Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. marz 1974. nýjar unar- konur Eftirtaldir nemendur luku námi frá Hjúkrunarskóla islands 6/3 1974: Ágústa Eiriksdóttir Þingvöllum, Ásdis Jónsdóttir Kópavogi, Ásta Karlsdóttir Reykjavik, Berglind Freymóðs- dóttir Reykjavik, Björg Cortes Reykjavik, B ry n d i s Konráðsdóttir Reykjavík, Edda Ölafsdóttir Reykjavik, Elinborg Angantýsdóttir Eyjafirði, Erla Friðriksdóttir Kópavogi, Guðriður Hulda Haraldsdóttir Reykjavik, Guðrún Gerður Sæmundsdóttir Hveragerði, Halldóra Andrésdóttir Reykja- vik, Helga Sigurjóna Helgadóttir, Ólafsfirði, Halla Hauksdóttir Reykjavík, Ingibjörg Jónsdóttir Stykkishólmi, Jóna Kristjáns- dóttir Reykjavik, Kristin Á. Claessen Kópavogi, Magnhildur Þórveig Sigurðardóttir Hvamms- tanga, Margrét Halldórsdóttir Kópavogi, Asta Arnþórsdóttir Köldukinn, S.-Þing., Minerva Sveinsdóttir Reykjavik, Ölina S. Torfadóttir isafirði, Sigriður Agnarsdóttir Kópavogi, Sigriður Harðardóttir Akranesi, Steinunn Ingvarsdóttir Reykjum á Skeiðum, Valgerður Baldurs- dóttir Aðaldal, S.-Þing., Þórdis Kristinsdóttir Neskaupstað, Þór- ey Hannesdóttir Reykjavik. Þcssir nemendur ljúka nánii á næstu vikum: Guðriður Kristjánsdóttir Hafnarfirði, Arndis ósk Hauksdóttir Reykja- vík, Sveinbjörg Eyvindsdóttir Reykjavik, Hallbera Friðriks- dóttir Reykjavík, Hulda Guðbjörnsdóttir Kópavogi. KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson Vegna þess að hún var viðkvœm Stúlkan er á vissan hátt pislarvottur, og margt er svipað með henni og þeim heilögu jómfrúm, sem létu fremur lifið en meydóm sinn eða af trúnni i hinn kynlifshreina Krist, þótt sjálfsagt hafi hún misst hvort tveggja, trúna og meydóminn, og situr þvi i fangelsi siðabótaþjóðfélagsins með spenntar greipar og iðrast gerða sinna við luktarljós, sem dregur fagurlega skugga á klæði hennar, svo að myndin minnir á margan hátt á manierisma Parmigianinos, eða skikkjur dýrlinga E1 Grecos. Meiri náð getur Goya ekki veitt henni en náð listarinnar; en sú náð er miklu fullkomnari en náð trúar- innar, vegna þess að i henni felst ekki nein krafa. Listin er óeigingjörn, hlut- laus. Frumteikningin er afar lik kopar- stungunni, en þar horfir stúlkan fram, vatnkrukka stúlkunnar er hærri og músina vantar: myndtáknunum hefur verið breytt i þágu hlutleysisins. Þótt teikningin sé frábærlega gerð, skortir hana gagnsæi koparstungunnar og visst tigið látbragð. Innsta eðli teikn- ingar er tilfinning. „Vesalings óvarfærnu stúlkurnar lenda i fangelsi, eftir að þær hafa verið þungaðar, fyrir sakir sinnar eðlis- bundnu viðkvæmni”, stendur i L- handritinu. Mynd þessi átti eftir að hafa rik á- hrif á Kitsch-listina þýskættuðu, sem hékk með sina helgivæmni i svefnher- bergjum alþýðu og smáborgara, uns hún var gerð að skammlifri ,,list”, einkum fyrir tilstuðlan listfræðingsins italska, Gillo Dorfles. (Þess skal getiö aö grein þessi var skrifuð 9. mars —- Þjv.) Það væri býsna fróðlegt að fá öruggt og óyggjandi svar við framangreindri spurningu. Við erum þvi vanastir að sú loðna sem kemur á miðin fyrir suður- landi til að hrygna, komi norðan úr Ishafi, gangi suður með Aust- fjörðum og beygi siðan vestur með landi og hrygni að megin- hluta fyrir suðurlandi, en stund- um dálitið i Faxaflóa. Þetta mun vera hin hefðbundna ganga loðn- unnar hér við land. Vegna þess hve rannsóknir á loðnugöngum hér við land eru tiltölulega nýjar, þá get ég búist við, að erfitt muni að órannsökuðu máli fyrir Haf- rannsóknarstofnunina að svara svo óyggjandi sé framangreindri spurningu minni. Ég vil þvi hér sem algjör leikmaður á þessu sviði, koma fram með tilgátu um hvaðan loðnan hafi komið á Breiðafjarðarmið. Mér þykir ekki ósennilegt að þessi loðna hafi komið að vestan og sé af þeim stofni sem árlega hrygnir við Grænland. Séu