Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓDVILJINN' Þriðjudagur 21. mal 1974. fyrir utan gluggann, það tekur enga stund að sækja eina eða tvær fötur. Það er annað hjá þeim i bakhúsinu, sem verða að bera föturnar alla leiðina upp og niður ganginn þegar þeir þurfa að sækja og tæma. Andreas situr og geispar þarna við eldhúsborðið, þetta hefur verið langur dagur. Nú hlýtur Charlotta að fara að kotna, smá- salinn sem hún vinnur hjá er variur að sleppa henni um þetta leyti. Já, Andreas hefur enga klukku, en það er orðið dimmt og hljóttfyrir utan. Annars morar af krökkum i bakgarðinum, hann er ekki steinlagður eins og margir aðrir heldur er úr leir og gler- harðri mold, og þess vegna koma strákarnir úr hinum húsunum hingað til að fara i kúluspil eða landaparis. En hér er enginn núna, allir eru komnir inn. Tja, kannski hafa einhverjir laumast að viðarhlöðunum til að næla sér i spýtubút i haustmyrkrinu, það er dýrt að fá viðarsalann á hverjum degi. Og sumir hafa trúlega farið niður á bryggju, það er ensk skonnorta nýkomin i höfn, það getur verið gaman að spjalla dálitið við mennina um borð og vinna sér kannski inn skilding fyrir að sækja öl eða visa á réttu staðina. En Andreas tekur aldrei þátt i sliku, hann verður að nota kvöldin til að lesa lexiur, þvi að hann er annað að gera á daginn: Klukkan hálfsex fer hann á fætur á hverjum morgni til að bera út blöð, svo sendist hann hjá bakar- anum þangað til hann fer i skólann klukkan tólf og þá er bakarakonan vön að gefa honum tvær vænar rúgkökur, hún er svo góð. Þegar skólinn er búinn, þarf að bera út kvöldblöðin. Og á veturna þarf að bera kolakassana upp i allar skólastofurnar, hann kviðir fyrir þvi. Tveir fullorðnir menn höfðu áður séð um það, það varð of erfitt fyrir þá, og þá tók Andreas við ásamt öðrum tólf ára dreng. Það er strembið, en verst er að umsjónarmaðurinn snuðar þá. — Þið þurfið ekkert að bera upp i dag, segir hann þegar milt er i veðri, og svo stingur hann ágóðanum I eigin vasa. En það er ennþá haust: það verður ekki byrjað að kynda nærri strax. Nú hlýtur Charlotta að fara að koma, það er orðið svo dimmt að hann sér ekki grindverkið, ekki einu sinni vatnspóstinn. Hann hallar sér áfram og skimar út i bakgarðinn. Ekkert ljós, það er furðulegt. Þá fyrst verður hann var við þokuna, i þungum öldum veltist hún inn frá firðinum, smeygir sér gegnum gisinn gluggann og sprunguna undir hurðinni. Það verða þá slagsmál, það gefur auga leið, þvi að þetta er kjörið kvöld til að stela þurrkuðum fiski á bryggjunni — og þurrfiskur er vinsælt vopn i áflogunum milli Vatlandsstrák- anna og þeirra úr Vininni og Fjórðungnum. mmmmmmm Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu úrvali. Jasmin Laugavegi 133 Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum (-jIbÚNAÐARBANKINN \0/ REYKJAVÍK LEIF NORMAN ROSSE GULL- HANINN aflúsa hann, aldrei hefur hann verið syndaselurinn þegar frökenin raðar öllum drengjunum upp, vegna þess að óloftið er orðið svo mikið, og þefar sig áfram að hinum seka. Hún er ströng en réttlát. Litli-Jonni var rekinn út vegna þess að hann sat og teiknaði á typpið á sér i kristin- fræðitima, það skipti ekki máli þótt hann væri með þeim bestu i bekknum. „Þótt kóngar fylgdust allir að með auð og veldi háu, þeir megnuðu ei hið minnsta blað að mynda á blómi smáu. Andreas skilur þetta ekki almennilega, en það gerir ekkert til. Frökenin gerir aldrei veður út af sliku, ef hann kann aðeins lexiuna. „Versin eiga að renna fram eins og baunir úr poka,” segir hún stundum, „án þess að lát verði á fyrr en pokinn er tómur. Og Andreas opnar pokann og lætur þær renna, hann er dug- legastur