — Já, það getur vel verið, svar- aði Rósamunda jafn rólega og laut niður og fleygði barkarbút inn i eldinn til að dylja andlit sitt. Þetta var önnur manneskjan sem minntist á likingu milli hennar og Lindy. Og þetta var eintóm vit- leysa, byggðist einfaldlega á þvi, að Lindy var útsmogin, hún gat leikið hlutverk þegar henni hent- aði það. En það gat Rósamunda Brúðkaup Þann 9.9 '73 voru gefin saman i hjónaband i Bjarnarhafnarkirkju af séra Hjalta Guðmundssyni Signý Bjarnadóttir og Hjálmar Jónsson. Heimili þeirra er að Ás- garði. Stúdió Guðmundar Garðastræti 2. Þann 27.10.1973 voru gefin sam- an i hjónaband af séra Jóni Arna Sigurðssyni Margrét Guðmunds- dóttir og Jón Guðmundsson. Heimili þeirra er að Arnarhrauni 8, Grindavik. Stúdio Guðmundar Garöastræti 2. lika. hamingjan góða, hvað hafði hún verið að gera undanfarna mánuði? En það var öðruvisi. Þótt maður reyni að leyna þvi fyrir manninum sinum að maður sé afbrýðisamur, það er leikara- skapur á öðru sviði en að þykjast vera góð og hjálpsöm við gamla konu, þegar maður er i raun og veru fölsk og út undir sig... Þykjast vera? Rósamunda fylltist hræðilegri óvissu. Hvernig vissi hún að Lindy var að látast? Ef Lindy var nú i alvöru vin- gjarnleg og hjálpsöm manneskja, aðeins dálitið tannhvöss? Greiða- semi hennar þennan tima hafði verið feikileg, ef maður var nógu einfaldur til að lita á það sem greiðasemi, og tannhvöss... tja, vissulega var lika hægt að túlka það á margan hátt. Þegar Rósamunda hugsaði sig um, minntist hún þess að oft hefði ver- ið hægt að skilja athugasemdir Lindýar á fleiri en' einn veg. Rósamunda hafði einlægt skilið þær á versta veg, en gat ekki hugsast að það stafaði af sjúk- legri afbrýði hennar sjálfrar?Gat það verið? Enn á ný fylltist Rósamunda furðulegrireiði.rétteins og Lindy hefði vitandi vits verið vingjarn- leg og hjálpsöm til þess að morðið á henni virtist ennþá djöfullegra; og aftur gerði Rósamunda sér ljóst hve ósanngjörn þessi reiði var. Já, hún fann hversu fárán- legt þetta allt saman var, þvi að auðvitað gat ekki verið að hún hefði myrt Lindy, og auðvitað hafði Lindy hvorki verið vin- gjarnleg né indæl, nei, svo sann- arlega ekki, það var óþarfi að rýna inn i fortiðina eftir sönnun- um og staðreyndum. — ,...og fyrst þú ert komin, þá veit ég ekki hvort þú nennir að skrifa þessa siðustu siðu fyrir mig. Gamla ritvélin hans Geof- freys stendur ennþá uppi á lofti, ef þú vildir ná i hana, og þá gæt- um við lokið þvi af fyrir hádegis- matinn. — Auðvitað — ég skal gera það. Rósamunda var fegin að geta hætt við þessar hugsanir, sem snerust nú sifellt i hring. Hún var lika fegin þvi að geta orðið tengdamóður sinni að liði, það var bersýnilega þess vegna sem hún hafði hringt til hennar i gær- kvöldi. Þegar hún bar þungu og fornfálegu ritvélina niður, brosti hún ögn að óþolinmæði gömlu konunnar sem gat varla beðið eft- ir þvi að hefjast handa. — Mikiö er ég fegin að þú baöst mig að koma, sagði hún, þegar hún setti klunnalegan gripinn á gljáfægt borðið. — Mér hefur fundist ég vera svo utanveltu. — Bað þig? Sem snöggvast virt- ist frú Fielding viðutan. — Góða Rósamunda, þú þarft liklega ekki að biða eftir þvi að þér sé boðið hingað. Það hlýturðu að vita, vina min, það gleður mig alltaf að sjá þig. Og i þetta sinn er ég sérlega fegin að þú gast komið, svo að Jessie geti fengið frið i sál sinni. Ég vona að minnsta kosti að hún geti það. Hún hefur haft svo mikl- ar áhyggjur af þér undanfarna daga, ég veit ekki hvers vegna. En hún hefur tekið það i sig, að þú sért i einhvers konar vandræðum — já, ég botna ekkert i þvi. t sannleika sagt finnst mér Jessie stundum fá ósköp undarlegar hugmyndir, en eg hef ekki brjóst i mér til að segja það við hana, henni myndi sárna það. En hún hefur haft miklar áhyggjur af þér, er alltaf að velta fyrir sér hvernig þér liði. Allt saman ein- tóm vitíeysa. Þvi að það er ekkert að