Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 7
Þiiðjudagur 19. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 SKYGGNST TIL VEÐURS Þótt veðrið sé náttúrufyrirbæri, sem varðar allt mannkynið meira en nokkuð annað, er það eitt af þvi, sem við enn vitum minnst um. Það er ekki aðeins, að engin leið sé að stjórna þvi, við getum ekki einu sinni spáð nógu langt fram i timann til þess að segja fyrir um góð^ eða slæm uppskeruskilyrði eða vara við þvi, hvaða svæði flóð, fellibylir eða þurrkar muni herja á. bað er þessi þörf á að geta gert nákvæmari spár og til lengri tima, sem hafa beint athyglinni svo mjög að þvi nú undanfarið, að koma upp alheims-veðurþjónustu með gervihnöttum, sem til þess eru ætlaðir. Framlag Sovétrikj- anna til þessa ,,veðurauga” úti i geimnum eru Meteor-gervi- hnettirnir. „Starfsemi þessara gervi- hnatta ”,segir prófessor Viktor Bugajef, framkvæmdastjóri sov- ésku og fremst á hæfni þeirra til fyrst og fremst á hæfni þeirra til að ,,lesa úr” skýjunum, sem endurspegla allar þær breyting- ar, sem verða á veðurfarinu „Skráning þeirra upplýsinga, sem skýin geyma,gerir það kleift að meta alsherjar veðurfræðilegt ástand á vissu svæði.” „Skýin veita upplýsingar um vindátt og styrk, hitabreytingar, hátterni hringrásarinnar i loftinu — nálega alla þætti, sem hafa áhrif á það, hvernig veðrið er og verður.” „Rétt greining ástands skýj- anna tryggir nákvæma veðurspá fyrir næstu daga.” Meteor-gervihnettirnir geta „séð” jörðina jafnvel á nótt sem degi, þvi hin næmu innrauðu geislatæki fylgjast með veðurfar- inu. Ljósmyndatækjabúnaður þeirra getur skráð á andartaki skýjafarið, éljamörk, jökla, svo og upptök loftslagstruflana. Ágreiðanleiki þessara upplýs- inga er þó mjög kominn undir ná- kvæmni brautar gervihnattanna. Koma verður i veg fyrir minnsta frávik gervihnattarins af hinni mörkuðu braut. Sovéskum hönnuðum gervi- hnatta hefur tekist að leysa þetta vandamál i sambandi við stöðug- leika gervihnattarins á braut með merkjasendingum, sem leiðrétta stjórntæki gervihnattarins, ef þörf krefur. Er sérhver Meteor gervihnöttur búinn mjög flóknum rannsóknartækjabúnaði. Hið takmarkaða rúm þessara geimrannsóknarstöðva er búið afarnæmum veðurtækjabúnaði, sjónvarpstækjum og dvergraf- reiknum með öllum tilheyrandi búnaði. Heimsókn i eina þeirra mið- stöðva, sem tekur á móti veð- urupplýsingum frá gervihnöttum, leiddi i 1 jós litið hús, er stóð á grösugum bletti. t grennd var flókið loftnet búið til af hundruð- um smærri sendiloftneta. Stjórnstöðin á jörðu niðri gefur fyrirmæli um 15 minútna við- bragðsfrest. Tækin eru prófuð og eftir fáein andartök kemur Meteor-gervihnötturinn inn á út- varpsbylgjuna. Rafeindamerki hafa þegar náð til gervihnattarins og sett i gang hið sjálfvirka kerfi loftnetsins. Gervihnötturinn hef- ur siðan sendingar og „skýtur út” öllum upplýsingum sem hann hefur safnað á siðustu hringferð . Sjónvarpsmyndir birta kunnuglegar útlinur meginlanda, vatna og hafa. Ein myndin sýnir t.d. Eystrasalt, tekin að nætur- lagi. Svo nánar sé frá hermt, þá er þetta hitamynd af þvi, þar sem hún er tekin með innrauðum myndavélum. Að nóttu til er vatn hlýrra en landið umhverfis það, þannig að vatnið sýnist bjartara en strendur þess. Að degi til sýnir myndin hið gagnstæða. Hluti hnattarins er hulinn skýj- um. E.t.v. sýnir