Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1974næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. marz 1974. Arkitektafélag Islands Ræðir byggingar á Þingvöllum Arkitektafélag islands hefur sent aiþingi bréf þar sem fjallað er um byggingamál á Þingvalia- svæöinu en þau voru tekin til meðferðar á fundi i félaginu f Iok janúar. Segir þar að áiit fundar- ins hafi verið það að „mjög óæskiiega hefði verið staðið að framkvæmdum þar að undan- förnu.” Segja arkitektar að ekkert hafi verið unnið að mannvirkjagerð á svæðinu samkvæmt þeim mark- miðum sem lögð voru til grund- vallar i samkeppni um skipulag svæðisins sem Skipulagsstjórn rikisins hafi efnt til árið 1972 i samráði við Þingvallanefnd og Arkitektafélagið. Þá segir i ályktun fundarins að hann átelji - „harðlega að ráðist hafi verið i byggingarfram- kvæmdir innan þjóðgarðsins... i algeru ósamræmi við niðurstöður samkeppninnar um skipulag Þingvallasvæðisins...” Siðar i ályktuninni segir: „Ljóst er nú að undirbúningur að fyrrgreindum byggingarfram- kvæmdum var hafinn, áður en niðurstöður dómnefndar Þing- vallasamkeppninnar lágu fyrir, en formaður Þingvallanefndar var þó á sama tima formaður dómnefndar, og framkvæmda- stjóri Þingvallanefndar átti einn- ig sæti i dómnefndinni. Fundurinn skorar á háttvirt al- þingi að sjá til þess að komið verði i veg fyrir enn eina viðbygg- inguna við Valhöll, framkvæmdir þar stöðvaðar, og að fylgt verði i reynd þeirri stefnu, sem mótuð var i dómsniðurstöðu Þingvalla- samkeppninnar.” Blaðið ræddi við Guðmund Kr. Kristinsson formann AI og kvað hann félagsmenn hafa verið mjög óánægða með að stækkun Val- hallar og Þingvallabæjarins hafi verið samþykkt á sama tima og samkeppnin fór fram. Sagði hann að i flestum þeim tillögum sem sendar voru inn hafi ekki verið gert ráð fyrir frekari byggingum á helgasta svæðinu. Hafi reyndar dómnefnd i niðurstöðum sinum staðfest þá stefnu. Um áhrif bréfsins sagði Guð- mundur að ekki væri raunhæft að búast við þvi að alþingi afturkall- aði leyfin og stöðvaði fram- kvæmdirnar eins og fram er farið á i bréfinu. Tilgangur bréfsins væri einkum sá að vera áminning til þingmanna og að koma i veg fyrir að leyfi verði veitt fyrir frekari framkvæmdir i framtið- Baða ekki Framhald af bls 5. hægt sé að fylgjast með þvi hvort árangur verður. Eina leiðin til þess er að lög- banna allar baðanir, en fylgjast náið með hvort óþrifa verður vart og einbeita kröftum og fjármagni til að útrýma þeim hvar sem þau i ljós koma. Það mætti skattleggja alla sauðfjárbændur um þá upp- hæð sem böðunarkostnaði myndi nema, ef baðað væri,og nota þá fjármuni til að standa straum af kostnaði við skipulagða óþrifaleit og til að reka smiðshögg á útrým- ingu óþrifa á þeim fáu stöðum sem þau munu enn viðloðandi. Þetta er ekki einkamál hvers og eins, heldur hagsmunamál allra bænda jafnt. Framkvæmdavald þessara mála hefur haldið svo slælega á spilum og ekki sinnt neinum á- bendingum um úrbætur, að við teljum það nú þegar orðið skaða- bótaskylt gagnvart bændum, sem það hefur lögþvingað af fyrir- hyggjuleysi æ ofan i æ út i til- gangslausar, en dýrar og áhættu- samar aðgerðir, þar sem baðanir eru í núverandi mynd. Arnarfirði, 15. febrúar 1974. Ingi Bjarnason Feigsdal, Ólaf- ur Gislason Neðra-Bæ, Sveinn B. Sigurjónsson Grænuhlið, Matthi- as Jónsson Fossi, Jón M. Ólafsson Fífustöðum, Halldór G. Jónsson Hóli, Björn ólafsson Dufansdal. Sigurður Guðmundsson Otradal. Þess má geta að i sunnudags- blaði Timans er þvi skotið að bændum að böðun með lögreglu- valdi sé dýk spaug, eins og það er orðað. Börn Framhald af bls. 9. þætti,heldur taka einungis efni sem er á boðstólum i borginni og efni sem er ódýrast. Hermann Rag nar