Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mal 1974. Framarar þurfa að lagfæra smáatriðin en lið þeirra var þó mjög sannfærandi í fyrsta ieik Islandsmótsins í 1. deild 1. deildarkeppnin hófst á laugardaginn i Keflavík, en þangað sóttu Framarar ÍBK heim og léku heima- menn grátt á köf lum, sem þó sluppu með skrekkinn og sigruðu fremur ósann- gjarnt 2—1. Framarar sýndu stór- góða knattspyrnu á köfl- um, voru mjög ákveðnir á boltann og virtust í góðri úthaldsþjálfun. En smáat- riðin þarf að lagfæra strax. AAagnús Pétursson, ágætur dómari þessa leiks, dæmdi Frömurum hvað eftir annað aukaspyrnur rétt við vítateiginn. AAenn bjuggust við mikilli hættu úr hverri spyrnu, en allt rann út í sandinn, og þrátt fyrir mikla tilburði tókst ekki að útfæra eina einustu aukaspyrnu, sem tekin var við vítateiginn. í marki Framara lék Árni Stefánsson, sem hing- að til hefur leikið með Akureyringum, en hann dvelst í Reykjavík um þessar mundir og lék nú í markinu í forföllum Þor- bergs Atlasonar. Hluti eins og aukaspyrn- ur, innköst, hornspyrnur, varnarveggsuppstillingar o.fl. þarf að æfa aftur og aftur og aftur. Það er greinilegt, að íslensk lið gef a sér ekki nægan tíma í smáatriðin, og það sást glögglega á Framliðinu í þessum leik. En þessum atriðum má kippa í liðinn á skömmum tíma, og enginn vafi er á að Framarar, sem hafa eina íslenska 1. Knacp sleppti ser Hinn geðriki þjálfari KR, Tony Knacp, var meira en litið óhress yfir tapi liðs slns gegn Akureyringum á sunnudaginn og hélt þvllikan reiðilestur yfir mi'mnum sinum eftir leikinn að annað eins hefur vart heyrst, og eru menn þó ýmsu vanir frá hendi skapmikilla þjálfara bæði innlendra og út- lendra. Hann fórnaði höndum fyrir framan blaðamenn og spurði — hvað eru þessir menn að gera, þeir eru ekki að leika knattspyrnu—. Einhversstaðar stendur, að aðgát skuli höfð f nærveru sái- ar, speki sem Knacp virðist ekki hafa lært, eða til hvers er að ráðast með skömmum að niðurbrotnum Ieikmönnum eftir tapleik? — S.ddr deildarþjálfarann, eiga eftir að gera góða hluti í sumar, haldi þeir áfram á þessari braut. AAeð hóli mínu um lið Fram vil ég alls ekki kasta rýrð á hlut Keflvíkinga. AAeð sóknina sem áberandi betri helming í þessum leik áttu þeir þokkalega kafla inn á milli, en það var sam- eiginlegt báðum liðunum, hve stopulir góðu kaflarnir voru. Keflvíkingar fengu óskabyrjun í islandsmót- inu og skoruðu fyrsta markið strax á 1. mín. Steinar Jóhannsson komst þá inn f yrir og vippaði yf ir Árna, sem e.t.v. kom ekki út á móti á réttan hátt. 1—0 fyrir Keflvíkinga, sem hertu enn á sér og léku á miklum hraða. En næsta hætta var þó framan við hitt markið. Framarar náðu mikilli pressu, Þor- steinn varði vel, en boltinn hrökk út. Annað skot kom, og bjargað var á línu, og enn kom skot, en rétt yfir. Lánið var með Kef Ivíking- um þarna og raunar oftar í leiknum. 2—0 kom síðan á 37. mín. Boltinn mun haf a hrokkið í hönd varnarmanns Fram- ara, og Steinar skoraði ör- ugglega úr vítaspyrnunni. Framarar voru nú f arnir að sækja nokkuð stíft gegn vindinum og uppskáru mark á 41. -mín. Boltinn gekk 6 eða 7 sinnum á milli manna inn í vítateig Kefl- víkinga áður en Kristinn Jörundsson fékk hann á markteig og skoraði ör- Framhald á 17. siðu. GIsli Torfa fórnar sér hér með þvl að kasta sér fram og skalla frá. Ljósm. GSP. Siglfirðingurinn færði Akureyringum bæði stigin bigiTiromgurinn ungí, Gunnar Blöndal, sem nú leikur með Akureyringum í 1. deild,færði hinu nýja liði sínu tvö dýrmæt stig, já, mjög dýrmæt stig á sunnu- daginn, þegarhann skoraði eina markið i viðureign KR og í BA í f yrsta leik liðanna í 1. deildarkeppninni að þessu sinni. Þessi tvö lið sem fróðir menn segja að berjast muni um fallið í sumar börðust þarna hart og oft grimmilega, og það þarf engum blöðum um það að f letta að þetta eiga eftir að verða Akureyring- unum dýrmæt stig sem þeir fengu þarna. Sé litið á leikinn i heild, þá sóttu KR-ingar mun meira, bæði undan og á móti allsterkum vindi, en það Framhald á 17. siðu. Svona auðvelt var þaö fyrir Gunnar Blöndal að skora sigurmark IBA. Takið eftir, að tveir KR-ingar standa þarna aðgerðarlausir og að manni sýnist ráðvilltir. — I.jdsm. GSP.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.