myndin „auga” komandi fellibyls. Auk myndanna senda Meteor gervihnettirnir til baka upplýs- ingar um hitastig og hitann, sem jörðin endurvarpar og gefur frá sér. Þessar upplýsingar eru auknar með upplýsingum sem safnað er af veðurathugunar- stöðvum á jörðu niðri. Allar þessar upplýsingar eru sendar miðstöð veðurathugana landsins, veðurstofunni i Moskvu. Hún hefur einnig beint samband við höfuðborgir annarra landa. Siaukinn fjöldi landa skiptist nú orðið á veðurfræðilegum upplýs- ingum. 1 veðurfræðimiðstöðinni eru rafeindaheilar matáðir á öllum þeim upplýsingum, sem saman hefur verið safnað, og andartaki siðar skila þeir veðurspá fyrir nokkra næstu daga. Langtima veðurspár eru hlutur, sem raun- verulega alla menn varðar. Hvernig mun veðurfar brevtast á einu, þremur eða fimm árum? Er það rétt, að loftslagið á jörð- inni sé að breytast verulega? Veðurfræðilegar rannsóknir úti i geimnum munum hjálpa mikið til þess að finna svar við þessum og öðrum spurningu. K. Mikjailov (APN) Óli Anton Þórarinsson Kveðja Frændi minn óli Anton Þór- arinsson sem lést laugardaginn 9. mars fæddist 13. janúar 1928 i Kollsvik i Rauðasandshreppi. Hann var sonur afa mins og ömmu, Þórarins Bjarnasonar og Guðmundinu Einarsdóttur. Óli fluttist með þeim til Patreks- fjarðar árið 1930 og ólst þar upp. Amma og afi áttu 12 börn og var Óli næstyngstur þeirra. 7 systkini hans lifa hann. Óli fluttist til Reykjavikur 19 ára gamall og vann á varðskipum Landhelgisgæslunnar i nokkur ár. Siðan stundaði hann sjómennsku á togurum á meðan heilsan leyfði. Árið 1958 varð hann fyrir þvi óláni að slasast á togara við skyldu- störf sin. Atti hann alla tið i þeim meiðslum, m.a. fótbrotnaði hann illa. Nokkrum árum siðar skeður annað ólán. Hann lenti i bilslysi og slasaðist þá svo mikið, að sýnt var að hann myndi aldrei ná sér að fullu. Brotnaði fótur hans þá aftur — svo illilega að hann var bæklaður upp frá þvi. Lif hans mótaðist mjög mikið af þessum áföllum þar sem andleg heilsa hans var ekki fyllilega sterk. Steinn Steinarr segir: Nú öluin við ei lengur beiskju i barmi né byrgjum kala neinn i hjörtum inni, þvi ólán mitt er brot af heimsins harmi og heimsins ólán býr i þjáning minni. Óli var alveg sérstaklega barn- góður, elskaði öll börn, og nutum við þess i rikum mæli bræðurnir, ásamt hinum systkinabörnum hans. Á ég honum þó mest að þakka, umfram öðrum, þar sem tryggð hans til min var einstök. Minningarnar um Óla frænda minn streyma um huga minn allt frá þvi ég man fyrst eftir mér. Hann passaði okkur oft, las bæn- irnar með okkur, lék með okkur, bauð okkur i bió, göngutúra við Tjörnina ofl. ofl. Alltaf var mikill spenningur hjá okkur þegar Óli kom heim úr siglingum — alltaf færandi hendi. og engu barninu gleymdi hann. Hans gleði var mest þegar hann gat glatt aðra. Hann var svo viljugur að segja okkur sögur þegar við vorum litl- ir. Hann skildi okkur svo vel, jafnvel betur en þeir hinir full- orðnu. — Af hverju? Jú, vegna þess að hann var að mörgu leyti eins og barn. Hann var fullorðið barn. Ég veit að nú liður honum vel hjá afa og ömmu sem hann saknaði mikið og talaði svo oft um. Guð blessi þig, óli minn.með þakklæti frá mér, fjölskyldunni og öllu skyldfólkinu. Kristján Ilelgi Guðbrandsson. Sagan endurtekur sig Páll Bergþórsson Átökin um skattkerfisbreyt- inguna