Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA .— ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. janúar 1974 Ræða Söru Lidman á mótmælafundi við afhendingu „friðar”- verðlauna Nóbels í Osló lO.desember sl Þannig er tilorðning hinna virðu- legu Nobelsverðlauna. Em hver gefur eiginlega þessar miljónir sem árlega eru veittar i nafni Nobels? Vitanlega eru það enn verkamennirnir sem starfa i verksmiðjum þeim sem fé Nobels hefur verið fest i. A hverju ári þurfa þúsundir verkamanna að vinna nokkra tima aukalega til þess að skapa þann gróða sem gengur undir nafninu ágóði af hlutabréfum og myndar þá upp- hæð sem stofnun Nobels útdeilir árlega. En þetta hlutverk gerir pening- ana ekkert öðruvisi en venjulegan hlutabréfagróða. Hann er tekinn af verkamönnunum án þess að þeir séu spurðir. Og þar sem verkamenn hafa i fæstum tilvikum færi á að á kvarða hvert gróðinn af vinnu þeirra rennur gera þeir sér litla rellu út af þessum verðlaunapen- ingum. Menn lita á þetta sem „einkamál peningafurstanna” og yppta öxlum. En samt sem áður, félagar, það er ekki bara að hér „Þegar fullkomnum friöi er náö...” Veiting friðarverðlauna Nóbels í f yrra vakti mikinn úlfaþyt en eins og kunnugt er var þeim skipt á milli þeirra Henry Kissingers og Le Duc Thos aðalsamn- ingamanna Bandaríkjanna og Lýðveldisins Víetnam í Parísarviðræðunum. Þegar afhenda átti verð- launin í Osló 10. desember s.l. efndu ýmis róttæk samtök í Noregi til mót- mælaaðgerða i borginni. Við það tækifæri hélt sænska skáldkonan Sara Lidman eftirfarandi ræðu en hún birtist í heild í norska blaðinu Orienter- ing. Félagar! Ef einhver finnur eitthvað upp sem allt mannkyn hefur gagn af er það lofsvert. Hvilikt lof hefur sá ekki hlotið sem tendraði fyrst- ur eldinn. Eða sá sem fann upp hjólið — samtið hans hefur eflaust kaffært hann i blómum. Fyrstu uppfinningarnar voru heldur eng- in einkaeign — þær urðu strax al- mannaeign. Uppfinningamenn vorra tima og i þessum heimshluta gæta uppw finningar sinnar eins og eiginkon- unnar. Þeir fá á þeim einkaleyfi og verða rikir. Alfred Nobel fann upp dýnamitið og reisti fjölda verksmiðja. Er hann lést höfðu þúsundir manna unnið svo marga tima fyrir engin laun i verksmiðj- um hans að hann lét eftir sig auð- ævi upp á 30 miljónir króna. Varð honum á banasænginni hugsað til allra þeirra útþrælkuðu verka- manna sem hlaðið höfðu upp þessum auðævum? Eða skyldi hann hafa tekið út miklar kvalir fyrir aðrar pinslir sem dýnamitið átti eftir að leggja á mannkynið? En sleppum þvi. I erfðaskrá sinni lagði Nobel svo fyrir að vextirnir af auðnum skyldu „veittir þeim mönnum sem gert hefðu mannkyninu mest gagn”. sé verið að útdeila fjármunum verkamanna. Við hátiðarhöldin i Stokkhólmi og hér i Osló verða ef- laust lesin upp orð Nobels um þá sem á árinu,, hafa gert mannkyninu mest gagn”. Þar sem við erum hluti mann- kyns er verið að hylla menn i okk- ar nafni, i nafni samúðar með okkur. Félagar! 1 krafti þess að við er- um hluti hins lifandi mannkyns mótniælum við þvi að þjóðar- morðingi á við Henry Kissinger sé útnefndur velgjörðarmaður mannkyns! Félagar! Á þessari stundu liöur fólk i Vietnam ósegjanlegar kval- ir af flisum sem fastar eru i lik- amanum og komnar eru úr sprengjum sem það varð fyrir fyrir mörgum árum. Kissinger sendi þvi þessar kvalir. A þessari stundu missir viet- namskt barn fótinn af völdum ó- sýnilegrar sprengju i grasinu. Miljónir slikra sprengja eru um allt Vietnam og biða þess að á þær stigi mannsfótur sem þær geti eyöilagt, Kissinger kom þessum sprengjum fyrir. I suðurhluta 'Vietnam sitja miljónir manna i fangabúðum. Kissinger lét sprengja upp heimili þeirra og eitra akra þeirra. Samkvæmt Parisarsáttmálanum áttu þessir flóttamenn að fá að snúa aftur til heimaslóða sinna. En loforð úr munni Kissingers er einskis vert og flóttamönnunum er þvi haldið með ofbeldi i búðunum. Þeir falla inn i áætlun Bandarikjanna sem nefnist „Forced urbanisation” (fólki þjappað saman á litið svæði með valdi) — verið er að skapa fátækrasvæði þar sem Saigonher- inn á auðvelt með að ná sér i her- menn og þaðan eiga verkamenn- irnir að koma sem auðhringana, sem hyggjast fjárfesta i Vietnam, vantar. Hér trónir hin rótgróna yfirstétt Vesturianda og útnefnar Kiss- inger mikinn friðarboða. Þann sama Kissinger og lét dynja sprengjuregn á Hanoi, eftir að hann hafði komist að samkomu- lagi við Le Duc Tho, og kvað það gert til að flýta friðarsamningun- um. Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, sem heldur á- fram að berjast i Vietnam með aðstoð kvislingsins Thieus. Kiss- inger,sem er heilinn að baki frið- ar hinna riku, friðar, sem þýðir ekkert annað en réttur til að arð- ræna fólk. Friður Kissingers er sú kvöð landa eins og Vietnam, Brasiliu og Chile, að láta auð- lindirsinar og vinnuafl ókeypis af hendi — ef þau neita skal þeim drekkt i napalmi. Þvilikan kúgara og lygara, þvilikan morðingja eigum við að hylla sem velgjörðarmann mann- kyns! Við lýsum yfir hryllingi okkar og viðbjóði á herra Kissinger sem ásamt valdakliku Bandarikjanna hefur unnið mannkyninu óbæt- anlegt tjón. Vikjum augnablik að Parisar- sáttmálanum. Samkvæmt honum áttu Bandarikjamenn að hverfa á brott með allan sinn herstyrk frá Vietnam og láta af allri ihlutun i innri málefni landsins. En Bandarikjamenn skildu eftir ó- heyrilegt magn * vopna og sprengjuflugvéla og tiu þúsund hermenn sem klæðst höföu borg- aralegum klæðum. Og þeir hafa sent 14 þúsund slika til viðbótar þannig að herstjórn Bandarikj- anna i Vietnam telur 24 þúsund manns. Þessir menn starfa sem ráðgjafar við varnarmálaráðu- neytið i Saigon, sem ráðgjafar hinna ýmsu herdeilda Saigon- hersins, sem ráðgjafar lögreglu, öryggislögreglu og leynilögreglu, þeir starfa við yfirheyrslur á fólki sem grunað er um stuðning við ÞFF eða aðra aðila fjandsamlega Saigonstjórninni. 1 stuttu máli sagt eru þetta sömu aðferðirnar og Bandarikjamenn beittu eftir Genfarsamkomulagið 1954 þegar þeir voru ‘að festa ógnarstjórn Diems i sessi. Þessar sömu að- ferðir eru nú notaðar til að gera Suður-Vietnam að nýlendu Bandarikjanna. Það er að visu einn munur á: Bandarikjamenn undirrituðu ekki Genfarsáttmálann. En Par- ísarsáttmálann hafa þeir undir- ritað — og frammi fyrir heimin- um er Kissinger svo stoltur af þvi að hann tekur við Nobelsverð- laununum fyrir vikið. Þess mætti þá vænta að hann stæði við hann. Að hann tæki hann alvarlega. En i Suður-Vietnam er Parisarsátt- málinn á bannlista yfir lesefni. Ef einhver dreifir afritum af honum eða segir frá inntaki hans er sá hinn sami handtekinn sem stuðn- ingsmaður ÞFF og hann er yfir- heyrður eftir öllum kúnstarinnar reglum af bandariskum ráðgjafa. Þannig fer fyrir þeim sem lesa loforð Kissingers i hinum banda- riska hluta Vietnam. En það er ekki bara i Saigon sem reynt er af öllum mætti að þagga Parisarsáttmálann, eða réttara sagt inntak hans, i hel. Veiting Nobelsverðlaunanna er stórátak i þá veru að setja punkt aftan við kaflann um Vietnam- striðið i almenningsálitinu. Mað- ur heyrir bæði vel og illa orðaðar athugasemdir i þessum dúr: „Vietnam, það voru sorgleg mis- tök — en Kissinger og Le Duc Tho, þessir tveir ágætismenn, bundu endi á þann viðbjóð svo að við getum sleppt Vietnam og farið að tala um eitthvað annað....” Féjagar! Við afþökkum þessa þögn og þetta sinnuleysi. Meiri þörf er á að við höldum vöku okk- ar nú en nokkru sinni fyrr. Minn- umst til dæmis einnar geysimikil- vægrar ástæðu sem Bandarikja- menn hafa fyrir áframhaldandi veru sinni i Suður-Vietnam: OLl- AN. 1 lok sjöundp áratugsins upp- götvaðist að geysimiklar oliulind- ir væru við strendur Indókina. Kvislingurinn Thieu hefur skipt þessu svæði á milli fimm stórra bandariskra oliufyrirtækja. Hann hefur látið setja sérstök oliulög sem i raun afsala landinu oliunni endurgjaldslaust. En: til þess að Thieu geti gefið hinum riku