Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 8. janúar 1974 Leiðrétting 1 Þjóðviljanum á föstudag 4. jan. er frásögn af ummælum min- um á borgarstjórnarfundi 20. des. og inn í þá frásögn hefur slæöst villa af meinlegra taginu. Eftir mér er haft, að laun borg- arfulltrúa séu tæp 23 þús. á hvern fund. Þetta er sem betur fer ekki rétt nema hvað snertir einn borg- arfulltrúa á siðasta ári og það var það, sem ég hafði orð á. Laun borgarfulltrúa, sem voru kr. 182.617 á árinu 1973 greiðast ó- skert, hvernig svo sem borgar- fulltrúi rækir starf sitt, hvort sem hann mætir vel eða illa á borgar- stjórnarfundum. Mæti borgarfulltrúi ekki á fundi eða sitji hann ekki allan fundar- timann fær sá varafulltrúi, sem mætir fyrir hann, einnig laun, og voru þau kr. 1466 i janúar, en höfðu hækkað i kr. 2010 i desem- ber á hvern fund. Með tilliti til þess, aö i f járhags- áætlun Reykjavikur fyrir 1974 er aðeins gert ráð fyrir kr. 100 þús- undum til þess að mæta kostnaði við varafulltrúa, leyfði ég mér að benda á, að á árinu 1973 hefði þurft að greiða kr. 28 þús. vegna varamanna fyrir Geir Hallgrims- son einan. Og þar sem ég var byrjuð að reikna á annað borð, lá beint við að halda áfram og finna út, að þar sem umræddur borgar- fulltrúi hefði aðeins mætt á átta fundum (og setið fæsta þeirra til enda) yrðu laun hans tæp 23 þús- und kr. á hvern fund. Adda Bára Sigfúsdóttir Örvænting Framhald af bls. 1 velta vöngum yfir hugmyndinni um fslenskan her og segir: ,,eðli- lega hefur sú hugmynd þá verið rædd, að við stofnuðum okkar eigin her”.... ,,Og vissulega má hugsa sér, að Islendingar taki þátt i vörnum landsins ásamt bandamönnum og yrðu þá í sveit- um með þeim”!'. - Jú, jú,ekki væri það nú ama- legt, að láta góða vini leiða sig fyrstu skrefin á hernaðarbraut- inni, eða hvað? En samt er eins og einhver uggur læöist að bréf- ritará Morgunblaðsins. Ekki það, að inngróin andúð Islendinga á hermennsku sé honum fjötur um fót, eins og einhverjir hinna ,,ó- þjóðhollu” kynnu að gera sér hugmyndir um, eða hann telji vopnleysið auka þjóðarsæmd okkar. Nei, þvi fer fjarri, en það er annað. Gefum áróðursstjórum Gunnars og Geirs orðið. 1 Reykja- vikurbréfi segir: ,,En má ekki lika leiða að þvi hugann, að hætta gæti er fram liðu stundir af þvi sprottið að hafa nokkur hundruð manna lið (islenskt) undir vopn- um. Ekki er auðvelt að gera sér grein fýrir þvi, hverslags menn mundu þar safnast saman, né hvaða siðferðilegar reglur mundu rikja i þeim hóp, sem daglega umgengist og teldi sig talsvert þýðingarmikinn flokk.”!! Það er sem sagt svolitið hik á Morgunblaðinu, að flytja án fyr- irvara boðskapinn um islenskan her, — „ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir hverslags menn myndu þar safnast saman” segir blaðið. tslenskur her, sem ekki væri undir öruggu eftirliti bandariskra herforingja gæti jafnvel orðið hættulegur, ekki siöur en Rússar, Jörundar og Hund-Tyrkinn, — jafnvel þótt hann yrði skipaður nfcer eingöngu völdum Heimdell- ingum. Þess vegna er lausnin sú eins og Morgunblaðið segir: ,,að Islend- ingar taki þátt i vörnum landsins ásamt bandamönnum, og yrðu þá i sveitum með þeim”. Það er aðeins eitt öruggt i hörð- um heimi, að dómi hugmynda- [ræðings Sjálfstæðisflokksins, það að hermenn hins mikla Nix- ons muni þó aldrei bregðast, og þess vegna sé það kórvilla, að iietla nokkru sinni að skriða úr Skjólinu þvi. Atvinna Starf smannast j óri Staða starfsmannastjóra hjá Rafmagns- veitum rikisins er laus til umsóknar. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. þ.m/ Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik Læknaritari Staða 1. ritara Röntgendeildar Borgar- spitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mars 1974. Læknaritaramenntun eða starfsreynsla áskilin. Laun skv. kjarasamningi Starfsmanna- félags Reykjavikurborgar. Umsóknir, ásamt itarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrif- stofu Borgarspitalans fyrir 1. febrúar 1974. Reykjavik, 3. janúar 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar LAUSSTAÐA Staða löglærðs fulltrúa i viðskiptaráðu- neytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu, Arnarhvoli, fyrir 1. febrúar n.k. Viðskiptaráðuneytið, 3. janúar 1974. Arsenal gekk ekki of vel I bikarkeppninni á laugardaginn, en sigraði þá Norwich naumlega með einu marki gegn engu. Hér sést Peter Simpson taka hjólhestaspyrnu meö glæstum tilburðum. Stóru liöin áttu í