Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 11
Þriftjudagur 19. niarz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Lyftingar
o
Dauft meistaramót
Islandsmeistaramótið í
lyftingum var háð sl.
laugardag og var með allra
daufasta móti. Sem dæmi
má nefna að ekkert
Islandsmet var sett á
mótinu, ekki einu sinni í
léttari flokkunum. Þar
ofan á bættist að okkar
bestu menn voru allir
nokkuð langt frá sínu
besta. Enginn þeirra var
nærri því að setja met eða
ná sínum besta árangri.
Ekki er gott að segja hvað
veldur þessu en auðvitað
geta lyftingamenn átt sína
slæmu daga eins og aðrir
iþróttamenn, en dálitið
einkennilegt að þeir skuli
allir eiga slæman dag í
einu. Maður rennir grun í
að til þess að um frekari
framfarir verði að ræða
þurfi þeir nú að fara að fá
góðan þjálfara. Sérstak-
lega á þetta við um topp-
mennina, sem f lestir
hverjir eru sjálfmenntaðir
í greininni.
En snúum okkur þá að úrslitum
mótsins. t fluguvigt sigraði
Trausti Gunnarsson HSK. Hann
snaraði 30 kg, jafnhattaði 35 kg,
samtals 65 kg. 1 dvergvigt sigraði
Sigurður Grétarsson HSK,
snaraði 70 kg, jafnhattaði 77,5 kg,
samtals 147,5 kg.
Kristinn Asgeirsson HSK
sigraði i fjaðurvigt, snaraði 60 kg,
jafnhattaði 80 kg, samtals 140 kg.
1 léttvigt sigraði Jön Pálsson
HSK, snaraði 60 kg, jafnhattaði 85
kg, samtals 145 kg.
Skúli Öskarsson, sá stör-
skemmtilegi lyftingamaður,
sigraði örugglega i millivigt,
snaraði 95 kg, jafnhattaði 130 kg,
samtals 225 kg og var hann sá eini
sem var nærri þvi að setja
Islandsmet er hann reyndi við
137,5 kg i jafnhöttun.
Arni Þ. Helgason KR sigraöi i
léttþungavigt. Hann snaraði 100
kg, jafnhattaði 120 kg, samtals
220 kg. 1 millivigt sigraöi
Guðmundur Sigurösson Armanni,
snaraði 137,5 kg, jafnhattaði 180
kg, samtals 317,5 kg, en tslands-
met hans er 322,5 kg.
1 þungavigt sigraði 16 ára
piltur, Sigurður Stefánsson KR.
Hann snaraði 75 kg, jafnhattaði
115 kg, samtals 195 kg. Gústaf
Agnarsson féll úr þar eð hann
Þetta er hinn bráöefnilegi bad-
mintonmaður Þóröur Björnsson
frá Siglufiröi, en hann sigraöi i
elsta flokki unglingameistara-
mótsins I einliöaieik, tviliðaleik
og tvenndarkeppni. A morgun
munum viö segja nánar frá
mótinu og úrslitum þess.
Bestu mennirnir langt frá sínu besta — ekkert íslandsmet var sett
náði ekki byrjunarþyngd þeirri er
hann valdi i jafnhöttun. Þar
reyndi hann við nýtt met, strax i
fyrstu tilraun, en mistókst. Að
visu urðu þau mistök að i stað
þess að setja 182,5 kg á stöngina
voru sett 187,5 kg. En það var
alveg sama eftir að þetta hafði
verið leiðrétt. Gústaf var langt mönnum okkar betur á Norður-
frá sinu besta og fór ekki upp með landamótinu sem fram fer á
182,5 kg, frekar en 187,5 kg. næstunni, en þar munu nokkrir af
Vonandi gengur lyftinga- okkar bestu mönnum keppa.
Skúli óskarsson, hinn skemmtilegi lyftingamaöur frá Fáskrúösfiröi. Hann var sá eini scm var nærri sinu besta á meístaramótinu um helgina.
