Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. marz 1974.
Ihaldið felldi tillögu Öddu Báru
Vill ekki vinnustaði fyrir
fólk með skerta starfsgetu
,,Meö hliðsjón af því,
hve fólk með skerta vinnu-
getu og fólk, sem komið er
á efri ár, á erfitt uppdrátt-
ar á almennum vinnu-
markaði, felur borgar-
stjórn borgarráði og fé-
lagsmálaráði að hafa for-
göngu um að koma upp
fyrirtækjum, sem byggist
á vinnu þessa fólks. Haft
skal samráð við samtök
aldraðra og öryrkja-
bandalag íslands um
framkvæmdir.,í
Þessi tillaga Oddu Báru Sigfús-
dóttur reyndist borgarstjórnari-
haldinu of róttæk, þrátt fyrir
fagrar yfirlýsingar um stuðning
við málefni aldraðra, og sam-
þykkti meirhlutinn i staðinn
breytingartillögu frá Sigurlaugu
Bjarnadóttur, sem i rauninni
gjörbreytti eðli tillögunnar og
gerir i stað frumkvæðis og fram-
kvæmda ráð fyrir óljósri könnun
og aöstoð við útvegun á vinnu.
Adda Bára flutti tillögu sina á
fundi borgarstjórnar sl. fimmtu-
dagskvöld og kvaðst þá flytja
hana i bjartsýni og trausti á að sú
vakning i málefnum aldraðra,
sem borgarstjóri var að flika i
Morgunblaðinu fyrir skömmu,
næði einnig til framkvæmda. bótt
vakningin hefði aðeins átt við
aldraða mættu aðrir með skerta
vinnugetu vafalaust einnig njóta
góðs af henni.
Hún vitnaði til fyrri umræðna i
borgarstjórn um atvinnuvanda-
mál aldraðra og öryrkja að frum-
kvæði Steinunnar Finnbogadóttur
og Sigurlaugar Bjarnadóttur, en
tillögum þessa efnis frá þeim var
visað til félagsmálaráðs. Sjálf-
sagt hefði verið spjallað um þær
þar, en hún myndi ekki eftir ár-
angri og i borgarstjórn helst eftir
þrasi um reglugerð um vinnu-
miðlun.
Um tvennt er að ræða, sagði
Adda Bára: I fyrsta lagi atvinnu
fyrir þetta fólk hjá stofnunum og
fyrirtækjum, sem þegar störfuðu,
og i öðru lagi atvinnu i sérstökum
fyrirtækjum, sem venjulega væru
kölluð verndaðir vinnustaðir.
Kvað hún tillögu sina fjalla um
fyrirtæki, sém sérstaklega væru
miðuð við þessa hópa. Þar með
væri ekki verið að vanmeta hinn
þáttinn, þvert á móti væri hann
stærri, en að honum unnið á veg-
um endurhæfingarráðs og einnig
Félagsmálastofnunar borgarinn-
ar.
Brézjnéf
lofar meiri
jarðabótum
ALMA ATA. Brézjnéf, aðalritari
sovéska kommúnistaflokksins
hélt ræðu i höfuðborg Kazaikst-
ans á hátiðafundi þar sem minnst
var 20 ára afmælis nýræktar-
framkvæmdanna. A sjö árum
voru 41,8 milj. hektara lands
brotnir undir pló'ginn, þar af 25
milj. i Kazakstan. Gjörbreytti
þetta kornrækt i landinu, en nú
kemur um fjórðungur korns
landsmanna frá þessum héruð-
um.
Brézjnéf ræddi um það, að
þessar framkvæmdir hefðu gert
landið miklu óháðara veðurfari.
Þurrkasumarið mikla 1972 tókst
að ná meðaluppskeru fyrri ára og
er það nýræktinni að þakka. Og i
fyrra var metuppskera i landinu.