Stefánsson: önnur nýjung sem viö höfum mikinn áhuga á er að komast meira út á land. Hingað til hefur aðeins verið um að ræða „sjón- varp Reykjavikur og nágrennis,” en vitanlega á það að vera sjón- varp allra landsmanna. Þessar hugmyndir voru brottrekstrarsök! Olga Guðrún Arnadóttir: Ég hef reynt að fá börnin sjálf til að hugsa um þau efni sem ég hef fært i tal við þau, reynt að opna nýjar leiðir, en ekki reynt að troða minum eigin skoðunum upp á þau. Þess vegna finnst mér furðulegt allt þetta tal um, að ég hafi verið með beinan áróður og blátt áfram þvingað minum skoðunum inn á þau. Ég hef ekki stundað aðra innrætingu en þá að vekja börnin til umhugsunar um ýmis efni sem venjulega er haldið leyndum fyrir þeim. Mér finnst að barnatimar útvarpsins eigi bæði að vera fræðandi og skemmtilegir. Nú vildi ég gjarnan fara eitt- hvað og geta numið þó ekki væri nema tæknilegar aðferðir og upp- bygging slikra þátta, hvar eigi að velja barnaefni og hvers kyns það eigi að vera. Ég finn oft sárlega fyrir vankunnáttu minni i þessum efnum. Nú er staða min hjá út- varpinu að visu mjög óráðin, þannig að ég veit varla nokkurn tima hvort kemur að öðrum þætti eða ekki. Það er komið svo að ég má varla segja „jæja”, þá er það túlkað sem „Heill Lenin”. Ég hef þætti einu sinni i mánuði, aðeins 30 minútur I hvert skipti. En ég vildi gjarnan koma upp einhvers konar barnadeild hjá hljóðvarpinu, þar sem raun- verulega væri lögð fram vinna og 1. Albert GK 4S20 2. Altafell SU 4508 3. Arnar XR 143 S 4. Arney KE 1304 5. Arni Kristjánss. BA 2040 8. Arni Magnússon SU 1588 7. Arsæll KE 2352 8. Arsæll Sigurðsson GK 2800 9. Asberg RE 5592 10. Asborg RE 1573 11. Asgeir RE 7873 12. Asver VE 2507 13. Baldur RE 1776 14. Bára GK 1529 15. Bergur VE 3364 18. Bjarnarey VE 1190 17. Bjarni dlafsson AK 4396 18. Björg NK 1578 19. Börkur NK 11297 20. Dagfari ÞH 4842 21. Eldborg GK 857S 22. Faxaborg GK 6323 23. Faxi GK 2277 24. Fífill GK 7066 25. FriSbjáfur SU 1351 26. Gísli Arni RE 8953 27. Grindvíkingur GK 8458 28. Grímseyingur GK 3422 29. GuSmundur RE 11584 30. Guðrún GK 1207 31. Gullberg VE 2818 32. Gunnar Júnsson VE 1955 33. Hafberg GK 1141 34. Hafrún ÍS 1958 35. Halklon VE 3100 36. Hamar SH 1480 37. Hamravík KE 1955 38. Haraldur AK 1357 39. Harpa RE 4357 40. HéSinn ÞH 4673 41. Heimaey VE 1001 42. Heimlr SU 7199 43. Helga RE 3304 44. Helga II RE 2378 45. Helga GuSmundsd. BA 5730 46. Hilmir KE 1132 47. Hilmir SU 7406 48. Hinrik Kd 2441 49. Hrafn Sveinbjarnars. GK 3314 50. Hrönn VE 1848 Listi yfir löndunarhafnir: 1. VopnafjörSur 16.207 S. Seyðisfjörður 34.038 3. Neskaupstaður 30.48S 4. Eskifjörður 18.941 5. Reyðarfjörður 12.137 6. Fáskrúðsfjörður 8.668 7. Stöðvarfjörður 9.256 8. Breiðdalsvfk 4.681 9. Djúpivogur 8.081 10. Höfn Hornafirði 15.951 11. Vestmannaeyjar 62.814 12. ÞorlSkshöfn 15.391 13. Grindavfk 21.612 kraftar, og þar væri sérhæft fólk ásamt listamönnum. Sérstæðir möguleikar á almenna þátttöku. Þorbjörn Broddason: I stærstu fjölmiðlunum, ljósvakafjöl- miðlunum, háir mönnum i fyrsta lagi alger fjárskortur og þar er börnum gróflega mismunað gagnvart öðrum neytendum fjöl- miðlanna. I öðru lagi rikir mis- skilningur hjá ráðamönnum þessara fjölmiðla á eðli þeirra. Það er að segja, þeim sést stund- um yfir þá staðreynd, að allt sem þeir flytja er boðskapur af einu tagi eða öðru. Þetta gera ekki nógu margir sér ljóst, og af þessu leiðir að gert er upp á milli efnis út frá þeim misskilningi að i þvi felist mismunandi mikill boð- skapur, þegar raunverulega er einungis um að ræða mismunandi tegundir af boðskap. Mér finnst rétt að benda á þá sérstöðu íslendinga, að vegna fá- mennis höfum við möguleika á að ganga miklu lengra en nokkur sambærileg menningarþjóð i þvi að gera sem allra flesta virka þátttakendur i fjölmiðlum, börn jafnt og fullorðna. 