t.d. slæm hrygn- ingarskilyrði fyrir loðnuna nú við Grænland sökum þess að sjórinn áé þar of kaldur, þá er ekki óeðli- legt að eitthvað af loðnu leiti Hvaðan kom óhrygnd loðna á Breiðafjarðarmið? austuryfir Grænlandsálinn i hlýrri sjó til að hrygna. Náttúrlega vantar mig allar forsendur til að geta rökstutt þessa tilgátu mina, þar sem ég veitekki hitastigið nú á hrygning- arstöðvum loðnunnar við Græn- land. Hins vegar er það viður- kennd staðreynd nú, að þorskur kemur i mismunandi miklum mæli frá Grænlandsmiðum til að hrygna hér við land, þegar skil- yrðin eru slæm við Grænland. Það er þvi ekki ósennilegt að sama lögmál geti haft áhrif á göngu loðnunnar. Fyrir nokkrum árum þegar Norðmenn voru um sumartima við haf- og fiskirannsóknir i vest- anverðum Grænlandsálnum þá urðu þeir varir við geysilega mik- ið magn af loðnu á miklu dýpi i stefnu vestur af tslandi. Það er þvi ekki langt að fara fyrir loðn- una á Breiðafjarðarmið séu skil- yrðin slæm fyrir vestan. En fyrst ég er farinn að tala um loðnuna, þennan eftirsótta fisk Japana, þá er ekki úr vegi að geta þess, að loðna hefur verið um margra alda skeið eftirsóttur matfiskur Græn- lendinga. Þeir veiddu hana þegar hún gekk upp i landsteina, með einhverjum frumstæðum tækjum og þurrkuðu siðan við sól og vind, með þvi að breiða loðnuna á kletta. Þannig gat loðnan orðið einn hluti þess matarforða sem geyma mátti til vetrarins. fiskimál eftir Jóhann J. E. Kúld ERLENDAR FRÉTTIR Fœreyingar láta smiða verksmiðjutogara fyrir veiðar i salt Nýlega hlióp af stokkunum hjá A.M. Liaaen skipasmiðastöðinni i Álasundi i Noregi nýr verk- smiðjutogari sem smiðaður er fyrir P/F J.F. Kjölbro i Klakks- vik i Færeyjum. Skipið er innrétt- að fyrir veiðar i salt og verður vélvætt með fullkomnustu tækni fyrir saltfiskverkun. Fyrir þrem- ur árum lét Kjölbro-fyrirtækið smiða sams konar verksmiðju- togara hjá Liaaen og er þetta annað skipið eftir sömu teikningu sem nú hljóp af stokkunum, en meiningin er að Kjölbro láti smiða þarna átta verksmiðjuskip eftir sömu teikningunni. Skip þessi eru 60 metrar á lengd og 11 m breið og eiga að bera 700 tonn af saltfiski. Þetta nýja skip hlaut nafnið „Sundaberg” og á það að afhendast Færeyingum fullbúið nú i lok marsmánaðar. Suður-Kórea eykur framleiðslu siná Fyrirstuttu kom það fram hér i blaðaviðtölum 1 sambandi við lækkun á þorskblokk á Banda- rikjamarkaði, að um gæti verið að kenna framboði á fiskblokk úr Alaska-ufsa frá Japan og Suður- Kóreu. Fiskveiðar og fiskvinnsla Suður-Kóreu- manna undir forustu Japana hafa aukist risaskrefum siðustu árin. Það er talið að frá árinu 1960 til og með 1972 hafi fiskveiðar Suður- Kóreu aukistum hvorki meira né minna en 370%. En árið 1972 er talið að veiðin hafi numið 1.324.000 tonnum. Fiskveiðiáætl- un Suður-Kóreu fyrir næstu ár gerir ráð fyrir að aflamagnið verði komið upp i 2 miljón tonn árið 1976. Eins og stendur er Suð- ur-Kórea talin 12. þjóöin i röðinni með aflamagn og 5. þjóðin i röð- inni með fiskafurðir á heims- markaði. Aætlun Suður-Kóreu i fiskveiðum og fiskvinnslu er sú, að þeir verði komnir i 5. sæti meö aflamagn og i annað sæti með út- flutning fiskafurða á heimsmark- aði árið 1981. Það er ekki ótrúlegt að Suður-Kórea geti haft mikil áhrif á verð frosinna fiskafurða á komandi árum, ef þessari fisk- veiði- og fiskvinnsluáætlun þeirra verður hrundið i framkvæmd á næstu árum eins og ætlunin er. Þorskhausar góð markaðsvara Fiskverkunarstöð i Vereyju við Lófót hefur kinnað alla þorsk- hausa sem fyrirtækið hefur kom- ist yfir i vetur og saltað i tunnur fyrir Þýskalandsmarkað. Verðið sem fyrirtækið hefur fengið er sagt viðunandi. Þá hefur þetta sama fyrirtæki saltað þorsk i tunnur og selt til Hollands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.