Hann gat þess að á næstu árum
(1976—1980), mundi 35 miljörðum
rúblna varið til allsherjar jarða-
bóta á stóru svæði i Mið-Rúss-
landi. Fyrir utan jarðabætur
verður miklu fé varið til vega-
gerðar og vélvæðingar landbún-
aðarins. (Skv. apn.)
óumdeilanleg þörf
Frumkvæði að sérstökum fyrir-
tækjum hefði hinsvegar verið litið
og væri borgin þar eðlilegur aðili,
en núverandi úrræði takmörkuð,
til væru Múlalundur, þar sem 35
gætu unnið, Blindraheimilið fyrir
24 og Sjálfsbjörg með um 10
vinnupláss. Hafði Adda Bára eftir
Karli Brand hjá endurhæfingar-
ráði, sem annast hefur vinnu-
miðlun öryrkja frá i sumar, að
hann væri nú með á sinum vegum
yfir 20 manns, sem þyrfti að
koma á vinnustað af þvi tagi, sem
tillagan fjallar um. Er þar um að
ræða fólk, sem ekki er hægt að
koma á almennan vinnumarkað.
Þörfin á slikum vinnustöðum
hefur ekki verið mæld, en hana
má marka t.d. á þessum 20, sem
ekki hefur verið hægt að koma i
vinnu þrátt fyrir tilraunir, sagði
hún.og einnig getum við borgar-
fulltrúar dæmt um hana af þvi,
hvernig okkur gengur persónu-
lega að finna vinnu fyrir fólk með
eitthvað skerta getu, sem til okk-
ar leitar. Sem dæmi má lika
nefna, að þegar auglýst var um-
sjónarmannsstaða hjá rikinu ný-
lega sóttu yfir 20 manns, menn
yfir miðjan aldur, sem hafa gefist
upp á að halda þeim mikla hraða,
sem er i atvinnulifinu. Og gifurleg
ásókn er nú i að komast að sem
næturvörður. Margt annað mætti
nefna sem visbendingu um þörf
fólks að komast á vinnustaði,
þarsem ekki er sá hraði og sú
samkeppni sem rikirá almennum
vinnumarkaði. Þörfin hefur ekki
verið mæld, en er óumdeilanleg.
Eölileg atvinna
grundva llaratriði
Það er vandi að skipuleggja og
reka vinnustaði, sem henta þessu
fólki, sagði Adda Bára og lagði á-
herslu á það grundvallaratriði, að
um eðlilega atvinnu væri að ræða,
en ekki tómstundastarfsemi, ein-
hverskonar gervivinnu. Þótt tóm-
stundaiðja væri i sjálfu sér góð,
væri hún allt annar hlutur. Hún
benti á að fólk með skerta vinnu-
getu byggi yfir mismunandi
starfsreynslu og kunnáttu, og
fannst ekki óliklegt að koma
mætti upp fyrirtækjum, sem ör-
yrkjar og aldraðir bæði ynnu við
og stjórnuðu einnig að mestu eða
öllu leyti sjálfir. En ráðstafanir
þyrfti til að tryggja framtið slíkra
fyrirtækja og borgin þyrfti þvi
auk frumkvæðis að vera bakhjarl
og meðstjórnandi.
Sem dæmi nefndi Adda Bára
hvernig unnið er að endurhæfing-
armálum i Póllandi, þar sem ör-
yrkjar reka sjálfir stór og smá at-
vinnufyrirtæki.
Um hugsanlegt verkefnaval
fyrirtækja af þessu tagi benti hún
t.d. á húsgagnaviðgerðir og ýmsa
þjónustu fyrir heimili, þar sem
húsráðendur hefðu auraráð, en
ekki tima, auk þess sem hugsan-
leg væru hliðarfyrirtæki við önn-
ur stærri.
Af 50—60 manns, sem mættu á
fundi ungra Sjálfstæðismanna um
„öryggis- og varnarmálin” á isa-
firði á laugardaginn var, voru
a.m.k. 25 herstöðvaandstæðingar
og af þeim 15, sem til máls tóku
að framsöguerindum loknum var
mikill meirihluti á öndverðum
meiöi við frummælendur.
