Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Þriðjudagur 19. mars 1974 — 39. árg. —65. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Stöðvi stjórnarandstaðan samkomulagið verður tekjuskattur helmingi hœrri en ella Beinir skattar þó lægri en samkvæmt viðreisnarlögum Það skal aldrei verða, segja stjórnarandstæðingar á alþingi, að rikisstjórnin komi fram samkomulagi þvi, scm hún gerði við verka- lýðshreyfinguna um nær helmings lækkun tekjuskatts. Og þeir bæta við að frekar skulu núverandi skattalög gilda, og tekjuskattur manna i ár þá hækka um nær helming frá þvf sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Ætlið þið, þingmenn stjórnarandstöðunnar, að taka ábyrgð á þessu, er spurt? Við, segja þeir, — nei við tökum ekki ábyrgð á neinu. Það er nú- verandi ríkisstjórn, sem setti núgildandi skattalög, og þótt við teij- um betra að þau gildi, heldur en ákveðin verði nær helmings lækkun tekjuskatts, — þá eru þetta mestu skattpiningarlög, sem hér hafa nokkru sinni þekkst og við höfum ekkert með þau að gera, þótt við getum hugsað okkur að nota atkvæði okkar á alþingi til að koma i veg fyrir að þcim verði breytt. Þessi málflutningur gefur okkur tilefni til þeirrar upprifjunar, sem hér fcr á eftir. Þegar Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra flutti fjárlaga- ræðu sina á alþingi i október i haust, rakti hann nokkur dæmi um það hver yrði upphæð beinna skatta i ár hjá einstaklingum og fjöl- skyldum með mismunandi tekjur, i fyrsta lagi samkvæmt skatta- lögunum, sem vinstri stjórnin setti skömmu eftir að hún tók við völdum og nú eru i gildi, i öðru lagi samkvæmt skattalögunum, sem giltu á valdaárum viðreisnarstjórnarinnar og i þriðja lagi sam- kvæmt skattalögunum, sem viðreisnarstjórnin setti við lok ferils sins, en aldrei komust i framkvæmd, þar sem hún missti völdin. Þessi dæmi, sem fjármálaráðherra rakti, hafa ekki verið vé- fengd, þrátt fyrir allan þann moðreyk, sem stjórnarandstæðingar hafa reynt að þyrla upp i ræðu og riti um skattpiningarstefnu núver- andi rikisstjórnar. Að gefnu tilefni i umræðum siðustu daga rifjar Þjóðviljinn nú upp þessi dæmi fjármálaráðherra sem stjórnarandstæðingar hafa ekki getað hróflað við, en þau vitna skýrar en flest annað um tómahljóðið og sýndarmennskuna i áróðri Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins um skattamál. I öllum dæmunum er um að ræða beina skatta bæði til rikis og sveitarfélaga, þar með taldir nefskattarnir, sem vinstri stjórnin af- nam. (Dálkar I sömu röð og i upptalningunni hér að ofan) Hjón með 2 börn Brúttótekjur 581 þús. Nettótekjur 446 þús 71.000 133.000 141.000 Hjón með 3 börn Brúttótekjur 654 þús. Nettótekjur 563 þús 207.000 215.000 Hjón með 3 börn Brúttótckjur 885 þús. Nettótekjur 605 þús 162.000 231.000 239.000 Iijón með 3 börn Brúttótekjur 926 þús. Nettótckjur 804 þús, 245.000 351.000 359.000 Hjón með 5 börn Brúttótekjur 934 þús. Nettótekjur 776 þús 193.000 282.000 291.000 Barnlaus hjón Brúttótekjur 2063 þús. Nettótekjur 1657 þús 795.000 864.000 861.000 Einstaklingur Brúttótckjur 453 þús. Ncttótckjur 373 þús 102.000 116.000 124.000 Stjórnarandstæðingar segjast hafa næga dirfsku til að stöðva samkomulag rlkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar um nær helmings lækkun tekjuskatts og láta svo núverandi lög gilda. En hafa þeir dirfsku til að leggja til, að þeirra eigin lög verði tekin upp á ný? Loðnuþrær við Faxaflóa eru allar fullar eftir aflahrotuna fyrir Vesturlandi undanfarna viku. A myndinnisést yfir klakkfulla loðnuþró við Fiskimjölsverksiniðjuna i örfiriscy i gærdag. (Ljósm. A.K.) FU.LLAR LOÐNUÞRÆR EKKERT LAT A LOÐIN LJ VEIÐINNI Heildaraflinn er kominn yfir 420 þúsund tonn Ekkert lát viröist vera á loðnu- veiðinni útaf Jökli. Um kl. 18 i gær höfðu 25 skip tilkynnt um afla þann sólarhringinn, samtals 7 þúsund lestir, en sólarhringinn á undan veiddust 12 þúsund lestir og var heildaraflinn i gær kominn yfir 420 þúsund lestir, en var á sama tima I fyrra um 350 þúsund lestir. Flestir bátanna fara nú með afla sinn til Vestmannaeyja, en þangað er styst að fara af þeim stöðum sem hafa laust þróar- rými. Allar þrær við Faxaflóa- hafnir eru orðnar fullar. Aflahæsta skipið sl. laugar- dagskvöld var Guðmundur RE með 11.584 lestir en Börkur NK var þá kominn með 11.297 lestir, Gisli Arni i þriðja sæti með 8.953 lestir og Eldborg GK með 8.676 lestir. Lang-mestur afli hefur borist á land i Vestmannaeyjum eða 62.814 lestir. Reykjavik 39.123 lestir, Seyðisfjörður 34.068 lestir og Neskaupstaður 30.486 lestir. Nú stunda um 70 skip loðnuveiðar en voru yfir 130 þegar mest var i vetur. Allir minni bátarnir eru nú hættir loðnuveiðum og komnir á netin. Það eru aðeins stærstu og sterkustu skipin sem eftir eru. A laugardagskvöldið siðasta höfðu 100 skip fengið yfir 1000 les- ir og er skrá yfir þau á bls. 14 i Þjóðviljanum i dag. —S.dór. Margir um Viðlagasjóðshúsin Tilboðin helmingi fleiri en húsin sem i boði eru Skilafrestur á tilboðum i þau viðlagasjóðshús sem selja á nú i fyrstu lotu, en þau eru 42, rann út sl. föstudagskvöld. Hallgrimur Sigurðsson hjá viðlagasjóði sagði i viðlali við Þjóðviljann i gær, að enn væri ckki hægt að segja hve mörg tilboðin yrðu, þar sem þau tilboð scm póstlögð voru fyrir há- dcgi sl. föstudags eru tekin gild en þau hafa cnn ekki borist skrif- stofu viðlagasjóðs sem cðlilegt er. o Eins og áður segir eru húsin sem selja á nú i fyrstu lotu 42 og sagði Hallgrimur að tilboðin sem þegar eru komin væru um helm- ingi fleiri en húsin, þannig að á- hugi fólks fyrir að eignast þessi hús virðist mikill. Tilboðin verða sennilega opnuð á sérstökum fundi stjórnar við- lagasjóðs siðast i þessari viku. Sagði Hallgrimur að tilboðin væru alls ekki bindandi fyrir stjórn viðlagasjóðs. Stjórnin hefði rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er. Verð húsanna hef- ur enn ekki verið ákveðið en stjórnin taldi rétt að leita eftir til- boðum i húsin til að kanna áhuga fólks fyrir húsakaupunum og sjá til hvað i þau væri boðið.' Hallgrimur taldi að mörg hús myndu losna i vor, en þá er búist við að fólksflutningar til Eyja aukist mjög mikið. —S.dór Mikill innbrotafaraldur var norður á Akureyri um siöustu helgi. Alls var brotist inn á 8 stöðum i bænum. Flest inn- brotana voru smávægileg, litlu stolið. En eitt þeirra var þó i stærra lagi, einkum vegna þess hve mikið var eyðilegt við innbrotið. Það innbrot var framið á ferðaskrifstofu á Akureyri. Ekki taldi lögreglan að sömu menn hefðu verið að verki á öllum stöðunum, en enn þá hafa innbrotsþjófarnir ekki náðst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.