Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 19. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 11 Eftir kvöldið hjá Róbert i Hampstead hafði ég beðið vorsins með meiri óþolinmæði en nokkru sinni fyrr, og nú var það loksins komið. Vorið i North Stafford- shirehagar sér á svipaðan hátt og alls staðar annars staðar, svo að ég get hlift lesandanum við lýsingu á þvi. Kvöld eitt sat ég á barnum á hótelinu. Það var einn af þeim dögum sem ég átti til til- breytingar fri um leið og annað venjulegt fólk, og ég hafði verið kominn út á götu klukkan sex i þvi undarlega hugarástandi ( sem maður kemst i i april, þegar dagsverkinu er lokið og hann upp- götvar að enn er bjart úti. Ég var nýbúinn að taka við fyrsta drykknum minum, þegar Ned kom inn. Við drukkum saman tvö glös, en hann virtist viðutan og það var erfitt að halda uppi samræðum við hann. Loks reis hann á fætur og sagði: — Heyrðu Jói, komdu með mér heim að borða. Það er synd og skömm að sitja i þessari holu, þegar ennþá er bjart úti. — Mér liður ágætllega hér, sagði ég og drakk úr glasinu minu. — Hvaða vitleysa, leiðrétti hann eins og honum var lagið. — Þú heldur það bara, af þvi að það er orðin vani. Stattu nú upp, svo að við getum gengið svolitið um garðinn áður en maturinn kemur á borðið. Náttúran að vakna af dvala, Jói. Þú hefur gott af að sjá það. — Ég kann betur við hann þennan, sagði ég og benti á möl- étinn kaktusinn sem var eina náttúrufyrirbærið þarna á barnum. — Hvað gengur eigin- lega að þér, Ned? Þú hefur þó ekki lesið bók? En ég fór i frakkann og elti hann. Þegar við sátum i bilnum, sagði hann: — Ég er búinn að tala við báða lögfræðingana i simann i Lausn á krossgátu I = K, 2 = 0, 3 = G, 4 = U, 5 = R, 6 = Æ, 7 = F, 8 = A, 9 = B, 10 = Y, II = J, 12 = N, 13 = Ý, 14 = 1, 15 = S, 16 = 0, 17 = A, 18 = Ú, 19 = T, 20 = L, 21 = E, 22 = I, 23 = D, 24=0, 25 = Ð, 26 = V, 27 = É, 28 = Þ, 29 = H 30 = M, 31 = P. dag. Það litur út fyrir að skilnaðurinn komist i kring innan tveggja mánaða. Ég spurði ekki, hvort hann eða Róbert hefði sigrað i hinni göfugu baráttu um sektina. Ég efaðist ekki um að báðir hefðu gert allt sem i þeirra valdi stóð til að gera málið sem allra erfiðast. — Og mig langar til að ræða við einhvern um brúðkaups- áætlanirnar, sagði Ned með sigurbros á vör. — Talaðu um það við Myru, sagði ég. — Það geri ég auðvitað lika, sagði hann. — Hún býr hjá mér um þessar mundir. Ég ákvað að koma með hana hingað, i nokkrar vikur að minnsta kosti,og gefa slúðrinu byr undir vængi. Nú erum við rétt komnir og þá getum við spjallað um þetta öll þrjú. Þessi tilhögun var honum ber- sýnilega að skapi, þvi að hann hélt áfram að brosa ánægjulega. Ég velti fyrir mér, hvort hann ætti strax orðið erfitt með að tala við Myru og þyrfti á þriðja manni að halda til að missa ekki þráðinn. En sennilega var það ekki ástæðan. Trúlega var það gamla hneigðin til að gorta. Honum fannst hann ekki vera að tala við Myru i alvöru, nema einhver sæi hann gera það. Þetta var ný útgáfa af hugsjónastefnu: Myra átti enga tilvist ef ekki var einhver sem sá hana og samkvæmt hlutarins eðli gat þessi einhver ekki verið Ned sjálfur, það varð að vera Ned og einhver annar. Og þessi annar var ég þessa stundina. Ég mundi allt i einu eftir þvi, að þannig hafði það lika verið með Róbert. Myra virtist hvetja menn sina til dáða i annarra viðurvist. Við vorum komnir út úr bænum og landslagið var eins og þaö hafði verið fyrir hálfu ári þegar ég sá það siðast. Trén stóðu þar sem þau höfðu staðið og engin breiddu úr sér þar sem þau áttu að vera. — Ó, þú náttúra, sagði ég. — Biddu nú hægður, sagði Ned óþolinmóðlega. — Biddu þangað til þú sérð garðinn minn. Það var eins og hann væri þeirrar skoð- unar, að jafnvel náttúran væri náttúrlegri þegar hún var i hans eigu. Myra var likari sjálfri sér en nokkru