Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1974næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Verkfall hefst á miðnœtti föstudags hjá Grafíska sveinafélaginu Enginnfund- ur í heila viku Grafiska sveinafélagið hefur boðað til verkfalls frá og með miðnætti föstudagsins 22. mars. Ef til þess kæmi myndu dagblöðin hætta aö koma út frá og með laugardeginum. Sáttafundur hefur ekki verið boðaður með fulltrú- um atvinnurekenda og fulltrúum frá Grafiska sveinafélaginu. Jóhann Ásgeirsson, formaður Grafiska sveinafélagsins sagði Þjóðviljanum i gær, að ekkert hefði gerst i samningamálunum i heila viku og engir fundir haldnir með deiluaðilum þann tima. — Á mánudaginn fengum við frá þeim tilboð, sagði Jóhann. Siðan vorum við með félagsfund á fimmtudaginn og þar var tekin á- kvörðun um að boða til verkfalls eftir viku þar frá. Tilboð atvinnu- rekenda var ekki merkilegra en Of mikil aðsókn að myndlistar- sýningu Myndlistarsýning Jónasar Svafár skálds og Hrafns Helga i Breiðfirðingabúð hefur vakiö verulega forvitni meðal borgar- búa. Að sögn Jónasar er aðsókn of mikil og áhugasamt kvenfólk i miklum meirihluta. Sýningin er opin daglega kl. 2—6 s.d. til næsta sunnudags. Á sýningunni er hægt að fá keypta siðustu ljóðabók Jónasar, Klettabelti fjallkonunnar áritaða af höfundi sem einnig hefur myndskreytt bókina. Þá er ennfremur til sölu önnur árituð ljóðabók á sýningunni. Það er Faðir vor kallar kútinn eftir Pjetur Hafstein Lárusson blaða- mann á Timanum. Ljóðasöngur í Norræna húsinu Kammermúsikklúbburinn heldur þriöju tónleika sina á þessu starfsári annað kvöld i Nor- ræna húsinu, og hefjast þeir kl. 21. Þetta eru ljóðatónleikar, Nancy Deering mezzosópran syngur við undirleik Arna Kristjánssonar. Hún syngur fimm söngva eftir Richard Wagner við ljóö eftii Matthilde Wesendonk og Sumar- nætur eftir Berlioz við 1 jóð eftir T. Gautier. Kökurakstur varð kökubakstur t siðasta sunnudagsblaði okkar var birt ávarp það, sem Pétur Pétursson, útvarpsþulur, flutti Þórbergi Þórðarsyni fyrir hönd þeirra, sem hylltu meistarann með blysför á afmæli hans á dög- unum. 1 fyrsta dálki ávarpsins komst inn meinleg prentvilla. Þar stendur: „Enginn jafnaðist á við séra Eirik i kökubakstrinum”, en þarna átti auðvitað að standa ,,i kökurakstrinum”, svo sem kunn- ugt er af ritum Þórbergs. Við biðjum afsökunar á mistök- unum. svo,aðþaðkom aldrei til umræðu á félagsfundinum. Tilboð um kauphækkun er allt of lágt. Við hefðum sætt okkur við það sem málmiðnaðarmenn fengu út úr ASI samningunum, en okkur hefur ekki verið boðið nándar nærri það sama og þeim. Einnig spila orlofsmálin talsvert inn i, sagði Jóhann einnig. Af þeim sem vinna hjá blöðun- um má nefna að þrir félagsmenn Grafiska sveinafélagsins vinna hjá Blaðaprenti, ljósmyndararnir, og starfsmenn i myndamótagerð inni hjá Morgunblaðinu, þannig að komi til verkfalls komast dag- blöðin ekki út um helgina. —úþ Þorskafli er mun minni en í fyrra HeildarafUnn er meiri vegna meiri loðnuveiða Þorskafli báta i janúar og febrúar í ár er mun minni en hann var yfir sama timabil i fyrra. Hinn 28. febrúar höfðu borist á land (bátaafli) 23.727 lestir miöað við óslægðan fisk en á sama tima I fyrra 28.907 lestir. Togaraaflinn á þessum sama tima i ár var 17.276 lestir en I fyrra 6.493 lestir. Hinsvegar er heildaraflinn i janúar og febrúar i ár mun meiri en hann var á sama tima i fyrra og ræður þar mestu meiri togaraafli og sér- staklega þó meiri loönuafli. 1 fyrra veiddust 219.603 lestir af loðnu i jan. og feb. en i ár 340,006 lestir. Heildaraflinn þessa tvo fyrstu mánuði ársins var 382.833 lestir, en var i fyrra 256.957 lestir. Þvi miður er ekki hægt að fá tölur frá 1. mars til 15. mars i ár;en næsta aflaskýrsla verður tekin saman i lok þessa mán- aðar. —S.dór FLAUT EKKI UPPAÐ Nótaskipið Börkur NK fór til Bolungarvikur i gær meö 850—900 tonn af loðnu. Þegar þangað kom tókst ekki betur til cn svo, að skipið tvitók niðri við að koma sér að bryggju. Gisli Guðmundsson á Súganda sagði okkur að það flyti ekki upp að bryggjunni, en óviss var hann um til hvaða ráða skipstjórinn gripi, hvort hann biði háflæðis eða færi eitthvað annaö með aflann. —úþ Gunnar Itafn Sigurbjörnsson Flóra Baldvinsdóttir Koibeinn Friðbjarnarson Kristján Rögnvaldsson llannes Baldvinsson Hinrik Aðalsteinsson Bœjarstjórnarkosningarnar F ramboðslistinn á Siglufirði Alþýðubandalags- menn á Siglufirði hafa nú ákveðið framboð sitt i bæjarstjórnar- kosningunum i vor. Verður listi þeirra þannig skipaður: 1. Kolbeinn Friðbjarnarson, form. Vöku. 2. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, kcnnari. 3. Hannes Baldvinsson, sildarmatsmaður 4. Kristján Rögnvaldsson, skipstjóri. 5. Flóra Baldvinsdóttir, vcrkakona. 6. Hinrik Aðalsteinsson, kennari. 7. Kári Eðvaldsson, byggingameistari. 8. Valey Jónasdóttir, kennari. 9. Theodór Júliusson, bakarameistari. - 10. Guðrún K. Antonsdóttir, kennari. 11. Einar M. Albertsson, póstmaður. 12. Kolbrún Eggertsdóttir, kennari. 13. Jóhann Jónsson, tannklæknir. 14. Katrin Pálsdóttir, hjúkrunarkona. 15. Jón Gislason, verkamaöur. 16. Jósafat Sigurðsson, fisksali. 17. Óskar Garibaldason, starfsm. Vöku. 18. Benedikt Sigurðsson, kennari. Benedikt Sigurösson, sem skipað hefur efsta sæti á lista AB siðustu þrennar bæjarstjórnar- kosningar, baðst nú undan endur- kjöri, og skipar hann nú heiðurs- sæti listans. AB fékk i siðustu bæjar- stjórnarkosningum þrjá fulltrúa kjörna og 321 atvkæöi, vann einn mann af Sjálfstæðisfl. sem fékk 317 atkv. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa nú einnig birt framboðslista sina á Siglufirði. Bessi fékk 128 tonn á 94 tírnum Eftirfarandi simaði Gisli Guðmundsson á Súganda i gær- dag: „Tiðarfarið fór aö batna eftir 5. inars. Róiö hefur verið hvcrn dag siðan, nema s.unnudaga. Hér er það ekki siður nú að nota þá daga til róðra,og það er langt siöan þvi var hætt. Fyrsti maður sem hóf hér róðra á sunnudögum var Gisli nokkur Guðmundsson. Hann var lika fyrstur að hætta þvi, og þá fyrst sló hann sig til riddara I augum inanna sinna. Menn nota nú þá daga til ástar og yndis. Það sem fiskast hefur þennan mánuð er mest-allt steinbitur, sóttur oft á tiðum suður i Látra- röst. Steinbitur sem fiskast fyrir austan Barða, og þá sérstaklega út af Kóp og Látraröst er talinn mjög' mikið verri en sá sem fisk- ast fyrir norðan Barðann og kem- ur þetta fram i nýtingunni. Talið er og einnig að nýting sé verri úr vélum en handflökun. Sverdrupsen og Björgvin eru á trolli. Sverdrupsen landaði hér þann 14. mars 75,4 tonnum. Atta dagar voru á milli löndunardaga. Björgvin landaöi 16. mars 95,6 tonnum. Hjá honum voru 11 dag- ar milli löndunardaga. Afli þeirra er slægður. Tæpur helmingur var steinbitur. Bessi frá Súðavik fór út klukk- an 17 siðastliðinn þriðjudag, kom inn til sama lands, Súðavikur, eft- ir 94 klukkutima með 128 tonn. 30 tonn af þvi voru steinbitur. Að kvöldi dags, laugardaginn 16. mars, var afli Súgfirðinga orð- inn þessi: Björgvin 122,7 tonn. Sverdrup- sen 91,3. Hjá báðum er fiskurinn slægður. Linuskip: Kristján Guðmunds- son 105,7 tonn. Sigurvon 90,2, Ólafur 84,0, Gullfaxi 35,2. Mimir frá Hnifsdal landaði hér tvisvar 16,7 tonnum. Marsafli er nú orð- inn 545,8 tonn,en var allan mars i fyrra 973,9 tonn. Beitt hefur verið loðnu, sem s&ip hafa komið með hingað á leið sinni til Bolungar- vikur. Fyrirliggjandi i húsum nú munu vera rúm 200 tonn. Afli Bolvikinga er nú þessi, þ.e.a.s. miðað við miðnætti þess 15. mars: Kofri 100,1 tonn, Hugrún 89,1, Guðmundur Péturs 88,1, Sólrún 80,3, Jakob Valgeir, það er litill bátur, 21 tonn að stærð, 29,7 tonn og Arnarnes, sem er nýr 28 tonna bátur, er með 24,2 tonn. Að lokum: Það sem kom út úr Þjóðviljan- um 15. inars með fyrirsögninni — Mokafli við lokaða hólfið — var auðvitað átt við hólfið i Vikurál, sem opnað var á fimmtudags- kvöldið. Og verð á fiski frá áramótum siðustu átti að vera 23,50 en ekki 23,30 krónur kilóið”.

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 65. tölublað (19.03.1974)
https://timarit.is/issue/221017

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

65. tölublað (19.03.1974)

Aðgerðir: