Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 15
■8BB9BS Þriðjudagur 19. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 KOMDUIYIAMMA! ■BRENNDU BRJÓSTA- HALDAR- ANUM! eftr MÓSES DAVÍÐ QCHJLPte/S OÆ U>D /f73 J*e+B CMITOOH Tveir enskir bræður hafa sérhæft sig í smiði eftirlikinga af gömlum bilum. Billinn hér að ofan er árgerð 1908 en vélin er af árgerð 1974 og aðrir hlutir i drifi og hjólabúnaði nýir af inálinni. Bræðurnir hafa seit þessa bíla fyrir meir en miljón doliara til viðskiptavina i Bandarikjunum. Umferðarlögreglan I Moskvu fær aukin verkefni með auknum bila- fjölda i borginni. Nýlega fékk lögreglan þennan bil, sem hefur tæki til skjótra og nákvæmra mælinga á stöðum þar sem óhöpp eiga sér stað. (APN) SÍÐAN UMSJON: SJ Trú og kynlíf Komdu mamma, brenndu brjóstahaldaranum, er fyrir- sögn á bæklingi sem ,,Börn Guðs” dreifa hér á strætum. Þessi boðskapur kemur frá aðalstöðvum félagsins i London. Þarna kennir ýmissa grasa, en boðskapurinn er ein- faldur: Það er ekkert óguðlegt við kynlif. Lok bæklingsins hljóða svo: 30. Ekki er að furða þótt hórurnar á dögum Jesú hafi fljótar tekið á móti honum en hinar stoltu, eigingjörnu, kerfissinnuðu konur þessa heims. Megi Guð leysa okkur undan slikri gervi-hræsni. Krakkarnir þurfa og vilja vita um kynlifið og kynfærin sem Guð hefur skapað og nytsemi þeirra, sem Guð hefur gefið þeim, en kerfið reynir að fela þau og afneita þeim. 31. Ef þú heldur að eitthvað sé rangt við kynlif og að þú þurfir að skammast þin fyrir likama þinn, þá hlýtur eitt- hvað að vera rangt við Guð og þú ættir að skammast þin fyrir hann og okkur lika. 32. Við eigum kyntöfrandi Guð og kyntöfrandi trúar- brögð með mjög kyntöfrandi leiðtoga og sérstaklega kyn- töfrandi fylgjendum. Ef þér geðjast ekki að kynlifi, væri betra að þú færir i burtu meðan þú getur enn haldið i brjóstahaldarann. Hjálpræðið frelsar okkur frá bölvun klæðnaðarins og smán nektar- innar. Við erum frjáls eins og Adam og Eva i Garðinum, áður en þau syndguðu. Ef þú ert það ekki, þá ertu ekki alveg frelsuð. 33. Megi Guð dæma hvern einasta sjálfselskufullan hræsnara, sem breiðir yfir sannleika og fegurð sköpunar- verks Guðs frá heilögum, hreinlyndum börnum hans. Þeim óflekkuðu eru allir hlutir hreinir. En sá sem er saur- ugur verði áfram saurugur. Megi Guð leysa þig úr hræði- legum fjötrum sem þessum. 34. Komdu mamma — brenndu brjóstahaldaranum. öðlastu frelsi i kvöld. Hale- lúja. Með ástarkveðju MO (stendur fyrir Móses Davið). ■bmi r u - — Nú er frúin hans Jóns byrjuð vorhreingerningar. Atvinna V eðurathugunarmenn á Hveravöllum Veöurstofa íslands óskar að ráða tvo ein- staklinga, hjón eða einhleypinga, til veð- urathugana á Hveravöllum á Kili. Starfs- mennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst snemma i ágústmánuði 1974. Umsækjendur þurfa að vera heilsu- hraustir, og æskilegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð diesel- véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og sam- viskusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og með- mælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa bor- ist Veðurstofunni fyrir 8. april n.k. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í áhaldadeild Veðurstofunnar, Bústaðavegi !), Reykjavik. Laus staða i bæjarfógetaskrifstofunni i Kópavogi Skrifstofustarf (bókhald) i bæjarfógeta- skrifstofunni i Kópavogi er laust. Upplýsingar veitir Helgi Guðmundsson skrifstofustjóri. D 4. . , J Bæjarfogetinn 1 Kopavogi. Seðlabanki íslands Óskum að ráða vant skrifstofufólk til eft- irtalinna starfa sem fyrst. Áskilin er a.m.k. verslunarskólamenntun: a. Endurskoðun, þ.m.t. yfirfcrð og útmerking á færslum, reikningur á vélurn o.fl. b. Gjaldeyriseftirlit. Aðstoð við bókhaid, skýrslugerð og færslur ásamt vélritun og vinnu við reiknivélar. e. Hagfræðideild. Vélritun, krafa um eitt erlent tungu- mál, aðsloð við skýrslugerð, alntenn skrifstofustörf. Talið við starfsmannastjóra, Björn Tryggvason, III. hæð Landsbankahúsinu við Austurstræti 11, kl. 9-10 f.h. (ekki i síma). Seðlabanki íslands H0SNÆÐISMALASTOFNUN rikisins mmm Staða forstöðumanns fyrir tæknideild Húsnæðismálastofnunarinnar Húsnæðismálastofnun ríkisins auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns fyrir tæknideild stofnunarinnar, sem stofnuð verður á næstunni. Mun teiknistofa stof nunarinnar starfa innan ramma deildarinnar, sem vinna mun m.a. alhliða að gerð hústeikninga, einnig að gerð burðarþols- hitalagna- vatns- og skolplagnateikninga svo og raflagnateikninga. Auk þess fer fram á vegum deildarinnar áætlunargerð vegna íbúðabygginga, eftirlit með byggingaframkvæmdum og leiðbein- ingastarfsemi. Þá er einnig gert ráð fyrir því, að þróunar- könnunar- og fræðslustarfsemi fari að nokkru fram á hennar vegum. Nánari upplýsingar um starfið gefur fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist stofnuninni í ábyrgðarpósti fyrir 16. apríl nk. Reykjavík, 18. marz 1974, HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SIMI22453

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.