þér, eða hvað? Hún leit hvasst á hana sem snöggvast og sneri sér siðan aftur að plöggum sin- um. — Þú segðir mér vonandi ef eitthvað væri að, er það ekki? Ekki svo að skilja að mikil hjálp væri að mér, ég er alltof eigin- gjörn og versna með aldrinum, það veit ég vel. En ég myndi allt- af standa með þér. Þessi orð — frá konu sem lét aldrei tilfinningar sinar i ljós — urðu til að hugga og uppörva Rósamundu. Lausn á siðustu krossgátu 1 = F, 2 = I, 3 = S,4 = K, 5 = U, 6=R, 7 = G, 8 = 0, 9 = L, 10 = A, 11 = V, 12 = t, 13 = 0, 14 = T, 15 = 0, 16 = Y, 18 = N , 19 = D, 20 = Æ, 21 = J, 22 = Ú , 23 = E, 24 = Ð, 25 = H, 26 = Á, 27 = Þ, 28 = B, 29 = P, 30 = É, 31 = Ý. ÞRIÐJUDAGUR 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfinii kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon heldur áfram að lesa söguria „Villtur vegar” eftir Odd- mund Ljone (3). Morgun- leikfimikl. 9.20. Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Ég man þá tiðkl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögnum og tón- list frá liðnum árum. Tón- leikar kl. 11.25: Fil- harmóniusveit Vinarborgar leikur þætti úr „Giselle”, balletttónlist eftir Adam, Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir liádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Fjár- svikararnir” eftir Valantín Katajeff Ragnar Jóhannes- son cand. mag. les. 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfónia nr. 1 i C-dúr op. 21 eftir Beethoven. Fil- harmóniusveit Berlinar leikur: Herbert von Kara- jan stj. Pianókonsert nr. 2 i f-moll op. 21 eftir Chopin. Arthur Rubinstein og Fila- delfiuhljómsveitin leika, Eugene Ormandy stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónlistartimi barnanna Egill Friðleifsson söng- kennari sér um timann. 17.30 Framburðarkennsla I frönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill. 19.20 Tónleikar. Vladimir Asjkenazy leikur verk eftir Chopin. 19.40 Tónleikakynning. Gunn- ar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segir frá tón- leikum Sinfóniuhljómsveit- ar Islands 11. þ.m. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Hæfilegur 'skammtur Gisli Rúnar Jónsson og Július Brjánsson sjá um þátt með léttblönduðu efni. 21.30 A hvitum reitum og svörtum Ingvar Asmunds- son menntaskólakennari flytur skákþátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Minningar Guðrúnar BorgfjörðJón Aðils leikari les (9). 22.35 llarmonikulög. 23.00 A hljóðbergi. Úr skips- bókum Kólumbusar á St. Mariu árið 1492. George Sanderlin og Anthony Quayle flytja i enskri gerð Barböru Holridge. Björn Th. Björnsson listfræðingur sér um þáttinn. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. jUj. TF O 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Bræðurnir. Bresk fram- haldsmynd. 6. þáttur. Straúmbvörf. Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 5. þáttar: Davið Hammond hefur ákveðið að starfa framvegis við fjölskyldufyrirtækið, og nú tekur hann til við að kynna sér reksturinn. Kvöld nokkurt býður gamall við- skiptafélagi Roberts Hammond fjölda fólks til veislu. Þangað fer öll Hammond-fjölskyldan að Mary og Brian undanskild- um. Kona Brians getur þó ekki fengið sig til að sitja heima. Hún fer til veislunn- ar og kemst þar brátt i kynni við ungan og aðlað- andi mann. 21.20 lleimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.00 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 22.05 Jóga til heilsubólar. Myndaflokkur með kennslu I jógaæfingum. 5. þáttur endurtekinn. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok. LEIKFANGALAND Leikfangaland Veltusundi l.Sími 18722. Fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum. HIAGISLENZKRA HLJOMLISTARMAÍVM v útvegdr jyður hljóðfœraleikara . og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri\ Vinsamlegast hringið í 202SS milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.