Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 21. maí 1974. Sé lítil merki þess, að stefnt hafi verið að „manneskjulegu umhverfi", segir Guðrún Ágústsdóttir ritari, sem skipar 7. sæti framboðslista Alþýðubandalagsins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík BÖRN EÐABÍLL ÍÖNDVEGI? Gudrún Agústsdóttir ritari, sem skipar 7. sætið á framboðslista Alþýðu- bandalagsins við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík, hefur starfað með Rauðsokkahreyf- ingunni frá upphafi og er sem endranær ofarlega í huga ýmis baráttumál rauðsokka, svo sem bætt aðstaða foreldra til atv'mnuþátttöku og breytt sambýlisform, eins og kemur fram í eftirfarandi viðtali Þjóðviljans við hana. Það er nú löngu hætt að heyr- ast, að konurnar eigi bara að vera heima á heimilinu að hugsa um börnin sin, segir Guðrún, enda er okkur ljóst, að við þurfum öll á þeirra vinnukrafti að halda, annars yrði bara auðn i frysti- húsum, skólum og sjúkrahúsum. En saman við þá þróun, að konur sækja æ meir út á vinnumarkað- inn hefurekki farið bráðnauðsyn- leg þjónusta við heimilin i stað- inn, það hefur mjög litið verið gert til að létta undir með kon- unum og foreldrum yfirleitt. Með framkvæmd nýju grunn- skólalaganna verður stórt skref stigið i þessu sambandi, þar sem miðaðer við, aö skólinn verði ein- setinn og börnin geti fengið mat i hádeginu. En jafnframt þarf að stórauka ýmiskonar þjónustu við heimilin og fjölga dagvistunar- heimilum fyrir börn. Td. lendir það yfirleitt á mæðrunum aö vera heima yfir veikum börnum og það leiðir aftur til þess að þær teljast óæskilegur vinnukraftur af þvi að þær þurfi svo oft að vera frá. Æski- legt væri auðvitað, að pabbarnir tækju meiri þátt i umönnun veikra barna og reiknað væri með þeim möguleika á vinnustað þeirra ekki siður en mæðranna, en það er þó ekki endanleg iausn, það verður jafnframt að koma til einhver þjónusta I þessu efni. — Telurðu að borgin gæti veitt einhverja slika þjónustu? — Tvimælalaust. Það má vel hugsa sér heimilishjálp i þvl formi, að fólk sæti yfir veiku barni hluta úr degi. Og yfirleitt finnst mér, að borginni beri að verja fjármunum fremur i ýmsa félagslega uppbyggingu en sitt- hvað annað, sem eytt er I. . Reyndar vil ég ganga miklu lengra og vil, að borgin stuðli að þvi, að fólki sé gert kleift að taka upp önnur sambýlisform en nú tlðkast mest og það sé ekki allt að þvi neytt til að biia saman, kjarnafjölskyldan i smáibiiðun- um. Það væri margt auðveldara ef fólk byggi fleira saman og hjálpaðist meira aö og þá fólk á mismunandi aldri. AAaðurinn er félagsvera Það virðist sem borgaryfirvöld telji að kjarnafjölskyldan haldi áfram eins og hún hefur verið og telji, að þetta sé það eina sem fólkið vill. En ég er alls ekki viss um það, td. ekki viss um að allir einhleypingar séu svo ánægðir aö búa einir I ibúð eða leiguherbergi, né heldur gamla fólkiö. Og ungt fólk held ég að sé mjög mikið að skipta um skoðun i pessu efni. Maðurinn er félagsvera og það þyrfti að ætla stað jafnhliða öðru I sambandi við lánamál og lóðaút- hlutun þessu nýja sambýlisformi, sem er að ryðja sér til rúms viða, Hka hér i Htilli mynd að vlsu. Þetta nýja sambýlisform er til i allskonar myndum og fólk yrði að ráða því, hvort þvi nægði að búa I séribúðum og hafa sameiginlega aðstöðu i mat eða hvort það hefði ennþá meira sameiginlegt, td. barnagæslu, þvotta og aðra þjónustu. 