Adda Bára minnti að lokum á,
að vinna i samræmi við getu væri
ein af frumþörfum manna og
kvaðst treysta á góðar undirtektir
i þessu efni.
En meirihlutinn taldi það ekki
rétta leið að borgin aðstoðaði við
stofnun sérstakra fyrirtækja, að
þvi er fram kom i málflutningi
Sigurlaugar Bjarnadóttur, fulltr.
Sjálfstæðisflokksins, heldur gæti
hún styrkt frjáls félagasamtök,
sem hefðu slik verkefni með
höndum. Væri ekki rétt að borgin
hefði frumkvæði, sagði Sigurlaug
og bar fram breytingartillögu
þess efnis, að i staðinn færi fram
könnun á vinnuþörf, vinnugetu og
útvegun vinnu fyrir þetta fólk i
borginni i samráði við aðila, sem
að slikum málum ynnu.
Steinunn Finnbogadóttir, borg-
arfulltrúi SFV, tók hinsvegar
undir tillögu öddu Báru og taldi
málefnið brynt,jafnhliða þvi sem
vinna þyrfti að þvi að borgar-
fyrirtæki og einkafyrirtæki tækju
i auknum mæli við fólki með
Það varð þvi heldur sneypuleg
vesturför þeirra Morgunblaðs- og
Visisritstjóranna Styrmis Gunn-
arssonar og Björns Bjarnasonar,
sem höfðu uppi venjulegan
Moggamálflutning i ræðum sin-
um, enda lögðu fundarboðendur
ekki I að flytja á fundinum neina
álytkunartillögu. Þriðji ræðu-
Adda Bára Sigfúsdóttir
skerta starfsgetu, sem gæti starf-
að við hlið heilbrigðra.
Adda Bára benti á, að breyting-
atillaga Sigurlaugar ætti ekkert
skylt við upphaflegu tillöguna og
gjörbreytti efni hennar, en hugs-
anlega mætti samþykkja hvora
fyrir sig. En sem fyrri daginn
samþykkti meirihlutinn breyttu
tillöguna — og nú er eftir að sjá,
hver það verður, sem endurflytur
úrvinnslu félagsmálaráðs, þegar
málið (og ef) kemur aftur til
borgarstjórnar. Hefur oft verið
lærdómsrikt að sjá hægri fulltrú-
ana taka upp mál, sem vinstri
fulltrúarnir hafa flutt i upphafi,
en ekki fengið samþykkt þá. —vh
maðurinn var Arnór Sigurjónsson
nemi i Ml.
Umræður voru mjög liflegar og
voru frummælendur i vörn allan
timann, Styrmir með sitt hefð-
bundna skitkast og boðandi land-
ráðastefnuna. Verður fróðlegt að
sjá, hvernig þeir félagar tjá sig
um fundinn i málgögnum sinum.
Tillaga þingmanna úr fjórum flokkum:
Lög um vemdun einstaklinga
gegn misnotkun tölvutækni
þinigsjá
Alþingismennirnir Hagnar
Arnaids, Benedikt Gröndal (A),
Jónas Jónsson (F) og Bjarni
Guðnason (Ff) flytja á alþingi til-
lögu til þingsályktunar um tölvu-
tækni við söfnun upplýsinga uin
skoðanir manna og persónulega
liagi. TiUaga þessi er flutt mjög
skömmu eftir aö Þjóðviljinn
hefur ljóstrað upp um þau vinnu-
brögð Varins lands, að þar sé
tiilvutækni beitt til varðveislu
upplýsinga um pólitiskar skoðan-
ir einstaklinga.
