Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN þriðjudagur 19. marz 1974. Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mál: Guðbergur Bergsson 31. Hún biður fyrir henni >á er Goya kominn aftur að gamla heygarðshorninu: uppeldi og stöðu konunnar í lok Upplýsingaraldarinn- ar, þeirri stöðu, sem hún hefur staðið i þæg og kvenleg fram á okkar bingó- daga, sem gift eða ógift skækja. ,,Og það er vel gert af henni”, bætir P- handritið við nafn myndarinnar, ,,svo að Guð gefi henni auðnu, og forði henni frá skurðlæknum og lögreglunni, þannig að hún verði jafn hæf, eins and- rik og allra-manna-gagn og móðir hennar sálug”. Til greina kemur, að hér séu ekki staddar koparstungnar mæður i eigin- legum skilningi, heldur sé kerlingin aðeins hórumamma. Að visu getur átt sér stað, að móðirin sé máluð kyn- ferðislega séð, en að öðru leyti virðist hún vera i fullu andlegu og kristilegu fjöri, þvi að meðan dóttirinn dregur sokk á lær, en jómfrúin greiðir hár hennar með Mónulisubros á vör, biður hún þeim likamsparti bæna, sem hún horfir stift á milli fóta dótturinnar. Goya leikur sér að þrennu: Mariu- verskum talnabandsins i höndum kerl- ingar, augnaráði og meydómi stúlk- unnar, eða stúlknanna, og ekki sist að Leonardo da Vinci. Konurnar eru staddar i dyngju, sem búin er fóðruðum og franskættuðum stólum. Hér er mikill þrifnaður á ferð- inni og þvottaskálin stendur á sinum stað. Liklega er stúlkan nýliði, svipur hennar er áhyggjufullur, og hún er pir- eygð, en kerlingin hvasseygð, eins og hún vilji stappa stálinu i lingerðan lik- amspart. Engin gangstétt i Bakkahverfi Ólöf Jónsdóttir hringdi til blaðsins og saðgðist hafa búið i Breiðholtshverfi neöra (Bakka- hverfi) i fimm ár. I þvi hverfi er hvergi komin gangstétt þó liðin séu fast að sex árum frá þvi hverfið tók að byggjast. Ólöf vildi varpa fram þeirri spurningu hvort „græna bylting- in” sem borgarstjórinn hefur ver- ið að boða eigi að ganga fyrir gangstéttum i Breiðholti. Að lokum tók hún fram að af þessu gangstéttaleysi gæti stafað stórhætta þvi þegar vond færð er freistast fólk gjarnan til að ganga á götunni. Tregur afli í Ólafsvík Frekar tregur afli er hjá Ólafs vikurbátum þessa dagana. A föstudag voru allir bátar þaðan á sjó, en gæftir voru góðar þessa viku. 20 bátar róa með net frá Ólafsvik og hefur aflinn verið frá 7 tonnum og upp i 12 tonn i róðri. Aflinn er nær eingöngu þorskur. Timinn frá þvi um miðjan mars til miðs april hefur verið besti veiðitimi ólafsvikurbáta undangengnar vertiðir. Vigtarmaðurinn i Ólafsvik sagði að heldur væri aflinn rif- legri það sem af væri þessu ári en hann var á sama tima i fyrra. Nokkrir erfiðleikar munu vera með að manna bátana, en það gengur þó, sagði vigtarmaðurinn. 4 bátar róa með rækjutroll frá Ólafsvik. Afli er fremur tregur hjá þeim. —úþ HVERNIG SKtRIR SMYSLOV SKÁK? Nú hafa verið tefldar 5 umferðir i B-flokki i skákkeppni stofnana. Tvær sigurstrangleg- ustu sveitirnar eru komnar i efstu sætin og búnar að tefla saman. Sveit Borgarskrifstofanna vann sveit Skattstofunnar með 2,5 gegn l,5v. og er i efsta sæti með 17 v. i 20 skákum. Sveit Skattstofunnar er i öðru sæti með 15,5v. Augljóst virðist að þessar tvær sveitir flytjist upp i A-flokk, en 6 sveitir færast milli flokka hvert sinn. Siðustu tvær umferðirnar verða ' tefldar á fimmtudaginn. 1 A-flokki hafa aðeins verið tefldar 3 umferðir og linurnar þvi litið farnar að skýrast ennþá. 