1 þessu sambandi langar mig að benda á grein eftir Eygló Eyjólfsdóttur i siðasta tbl. af „Forvitin rauð." Auk félagslegs ávinnings af sliku sambýli ættu einnig að spar- ast fjármunir, td. við innkaup heimilistækja, sem þar yrðu sam- eiginleg. En byggingarmáti, sem uppfyllti þarfir sambýlis i þessari mynd er vart mögulegur sam- kvæmt lánaákvæðum nú né byggingasamþykkt borgarinnar, sem þyrfti að veita meira svig- rúm og leyfa fleiri geröir fjöl- býlishúsa en blokkir. Það þarf að veita lóðir hópum, sem vilja breyta til og byggja öðruvisi, og leyfa þeim að þreifa sig áfram. — Þú reiknar þá með, að fólk haldi áfram að byggja yfir sig sjálft? — Ekki endilega. Mér finnst alveg ófært, að allir séu nánast tilneyddir að leggja sjálfir út i húsbyggingar eða húsakaup. Borgin þarf að byggja leiguhús- næði, þar sem fólk gæti fengið leigt til langs tlma, jafnvel ævi- langt ef það óskar þess. Það er vægast sagt einkennileg þróun, að allir verði að eignast eigið þak yfir höfuðið og dapurlegt, að fólk eyði bestu árum ævi sinnar i aö þræla myrkranna á milli til að koma sér upp steinsteypukassa. Þvi þegar þetta fólk er kannski búið að byggja sér litla ibúð i blokk, byrjar það að byggja stærri af þvi að börnin eru orðin fleiri og stærri eða af þvi að það er hreinlega ætlast til þess af þeim. Svo heldur þetta áfram.og loksins, þegar fólkið er búið að byggja flna, stóra einbýlishúsið sitt, eru börnin flogin. Þvi er það I reynd, að barnmargar fjöl-' skyldur búa yfirleitt I tiltölulega minnstum ibúðum, en hjón oft ein i stórum ibúðum eða einbýlishúsi. Þetta þyrfti að vera mun hreyfanlegra, þannig að auö- veldrara sé að skipta um ibúðir eftir aðstæðum þá þannig, að fólk verði ekki endilega að kaupa ibúðina, en geti bara tekið hana á leigu. Nægilegt leiguhúsnæði á vegum hins opinbera mundi jafn- framt koma I veg fyrir það geysi- lega brask, sem nú tiðkast bæði i sölu Ibiiða og leigu, þarsem gróðasjónarmiðið eitt er rikjandi. Þessa stefnu hefur verið hægt að framkvæma á Norðurlöndum og mér er fyrirmunað að sjá, hvers- vegna það ætti ekki að vera hægt hér lika ef viljinn væri fyrir hendi. Viðhorfin til barna Það kemur fram, að Guðrún og maður hennar, sem eiga tvö börn, hafa ásamt fleirum myndað for- eldrahóp og eru nú að undirbúa rekstur dagheimilis fyrir þau. — En i sjálfu sér finnst mér þetta ekki æskilegt, segir hún, þótt við neyðumst til. Auðvitað ætti borgin að sjá um þessa þjón- ustu. En þótt alltaf sé verið að tala um börnin og að þau eigi að njóta fyllsta réttlætis og koma númer eitt, er framkvæmdin þvl miður önnur. Meirihlutinn I borgarstjórn hefur stundum verið að hampa kjörorðinu „Manneskjulegra umhverfi", en þegar ég Ht i kringum mig hér I borginni er allt annað uppi á teningnum. Það er bfllinn, sem er i öndvegi, svo kemur karlinn, siðan konan og siðast barnið. Þetta sést best á þvi hve mikill skortur er á allskonar aðstöðu bæði fyrir börn og unglinga. Það hefur komiö fram, að aðal- skipulagið sé miðað við að „fólk vill eiga bíla" og þetta sjónarmið endurspeglast hvarvetna. Þegar rætt er um endurskipulagningu td. á miðbænum er alltaf vitnað I einhverjar talningar