Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 2
.2 SIÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Þriðjudagur 8. janúar 1974 Loðnulöndunarnefnd tilbúin i slaginn eftir viku Þjónusta allan sólar- hringinn á veiðitíma SH og Sambandið œtla að gefa daglega upplýsingar um frystigetu frystihúsanna Búið er að skipa nýja loðnulöndunarnefnd/ og að þessu sinni til þriggja ára. Eiga sæti í henni sömu að- ilarogí fyrra, þeir Andrés Finnbogason, útgerðar- maður, fulltrúi seljenda, Jóhann Guðmundsson, efnaverkfræðingur, full- trúi kaupenda og Gylfi Þórðarson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. bjóðviljinn hafði samband við Gylfa Þórðarson i gær og spurðist fyrir um byrjunarstörf nefndar- innar: — Viö erum byrjaðir að spyrj- ast fyrir um hvað mörg skip ætla að taka þátt i veiðunum og það er strax komið fram, að aukningin verður a.m.k. 30—40 prósent. Þá erum við að kanna móttökurými hjá verksmiðjunum, afkastagetu þeirra og hvað hefur komið nýtt. Við erum að útbúa pappira til að koma um borð i skipin áður en þau halda til veiða svo þau geti hagnýtt sér þjónustu okkar sem best. Það stendur til að reyna að veita sem besta þjónustu i sam- bandi við frystinguna — SH og Sambandið ætla að reyna að gefa okkur helst daglega upplýsingar um hvað frystihús á þeirra veg- um geta fryst mikið a.m.k. tvo sólarhringa fram i timann. Þeim upplýsingum komum við svo til skipanna, og hjá þeim ætlum við að fá upplýsingar um samsetn- ingu aflans, þannig að frystihúsa- eigendur geti leitað til okkar með upplýsingar þar að lútandi. Þjónusta allan sólarhringinn Næstu daga munum við gera tillögur um verðuppbót vegna flutnings til verðlagsráðs, sem mun siðan ákvarða endanlega þetta verð. Við ættum að verða nokkurn veginn tilbúnir i slaginn eftir vikutima eða svo, en núna erum við að flytja i Tjarnargötu 4, þar sem Verðlagsráð sjávarút- vegsins er til húsa. Þar höfum við sömu sima og áður — 22204 og 22205. Við fáum einnig sömu menn tii starfa nú og i fyrra, þá Björgvin Torfason og Njál Ingjaldsson, sem báðir vinna hjá Sildarútvegsnefnd. Við ætlum að hafa þjónustu all- an sólarhringinn, a.m.k. þegar eitthvað er um að vera, og verður þvi fjölgað starfsfóki frá i fyrra. Veiöin i fyrra hófst eftir 20. janúar 1 fyrra byrjaði loðnuveiði ekki að neinu ráði fyrr en eftir 20. janúar — fyrir þann tima höfðu veiðst um 700 tonn. 1 vikunni eftir 20. janúar veiddust 10 þúsund tonn. Arni Friðriksson fór til loðnuleitar á fimmtudaginn, en var ekki búinn að finna neina loðnu i gær. Leiðangurstjóri er Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur. Gert er ráð fyrir að Eld- borgin verði fyrst á veiðar og fari sennilega út undir næstu helgi. Enn er ekki búið að semja uni verð á loðnu, en Verðlagsráð kemur næst saman til fundar um loðnuverðið á miðvikudag. S.J. Hœkkun strœtisvagna- fargjalda Er það rétt að borgarráð hafi samþykkt samhljóða að hækka fargjöld strætisvagna Reykjavik- ur? Ef svo er,á hvaða forsendum byggði fulltrúi Alþýðubandalags- ins afstöðu sina? — Þetta er rétt að þvi leyti, að ekki voru greidd atkvæði gegn hækkun strætisvagnagjaldanna, en orðalag hækkunarsamþykkt- arinnar var með þeim hætti að ég gerði ekki ágreining um málið, ságði Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður Alþýðubanda- lagsins, en að öðru leyti tók ég ekki þátt i þeirri atkvæða- greiðslu. — Forsendurnar fyrir þessu eru þær, að fyrir alllöngu var það sett upp sem regla af hálfu borgarinn- ar, að hún kostaði allar fjárfest- ingar af hálfu strætisvagnanna, svo sem endurnýjun vagna, en fargjöldunum var ætlað að standa undir rekstri þeirra, svo sem launum til bilstjóra, oliukostnaði o.s.frv.. Talið var eðlilegt að allir borg- arbúar stæðu straum af fjárfest- ingunni án tillits til þess hvort þeirferðuðustmeðvögnunum eða ekki, en hins vegar væri rekstur- inn greiddur af þeim sem ferðuð- ust með þeim. Svo var komið áður en þessi hækkun var samþykkt, að veru- legur hluti af rekstrinum, auk fjárfestingakostnaðarins var greiddur af útsvörunum. Ef náð hefði átt þessu gamla marki hefði þurft að hækka fargjöld vagn- anna um nærri 70%. Til þess að fyrirtæki eins og strætisvagnarnirsé rekið eðlilega þarf að leggja verulegt fjármagn i endurnýjun vagnakostsins, en til þess að það sé mögulegt er nauð- synlegt að fjármagnið fari ekki að miklu leyti beint i reksturinn. Ég held þvi að það sé mjög nauðsynlegt að halda fargjöldun- um á eðlilegan hátt uppi, nema þvi aðeins, að samtimis þvi að stórauka greiðslur úr borgarsjóði til reksturs vagnanna, sé tekin á- kvörðun um að hætta að verja fé til einkabilismans. Að minni hyggju kemur mjög t.il álita að stórauka framlög til strætisvagnanna og auka þjón- ustu þeirra verulega, en slikt yrði að vera liður I samræmdri áætlun um að láta almenningsfarartæki taka yfir af einkabílnum, en þá þyrfti jafnframt að draga úr kostnaði við einkabilismann, þvi við höfum ekki efni á hvoru- tveggja samtimis. A siðasta ári var varið 700 mil- jónum til gatna og það er enginn vafi á þvi, að meginhluti þeirra gatna er fyrir einkabilinn. En það er fyrst og fremst pólitisk ákvörð un að snúa við frá einkabilisman- um og ég væri reiðubúinn að taka þátt i þeirri ákvörðun. —úþ hérfást UMBOÐSMENN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. REYKJAVÍK: AÐALUMBOÐ, Suöurgötu 10, sími 23130 HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, Grettisgötu 26, sími 13665 HREYFILL, BENSÍNSALA, Fellsmúla 24, sími 85632 VERSL. STRAUMNES, Vesturbergi 76, sími 72800 KÓPAVOGUR: LITASKÁLINN, Kársnesbraut 2, sími 40810 GARÐAHREPPUR: BÓKABÚÐIN GRÍMA, Garöaflöt 16, sími 42720 HAFNARFJÖRÐUR: FÉLAGIÐ BERKLAVÖRN, afgr. í Sjúkrasaml. Hafnarfjarðar, Strandgötu 28, sími 50366 MOSFELLSSVEIT: FÉLAGIÐ SJÁLFSVÖRN, afgr. í Versl. VAR, Reykjalundi, simi 66200 H mióarnir í happdrætti SÍBS, verö er 200 kr. Vinningar frá fimm þúsund upp í milljón.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.