Tillaga þingmannanna er á
þessa leið:
Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að skipa nefnd til
að semja frumvarp til laga um,
verndun einstaklinga gagnvart
þvi, að komið sé upp safni upplýs-
inga um skoðanir þeirra eða aðra
persónulaga hagi með aðstöð
tölvutækni. Nefndin skal kynna
sér lög þau, sem sett hafa verið
eða verið er að undirbúa i nálæg-
um löndum, bæði austan hafs og
vestan, um bann við persónu-
njósnum með tölvutækni. Nefndin
skal hafa lokið störfum, áður en
þing kemur saman næsta haust.
Allur kostnaður við störf nefndar-
innar greiðist úr rikissjóði.
1 greinargerðinni sem tillög-
unni fylgir segir:
„Safnanir undirskrifta til stuðn-
ings eða til andstöðu við tiltekið
málefni hafa lengi tiðkast og svo
mun áfram verða um langa fram-
tið. I kosningabaráttu gera menn
spjaldskrár yfir hugsanlega
stuðningsmenn og merkja kjör-
skrár i þvi skyni að skipuleggja
kosningastarfið á kjördegi. Starf-
semi af þessu tagi er gamalkunn
og veldur ekki deilum.
En jafnvel hin venjulegustu
vinnubrögð gerbreyta um eðli,
þegar allt i einu er farið að beita
fullkomnustu tækni nútimavis-
inda til að leysa verkefni af hendi
með undraverðum hraða, sem
Skattarnir til neðri
deildar á nýjan leik
Fundir voru hoðaðir i báðum
deildum alþingis i gær klukkan
tvö svo sem venja er til. Forsetar
settu fundi á boðuðum fundar-
tima, en frestuðu fundarhöldum,
án þess að taka nein mál fyrir til
kl. 4.
Ástæðan var sú að þingflokk-
arnir héldu fundi um skattamál-
in. Var skattkerfisbreytingin á
dagskrá efri deildar, en fundur
hófst I deildinni kl. 4. Var þá
gengið til atkvæða og tillaga
meirihluta fjárhagsnefndar, um
að skattkerfisbreytingin gildi að-
eins út þetta ár, samþykkt með 11
samhljóða atkvæðum. Frum-
varpið I heild var siðan samþykkt
með 11 atkvæðum gegn 9 og sent
til neðri deildar aftur.
áður var flókin og seinunnin
handavinna.
Notkun tölvutækni skapar áöur
óþekkta yfirsýn við söfnun hvers
konar upplýsinga, og þegar þess
háttar tækni er beitt til að skrá-
setja persónulegar skoðanir fólks
eða aðrar upplýsingar um einka-
hagi manna, þá er alvarleg hætta
á ferðum. Þetta hefur mönnum
orðið ljóst á seinustu árum i flest-
um nálægum löndum, og þess
vegna hafa viða verið gerðar ráð-
stafanir til að vernda friðhelgi
einstaklinganna gegn undramætti
tölvutækninnar.
ISviþjóð eru nú í gildi svonefnd
Datalag nr. 289, sem samþykkt
voru á sænska þinginu á s.l. vori
og staðfest af konungi 11. mai
• 1973. Er þar bannað aö koma upp
upplýsingaskrá um einstaklinga
með aðstoð tölvutækni nema aö
fengnu sérstöku leyfi, að viðlögðu
2 ára fangelsi. Fyrir bandariska
þinginu liggur nú frumvarp, sem
flutt er af Goldwater, fyrrum for-
setaefni Republikana, og fjallar
það um sama efni.
Vegna fámennis þjóðarinnar er
sérstaklega auðvelt á Islandi að
nota nýjustu tölvutækni til að
koma upp skrám um einkahagi
allra landsmanna. A skal aö ósi
stemma og er ekki seinna vænna,
að gerðar gerði ráðstafanir til að
koma i veg fyrir, að unnt sé að
hagnýta tölvutækni hér á landi til
persónunjósna”.
Sneypuför ritstjóranna vestur
Styrmir og Björn í
vörn um varnarmál