Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 16
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsími blaðamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Þriðjudagur 8. janúar 1974
DJÚÐVIUINN
Helgar-, kvöld- og næturþjónusta
lyf jabúða i Reykjavik 4. — 10. jan.
verður i Laugarnesapóteki og
Ingólfsapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
,er opin allan sólarhringinn.
'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
St. Dominic
strikaður út
af leyfisskrá
Uagur Þorleifsson
Umrœðufundir
um herstöðva-
málið
Herstöövar og
heimsvaldastefna
heitir erindi Dags Þorleifsson-
ar blaöamanns sem hann flyt-
ur fimmtudaginn 10. janúar
kl. 20.30 á Grettisgötu 3, efstu
hæð.
Nánar kynnt i blaöinu á morg-
un.
Baldur Möller ráðu-
neytisstjóri i dómsmála-
ráðuneytinu sagði i gær
við Þjóðviljann að milli
kl. 4 og 5 (i gær) væri
hægt að lýsa þvi yfir að
breski togarinn St.
Dominic hefði verið
strikaður út af skrá yfir
togara sem leyfi hefðu
til fiskveiða hér við land
samkvæmt samkomu-
laginu við Breta.
Varöskipið Óöinn er þó ekki
kominn til Reykjavíkur enn, en
þaö var óöinn sem tók togarann.
Hins vegar var skýrslu varð-
skipsins komið á land á Aust-
fjörðum, en þar hafa varðskips-
menn staðið i miklum manna-
flutningum vegna samgönguerf-
iöleika af völdum snjóa á Aust-
fjörðum. Skýrsla varðskipsins
kom flugleiðis suður um hádegis-
bilið I gær. Eru nú eftir 137 brésk-
ir togarar með veiðileyfi af 139
við gerð samninganna.
—úþ
Arabaríkj um hótað
WASHINGTON 7/1 Varnar-
málaráðherra Bandarikjanna,
James Schlesinger, sagði i út-
varpsdagskrá i gær, að Arabarik-
in ættu það á hættu að verða beitt
vopnavaldi ef þau notuðu oliu-
vopnið til að lania mikinn hluta
hins iðnvædda heims.
Schlesinger sagði að Bandarik-
in væru með fullveldi rikja, en
„Arabarikin ættu ekki að nota
vald sitt til að lama iönrikin, með
þvi mundu þau tefla á of mikla
tvisýnu bæöi fyrir sig og aðra.”
Schlesinger hélt þvi fram, að
Sovétrikin hefðu aukiö herafla
sinn jafnt og þétt siöan 1969 og
hefðu nú 3,8 milj. manns undir
vopnum i staö þriggja. A sama
tima hefðu Bandarikin fækkað i
sinu herliöi úr 3,6 milj. manns i
2,1.
Ráðherrann taldi það ekki ólik-
legt, aö stjórnin bæði þingið um
að senda flugherinn gegn Norður-
Vietnam ef að til stórsóknar kæmi
gegn Suður-Vietnam, eins og
hann orðaði það.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
5. leshringur Einars
Olgeirssonar
Stofnun Kommúnistaflokksins
— harðnandi stéttabarátta
5ti leshringur Einars Olgeirssonar verður
annað kvöld að Grettisgötu 3, kl. 20.30.
Annað kvöld mun Einar fjalla um árabilið frá
1930—1934, stofnun Kommúnistaflokks tslands,
upphaf kreppunnar og harðnandi stéttabaráttu.
Skrá yfir heimildir liggur frammi fjölrituð á
skrifstofu Alþýðubandalagsins á Grettisgötu 3.
Þjóðviljinn hvetur alla áhugamenn um sósialisma og stéttabaráttu að
fjölmenna. Einar var á þessum árum einn fremsti baráttumaður is-
lenskra kommúnista og verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlandi og
kann frá mörgu að segja.
Jón Rafnsson var einn þeirra sem stóðu I eldlinunni á þeim árum,
sem Einar Olgeirsson segir frá i erindi slnu I kvöld. Jón hefur skrifað
bókina „Vor I verum”, sem á fjörlegan hátt lýsir hörðustu atburðum
þessa timabils.
