Þjóðviljinn - 19.03.1974, Side 5

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Side 5
Þriðjudagur 19. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Vestfirskir bœndur i uppreisn gegn þrifaböðum Baða ekki fé sitt framvegis Gagnrýna harðlega yfirvöld þessara mála Átta bændur á Vestfjörðum liafa scnt frá sér álitsgerð vegna sauöfjárbaðana. Yfirlýsingu sina senda bændurnir til yfirbaðstjóra islands (yfirdýralæknis), yfir- baðstjóra Vestur-Barðastrandar- sýslu, lándbúnaðarnefndar neðri deildar Alþingis, Búnaðarfélags islands og þriggja dagblaða. Yfirlýsing bændanna fer hér á eftir: Á þessum vetri á enn á ný að lögskylda bændur til • að fram- kvæma svokallaöar þrifabaöanir á sauðfé sinu. Misjöfn málalok eystra Alþýðusamband Austurlands gerði samkomulag fyrir hönd Austfjarðafélaganna fyrir helg- ina siðustu, og hafa félögin ýmist gert að samþykkja samningana eða að hafna þeim. Samkomulagið, sem gert var. mun i meginatriðum vera svipaðs eðlis og þaö sem ASl gerði við Vinnuveitendasambandiö, en þó frábrugðið i smáatriðum. Eins og áður segir var ýmist að samningarnir voru samþykktir eða felldir i félögu.num eystra. Seyðfirðingar felldu samkomu- lagið, en vegna lélegrar mæting- ar á fundinn mun hafa verið á- formað að halda annan fund þar i kvöld og greiöa þá á ný atkvæði um samningana. Eskfirðingar samþykktu hins vegar samkomu- lagið, en fréttir höfðum viö ekki fengið i gær um örlög þeirra i öðr- um félögum. en almennt var búist við að þar yrðu samningarnir yfirleitt samþykktir. Norðfirðingar voru ekki með i þessari samkomulagsgerð. —úþ Þar sem við undirritaðir bænd- ur i Suðurfjarða- og Ketildala- hreppum teljum okkur hafa náð þvi takmarki. sem lög um sauð- fjárbaðanir gera ráð fyrir, það er að útrýma óþrifum — lús og kláða — úr sauðfé okkar, viljum við hér með tilkynna hlutaðeigendum, að meðan ekki ásannast annaö við rannsóknjnunum við ekki baða fé okkar framvegis. Um leið viljum viö átelja harð- lega hvernig framkvæmdavaldið vinnur að framgangi þessara mála, þ.e. útrýmingu óþrifa i sauðfé.og virðast aðgerðir frekar miðast að viðhaldi þeirra. t fyrsta lagi má þar nefna til leyfðan hömlulausan flutning sauðfjár milli héraða án allra varúðarráðstafana, sem er hið á- kjósanlegasta dreifingarfyrir- komulag á óþrifum sem hugsast getur. Annað atriði: Nú mun kláðan- um ekki nægja minna til aldurtila en tvöföld böðun. Þaö gefur þvi auga leið, að þrifabööun sem er einföld böðun og er til höfuðs lús- inni vinnur ekki til íulls á kláðan- um, þar sem hann er til staðar, heldur slær aðeins á hann og leyn- ir honum og kemur þannig i veg fyrir að á honum verði unnið með viðeigandi aðgerðum. Stuðla þvi þrifabaðanir hvað dyggilegast að viðhaldi kláðans. Eitt er enn sem vinnur með kláðanum i baráttu hans fyrir til- veru sinni. Þaö er vanþekking böðunarstjóra, sem virðast ekki þekkja þær reglur, sem fara ber eftir við kláðabaðanir, t.d. um það hvað halda skal kind lengi niðri i baði og um sótthreinsun húsa, sem er nauðsynlegur ör- yggisþáttur, en alltaf vanræktur. Eins og mál standa nú, virðist allt benda til þess, að fram- kvæmdavald baðana hafi ekki það takmark i huga að útrýma ó- þrifum i sauöfé, eins og lög þar um þó bjóða, heldur aðeins það að etja mönnum út i Kleppsvinnu annað hvert ár, eða svo. Það hefur margsinnis verið bent á úr- ræði til þessaðárangurnáisti bar- áttunni við óþrifin og til þess að Framhald á 14. siöu. """gisgai fiskinn i færanlegum kerjum. Hefur mjög batnað geymslu- aðstaða fyrir fisk með tilkomu þessarar geymslu. Af nótaskipinu Berki er það að frétta að i gær landaði hann 850 tonnum af loðnu á Bol- ungarvik sem hann hafði feng- ið við Snæfellsnes. Er afli Barkar þá orðinn 12.043 tonn á þessari loðnuvertið. Norðfirðingar bera veður- stofunni ekki góða sögu þessa dagana. Að hennar sögn hefur verið slydda á staðnum að undanförnu, en Norðfirðingar vilja kalla það snjókomu eða hrið með austanroki og hefur kyngt niður allmiklum snjó þar upp á siðkastið. NESKAUPSTAÐUR: MIKILL AFLI SKUTTOGARA — en veðurfregnir stangast á við raunveruleikann Fréttaritari blaðsins á Nes- kaupstað hringdi i okkur i gær og sagði að báðir skuttogarar bæjarins, Barði og Bjartur, liefðu verið að koma að landi með feiknmikinn afla. Bjartur kom i fyrradag með 180 tonn af þorski og grálúðu.og hefur togarinn aldrei landað jafn- miklu úr einni veiðiferð. Barði lagði svo upp 160 tonn i gær og var það góður þorskur og nokkuð af ýsu. Hefur skipið aðeins einu sinni aflað jafn- mikið i einni ferð. Er þetta mesti fiskur sem komið hefur á land i Neskaupstað i einu siðan á gullöld nýsköpunar- togaranna austur þar. Aflinn fer bæði i frystingu og salt og er mikil vinna fyrirsjá- anleg næstu vikuna. Frá ára- mótum hefur Bjartur landað 736 tonnum og Barði 630. I fyrradag var tekið i notkun i Neskaupstað nýtt saltfisk- verkunarhús og er þvi að mestu lokið, aðeins eftir að ganga frá einangrun og fleiru smálegu. Er þetta stálgrindar- hús mikið að vöxtum og eitt hið stærsta sinnar tegundar á landinu. Af öðrum fram- kvæmdum má nefná að nýlega var tekin i notkun ný kæli- geymsla fyrir fisk i frystihús- inu. Er hún einkum ætluð fyrir kassafisk.en einnig má geyma Oddskarðið var rutt á fimmtudagskvöldið,en sú dýrð stóð ekki nema i tæpa tvo sól- arhringa þvi skarðið lokaðist aftur á laugardaginn. Til marks um ófærðina nefndi fréttaritarinn að snjóbill sem lagði af stað frá Eskifirði klukkan hálftiu i gærmorgun var ekki kominn til Neskaup- staðar þegar hann talaði við okkur klukkan hálffjögur. Hafði hann þá verið sex tima á þessari leið sem hann fer venjulega á hálfum öðrum tima. Veldur einkum þessari þungu færð hve snjórinn er blautur og laus i sér. ÞH Kosningar til SHÍ Dreifiritastríð er í fullum gangi Mikið fjör er nú að fær- ast í kosningabaráttuna i Háskólanum, en eins og kunnugt er verður kosið til Stúdentaráðs á morgun, miðvikudag. Mikið dreifi- rita- blaða- og plakatastrið geisar þessa dagana í ö11- um byggingum skólans,og i kvöld verður haldinn framboðsfundur þar sem vinstri menn og vökustaur- ar leiða saman hesta sína. Það fer ekki milli mála hverjir hafa peningana á bak við sig i þessum kosningum. Hvarvetna i byggingum skólans má sjá fagur- lega prentuð plaköt hægri manna sem hljóta að kosta drjúgan skilding. Þá gáfu þeir út blað sem hefur kostað sitt, en að visu nutu Alþýðubandalagið í Reykjavík Þrír umræðufundir Alþýðubanda lagið í Reykjavík heldur á næst- unni þrjá umræðufundi um verkalýðsmál. Fundirnir verða allir haldnir að Grettisgötu 3, og hefjast jafnan klukkan hálf níu að kvöldi. 1. fundurinn verður nú á fimmtudaginn, þann 21. mars. Þar mun Gunn- ar Guttormsson, hagræðingar- ráðunautur. fjalla um lýðrétt- indi verkafólks i atvinnulifinu. Á fundinum mætir einnig Guð- jón Jónsson, formaður Máim- og skipasmiðasambands Is- lands. 2. fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. mars nk. Þar mun Snorri Jónsson, forseti Alþýðusam- bands Islands fjalla um störf trúnaðarmanna verkalýðsfé- laganna á vinnustöðum. 3. fundurinn verður fimmtudaginn 4. april nk. Þar mun Helgi Guðmunds- son, starfsmaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar á Akureyri fjalla um stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar og þjóðfélags- leg markmiþ hennar. P'undirnir eru opnir öllum sósialistum og öðru áhugafólki um verkalýðs- og þjóðfélagsmál. Stjórn Alþýðubandalagsins i Rcykjavik Snorri Helgi þeir stuðnings fjármálavaldsins i landinu i formi auglýsinga. Hægri menn gerðu mikið mál úr þvi að fellt var úr greinum þeirra i siðasta Stúdentablaði sem helgað var kosningunum. Ekki var þö sá hamagangur reist- ur á sterkum rökum, þvi þeim hafði fyrirfram verið skammtað pláss i blaðinu sem var jafnmikið og það sem vinstri menn fengu. Þegar allt blaðið er tilbúið til prentunar utan opnu þeirrar sem Vöku var ætluð, koma þeir með efni sem gerði meira en að fylla út i siöurnar. Tjáði ritstjóri þeim þá að þeir yrðu að stytta mál sitt en þeir þvertóku fyrir það, og kvaðst ritstjóri þá gera það sjálf- ur sem hann og gerði. Einnig varð hann að skera aftan af efni vinstri manna þar sem það fór fram úr tveim siðum. En úr þessu ætluðu hægri menn að gera sér mikinn mat. Sýnir þetta mál ásamt fleiru að hægri menn hafa ekki of sterkan málstað fram að færa, heldur hyggjast vinna kosningarnar á alls kyns óhróðri um vinstri meirihiutann i Stúdentaráði. —ÞH Tölusett og árituð eintök af nýrri ijóðabók eftir Pétur Hafstein Lárusson eru seld á myndlistar- sýningu Jónasar Svafár og Hrafns Helga i Breiðfirðingabúð. Jónas Svafár sagði i viðtali við blaðið i gær að sýningin hefði ver- ið vel sótt, en hún er opin alla daga frá kl. 16—18 næstu tvær vikurnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.