Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 4
4 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mai 1974. Þegar fyrsti listi Alþýðubandalagsins í alþingiskosn* ingunum var samþykktur: Þetta er hinn frfði hopur sem kom saman I Borgarnesi til að ákveöa lista Alþýöubandalagsins á Vesturlandi f alþingiskosningunum. Eining og sóknarhugur Á sunnudaginn kom Kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins á Vestur- landi saman til f jölmenns fundar í Borgarnesi. Þar var samþykktur listi Al- þýðubandalagsins til næstu alþingiskosninga og reynd- ist fyrsti framboðslistinn til alþingiskosninga, sem kynntur var þjóðinni. List- inn er þannig skipaður: 1. Jónas Árnason, alþingismað- ur, Kópareykjum. 2. Skúli Alexandersson, oddviti, Heilissandi. 3. Bjarnfríður Leósdóttir, vara- formaður kvennadeiidar Verkalýðsfélags Akraness. 4. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi, Skálpastöðum. 5. Birna P é t u r sdó t ti r, verslunarmaður, Stykkis- hólmi. 6. Sigurður Lárusson, formaður Uppstillinganefndin að hefja störf. Verkalýðsfélagsins Stjörn- unnar, Grundarfirði. 7. Einar Ólafsson, bóndi, Lamb- eyrum. 8. Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari, Akranesi. 9. Herbert Hjelm, verkstjóri, Óiafsvík. 10. Olgeir Friðfinnsson, verka- maður, Borgarnesi. A fundinum var minnst Guð- mundar Böðvarssonar skálds, en hann skipaði 10. sæti listans i sið- ustu alþingiskosningum. Formaður Kjördæmisráðs, Halldór Brynjúlfsson Borgarnesi, skýrði frá störfum ráðsins og skýrði reikninga þess, en ráðið fær skatt frá 7 Alþýðubandalags- félögum i kjördæminu. Fundar- stjóri var Ólafur Jónsson, Stykkishólmi. A fundinum voru liflegar og almennar umræður um kosninga- horfurnar og starf félaganna. Fulltrúi frá hverju félagi skýrði frá starfinu og hverjar horfur væru i sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningunum. Kom fram að staða Alþýðubandalags- ins er allsstaðar að styrkjast og að unga fólkið laðast að Alþýðu- bandalaginu öðrum flokkum fremur. 1 lokin sagði Jónas Árnason, að sér væri heiður að vera i forsvari fyrir þetta fólk á alþingi. Fundar- menn sungu Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, og siðan fór hópurinn að skoða Skallagrimsgarðinn, sem er orðinn hinn fegursti, og þar var sungið Island ögrum skorið. sj- Kveftjustundin i Skallagrfmsgarði FÉLAGSLÍF Skagfirðingar Gestaboð Skagfirðinga verða i Lindarbæ upp- stigningardag kl. 14.30. Dag- skrá: Séra Þórir Stephensen ávarpar gesti. Tvöfaldur kvartett syngur. Jörundur flytur nýtt skemmtiefni. Bila- simar i Lindarbæ 21971. Skagfirðingafélögin í Reykja- vík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.