Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 8. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Ný Ijóðabók eftir Ingimar Erlend Umbun vegna láglauna! Fyrir nokkru kom út Ijóðabókin Ort á öxi eftir ingimar Erlend Sig- urðsson. Útgefandi er Kjölur. Þetta er fimmta bók Ingimars sem hóf feril sinn með Ijóðabókinni Sunnanhólmum árið 1959, en er þekktastur af skáld- sögum sínum tveim, Borgarlífi og íslandsvisu. Bókin geymir um þrjátiu kvæði, þar á meðal nokkur þýdd — t.d. alllangan kafla úr Gras- blöðum Walts Whitman. 1 kvæðinu Kosmiskar setningar er m.a. að finna svofellda yfir- lýsingu: rætur blómsins og stofn eru nógu sterk til að bera krónuna fætur þinir og hryggur eru nógu sterkir til að bera þig nógu sterkir til að bera himininn. Bókin er prýdd teikningum eftir höfundinn, en kápumynd hefur Gunnar S. Magnúss. gert. Nánar verður fjallað um bókina hér i blaðinu siðar. Ingimar Krlendur Mörgum þykir með réttu að hinum smáu i þjóðfélaginu sé aldrei umbunað nógsamlega. Oft er þó stungið að slikum litil- mögnum einni og einni dúsu. Svo er mál með vexti, að einn af hinum smáu i þjóðfélaginu, mað- ur með vel á aðra miljón i árstekj- ur, hefur snotra smádúsu um- fram það sem aðrir smælingjar hafa. Sá sem hér um ræðir er her- málaráðgjafi lýðveldisins lslands, Páll Asgeir Tryggvason, formað- ur varnarmáladeildar. Málum er þannig háttað að starfsmenn frihafnarinnar á Keflavikurflugvelli fá 10% afslátt á vini og tóbaki sem þar er selt, séu þeir að koma inn i landið eða að fara út úr þvi, en eins og kunnugt er er frihöfnin þar syðra ein sú ódýrasta i veröldinni. Blaðið hefur það fyrir satt að dúsuhafinn Páll Asgeir fái einn Islendinga, annarra en þeirra sem i frihöfninni vinna og áhafna flugvéla, afslátt á þessum varn- ingi, og er ástæðan uppgefin sú, að Páll Asgeir sé starfsmaður frihafnarinnar þar sem hún heyrir undir varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins og hann formaður hennar! Drottinn pass- ar sko sina! -úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.