i bekknum. En það er svo sem ekkert að státa af. Hann er heppinn, það er heila málið, og hann veit það vel sjálfur. Það er litill vandi fyrir Andreas, honum er enginn vorkunn að kunna sálmana reiprennandi, sem getur setið aleinn i eldhúsinu á hverju einasta kvöldi og lesið — hver af hinum strákunum getur það? Þvi að hann og mamman og systirin hafa stórt herbergi og eldhús út af fyrir sig, en flestar aðrar fjöl- skyldur i nágrenninu verða að hafa eldhús með öðrum þurfa kannski að vera tiu eða fleiri i einu herbergi. Og það er ekki litill kostur að vatnspósturinn er rétt Andreas er búinn með lexiurnar og á erfitt með að halda sér vakandi, en hann vill ekki fara að sofa fyrr en Charlotta kemur. Hann hefur ekki séð hana i dag og hún hefur alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Og svo hefur hann óvæntan glaðning handa henni einmitt i kvöld, þrjátiu aura hefur hann lagt I skálina hennar. Hún er að safna fyrir fötum, svo að hann veit að hún verður glöð. Auka- þóknun fyrir lampafágun, Andreas er snillingur i að fága alls konar látúnslampa. Soðið egg hafði hann fengið lika, sem þau fá annars aldrei nema á páskunum. Hann lætur sig dreyma dálitið þar sem hann situr við eldhús- borðið, lætur sig dreyma um stórt, hvitt hús með mörgum her- bergjum eins og húsið hans Simonsens kaupmanns, þar eiga Lotta og móðirin og hann sjálfur einhvern tima að búa, og þau eiga að hafa garð fullan með rósir. oe fin rúm með útskornum og gull skreyttum göflum og egg á hverjum degi og... Að minnsta kosti skulu þau komast burt úr þessari rottuholu eins fljótt og mögulegt er. Einkum á veturna eru rotturnar plága, þá leita þær inn i húsið. Charlotta hefur tvisvar verið bitin að næturlagi, i annað skiptið i nefið. Það var blátt og bólgið lengi á eftir, hann hélt að það ætiaði aldrei að jafna sig. En samt er hún hræddari við nóttina en meindýrin, oft vaknar hún og hrópar „Nei”. Hana dreymir um nóttina, dreymir að hún standi fyrir utan og vilji komast inn til hennar, liggi i leyni fyrir framan húsið, það hefur hún sagt. Lotta er svo viðkvæn, Lotta er svo góð. Allt verður öðru visi ef Frúin verður ánægð með hann, allt stendur og fellur með þvi. Hann á að fara i nám, þvi hefur hún lofað, ef hann er iðinn i skólanum og artar sig vel. Þvi að frúin á mikla peninga, og hún er góð, það hefur mamma sagt. Honum finnst hún ekki góðleg, hún talar svo til- gerðarlega og yfirlætislega við hann, en mamma þekkir hana. Hann veit eiginlega ekki hver hún er. „Eins konar ættingi, ” hafði mamma einu sinni sagt. Þau kalla hana aldrei annað en frúna. Andreas vill komast áfram i lifinu, margir aðrir úr fátækra- hverfunum hafa gert það, og þvi þá ekki hann? Tökum til að mynda Johan Svendsen, fátæklingsson úr Vikinni. Nú er hann heimsfrægur og leikur fyrir kónga og keisara, og peninga græðir hann jafnhratt og skjaldbaka verpir eggjum. Og „Appelsinu-Hermann”, sonur skómakara i Lakkegötu, hann á höll i St. Pétursborg og er rúss- neskur miljónungur. Já, það blessast áreiðanlega, þeir eru ekki hótinu betri sem búa I sjálfri Kristianiu. Hann hlustar eftir skóhljóði Charlottu, nú hlýtur hún að fara að koma, og hann litur gegnum hálfopnar dyrnar að kamersinu á fallegu myndina af mömmu i sporöskjulöguðum gullramma, þar sem hún er i fjaðraskrúði. Eftir nokkra klukkutima kemur hún lika, skyldi hún koma með eitthvað I kvöld? Kannski köku, eða fáeina kjötbita sem súpa hefur verið soðin úr, ögn af steikarfeiti og soðnar kartöflur, það kemur stundum fyrir. Hann verður soltinn við tilhugsunina, er dauðleiður á þessari eilifu hafra- súpu. í Tivoli, þar sem hún vinnur i eldhúsinu, kemur það stundum