Akranes
Alþýöubandalagið á Akranesi boðar til almenns fundar um raforku-
mál laugardaginn 12. janúar kl. 14 I félagsheimilinu Rein. — Frum-
mælandi verður Tryggvi Sigurbjarnarson.
Alþýðubandalagið i Árnessýslu
heldur fund föstudaginn 11. jan. n.k. kl. 20.30 að Eyrarvegi 15 Selfossi.
DAGSKRA:
l.Inntaka nýrra félaga.
2. Herstöðvamálið.
Framsögu hefur Svavar Gestsson ritstjóri.
Stjórnin
.
innlendar
fréttír i
stuttu máli
Fengu
heimild til að
boða verkfall
A fjölmennum fundi i Iðju,
félagi verksmiðjufólks á
Akureyri, sem haldinn var i
fyrrakvöld, var fjallað um
yfirstandandi kjarasamninga.
Fundurinn samþykkti að veita
stjórn og trúnaðarmannaráði
félagsins heimild til verkfalls-
boðunar.
Sprengjuregn
i Reykjavik
Þrir piltar sem nokkrum
sinnum hafa komist I kast viö
lögregluna, hafa vcrið hand-
teknir grunaðir um að vera
valdir að miklum sprenging-
um viða i Reykjavík aðfara-
nótt mánudagsins.
Sumar þessara sprengja
ollu miklu tjóni, en þó ein
þeirra sýnu mest. Sú var
sprengd á svölum hússins
Drápuhliðar 2. í þvi fjölbýlis-
húsi brotnuðu 22 rúður.
gluggatjöld skárust og svipt-
ust i sundur, og nokkrir ibú-
anna urðu svo skelkaðir uð
þeir flúðu húsið.
Þá var mjög kraftmikil
sprengja sprengd við sölu-
turninn á horni Birkimels og
Hringbrautar. Vaknaði fólk i
nálægum húsum við spreng-
inguna. Engar rúður brotnuðu
i nærliggjandi húsum, en sölu-
skúrinn skemmdist nokkuð,
svo og blómaker við hlið hans,
en i þvi mun sprengjan hafa
sprungið. Var mold úr kerinu
upp um alla veggi söluskúrs-
ins, göt voru á járnklæðningu
hans, og ofn og hillur inni i
honum hrundu niður.
Aðrar sprengingar þessa
nótt ollu ekki tiltakanlegum
skemmdum.
—S.dór
Sáralitið
þokast
Að sögn Sigfúsar Bjarna-
sonar hjá Sjómannafélagi
Reykjavikur hefur sáralltið
gerst I viðræðum um báta-
kjarasamningana, og aðallega
rætt um aukaatriði.
Sigfús sagði að væntanlega
gerðist ekkert i þeim málum
fyrr en fiskverð liggur fyrir,
en samningafundur undir for-
sjón sáttasemjara verður
haldinn á morgun klukkan 2
e.h.
Samningaumræður við
togaramenn liggja alveg niðri
og hafa gert það lengst af, en
nokkrir fundir hafa verið
haldnir með farmönnum, þó
árangur þeirra sé ekki um-
talsverður.
—úþ
Heldur i áttina
hjá þjónum
Sáttafundur i þjónadeilunni
stóð frá föstudagskvöldi til
laugardagsmorguns, og fund-
ur var haldinn með deiluaðil-
um I gær og hófst hann klukk-
an 5 I gærdag.
Formaður Félags fram-
reiðslumanna, Óskar Magnús-
son, sagði i gær að búið væri
að ná samkomulagi um viss
atriði, svo heldur væri farið að
þokast i áttina að lausn deil-
unnar.
Þiónar héldu með sér fé-
lagsfund á sunnudaginn til að
kanna samstöðuna innan fé-
lagsins, og reyndist hún algjör
að sögn Óskars, og skrif sem
birst hafa i einu blaði hér i
borginni um að félagið sé að
klofna heilaspuni einn.
—úþ
Kanaviðrœðum
frestað enn
Viðræður milli Islands og
Bandarikjanna um endur-
skoðun varnarsamningsins
munu fara fram i Reykjavik
eða Washington um mánaða-
mótin janúar-febrúar nk. End-
anlegur fundartimi verður á-
kveðinn siöar.
