Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 8. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sædvrasafni Jón Gunnarsson for- stöðumaður Sædýra- safnsins i Hafnarfirði sagði okkur i gær, að á næstunni væru væntan- legir tveir krókódilar til Sædýrasafnsins og væru þeir lánaðir safninu frá dýragarðinum i Kaup- mannahöfn. Munu krókódilarnir verða til sýnis hér á landi i eina 2 mánuði. hafa. Vatnið á að vera um 20 gr. heitt. Jón Gunnarsson sagði að að- sókn að safninu hefði verið mjög góð þá fáu daga sem sæmilegt veður hefur verið i haust og vetur. Þá sagði hann að það færi i vöxt að skólarnir kæmu i heimsókn og væri það kannski besti mæli- kvarðinn i vetur á aukna aðsókn. Annars er mikil aðsókn að safn- inu þá daga sem sæmilega viðrar. Ekki eru neinar stórfram- kvæmdir á döfinni i Sædýrasafn- inu. Sagði Jón að byggingarfram- kvæmdir þær sem safnið réðst i þegar byggt var yfir hvitabirnina hefðu verið svo dýrar, aö ekki væri hægt að ráðast i nein stór- fyrirtæki i bili. —S.dór Krókódílar í Tveir slikir höfðingjar koma i heimsókn til Sædýrasafnsins einhvern næstu daga, og sjálfsagt veröa margir til aö heimsækja safniöog skoöa krókódilana, því þeir eru sannarlega sjáldgæf dýr á tslandi. Skákþing Reykjavíkur: Um 70 þátttakendur Biöskákir voru tefldar í gærkvöld — þriöja umferð í kvöld Jón sagði að mjög erfitt væri að fá krókódila keypta frá þeim löndum sem flytja má inn dýr frá til Islands, en þeir væru ekki mjög dýrir. Þessir krókódilar sem dýragarðurinn i Kaup- mannahöfn lánar Sædýrasafninu eru um einn metri á lengd, en það mun vera algengasta stærð á þessum dýrum i dýragörðum. Þegar hefur verið smiðaður sérstakur bás i Sædýrasafninu fyrir krókódilana og þar komið fyrir kerlaug sem i verður volgt vatn, en það verða krókódilar að önnur umferö á skákþingi Rcykjavikur var tcfld I fyrradag. Úrslit uröu þau I A-flokki að Gunnar Gunnarsson og Július Friðjónsson gerðu jafntefli, Björgvin Viglundsson vann Björn Jóhannesson, Jóhann Þór vann Braga Ilalidórsson, ómar Jóns- son vann Jóhann Þóri Jónsson, Leifur Jósteinsson vann Björn HaMdórsson. Biöskák varö hjá Andrési Fjeldsteð og Benóný llenediktssyni. Biöskákir úr fyrstu og annarri umferö voru tcfldar i gærkvöld. Þriðja umferð er i kvöld. Um 70 þátttakendur eru i mót- inu, þar af 47 i meistara- og 1. flokki. Þannig er teflt i fjórum riðlum i meistaraflokki plús 1. flokki sem var settur inn i siðasta riðil meistaraflokks vegna ónógr- ar þátttöku. Yfir 30 þátttakendur eru aftur á móti i 2. flokki. Að læra af veðrinu Páll Bergþórsson veöurfræöingu Arið, sem nú er nýliðið, var að ýmsu leyti lærdómsrikt um veðráttu, eins og raunar flest ár eru, ef vel er að gáð. Þó að enn séu „skýin sem áður” er alltaf að finna einhverjar nýj- ar og heillandi samsetningar i þeim blönduðu ávöxtum, sem islenskt veðurfar er. Það er satt, að árið sem heild var kalt, og hitinn skipaði þvi i flokka með köldu árunum 1965—1970. En meðal- töl eru varasöm, og af þvi má ekki draga þá ályktun, að þetta hafi verið harðæri. Þvert á móti var þetta eitt far- sælasta ár, sem runnið hefur upp yfir islenskan landbúnað, og veðrið var lika prýðilega farsælt sjávarútvegi, þvi ollu meðal annars stillurnar á loðnuvertiðinni. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefur sá sem þetta ritar haldið þvi fram, að grasspretta sé ekki nema að litlu leyti háð sumar- og vorhita, heldur hafi vetrarhitinn úrslitaáhrif á hana. Kenningin er sú, að spretta sé yfirleitt örugg hér á landi, ef jörbin er ekki kalin, það gerir meðal annars tilbúni áburðurinn, sem kallar fram kafgras, ef túnin eru óskemmd. Og annar liður i kenningunni er, að það séu vetrarfrosthörkurnar, sem valda kalinu, en siður hörðu vorin. Hitt er annað mál, að þótt vorhörkur séu ekki orsök kals, geta þær aukið mjög á áhrif þess, ef veturinn er bú- inn að undirbúa það. En nú var sem sagt mildur vetur i fyrra. Svo kom kalt vor, og menn urðu óttaslegnir. Fram eftir öllum júnimánuði heyrðust miklar hrakspár um grasleysi. En það þurfti ekki nema rétt meðaltiðarfar i júli til að gerbreyta horfunum, og heyfengur hefur vist sjaldan verið meiri á tslandi en nú, enda hagstæð heyskapartið. , En það gildir annað um garðávexti en grassprettu. Kartöflurnar, sem biða i geymslum sinum innanhúss allan veturinn vita ekki mikið af harðindum, sem kunna að geisa úti fyrir. Þær komast að visu seinna af stað á vorin fyr- ir vikið, af þvi aö frost er leng- ur i jörðu eftir kaldan vetur en mildan. En að ööru leyti eru þær fyrst og fremst háðar þeim mildu veðrum, sem drottinn s endiir þeim á vori og sumri. Að þessu sinni gerði hann það ekki, og þvi fór sem fór um garðuppskeruna i haust. Annað lærdómsrikt veður- fyrirbæri á árinu var septem- berstormurinn mikli, sem geisaði um hluta landsins, meðal annars um Reykjavik. Hann var reyndar ekki meiri en búast má við hér á landi,þó varla oftar en svo sem tvisvar á öld. Samt verða menn alltaf jafn hissa, þegar svona at- burðir gerast. En vonandi læra þeir þá lika eitthvað. Til dæmis ættu menn að hafa séð, hvað ýmis útlend tiskufyrir- bæri i byggingum eru illa við- eigandi á Islandi. Einn er sá siður, sem menn hafa nýlega tekið upp. Hann er sá að strá möl ofan á pappaþök. Ég hef spurst fyrir um, hvað þetta eigi að þýða, og mér er sagt að mölin eigi að halda pappanum niðri, svo að hann rifni ekki upp i roki. Á Veðurhúsinu nýja við Bústaðaveg var þetta til dæmis gert með heiðri og sóma. En þetta var meiri storkun en veðurguðirnir þoldu, og i septemberstormin- um léku sér þeir að þvi að sópa mölinni saman i skafla, hreinsa hana gersamlega af hluta þaksins, og það má geta nærri að það heföi verið rétt einsog að standa frammi fyrir aftökusveit með vélbyssur að vera úti i grennd við húsið meðan á þessu stóð. Orðhepp- inn verkfræðingur lýsti þessu tiltæki svo fyrir mér, að það væri einsog að breiða hey ofan á hey til þess að það fyki ekki. Annars urðu þær miklu framfarir hjá islenskum verk- fræðingum á þessu ári, að gefnar voru út reglur um, hvað þyrfti að reikna með miklum vindhraða við gerð mannvirkja. Að minu viti eru þó pessar reglur æði ófull- komnar, þrátt fyrir talsverða yfirborðs-nákvæmni i áætlun vindhraðans. Aðalgallinn er sá, að ekki er reynt að gefa bendingar um, hvar helst sé að vænta voðalegustu stað- bundnu fárviöranna, en auð- vitað skipta þau mestu máli i þessu sambandi. Hér er náttúrlega mjög erfitt um vik að leiðbeina. En þó að ég