sinni fyrr. Hún sá bilinn koma akandi og veifaði fagnandi ofanúr glugga. Siðan kom hún hlaupandi útum dyrnar og Brúðkaup Þann 26/1 voru gefin saman i hjónaband i Langholtskirkju af sr. Sig- urði Hauki Guðjónssyni Ingveldur Gisladóttir og Þórólfur Þorsteinsson Fálkagötu 24, Reykjavik, og Ragna B. Gisladóttir og Lúter Pálsson Skipasundi 32, Reykjavik. (Ljósm.st. Gunnars Ingimarss.). hoppaði i fangið á Ned um leið og hann steig út úr bilnum. — 0, elskan, þetta hefur verið svo langur dagur án þin, sagði hún. — Ætli hann hafi ekki verið álika langur og dagar yfirleitt, sagði Ned dálitið hranalega og, reyndi að losa sig meðan hann tók af sér hanska. Hann var svo ánægður með kaupsýslu mannshaminn sinn, að hann var ófús til að afklæðast honum um leið og hann kom heim. Hann varð að gefa sér tima til að tosa hann af sér smátt og smátt. — Af hverju kyssirðu mig ekki? sagði ég og kom út úr bilnum hinum meginn. — Sál- fræðingurinn rhinn segir að það væri hollt fyrir mig. Myra hló og strauk mér um vangann. — Það var indælt af þér að koma með Jóa heim til min, elskan, sagði hún og einblindi ennþá á Ned. — Ég kom alveg eins með hann sjálfs min vegna, sagði Ned og var þegar kominn af stað út i garð. — Skrepptu inn og biddu þær að leggja viðbótardisk á borðið, meðan ég sýni Jóa garð- inn. Hann var bersýnlega and- vigur þessum leikbrögðum hennar sem áttu að gefa til kynna að þau væru orðin fjöskylda og hún rómantisk. Hún var drottningin sem sat i höll sinni og hann riddarinn hugprúði sem hélt út i heim og kom til baka með merkilegan feng sem hann lagði að fótum hennar. Eða leit hún kannski á sjálfa sig og Ned sem ikornamömmu og pabba? Þá var ég heslihnetan sem hann kom með heim i klónum. Ég elti Ned kringum húsið og eftir flisastig niður i garðinn. Við gengum skáhallt yfir stóru gras- flötina og ég reyndi að finna upp á einhverju til að segja um garðinn hans. Það var augljóst að ýmis- legt hafði verið gert fyrir hann. Þarna voru dreifðir runnar og stór blómabeð og gróðurhús og matjurtagarður og skrautlegt vatnsker. Fyrir utan girðinguna sá ég mann vera að reka kýrnar sinar heim. — Hér er svei mér friðsælt, sagði ég. Einhverra hluta vegna virtist þessiathugasemd ekki falla Ned i geð. Hann leit illilega á mig, eins og hann vildi spyrja hvað það ætti eiginlega að þýða að segja svona lagað um garðinn hans. — Kyrrt og rólegt, reyndi ég aftur eins og til að leggja meiri á- herslu á orð min ef ske kynni að þau hlytu náð hjá honum. En hann varð enn skuggalegri. — En þetta það fyrsta sem þér dettur i hug? spurði hann fýlu- lega. Satt að segja hafði mér fyrst af öllu dottið i hug, að þetta hlyti að hafa kostað hann firnin öll af peningum, en mér fannst ekki viðeigandi að segja honum það, og þvi sagði ég aðeins gæflega: — Já, er nokkuð athugavert við það? Það lá við að ég óskaði þess, að ég væri aftur kominn inn i hálf- dimman barinn með whiskýglas i hendi og útsýni að göddóttum kaktusnum. Hefði ég vitað hvað hann átti eftir að láta út úr sér, hefði ég óskað þess að ég sæti ofaná kaktusnum en ekki hér með honum. — Myra tók lika fyrst eftir þvi, sagði hann. — Já, það er eigin- lega það eina sem hún hefur haft um garðinn að segja þennan tima sem hún hefur verið hér. Hann sat stundarkorn með luntasvip og bætti siðan við: — Hún á i raun- inni við það, að henni hundleiðist. — Auðvitað ekki, sagði ég án þess að vita i rauninni um hvað ég var að tala. — Ef henni leiðist i raun og veru, af hverju ætti hún þá ekki að segja það berum orðum? Varla er hún feimin við að láta það út úr sér. Við vorum komnir út að enda á garðinum og settumst á eins konar náttúrubekk. Ned virtist þó ekkert róast við að setjast. Þriðjudagur 19. marz 7.00 Morgunútvarp Véður- fregnir kl. 7,00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7,30. 8.15 (og forustugr.dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorleifur Hauksson heldur áfram að lesa söguna ,,Elsku Mió minn” eftir Astrid Lindgren (16). Morgunleikfimi kl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir. kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Ég man þá tiðkl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögum og tónlist frá liönum árum. Tónleikar kl. 11.25: Walter Klien leikur á pianó verk eftir Mozart. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Kftir hádcgið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Flokkað eftir aldri Fyrsti þáttur um málefni aldraðara: Umsjón Sigrún Júliusdóttir og Sigmundur ■ örn Arngrimsson. 15.00 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist a. Lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Þór- arin Guðmundsson, Árna Thorsteinsson og Jóhann Ó. Haraldsson. Sigurveig Hjaltestedt syngur: Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. Sónata fyrir klarinettu og pianó eftir Jón Þórarinsson. Egill Jónsson og Guðmundur Jónsson leika. c. Sónata fyrir fiðlu og pianó eftir Jón Nordal. Björn ólafsson og höfundur leika. d....Ymur”, hljóm- sveitarverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Sinfóniu- hljómsveit tslands leikur: Páll P. Pálsson stj. e. „Friðarkall” eftir Sigurð E. Garðarsson. Sinfóniuhljóm- sveit tslands leikur: Páll P. Pálsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistartimi barnanna Ólafur Þórðarson sér um timann. 17.30 Framburðarkcnnsla i frönsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Á vettvangi dómsmál- anna Björn Helgason hæsta- réttarritari talar. 18.20 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 Tónleikakynning. Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri segir frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar tslands i vikunni. 19.50 Ljóð eftir sænska skáld- ið llarry Martinsson:, — annar lestur Jón skáld úr Vör les eigin þýðingar. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Hæfilegur skammtur Gisli Rúnar Jónsson og Július Brjánsson sjá um þátt með léttblönduðu efni. 21.30 A hvitum reitum og svörtum. Ingvar Ásmunds- son sér um skákþátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (32) 22.25 Kvöldsagan: „Vöggu- visa” eftir Elias Mar Höfundur les (10). 22.45 llarmonikulög Dick Contino leikur ásamt hljóm- sveit. 23.00 Á hljóðbergi Peter Ustinov les „Einhyrninginn i garðinum” og aörar grát- legar dæmisögur fyrir nútimamenn eftir James Thurber. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 19. mars 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Litið skákmót i sjón- varpssal Fimmta skák. Hvitt: F'riðrik Ólafsson. Svart: Forintos Skýringar flytur Guðmund- ur Arnlaugsson. 21.00 Mósambikk Þáttur úr flokki sænskra fréttamynda um ungu kyn- slóðina i Mósambikk og starfsemi frelsishreyfingar- innar, Frelimo. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 21.30 Valdatafl Bresk framhaldsmynd. 6. þáttur. útsýnið Þýðandi Jón. O. Edwald. Efni 5. þáttar: Bligh-fyrirtækið hefur gert samninga viö hollenska og italska aðila um samvinnu við stórfelldar vega- og byggingaframkvæmdir á ttaliu. 1 ljós kemur. að ein- hverjir hafa komist á snoöir um fyrirhugaðar fram- kvæmdir, þvi lóðir eru þar keyptar i stórum stil af að- vifandi kaupahéönum. Grunur fellur á Wilder, en honum tekst að sanna. aö háttsettir, italskir aðilar eigi þar mestan hlut að máli, og þannig beinist at- hyglin frá Pamelu Wilder og Don Henderson. sem einnig höfðu verið viöriðin lóða- braskið. 20.20 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur uni erlend málefni Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. Dagsk.rárlp.k Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu flUÍ úrvali. LfVTi Jasmin Laugavegi 133

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.