Dregiö
í bikar-
keppni
HS(
Eins og áður hefur verið sagt
frá er ákveðið að halda bikar-
keppni i fyrsta sinn i handknatt-
leiknum hjá okkur nú i ár. Steypi-
stöð Breiðhoits h/f hefur gefið
einstaklega veglega gjöf til
þessarar keppni, 14 bikara sem
leikmenn sigurliðsins hljóta,
stærri bikar sem sigurliðið
eignast og mjög glæsilegan bikar
sem er farandgripur og verður
keppt um hann i 5 ár og hlýtur það
lið bikarinn til eignar sem oftast
vinnur hann á þessu timabili.
Bikarkeppnin hefst iaugar-
daginn 30. mars og verður leikið
daglega næstu 5 daga og fer þá 1.
umferðin fram. Þegar hefur verið
dregið um hvaða lið leika saman i
1. umferð, en það eru:
Þór Akureyri,—KA, Akureyri,
Akureyri, — KA, Akureyri,
Valur — KR
1R — Armann
Grótta — Vikingur
UBK - FH
Haukar — Stjarnan
Fylkir - IBK
Fram — Þróttur
önnur umferð hefst svo
fimmtudaginn 11. april, en dregið
verður i 2. umferð strax að lokinni
þeirri fyrstu.
Enn er allt opið í
körfuknattleiknum
en þó eru möguleikar KR og ÍR til sigurs mestir
Þrátt fyrir allnokkuð óvænt
úrslit i leikjum helgarinnar i 1.-
deildarkeppnmni i köri'uknattleik
má segja að enn sé allt opið á
toppnum og engin leið að spá
nokkru um hvaða lið verður
meistari i ár.
A laugardaginn sigraði ÍR
Armann 91:81 i framlengdum
leik, þar eð jafnt var 79:79 eftir
venjulegan leiktima. Þar með
fylgir lli KR-ingum enn eftir og
eru þessi tvö lið efst og jöfn i
keppninni. bæði hafa tapað 4
stigum.
Strax á eftir þe'ssum leik léku IS
og Valur og gerðu stúdentarnir
sér litið fyrir og sigruðu Val 89:83
og hefur ÍS þvi lagt öll toppliðin
að velli. KR, 1R og Val, en hins-
vegar tapað fyrir botnliðunum.
Einkennileg útkoma það hjá
jafnsterku liöi og ÍS-liðið er.
A sunnudaginn fóru svo fram
tveirleikir. Þá sigraði KR UMFN
85:61 og HSK sigraði UMF
Skallagrim 83:63 og getur nú
ekkert komið i veg fyrir fall Borg-
nesinganna niður i 2. deild en
þaöan komu þeir I fyrra.
Eins og málin standa i dag i 1.
deildarkeppninni i körfuknattleik
er útlit fyrir að það verði enn eitt
árið i röð 1R og KR sem berjást
munu um titilinn, en þó er greini-
legt að veldi þessara tveggja risa
i körfuknattleiknum er að liöa
undir lok. Þvi hefur aldrei verið
ógnað eins mikið og i ár.
Meistarakeppni KSÍ
Jafntefli í fyrsta leiknum
Fyrsti letkurinn t meistara-
keppni KSl fór fram i Keflavik sl.
laugardag og mættust þar
Islandsmeistarar IBK og Valur.
Leiknum lauk með jafntefli 0:0 i
heldur tilþrifalitlum leik, þar sem
fátt var um marktækifæri en þvi
meira um miðjuþóf. Greinilegt ei
að hvorugt liðið er komið i fulla
æfingu en bæði lofa góðu fyrir
sumarið.
1 Vals-liðið vantaði fyrirliðann
og lykilmanninn Jóhannes
Eðvaldsson, sem tók út leikbann
frá i fyrra i þessum leik. Varnir
beggja liða voru betri hluti
þeirra, Keflavikurvörnin með þá
Einar og Guðna sem bestu menn
og i Valsvörninni var Dýri
Guðmundsson eins og klettur, en
hann er nýgenginn i raðir Vals-
manna úr FH.
Næsti leikur meistara-
keppninnar verður á laugar-
daginn kemur og mætast þá á
Melavellinum Valur og Fram.