nálgast nú endalok sin i bili, og sem betur fer má vænta þess, að hætt verði við að snúa að verulegu leyti frá beinum sköttum til óbeinna. Þetta er samt furðuleg niðurstaða, þegar þess er gætt, að stjórn og stjórnarandstaða virtust 100% sammála um, að þessi breyting frá tekjuskatti til söluskatts væri æskileg. Til þess liggja liklega þrennar ástæður: Fyrsti hópurinn, einkum for- kólfar Sjálfstæðisflokksins, vidlu koma breytingunum á til að létta byrðum af hátekju- mönnum yfir á aðra, þó að annað væri látið i veðri vaka. Aðrir tóku þátt i þessu Glistrup-ævintýri af þvi að þeir héldu i einfeldni sinni, að áhrifin yrðu öfug. Þetta væri hagnaður fyrir smælingjana. Þriðji hópurinn dróst með gegn betri vitund af ótta við þaö almenningsálit, sem var talið, að lýðskrumið hefði myndað. En þrátt fyrir þetta almenna fylgi við Glistrup-ævintýrið, sýnist botninn ætla að detta úr þvi á siðustu stundu. Það er ein- hver skemmtilegasta upp- ákoma. sem orðið hefur i is- lenskri pólitik. En þvi miður verður það að segjast, aö þetta var lengst af sorgleg atburða- rás, enda vill það oft bera til, að þeir bræður eru á næsta leiti hvor við annan, gráturinn og hláturinn. Og það er hætt við. að sagan endurtaki sig, og i það skipti fái hún engan happy end. Þeir, sem eru ákafastir að leggja niður réttlátasta skatt- inn, tekjuskattinn, og hækka i stabinn hinn rangláta söluskatt og hina og þessa nefskatta, sem vinstri stjórnin hafði i upphafi vit á ab afnema, þeir munu ekki gefast upp. Og hver veit nema þeir komist aö eftirfarandi niðurstöðu: 1. Fyrsta verkefnið er aö ná góðum tökum á skattayfirvöld- um. Skipa „okkur" hliðholla menn i ævilangar yfirmanna- stöður þar og láta þá um að velja sér holla undirmenn eftir föngum, þó að við séum ekki lengur i stjórn. 2. Gæta þess að halda öllum fjöldanum á skattstofunum i þýðingarlausri vinnu við að elta uppi smásyndir og senda hótanabréf út af tiköllum. 3. Ef minni spámenn komast i feitt i skattsvikaathugunum sin- um, skal málið óðara sent inn á fina Stjóra-skrifstofu. 4. Ef það er réttur maður og máttarstólpi Flokksins, sem fellur undir grun 'um skattsvik, er mikilvægt aö viðkomandi Stjóri láti málið niður falla þeg- ar i stað. Geri hann það ekki skal hann neyddur til afsagnar. en réttast er þó að viðkomandi yfirvöld felli um leið nokkur tár yfir þvi að missa svo hæfan mann úr starfi. 5. Fyrr en varir veröur mál- um svo komið. að flestir borgar- ar geta bent á, aö flestir ná- grannar þeirra hljóti að vera hátekjumenn samkvæmt lifnaðarháttum sinum. þó að þeir séu skattlausir að kalla. Þvi hærri verða skattarnir þá aö vera á launþegum. 6. Óánægja almennings vex. Nú ræðst Blaöið á tekjuskattinn og æsir fólk upp. 7. Alþýðusambandið og BSRB heimta nú að tekjuskattur verði lagður niður, en nefskattar teknir upp, það sé eina leiðin til að ná nokkrum eyri af stór- svikurum. 8. Vinir ASl og BSRB i stjórn- málaflokkunum verða nú að standa meðsamtökum fólksins. 9. Þegar svona er komið. er jarðvegurinn orðinn svo góður. að hægt er að láta til skarar skriða á Aiþingi og bylta um skattkerfinu. hvaða stjórn sem er við völd. 10. Ef þetta mistekst þrátt fyrir allt, er ekki um annað aö gera en byrja aftur á fyrsta lið og rekja sig að tiunda lið. eins oft og þurfa þykir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.