Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 20
mmi/m Miövikudagur 20. marz 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfjabúða i Reykjavik 15,—21. mars er i Austurbæjarapóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Slysavarðstofa Borgarspitalans1 er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Prentarar fara í verkfall MIKIÐ BER ÁMILLI Segir formaður Hins íslenska prentarafélags Eins og fram kom i blaðinu i gær hefur Grafiska sveinafélagið boðað tii verkfalls á miðnætti að- faranætur laugardagsins næst- komandi, þannig að laugardags- blöð verða þau siöustu sem út koma fyrir verkfall ef af verður, en samningafundur var boðaður með þvi félagi i gærkvöld klukkan 9. Nú hefur Hið islenska prentara- félag boðað til verkfalls sem kemur til framkvæmda á mið- vikudag, svo leystist mál Graf- iska sveinafélagsins fyrir helgina tæki við verkfall prentara, sem verkaði þannig að blöð kæmu ekki út á fimmtudag. Verkfallsboðunina samþykkti trúnaðarmannaráð félagsins á fundi á mánudagskvöld, og á verkfallið að ganga I gildi á mið- nætti aðfaranætur miðvikudags- ins 27. mars. Þórólfur Danielsson, formaður Hins Islenska prentarafélags, sagði að sú vakt, sem eftir yrði á miðnætti aðfaranætur miðviku- Kúrdar fá frest til 26. mars BEIRGT 19/3 — Samkvæmt fréttum i libönskum blöðum hyggst Iraksstjórn ekki hefja sókn gegn Kúrdum fyrr en eft- ir 26. mars, en þá er útrunninn frestur sá, sem stjórnin gaf Kúrdum til þess að ganga að tillögum þeim um takmark- aða sjálfstjórn fyrir iranska Kúrdistan, sem stjórnin hefur lagt fram. Kúrdar höfðu beðið um frest til gaumgæfilegrar athugunar á tillögunum, en íraksstjórn kallaði þá beiðni móðgun við sig og setti Kúrd- um áðurgreinda úrslitakosti. traksstjórn hefur sent til norðurhéraðanna 8. herfylki Irakshers, sem telur fimmtán þúsund manns og er búið þyrl- um, auk þess sem það er stutt herflokkum, sem sérþjjálfaðir eru i fjallahernaði. Þá er Taha Sjekerihershöfðingi, sem kom mjög við sögu i striðinu gegn Kúrdum 1961—1970, kominn til Arbil, borgar sem er mið- svæðis i Kúrdahéruðunum. dagsins mundi ljúka prentun dag- blaðanna og öðrum sinum störf- um, en siðan ekki söguna meir. Þá sagði Þórólfur að félagsmenn Hins islenska prentarafélags mundu að sjálfsögðu ljúka þeim störfum sem þeir væru vanir að vinna eftir að verkfall Grafiska sveinafélagsins skylli á, ef til þess kæmi. — Það ber mikið á milli enn, sagði Þórólfur þegar við spurðum hann um gang samningaviðræðn- anna, en enginn sáttafundur hef- ur verið boðaður. — Ástæðan til þess að tilboðið var fellt á föstudaginn er sú fyrst og fremst að meginkröfurnar, þ.e. orlofsuppbót, talning laugar- daga I sumarfrlum, kvennakaup- ið og samningstiminn hafa ekki náðst fram. Þá má einnig nefna laugardagsvinnuna við dagblöð- in, sem við viljum fá greidda i fri- um að einhverju leyti. Varðandi kaupið er það nú að koma upp á yfirborðið, að I samn- ingunum sem gengið var frá 26. febrúar, hafi raunverulega verið samið um miklu hærri kauphækk- anir til iðnaðarmanna almennt heldur en sagt hefur verið frá til þessa. Við viljum ekki sætta okkur við að búa þar við skarðan hlut ef þetta reynist rétt, sagði Þórólfur. -úþ Þingholts- strœti 13 friðað A fundi borgarráðs i gær var meðal annars fjallað um til- lögu þess efnis að húsið Þing- holtsstræti 13 skyldi friðað. Það voru þeir Hörður Agústs- son og Þorsteinn Gunnarsson sem lögðu til á sinum tima að friða skyldi þetta hús en málið hefur þvælst um skrifræðis- kerfið i langan tima. En i gær var samþykkt að friða húsið svonefndri B-frið- un sem merkir að ekki má hrófla við útliti hússins. At- kvæði féllu 4:1. Sá sem á móti var heitir Albert Guðmunds- son og lét hann bóka eftir sér að hann sæi engin rök fyrir friðun hússins og minnti á fyrri tillögur sinar þess efnis að rifa skuli öll gömlu húsin i miðbænum og byggja hann að nýju. — ÞH Alþýöubandalagiö Miðstjórnarfundur Fundur I miðstjórn Alþýðubandalagsins verður haldinn annað kvöld, fimmtudag, klukkan hálf-níu I Þórshamri, 3ju hæð. Til umræðu: Her- stöðvamálið og staða rikisstjórnarinnar. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Munið fundinn að Strandgötu 41 kl. 9 á fimmtudagskvöld. Kópavogsbúar Skrifstofa Alþýðubandalagsins i Kópavogi að Alfhólsvegi 11 verður op- in fyrst um sinn á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17 til 19 og auk þess er opið hús i Þinghól á mánudagskvöldum eftir kl. 20.30. Félagar eru hvattir til þess að lita inn á skrifstofuna og aðstoða við undirbúning kosninganna I vor. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður, verður til viðtals á skrifstofu Alþýðubandalagsins i dag frá kl. 5 til kl. 6. Skrifstofan er að Grettisgötu 3, siminn er 19835. Myndaböggullinn frá danska visindafélaginu tekinn upp I Arnastofnun. Dr. Steindór Steindórsson halda á litmynd af Snæfellsjökli. Frummyndir í Ferðabók Eggerts og Bjarna Dýrgripir í lánsferð Frummyndirnar I Ferðabók Eggerts og Bjarna eru nú staddar hér á landi, en þær eru i eigu danska visindafélags- ins. Það félag stóð á sinum tima fyrir rannsóknarferðum þeirra félaga og skilaði Egg- ert handriti sinu til þess. Frummyndirnar eru flestar i lit, og verða þær nú litprentað- ar I nýrri útgáfu af Ferðabók- inni sem væntanleg er á þessu ári. Vonast er til að unnt verði að halda sýningu á myndunum fyrir almenning I Þjóðminja- safninu. Ferðabók Eggerts Olafsson- ar og Bjarna Pálssonar var fyrst gefin út á dönsku árið 1772, en islensk þýðing kom ekki út fyrr en 1943, gerð af Steindóri Steindórssyni skóla- meistara og náttúrufræðingi. 1 upphaflegri útgáfu Ferða- bókarinnar var 51 blað með myndum, koparstungum gerðum eftir þeim sömu frum- myndum sem nú eru hér. Er talið að þær hafi verið gerðar eftir frumteikningu Eggerts, en ekki er útilokað að Bjarni hafi gert fyrstu drögin að ein- hverjum myndanna. Þekkt eru nöfn 3ja danskra teiknara sem fullgerðu myndirnar, en Islendingur, Jón frá Svefneyj- um, bróðir Eggerts, gerði all- ar steinamyndirnar. Það hefur lengi verið kunn- ugt að i upphafi gerði Eggert Jónas Kristjánsson og fleiri myndir en þær sem prentaðar voru. En litt voru þær kunnar hér á landi fyrr en Egill Snorrason læknir I Kaup- mannahöfn flutti erindi um þær hér i Félagi áhugamanna um sögu læknisfræð- innar árið 1970 og birti erindið siðan á prenti i Arbók Forn- leifafélagsins I fyrra. Steindór Steindórsson skoðaði mynd- irnar úti I Höfn haustið 1972 og hreifst mjög af þeim. Bókaútgáfan örn og örlyg- ur réðst i það að gefa út að nýju islensku og ensku þýðing- arnar á Ferðabókinni og töldu menn að nú væri sjálfsagt að prenta upphaflegu myndirnar allar og I lit. Var þvi mynda- safnið fengið að láni hingað til lands á sl. hausti og naut þar við milligöngu sendiráðsins i Kaupmannahöfn. Eru þær varðveittar hér i Arnastofnun og er þar unnið að undirbún- ingi að prentun þeirra. Litmyndirnar munu auka hróður Ferðabókarhöfund- anna og eru margar þeirra sérstakt augnayndi, auk þess sem þær eru stórfróðlegar. Sýna þær hvað Eggert Ólafs- syni var mest i mun að komið væri á framfæri til skýringar á texta bókarinnar, og einnig að hann hefur verið drátthagur vel, þvi að jafn góðar myndir hefðu naumast verið gerðar ef ekki hefði notið við sæmilega gerðra frumteikninga. Watergatevíxlararnir enn þá í rannsókn! Óvíst hvenœr þeir verða afhentir Sem ábyrgt stjórnarmálgagn hefur Þjóðviljinn nokkrar á- hyggjur af hverjum og einum þjóðfélagsþegni og uppálækjum mannfólksins i landinu. Þvi höf- um við reynt undanfarið að ná sambandi við skrifstofu VL-13, eða Landvarnarmanna, en árangurslaust. I gær brá til betri vegar og náði blaðið tali af helsta forsprakka Landvarnarliösins, Þorsteini Sæmundssyni stjarnfræðingi, og átti við hann svolátandi orða- skipti: Blm.: Mig langaði að spyrja þig að þvi hvað valdið hafi þeirri töf, sem orðin er á um afhendingu lista „Varins lands?” , Þ.S.: — Við höfum gert grein fyrir þvi áður og ég hef engu við það að bæta. Blm.: — Það héfur ekkert breyst? Þ.S.: — Þaö hefur ekkert breyst. Það er engin breyting sem verður á þvi. Þessu er alveg að ljúka. Það hefur engin breyting oröið á þvi. Það verður frágengið eins i'ljótt og hægt er. Blm.: — Er þetta vegna ófærð- ar? Þ.S.: — Nei, nei, nei. Þetta er vegna vinnunnar. Blm.: — Eru ailir listar komnir inn, sum sé? Þ.S.: — Já, já, þar er... það verður aldrei allt komið inn, en við höfum ekkert beðið eftir þvi núna. Blm.: — Er vinnan meiri við þetta en þiö reiknuöuð með? Þ.S.: — Hún er það vegna fjöld- ans, sem varð miklu meiri en við reiknuðum með. Blm.: — Hefur eitthvaö verið safnað af undirskriftum siðan 1. mars? Þ.S.: — Það hefur hvergi verið safnað siðan 20. febrúar. Söfnun- inni lauk 20. febrúar. Blm.: — Formlega já... Þ.S.: — Algjörlega. Það eina Framhald á 18. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.