á umferð bila, en hvenær er talað um þá, sem þurfa að komast leiðar sinnar fótgangandi? Það er þó talsverður hluti borgarbúa, meirihluti aldraðra td. og öll börn og unglingar, sem þannig er af- skiptur. I stað þess að ryðja æ fleiri gömlum og oft fallegum húsum úr vegi fyrir hraðbrautum væri nær að stefna að þvi að draga úr einkabilanotkuninni, loka hreinlega sumum götum fyrir slikri umferð og beina henni utan við. Þá kæmi af sjálfu sér að stórefldar væru ferðir strætisvagna og ann- arra almenningsfarartækja. Nú er þetta vitahringur — með strætisvögnunum ferðast varla nema gamal- menni, börn og einstaka konur; reksturinn ber sig ekki og þjón- ustan verður ófullnægjandi, sem aftur ýtir á fólk að eignast fleiri bila, einfaldlega til að komast til vinnu sinnar með þægilegu móti. I stað sunnudagsblltúranna mætti Hka efla þjónustu lang- ferðabila, og það þarf meira af almenningsvögnum og skipu- lagðar fastar ferðir til útivistar- svæðanna I nágrenni borgar- innar, td. uppi Bláfjöll, þangað sem fólk kemst varla núna nema eiga eiginn bil. 1 þessu efni verðum við blátt áfram að snúa við frá rlkjandi stefnu — ef við gerum það ekki nú, neyðumst viö til þess i náinni framtið. Þetta gengur svona miklu lengur, málin eru þegar komin I öngþveiti, og það er áreiðanlega betra að gera eitt- hvað til úrbóta áður en allt er komið i algert óefni. Þaö er alltaf verið að tala um, að það vanti sjúkrahúspláss, en ætli það mundi ekki losa nokkur rúmin ef einkablllinn hyrfi úr sögunni. Þegar talað er um kostnað við bilana er sjaldnást reiknað með slysum og þeirri sjúkraþjónustu og örorkubótum, sem rikið verður að greiða, svo ekki sé talað um þann óbætan- lega skaða, sem viðkomandi verða fyrir sjálfir. Læknaþjónustuna út í hverfin Fyrst vikið er að sjúkra- þjónustu vildi ég gjarna láta það álit I ljós, að heilbrigðisþjónusta er hér að mörgu leyti mjög góð, td. varðandi ungbarnaeftirlit, eftirlit I skólum og ýmsar deildir heilsuverndarstöðvarinnar, td. berklaeftirlitið. En einn hlekkur- inn er mjög veikur og það er milliliðurinn milli spitala og fólksins, þe. heimilislæknaþjón- ustan. Bæði er læknunum sjálfum gert afskaplega erfitt fyrir I rikj- andi skipulagi og fólkinu að ná I þá. Alltof margir sjúklingar eru á hvern og orðin brýn nauðsyn að koma upp i stað núverandi skipu- lags læknamiðstöðvum úti I hverfunum, einsog Alþýðubanda- lagið hefur reyndar á sinni stefnuskrá. Og það þyrfti að dreifa ýmissi annarri þjónustu út i hverfin lika, svo allar stofnanir hrúgist ekki saman i miðbænum. f stað þess að miðbærinn verði dauður bær nema á verslunartima mætti með því að flytja meiri þjónustu út I ibuðarhverfin nýta fleiri hús I miðborginni til Ibúðar og hún yrði þá meira lifandi staður. Það er alveg fráleitt, að einn bæjarhluti sé eingöngu verslunarhverfi og annar eingöngu Ibúðarhús. En þótt við höfum nú rætt hér nokkur þeirra mála, sem ég tel brýnast að unnið verði aö breytingu á og þá algerri stefnu- breytingu, vil ég fyrst og síðast leggja áherslu á atvinnuöryggið. Nú er að visu næg atvinna, en á samdráttartimum skapast alltaf atvinnuleysi, sem er það ömur- legasta sem til er. Sliku verður borgin alltaf að vera viðbúin að mæta af stórhug. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.