segi sjálfur frá, held ég, að tals- verð bót væri að sniða þessar reglur eftir samantekt, sem við Ólafur Einar Ólafsson ge' ðum i grein i Veðrinu, sem kom út á síðasta vori. Aðal- reglan er þar sú, að þessi stað- bundnu ofsaveður komi helst fyrir annað hvort uppi á fjöll- um og hálendi, eða þá rétt undir fjöllunum, i minna en 5 kilómetra fjarlægð. Að öðru jöfnu verða veðrin þá þvi meiri, sem nálægu fjöllin eru hærri, og um það er reynt að gefa leiðbeiningar i grein okkar Ólafs Einars. Ef eftir þessu væri farið, yrði auövitað æði viða lagt óþarflega mikið i styrkleika mannvirkja, svo staðbundin eru þessi veður oft. En samt væri hægt að útiloka með þessu geysimikil svæði, þar sem engar sérstakar varúðarreglur þyrfti að hafa, til dæmis i Reykjavik og á mestu af Suðurlandsundir- lendi, og þar væri sennilega fullnægjandi að nota þann staðal, sem verkfræðingar fengu á árinu. Og það er ljóst, að þótt einungis væri farið eft- ir honum, voru gerðar allt of vægar kröfur til styrkleikans á háspennulinunni frá Búrfelli, eins og reynslan hefur reynd- arsýnt, bæði i septemberveðr- inu 1973 og i desemberveðrinu 1972. Svona langt höfum við verið frá þvi að gera okkur grein fyrir þvi veðurfari, sem má vænta á þessari skjóllausu eyju. Þriöja lærdómsrika veður- lagið á árinu var frostakaflinn mikli i nóvember og desem- ber. Margir urðu heldur betur hissa, að sú marglofaða fram- kvæmd Búrfellsvirkjun skyldi þá reynast miklu verri og ótryggari en gömlu raforku- verin okkar i Sogi, og ýmsir létu þung orð falla um þá, sem hönnuðu þessa virkjun. Það er þó ekki nema að nokkru leyti sanngjarnt að skella skuldinni á þá. Eftir atvikum má segja, að þeir hafi gert stórkostlega og merkilega tilraun. Til þess að beina ægilegum krapaelg og aurburði Þjórsár frá raf- stöðinni var hugvitssamlegá að unnið. 1 inntakinu var girt fyrir krapið með þvi að loka lyrir vatnið niður á talsvert dýpi, en svo var lika steyptur veggur til að hindra aurburð- inn með botninum. Úr miðju dýpi árinnar átti sem sagt að velja besta og hreinasta vatnið, meðan isskriðinu var fleytt fram hjá, en aurinn var látinn bulla fram undan háum vegg, með ljótum bægsla- gangi. En gallinn var sá, að hér lögðu valdamenn of mikið á verkfræðingana. Það eru allt of frumstæð vinnubrögð að gera rennslivirkjanir af þessu tæi nú á timum. Ekkert veitir sæmilegt rekstraröryggi vatnsorkuafstöðva i okkar veðurfari nema stór og djúp lón, sem áin rennur hægt i gegnum fyrir ofan virkjunina. Þar geta orðið erfiðleikar, rétt meðan þau er að leggja á haustin, en eftir þaö er reksturinn öruggur undir is- hellunni. Að þessu leyti verður til dæmis Sigölduvirkjun langtum fremri Búrfellsvirkj- un, lika virkjunin við Hraun- eyjarfoss. En bullandi straumur Þjórsár fyrir ofan Búrfell kemur i veg fyrir, að hana leggi, og straumþunginn hrærir krapið svo niður undir árbotninn, að hin snjöllu mannvirki ganga ekki. Hceina og tæra vatnið um miðbik ár- dýpisins fyrirfinnst ekki þar sem það átti að vera. óhemju krapaelgur flýtur inn i inn- takslónið, þaðan sem illmögu- legt er að ná honum, nema fyrir atbeina langrar og mik- illar þiðu, sem guð sendir af miskunn sinni. P.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.