Smyrla komin í gang
Bjarni Sœmundsson farinn frá Höfn
— Ástandið er ágætt
núna, sagði Þorsteinn Þor-
steinsson á Höfn i Horna-
firði í viðtali við blaðið í
gær um rafmagnsmál
þeirra Hornfirðinga. —
Smyrla fór í gang í morgun
og Bjarni Sæmundsson er
farinn. Enn vantar þó um 3
metra upp á að lónið sé
fullt en 2 efstu metrarnir
eru þriðjungur vatns-
magnsins í lóninu.
Keyrsla Smyrlu gengur ágæt-
lega þó að ekki hafi hún undan.
Alagið er nú 15—1600 kilóvött og
eru disilvélar keyrðar með til að
endar nái saman. Ekki vissi Þor-
steinn með vissu hver framleiðsla
Smyrlu væri þvi þeir á Höfn hafa
ekki tæki til að fylgjast með henni
þaðan. En fjarstýritæki og mælar
til að gera þeim þaö kleift eru
væntanleg.
Laxfoss komst loks inn i höfn-
ina I gærmorgun, en þá hafði
hann beðið utan við ósinn frá þvi á
laugardagskvöld. Er gastúrbinan
norska nú komin upp á hafnar-
bakkann og stendur þar.
1 A Höfn hefur verið þiða siðan 3.
janúar. Litið hefur þó rignt en
talsverður vindur hefur verið.
Lillehammermálið:
Slóðin rakin til leyni-
þjönustu Israelsmanna
OSLO 7 4-1 Viðtækustu öryggis-
ráðstafanir I norskri réttarsögu
voru gerðar er sex sakborningar i
svonefndu Lillehaninier-morð-
niáli koniu fyrir rétt i Osió I dag.
Sexmenningarnir, allir Gyðing-
ar, eru ákærðir fyrir morð á Mar-
okkómannim Ahmed Bouchiki,
sem var þjónn i Lillehammer.
Liklegt er talið að þeir hafi farið
mannavillt i leit að einhverjum af
foringjum skæruliða Palestinu-
araba, sem þeir ætluðu að myrða.
Saksóknari reifaði málið i dag
og taldi margt benda til þess að
sexmenningarnir hefðu beinlinis
verið gerðir út af leyniþjónustu
Israels. Ein röksemd hans er sú,
að uppvist er að sá maður sem
kallaði sig Leslie Orbaun frá
Leeds I Englandi, reyndist vera
Abraham Gehmer, áður sendi-
ráðsritari Israels i Paris og mun
auðvelt að rekja tengsli hans við
leyniþjónustuna. Ferill annarra
úr hópnum sem til Noregs komu á
fölskum vegabréfum bendir og i
sömu átt.
Blöð i ísrael hafa kvartað yfir
þvi að réttarhöldin fari fram i
andrúmsiofti haturs og fyrirfram
fordæmingar á sakborningum.
Væri eitthvað annað uppi á ten-
ingum þegar næðist i hermdar-
verkamenn Araba, sem oftast
væri sleppt úr haldi eftir skamma
stund.
Fá olíu fyrir vopn
PARIS 7/1 Frakkar hafa gert
samning við Saudi-Arabiu uni
kaup á 800 miljónum smálesta af
hráolíu á næstu 20 árum. Þess i
stað selja Frakkar Mirage-þotur
og þungavopn önnur til Saudi-
Arabiu.
Gert mun ráð fyrir þvi, að
Saudi-Arabia muni selja Frökk-
um 20 milj. smálesta á ári. Þá var
þvi haldið fram, aö Frakkar ætl-
uðu að reyna að fá arabisk oliu-
lönd með i áætlun um oliuhreins-
un og oliusölu.
Jaubert, utanrikisráðherra
Frakklands, mun að likindum
undirrita samning þennan i Riad i
lok mánaðarins.
Blaðið Middle East Economic
Survey upplýsti i gær, að oliuríkin
hefðu skipt viðskiptaaðilum i
fjóra hópa og mundu þau sem
teldust Aröbum vinsamleg geta
fengið keypt jafnmikla oliu og áð-
ur. Hlutlaus lönd sæta almennum
niðurskurði, en Bandarikin og
Holland eru áfram i banni.