fyrir, að fólk borðar ekki allt það sem það hefur borgað fyrir. En hann getur vist ekki beðið eftir henni. LAUSNÁ KROSSGÁTU 1= 12= Æ 2= £ 13= Y 3= f 14= P 4= /V 15= £ 5= R 16= O 6= £> 17= K 7= U 18= fi' 8= R 19= J 9= O 20= r 10= = Þ 21 = M 11 = = 1 22= u 23= 24= 25= 26= 27= 28= 29= 30= 31 = 32= 33= C" H y & e ÞRIÐJUDAGUR 21. maí 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Oddný Thorsteinsson heldur áfram „Ævintýrinu um Fá- vis og vini hans” eftir Niko- laj Nosoff (26). Morgunleik- fimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25. Tón- leikar kl. 11.00: Valentin Gheorghiu pianóleikari og Sinfóniuhljómsveit rúm- enska útvarpsins leika Sin- fónisk tilbrigði eftir César Franck / Filharmóniusveit- in i New York leikur Sinfóniu nr. 1 eftir Bizet / Werner Haas og Noel Lee leika „1 hvitu og svörtu”, svitu fyrir tvö pianó eftir Debussy. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Hús málarans” eftir Jóhannes Helga óskar Halldórsson les (9). 15.00 Miðdegistónleikar: ís- lensk tóniista. Lýrisk svita eftir Pál ísólfsson. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. b. Lög eftir Emil Thoroddsen og Karl O. Runólfsson. Guðmundur Jónsson syng- ur: Fritz Weisshappel leik- ur á pianó. c. „ömmusög- ur” eftir Sigurð Þórðarson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stj. d. Lög eftir Þórarin Jónsson og Karl O. Runólfsson. Erlingur Vigfússon syngur. Fritz Weisshappel leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bókaspjall Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.45 Húsnæðis- og bygg- ingarmál Ólafur Jensson sér um þáttinn. 20.00 Tónleikakynning Gunn- ar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri kynnir tón- leika Sinfóniuhljómsveitar tslands i vikunni. 20.10 Frá útvarpinu i Vinar- borg Sena Jurinac syngur „Vier Letzte Lieder” eftir Richard Strauss, Milan Horvat leikur á pianó 20.30 Stjórnmálaumræður: Um borgarmálefni Reykja- vikurRæðutimi hvers fram- boðslista 32 minútur I þrem- ur umferðum, 15, 10 og 7 minútum. Röð listanna: J- listi: Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. V-listi: Frjálslyndi flokkurinn, D- listi- Sjálfstæðisflokkurinn, G-listi: Alþýðubandalagið, B-listi: Framsóknarflokk- urinn. Umræðum stýrir Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri. Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrárlok nál. kl. 23.30. 20.00 Fréttir. 20.40 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Skák. Stuttur, banda- rlskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 21.15 Beittur svikum (The Violent Enemy).Bresk bió- mynd. Leikstjóri Don Sharp. Aðalhlutverk Tom Bell, Susan Hampshire, Ed Begley og Noel Purchell. Þýðinguna gerði Anton Kristjánsson. Aðalpersónan er irskur ættjarðarsinni, Sean Rogan að nafni. Hann hefur lengi setið I fangelsi fyrir skemmdarverk. Hann hefur góða von um náðun, en sú von bregst og hann fær aðstoð til að flýja. Leið hans liggur siðan heim til Ir- lands, þar sem hann hyggst taka til, þar sem frá var horfið, við baráttuna gegn enskum yfirráðum. 22.45 Dagskrárlok. ||1 ÚTBOÐ Tilboð óskast i að leggja hluta aðfærslu- æðar hitaveitu til Hafnarfjarðar, þ.e. Hafnarfjarðaræð, 1. áfangi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 5.000.- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðviku- daginn 5. júni 1974, kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ®ÚTBO$ Tilboð óskast i 52 stk. af skólatöflum fyrir Fræðsluskrifstofu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðviku- daginn 19. júni 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 C C

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.