Bandarikjum slikar gjafir verður þrjóturinn að fá aðstoð Banda- rikjamanna við að fangelsa og drepa þá Vietnama sem ekki vilja gefa auðlindir landsins heldur nota þær til að bæta lifskjör viet- namskrar alþýðu. Nú fær hinn riki fyrsti heimur minni oliu frá Arabarikjunum. Skyldi ekki vera samhengi milli oliuþarfarinnar og hinna 24 þús- und bandarisku ráðgjafa i Saigon? Eða hvað haldið þið? Við sem tekið höfum afstöðu i baráttunni milli hinna riku og hinna arðrændu i heiminum — jafn einlægur og viðbjóður okkar ertu á Kissinger og þeim öflum sem hann er fulltrúi fyrir, jafn innileg er aðdáun okkar og þakk- læti i garð Le Duc Thos frá Lýð- veldinu Vietnam. Le Duc Tho er hetja, verðugur fulltrúi hetjulegr- ar þjóðar.En hversu gjarnan sem við vildum fá að sjá Le Duc Tho i dag sem alla daga þá kunnum við honum ekki nógar þakkir fyrir að hann skuli ekki vera mættur her einmitt I dag. Fjarvera Le Duc Thos færir hið stolta og fagra Vietnam nær hjörtum okkar en nokkru sinni fyrr. Við vitum að á okkar dögum hefur mannkyninu ekki verið gert meira gagn en Vietnamar hafa gert með baráttu sinni gegn árás- um Bandarikjanna. Le Duc Tho tjáði Nobelsnefnd- inni að „þann dag sem þjóð vor nýtur raunverulegs friðar”, þann dag skyldi hann taka viðtöku verðlaunanna til endurskoðunar. Le Duc Tho vill endurreisa hina fornu merkingu i orðinu friður. Hinn rétti friður þýðir þjóðlegt sjálfstæði. En hann þýðir einnig frelsi frá hungri, hann þýðir jafn- rétti og bræðraíag. „Þegar full- komnum friði er náð...” Það sem hinir riku meina með friði er þegar hinir snauðu láta arðræna sig og auðmýkja án þess að veita mótspyrnu. Alþýða Viet- nam mun aldrei samþykkja þessa skilgreiningu hinna riku á friði. Hún er mannfjandsamleg. Hún er afskræming. Ho Chi Minh sagði þessi dásamlegu orð: „Við erum harðákveðin i að láta ekki gera okkur að þrælum”. Þetta viðhorf til mannsins, þessi ákvörðun hefur gefið Vietnömum áður ó- þekktan styrk. En þau hafa einnig vakið mannkynið. Miljónir manna sem lifa við þrældóm i öll- um heimsálfum hafa fengið kjark og von frá hinni glæsilegu fyrir- mynd Vietnam. Litið á kúgaða ibúa Brasiliu — þeim eru mót- spyrna og sigrar Vietnama miklu meiri stuðningur en nokkur bisk- up getur veitt þeim. Minnumst að lokum einnar ein- ustutölu: Bandarikjamenn hafa i striði sinu varpað sjö tonnum af sprengjum á hvert mannsbarn i báðum hlutum Vietnam. Þessi tala segir okkur nokkuð um hinn vitstola ótta sem leiðtogum Bandarikjanna stafar af alþýðu Vietnamsem er fordæmi fyrirallt mannkyn. Lengi höfum við vitað að ekki framtið Vietnam ein heldur framtið okkar allra réðist af úthaldi og þolgæði þeirra. Já, Vietnamar hafa borið allan heiminn á sinum grönnu öxlum. Þeir hafa orðið varir aðdáunar og þakklætis mannkynsins — en hafa þeir fengið þann stuðning sem þeir hafa þarfnast? Fjarri þvi. Og nú,þegar áróður Bandarikjanna beinist allur að þvi að láta okkur gleyma Vietnam, nú er það mikil- vægara en nokkru sinni fyrr að við tökum okkur tak! Félagar! Við megum ekki leggja niður bar- áttu okkar fyrir tilverurétti yiet- nám! Við verðum að krefjast af auknum þunga að pólitiskum föngum i Suður-Vietnam verði sleppt úr haldi. Við verðum að veita Lýðveldinu Vietnam og Brá ðabirgðabyltingarstjórninni aukinn efnahagsstuðning. Við verðum að knýja rikisstjórnir Norðurlanda til að viðurkenna al- þýðustjórnina i Suður-Vietnam, BBS, stjórnmálalega! Við megum ekki sleppa hönd- inni af Víetnam fyrr en það er endanlega frjálst! Félagar! Flýtum þeim degi þegar þeir Nixon og Kissinger hafa misst öll itök sin i báðum hlutum Vietnam. Flýtum þeim degi þegar raunverulegur friður og réttlæti rikja i Vietnam — svo að Le Duc Tho megi koma hingað til Osló og veita viðtöku hyllingu og viðurkenningu hins vinnandi fólks fyrir hið mikla gagn sem hann hefur unnið mannkyninu! Lifi Le Duc Tho! Lifi alþýða Viet- nam! (ÞH þýddi)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.