erfiðleikum Það verður svo sannarlega ekki annað sagt en að 3. umferð enska bikarsins hafi verið spennandi og úrslit óvænt. Stórjaxlarnir i 1. dcild lentu oft i kröppum dansi gegn félögum úr 3. og 4. deiid, lið- um sem lcggja allt i sölurnar i bikarkeppninni og berjast af full- uin krafti. Þannig mátti Liverpool, sem er næstefst i 1. deild, þakka fyrir að ná jafntefli við neðsta liðið i 4. deild, Doncaster, sem lék á heimavelli Liverpool. Þeim leik lauk með jafntefli 2—2, en nokkr- um sekúndum fyrir leikslok small þrumuskot i þverslá Liverpool- marksins og hrökk þaðan á mark- linuna. Þar voru Englandsmeist- ararnir frá i fyrra svo sannarlega heppnir, þvi Doncasterliðið var að flestra áliti mun betri aðilinn i þessum leik. Ekki lenti Derbyliðið i betri að- stöðu i leik sinum gegn Boston, en það er áhugamannalið. Þeim leik lauk með markiausu jafntefli, og er 1 minúta var til leiksloka fékk Boston gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn, en boltinn lenti i þverslánni, niður á mark- linu og þaðan, náði varnarmaður að hreinsa frá. 1 þessum leik var Derby mun betri aðilinn, pressaði stöðugt allan timann, en án árangurs. West Ham mátti þakka fyrir jafntefli gegn 3. deildarliðinu Hereford, sem hafði 1—0 forustu þar til að jöfnunarmarkið kom á siðustu minútu leiks ins. Leeds varð að láta sér nægja jafntefli gegn Úlfunum, 1—1, og mörg önnur úrslit urðu I sam- ræmi við það, sem hér hefur verið nefnt. En þetta er einmitt það skemmtilega við bikarkeppnina, smáu liðin fá tækifæri á að spreyta sig og koma þá oft gifur- lega á óvart. Fyrstudeildarliðin léku mörg á heimavelli að þessu sinni, en máttu þó oft þakka fyrir jafnteflin, sem gefur þeim tæki- færi til að leika að nýju við and- stæðinga sina. Úrsiitin i leikjum bikarkeppn- innar á laugardag urðu þessi: Aston Villa-Chester 3-1 Birmingham-Cardiff 5-2 Bristol C .-Hull 1-1 Carlisle-Sunderland 0-0 Chelsea-QPR 0-0 C.Palace-Wrexham 0-2 Derby-Boston 0-0 Everton-Blackburn 3-0 Fulham-Preston 1-0 Grantham-Middlesbro 0-2 Grimsby-Burnley 0-2 Ipswich-Sheff.Utd. 3-2 Leicester-Tottenham 1-0 Liverpool-Doncaster 2-2 Manch. Utd -Plymouth 1-0 Millvall-Scunthorpe 1-1 Newcastle-Hendon 1-1 Norwich-Arsenal o-l Orient-Bournemouth 2-1 Oxford-Manch.City 2-5 Peterbro-Southend 3-1 Port Vale-Luton i-i Portsmouth-Swindon 3-3 Sheff.Wed.-Coventry 0-0 Southampton-Blackpool 2-1 WBA-Notts County 4-1 Wolves-Leeds 1-1 West Ham-Hereford 1-1 A sunnudaginn varð gerð und- antekning frá reglunni og leikin knattspyrna á þessum venjulega fridegi. 4 leikir voru leiknir i bikarkeppninni og var aðsókn mjög góð. Úrslit urðu þessi: Bolton—Stoke 3—2 Nott’am Forest—Bristol 4—3 Cambridge—Oldham 2—2 Bradford—Alvecurch 4—2 íslandsmótið \ körfuknattleik: KR átti í erfiðleik- um með Vals-liðið — en var sterkari undir lokin og sigraði 90:80 tslandsmótið i körfuknattleik hófst aftur um siðustu helgi eftir 7 vikna hlé og fóru fram 4 leikir. Fátt var um óvænt úrslit i þessum leikjum og manni sýnist augljóst að það verði enn einu sinni ÍR og KR sem berjast munu um ts- landsmeistaratitilinn, en þó gæti Valur blandað sér þar i, þótt liðið tapaði fyrir KR á laugardaginn. KR—Valur 90:80 Leikurinn var frá upphafi mjög jafn. KR náði að visu 10 stiga for- ystu snemma i leiknum og missti hana ekki nema tvivegis, er Valur náði að jafna, en KR-ingar náðu henni þegar á ný. 1 leikhléi var staðan 41:34 KR i vil. 1 síðari hálfleik munaði sjaldn- ast nema 3 til 5 stigum þar til und- ir lokin, að þrir Stefán Bjarkason og Þórir Magnússon urðu að fara af velli með 5 villur. Það þoldi Vals-liðið ekki. og munurinn varð 10 stig 90:80. ÍR—UMFS 109:69 ÍR-ingar náðu þegar i byrjun slikri yfirburðastöðu að engin von var til þess, að Borgnesingar gætu unnið hana upp. A stigatöfl- unni sást 25:3 og 30:5, en i leikhléi var staðan 51:24. Heldur tóku Borgnesingar sig á i siðari hálfleik og héldu lengi vel i við IR-ingana, þannig að munur- inn fór ekki yfir 25 til 30 stig. En undir lokin tóku tR-ingarnir aftur öll völd á vellinum og sigruðu 109:69. UMFN—IS 72:70 A sunnudaginn fóru tveir leikir fram i Njarðvikunum, og i fyrri leiknum sigruðu heimamenn lið stúdenta 72:70 i mjög jöfnum leik eins og stigatalan sýnir glögg- lega. UMFS—HSK 52:71 Þarna töpuöu Borgnesingarnir öðrum leik sinum þessa helgi, og virðist manni einsýnt að Tfð þeirra falli niður i 2. deild aftur, en þaðan kom það sl. vor.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.