1 skákþætti við upphaf keppninnar benti ég á að tveimur sveitum i flokknum bættist góður liðsauki. >að voru þeir Leifur Jósteinsson og Bragi Halldórsson, sem nú tefla fyrir Landsbankann og Menntaskólann við Hamrahlið. >eir tefla báðir á 3. borði, og virðist þetta hafa verið það sem þurfti tii að þessar sveitir berðust um efsta sætið. >ær eru nú jafnar i 1. sæti með 9 v. i 12 skákum. >að er þó of snemmt að spá nokkru um úrslitin, en athygli vekur að sveitir Búnaðarbankans og Umsjón Jón Briem Otvegsbankans eru ekki i efstu sætunum. Sveit Búnaðarbankans er með 7 v. og sveit Otvegsbank- ans með 6,5 v. 4. og 5. umferð i A-flokki verða tefldar i kvöld að Grensásvegi 46 og hefst taflið kl. 8. En vikjum nú aðöðru. 1 10. hefti Sovéska skáktimaritsins ,,64” ritarVassily Smyslov langa grein um Reykjavikurskákmótið. Ég get litið tjáð mig um efni greinarinnar, þar sem rússneska hefur aldrei verið min sterkasta hlið. Smyslov skýrir þar skákir sinar við Magnús Sólmundarson, Guðmund Sigurjónsson, Friðrik Ólafsson og Kristján Guð- mundsson og endataflið i skák sinni við Tringov. Við skulum nú sjá hvað hann segir um skákina við Magnús. Hvitt: Magnús Sólmundarson Svart: V. Smyslov 1. C4 Rf6 2. Rc3 c5 3. Rf3 C6 4. e3 d5 5. d4 Rc6 6. 7. a3 Rxe4 Re4 t skák þeirra Petrosjans og Fischers i Buenos Aires 1971 varð framhaldið 7. Dc2 Rxc3, 8. bxc3 dxc4, 9. Bxc4 Be7. 7. ... dxe4 8. Rc5 Rxe5 !). dxe5 Dg5 Til greina kon 9. . .. Bd7. .. Dxdl og 10 10. Bd2 Dxe5 11. Bc3 Dc7 12. Dc2 f5 13. 0-0-0 Bd7 14. f3 exf3 15. gxf3 0-0-0 16. llgl Bc6 17. Hxd8 18. e4 l)xd8 Bxg7 gengur ekki vegna 18. ... Hg8, 19. Bf6 Hxgl, 20. Bxd8 Hxfl og svartur vinnur. 18. ... g6 Athyglisverð skipamunsfórn. 1». Bxh8 Bh6 20. Kbl I)xh8 21. Bd3 Be3 22. Hel f4 23. Bf 1 Nú var h4 áreiðanlega betri leikur. 23. ... Df6 24. Bh3 Kd7 25. Ddl Ke7 26. Hhl Dh4 27. Bfl gs 28. Bd3 Bd4 29. Del Dh5 30. I)e2 e5 31. Dg2 Bd7 Ef hvitur leikur nú 32. h4 þá kemur g4, 33. hxg4 Bxg4. Einnig kæmi til greina i 32. leik svarts gxh4, 33. Dg7 Kd6, 34. Df6 Kc7, 35. Dxh4 Dxf3. 32. h3 I)h4 33. Be2 a5 34. Ka2 Be6 35. Kbl Kfti 36. Kc2 h 6 37. Kbl Bf7 38. Hdl Bh5 39. Bfl Bf7 40. Be2 Be6 41. Ilhl a4 Kemur i veg fyrir að hvitur geti opnað taflið sér i hag á drottning- arvæng. 42. Kc2 43. Kbl Kg6 b3 gekk ekki vegna 43. . 44. Dfl b5. Dg3, 43. ... Dg3 44. Dfl K h 5 45. Kc2 Kh4 46. b3 1)5 47. bxa4 Ef 47. cxb5 þá kemur axb3, 48. Kbl c4, 49. Bxc4 BxB, 50. Dxc4 Dg2 og svartur vinnur. 47. bxa4 48. Bd3 h 5 49. Kbl Df2 50. DxD BxD 51. Hh2 Kg3 gefið. Jón G. Briem. Aeroflot flýgur til 64 landa Moskvu, (APN). Flugvélar sovéska flugfélagsins Aeroflot halda nú uppi föstum flugferðum tilmiðstöðva i 64 löndum. Saman- lögð lengd alþjóðlegra flugleiða Aeroflot er um 250 þús. km. Fé- lagið hefur náið samstarf við flugfélög i öðrum aðildarrikjum CMEA. Flugleiðum Aeroflot til Asiu fjölgar stöðugt og hafa Sovétrikin gert loftferðasamninga við 17 Af- rikuriki. Stórviðburður i sögu alþjóð- legra flugsamgangna var opnun áætlunarflugleiðarinnar milli Evrópu og Japans um Moskvu ár- ið 1970. Með henni komust á skemmstu hugsanlegar sam- göngur milli Parisar og annarra höfuðborga V-Evrópu og Tókió. Auk Aeroflot halda japanskt flug- félag, Air France, BOAC, SAS, Lufthansa og Alitalia uppi föstum flugferðum á þessari leið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.