Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur S. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 FH vildi ekki nota Geir Þaft vakti niikla athygli að Geir Hallsteinsson var aðeins áhorfandi þegar FH mætti Ár- manni sl. föstudag. Astæðan fyrir þvi að Geir var ekki með FH mun vera sú að forráða- nienn liðsins telja að Fll-liðinu hafi gengið það vel i mótinu til þessa að óþarfi sé að breyta þvi. Mann grunar að FH-liöiö sc hið eina i heiminum sem ekki hefur not fyrir mann eins og Geir Hallsteinsson, eða hvað? eftir tapið fyrir Víkingi CJ LJ o D CJ CJ o D □LP Þá eru Framarar endan- lega fallnir úr toppbar- áttunni í 1. deildarkeppn- inni í handknattleik eftir tapið fyrir Víkingi á föstu- daginn var. Þar með er Fram búið að tapa 7 stig- um sem er meira en nokkurt lið þolir. Vikingar sem þarna hlutu 2 stig í heldur fátæklegt stigasafn sitt eiga einnig litla sem enga möguleika á sigri, haf a tapað 6 stigum. Því er það að verða Ijóst að ein- ungis FFI og Valur munu berjast um sigurinn í vetur og gerir það mótið leiðin- legra en ef 3 til 5 lið hefðu barist um toppinn. t þessum leik gerðist alveg þaö sama og i öllum leikjum Fram i mótinu.Axel var tekinn úr umferð og þar með verður Fram-liðið að engu. Björgvin verður óvirkur um leið og Axels nýtur ekki við og þá er ekkert eftir hjá Fram. Að þessu sinni lék Ingólfur Óskars- son aftur með Fram og stóð sig vel, en hann getur ekki bætt upp skarð Axels. Þá furðar mann si- • fellt á þvi að Axel skuli ekki reyna eitthvað þótt hann sé tekinn úr umferð. Myndi það skapa hættu, og eins er mikill möguleiki fyrir hann að „fiska” þann útaf, sem gætir hans, en Axel reynir ekkert slikt, og á meðan gengur allt á afturfótunum hjá Fram. Vikingar voru svipaðir og þeir hafa verið i undanförnum leikj- um, nema hvað minna bar á Einari Magnússyni nú en oftast áður. Þvi meira bar á hinum unga og skemmtilega leikmanni Stefáni Halldórssyni, sem var besti mað- ur liðsins i þessum leik. Hann skoraði 3 fyrstu mörk Vikings i leiknum. Vikingar komust fljótlega i 5:2 og eftir það misstu þeir aldrei forustuna utan tvivegis i siðari hálfleik að Fram tókst að jafna,en komst aldrei yfir. í leikhléi var staðan 9:7 Vikingi i vil. Vikingur hélt forystunni þar til 18 minútur voru liðnar af siðari hálfleik að Axel jafnaði fyrir Fram 14:14 úr vitakasti. Aftur varð jafnt 15:15. Lokakaflinn varð mjög tvisýnn. Vikingur hafði yfir 18:17, 19:18 og 20:19 en Einar Magnússon innsiglaði sigur Vikings með marki úr vitakasti og lokastaðan var þvi 21:19, sann- gjarn sigur Vikings miðað við gang leiksins. Mörk Vikings: Einar 6 (3 viti), Stefán 5, Guðjón 3, Páll 2, Jón 2, Skarphéðinn, Ólafur og Viggó 1 mark hver. Mörk Fram: Axel 11 (5 viti), Björgvin 4, Ingólfur 3. Pálmi 1. Þess má að lokum geta að Axel skoraði mark úr vitakasti sem ekki var dæmt gilt. Boltinn fór i þverslá, i gólfið og þaðan uppi netþakið,en dómararnir tóku ekki eftir þvi að boltinn fór i netið og dæmdu markið ógilt. Þegar þetta gerðist var staðan 19:17 Vikingi i vil og gæti það hafa breytt allri framvindu leiksins ef eftirtektar- leysi dómaranna hefði ekki komið til. -S.dór Viðar Sfmonarson átti góðan leik gegn Armanni. Hér skorar hann eitt marka sinna (Ljósm. GSP.) Meistaraheppni yfir FH-liðinu kom þetta vel fram. Nærri miðjum siðari hálfleik hafði Ármann náð að jafna 8:8 en þá gerðist það, að hörmulega lélegir dómarar þessa leiks, Haukur Hallsson og Þor- varður Björnsson, visuðu Herði Kristinssyni, besta manni Ármanns, af leik- velli fyrir litlar sem engar sakir og dæmdu tvö vita- köst i röð á Ármann. Staðan varö 10:8 og við það brotnaði Ármanns-liðið niður og eftirleikurinn varð FH auðveldur. Það var eins og dómarana skorti kjark til að áminna eða visa FH-ingum af leikvelli fyrir sömu brot og Armenningarnir voru áminntir fyrir eða reknir af leikvelli. 1 FH-liðinu eru mörg fræg nöfn og virtust hinir reynslu- litlu og slöku dómarar ekki þora að beita sér gegn þeim, en i Ármanns-liðinu er minna um landsliðsmenn og fræg nöfn skorti ekki kjarkinn hjá dómurunum þegar dæma þurfti á Armann. Þetta kom út sem alger hlut- drægni og var það i raun. Þetta fremur öðru gerði útum leikinn. Hann var allan timann mjög jafn, þar til ósköpin dundu yfir um miöjan siðari hálfleik. FH náði aldrei meira en 3ja marka forystu i fyrri hálfleik og i leikhléi var staðan 8:6 FH i vil. Byrjun siðari hálfleiks var mjög góð hjá Armenningum og þeim tókst að jafna 8:8 þegar um það bil 10 minútur voru liðnar af siðari hálfleik og þannig var staðan nokkurn tima. En þá var það að Herði var visað af leikvelli og tvö vitaköst i röð d^erhd á Framhald á 14. siðu. Hversu sterk sem lið eru þurfa þau alltaf dálítla heppni til að vinna mót. Þetta er gömul og ný saga. FH-liðið hefur ekki verið eins sterkt og nú i mörg ár en það hefur lika haft þessa meistaraheppni yfir sér. Siðast i leiknum við Ármann á föstudaginn var " 1,111 »1 i MlllKlll i ii ll i ... Pálmi Pálmason kominn Igegn og skorar (Ljósm. GSP). Guðjón Erlendss. hættur? Það vakti athygli i leik Fraqk og Vikings sl. föstudag og Guðjón Erlendsson mark- vörður Fram var ekki með liði sinu,en hann hefur m.a. verið valinn i landsliðið i vetur. Þegar spurt var um hvers- vegna Guðjón væri ekki mcð Fram var þvi svarað til að hann hcfði ekkert æft undan- farið og væri þess vegna ekki valinn i liðið. CJ CJ A O D V. Fram fallið úr topp- baráttunni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.