Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. marz 1974. STÁLVÍK Og spænska veikin Stálvík er stærsti vinnu- staður í Garðahreppi fyrir utan skólana. Nú vinna þar um 70 manns að smíði skuttogara fyrir Guðmund Runólfsson og syni hans sjö í Grundarfirði. Togari þessi er systurskip Stál- víkur Sl-l, sem Þormóður rammi fékk afhentan síð- astliðið haust. Að undanförnu hefur það stundum heyrst, að skut- togarinn Stálvik hafi tekið „spænsku veikina". Við höfðum samband við Jón Sveinsson forstjóra Stál- víkurog inntum hann eftir, hvað hæft væri í þessum orðrómi og eins hvernig smíði nýja togarans gengi. Jón sagði, að smiði nýja togar- ans gengi i stórum dráttum sam- kvæmt áætlun, ailt væri innan ramma samninganna. Hér væri um að ræða systurskip Stálvikur SI-1, breytingar væru ekki veru- legar frá smiði hennar, nema hvað slægingarvél yrði á þilfari og aðalvinda enn sterkari. Við spurðum Jón, hvort rétt væri, að Stálvik hefði smitast af spænsku veikinni. Hann sagði að þvi færi fjarri og kvaðst furða sig á þeim fréttum, sem sum blöð hefðu birt þar að lútandi. Engin kvörtun hefði bor- ist frá eigendum né tryggingarfé- lagi varðandi smiðina eða tækja- val, sem er reyndar útgerðar- mannanna að mestu. Jón sagðist gjarnan vilja rekja sögu skipsins i stórum dráttum. Þá gætu menn best séð, af hverju bilanir hefðu stafað og að enginn samanburður við spænsku togarana kæmi til greina. Togarinn var afhentur eigend- um 15. september 1973. Þann 17. sept. eru vistir og búnaður settur um borð á Siglufirði og daginn eftir heldur togarinn beint á veið- ar. Siðan má segja að hann sé lát- laust á veiðum fram til 17. nóv- ember. Þá gerist það, að Stálvik setur vörpuna i gamalt skipsflak á sjávarbotni, og þegar hift er, fylgir henni drasl úr flakinu. Það veldur þvi, að varpan fer i skrúf- una, og er þá skipið dregið til ísa- fjarðar. Þar var fenginn kafari til að losa um skrúfuna, en hann varð að hætta störfum vegna veikinda. Samkvæmt frásögn hans voru pokinn, járn og tré- stykki reyrð i einn hnút um skrúf- una. Átti þá að fara með togar- ann i slipp til Akureyrar, en slæmt veður kom i veg fyrir þá ætlan. Var þá björgunarskipið Goðinn fengið frá Reykjavik til ísafjarðar og tók fjóra daga að ná ágæt- Stálvik SI-1 sjósett siðastliðið haust. Skipið reyndist I alla staði ; lega þar til það fékk trollið og drasl úr gömlu skipsflaki i skrúfuna. rð- panar-& togara kemur til greina, segir forstjóri Stálvíkur h.f. svarfi út i smuroliukerfi vélarinn- ar innan við allar siur. Svarfið skemmir smátt og smatt út frá sér tennur, legur o.fl. 3. Skipið verður hvað eftir ann- að stopp vegna þessara skemmda, sem allar hafa verið raktar til slyssins 17. nóvember. 4. Engin kvörtun né ásökun varðandi þessár bilanir hefir bor- istStálvik hf. frá eigendum skips- ins, tryggingarfélagi né vélar- framleiðanda. 5. Staðfesting liggur fyrir frá vélarframleiðanda og Norska Veritas um að vel hafi verið geng- ið frá vélinni i skipið af hendi Stálvikur hf. Þegar Jón var spurður, hvort ekki hefði komið i ljós bilun eða litið notagildi einangrunar, likt og i Spánartogurunum, sagði hann: Misvisandi frásagnir um frost- sprungin rör og lélega einangrun skipsins er annað atriði. Ekkert rör i skipinu hefur Framhald á bls. 18 ELEKTRA NETASPIL FÆRAVINDUR Útihurðir — gluggar — innréttingar Öndvegi h.f. Trésmiðjan Lyngási 8, Garðahreppi, sími 51690. trollinu og draslinu úr skrúfunni. Jón sagðist vilja geta þess,að hvorki útgerðin né tryggingarfé- lagið höfðu samband við hann, er þessir atburðir gerðust. Nú gerist það næst, að veiði- túrnum er haldið áfram i eina niu daga og siðan landað i heimahöfn. og virðist það hald manna, að allt sé I lagi með skipið. En eftir þanntúr géngur ekki á öðru en látlausum bilunum i vél og skrúfu. Sérfræðingar frá véla- framleiðanda fullyrða, að þær bilanir hafi stafað af svarfi, sem barst frá skiptibúnaði i skrúfu og barst inn i smurgang sjálfrar vél- arinnar vegna yfirálags á skrúfu- blöð. Eftirfarandi aðalatriði i þessu máli vildi Jón að kæmu fram: 1. Skrúfubúnaður varð fyrir slysi, og skemmist án þess að menn geri sér grein fyrir þvi. 2. Litil skemmd,i fyrstu kemur SÁPU6ÍH8IN FRI60 Sápugerðin Frigg I Garðahreppi er stærsti innlendi framleiðandi þvottaefnis. Margar konur I hreppnum starfa hjá Frigg ýmist hálfan eða allan daginn. Hefi hafið framleiðslu á vökvadrifnum netaspilum og færavindum. Hringið. ELLIÐI NORÐDAHL GUÐJÓNSSON Pósthólf 124, GarðahreRpi. Simar 4 27 96 og 4 28 33 Hér er unnið að smiði systurskips skuttogarans Stálvlkur SI-1. Verkið gengur samkvæmt áætlun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.