51. Huginn II VE 2887 52. Húnaröst ÆR 1908 53. Höfrungur II AK 1721 54. Höfrungur III AK 4929 55. ísleifur VE 63 4336 56. Isleifur IV VE 2143 57. JúrngerSur GK 2716 58. J<5n Finnsson GK 5432 59. Ján Garðar GK 5984 60. J<5n Helgason AR 1020 81. Kef1 -fkingur KE 4800 62. Kopur RE 1419 33. Kristbjörg II VE 2598 64. Loftur Baldvinss. EA 6778 65. Ljásfari ÞH 2507 68. Lundi VE 1227 67. Magnús NK 5521 68. Náttfari ÞH 3302 69. dlafur Magnússon EA 1903 70. dlafur Sigurðsson AK 4885 71. dli Toftum KE 1010 72. dskar Magnússon AK 7219 73. Pétur Jánsson Kd 7191 74. Rauðsey AK 6542 75. Reykjaborg RE 6140 76. Sandafell GK 2169 77. Sigurbjörg dF 3126 78. Sigurður RE 3848 79. Skagaröst KE 1172 80. Skinney SF 3608 81. Skírnir AK 4470 82. Skágey SF 2969 83. Súlan EA 7074 84. Surtsey VE 1542 85. Svanur RE 5329 86. Sveinn Sveinbjörnss.NK5202 87. Sæberg SU 3835 88. Sæunn GK 2131 89. Tálknfirðingur BA 2747 90. Tungufell BA 3013 91. Venus GK 2268 92. Víðir AK 3899 93. Víðir NK 3486 94. Vonin II KE 2064 95. Vörður ÞH 3225 95. Þorbjörn II GK 1630 97. Þárður Jánasson EA 5162 98. Þárkatla II GK 3111 99. Þorsteinn RE 6242 100. Örn KE 4988 14. Sandgerði 15.006 15. Keflavík 17.668 18. Hafnarfjörður 11.853 17. Reykjavík 39.123 18. Akranes 25.198 19. Patreksfjörður 1.908 20. Tálknafjörður 1.461 21. Súgandafjörður 813 22. Bolungavík 3.589 23. Siglufjörður 8.585 24. Krossanes 417 25. Raufarhöfn 7.227 26. Færeyjar 419 Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir október-desember 1973, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áfölln- um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunn- ar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 14. mars 1974. Sigurjón Sigurðsson. Atvinna Laus staða deildarstjóra Staða deildarstjóra i fjármálaráðuneyt- inu, fjárlaga- og hagsýslustofnun, er laus tilumsóknar. Starfið er einkum á sviði al- mennrar hagsýslu i rikisrekstrinum, og er ætlast til, að umsækjandi, sem ráðinn yrði, hafi frumkvæði að ýmsum athugun- um á þessu sviði og vinni m.a. með for- stjórum hlutaðeigandi rikisstofnana að at- hugunum á skipulagi og rekstri. Starfið krefst i ýmsum tilvikum sjálfstæðrar ákvarðanatöku. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi lokið námi i hagfræði, verkfræði, við- skiptafræði eða lögfræði, helst með sér- menntun á sviði rekstrarhagræðingar og stjórnunar. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 8. april 1974. Fjármálaráðuneytið. fjárlaga- og hagsýslustofnun, 15. mars 1974. Laus staða Staða framkvæmdastjóra Lagmetis- iðjunnar Siglósild Siglufirði er laus til um- sóknar. Laun skv. hinu almenna launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsféril umsækjanda, sendist ráðuneytinu fyrir 20. mars 1974. Iðnaðarráðuneytið 18. mars 1974. V élritunarstúlka Viðlagasjóður óskar eftir að ráða vana vélritunarstúlku. Kaup og kjör eru i sam- ræmi við taxta bankastarfsmanna. Upplýsingar i sima 18340 VIÐLAGASJÓÐUR Eiginmaöur minn, faðir og tengdafaöir, GUÐMUNDUR HANNESSON frá Móhúsum Stokkseyri, andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 17. mars. Stefanía Sigurðardóttir, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐ ÞORSTEINSSONAR. Sérstaklegar þakkir færum við tengdafólki fyrir alla þeirra miklu aðstoð. Guð blcssi ykkur öll. Guðlaug Kristjánsdóttir og börnin Loðnuaflinn Eftirtalin skip hafa fengiO 1000 lestir eSa meira.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 65. tölublað (19.03.1974)
https://timarit.is/issue/221017

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

65. tölublað (19.03.1974)

Aðgerðir: