Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Giscard sigraði naumlega PARIS 20/5.Þegar 98% atkvæða höfðu verið talin i frönsku forsetakosningunum hafði Giscard d’Estaing, frambjóðandi hægrisinna, hlotið 13,2 miljónir atkvæða eða 50,7%, en Mitterand, fram- bjóðandi vinstri aflanna, 12,84 miljónir eða 49,3%. Þá voru ótalin um 700 þúsund atkvæði frá nýlendum Frakka, sem ekki geta breytt úrslitunum. Giscard hóf i dag viðræður um stjórnarmyndun. Hann má búast við harðri stjórnarandstöðu verklýshreyf- ingarinnar. Kommúnistaleiðtoginn Georges Marchais sagði í gærkvöld , að vinstriöflin, sem nú væru sterkari en nokkru sinni fyrr, mundu halda uppi einbeittri baráttu fyrir því að Giscard héldi kosningaloforð sin, en á þau hefur hann verið óspar. Búist við hajrðri stjójjigjgjidstöðu Búist er við þvi að Giscard ljúki stjórnarmyndun eftir um það bil viku, og þá mun hann taka opin- berlega við embætti. Hann mun leita fyrir sér hjá sömu flokkum og áður studdu stjórn Pompidous. Kosningaþátttaka var mjög mikil, eða um 87%. Ljóst var mjög snemma i kosningunni hvor mundi sigra, en alloft var mjótt á munum: munaði stundum ekki nema o,6% atkvæða. Kosninga- baráttan haföi farið skikkanlega fram, nema hvað siðustu daga hafði boriö á þvl, að til harka- legra áfloga kæmi milli út- sendara frambjóðendanna þegar þeir voru að koma upp kosninga- spjöldum. Stefna Giscards Giscard mun vafalaust byrja á að reyna að styrkja stöðu sina heima fyrir, sem er ekki slst erfið vegna þess að mikil verðbólga geisar I landinu og að hann hefur verklýðshreyfinguna á móti sér. En hún ætlar, sem fyrr segir,að herma upp á forsetann mörg kosningaloforð. Borgaralegir flokkar I Evrópu ætlast bersýnilega til þess, að Indverjar sprengt kjarnorku- sprengju NÝJU DEHLI 20/5 — Fyrir helgi sprengdu Indverjar sina fyrstu kjarnorkusprengju og eru þar með orðnir sjötta kjarnorkuveldið. Sprengjan var sprengd neðanjarðar, undir eyðimörkinni Rajastan. Indverjar segjast ekki hyggja á að koma sér upp kjarna- vopnum, heldur muni þeir að- eins nota kjarnorku til frið- samlegra nota. Pakistanir, sem átt hafa I þrem styrjöld- um við Indverja, munu þó mjög áhyggjufullir út af þess- ari þróun. Kjarnorku- sprengjuáætlun hefur verið á döfinni hjá Indverjum siðan Kina gerðist kjarnorkuveldi. Giscard hressi bæði upp á Eína- hagsbandalagið og Nató. Búist er við þvi að hann muni fara varlega I sakir fyrst I stað: Hann hefur bæði stuðst við Gaullista, sem leggja mikið kapp á sjálfstæða franska stefnu I utanrikismálum og hermálum, og svo miðflokka- menn, sem eru allmiklir vinir Atlantshafsbandalagsins. Liklegt má telja, að þegar til lengdar lætur muni Giscard verða miklu hliðhollari Bandarikjunum en Pompidou var, hvað þá de Gaulle. Giscard hefur lýst yfir þvi, að haldið verði áfram kjarnorku- sprengjutilraunum Frakka á Kyrrahafi, en Mitterand hafði aftur á móti heitið þvi að hætta þeim. Frakkar munu að likindum láta meira að sér kveða I Nato en áður, en vart er við þvi búist að þeir setji her sinn aftur undir sameiginlega yfirstjórn Nato. Vinstri armur Úrslitin eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir vinstrisinna, sem ekki hafa komist jafn nálægt þvi siðan 1936 að koma á alþýöu- fylkingarstjórn. Augljóst er, að það er hin mikla hræðsluhgjséd'ð gegn væntanlegri aðild kommúnista að rikisstjórn sem hefur tryggt Giscard atkvæði ráð- villtra og litt pólitiskra smá- borgara I miðju og þar með hinn knappa sigur. Annað mál er hvort ósigurinn verður til þess að það fari að molna úr vinstri fylking- unni sem hefur staðið sig mjög vel að undanförnu. Eða þá hvort þróunin heldur áfram til vinstri: Margir minna I þvi sambandi á það, að Mitterand átti yfirgnæf- andi fylgi meðal fólks yngra en 35 árg. Giscard í ávarpi til kjósenda seint i gær sagði hinn nýi forseti, að hafið væri nýtt skeið i frönskum stjórn málum. Hann sendi Mitterand kveðjur og sagði að hann heföi áfram hlutverki að gegna i frönskum stjórnmálum. Giscard d’Estaing er 48 ára og næstyngsti forseti I sögu Frakk- lands. Hann er og langyngstur af leiðtogum stórvelda. Hann er af yfirstéttarfjölskyldu, vel menntaður og mælskur teknókrati. Hann var kosinn á þing 1956, og 1962 gerði de Gaulle hann að fjármálaráðherra. Siðan 1966 hefur hann haft um sig flokk sem hann kallar Óháða lýðveldis- sinna og hefur haft náið samband við Gaullista. Arin 1967-69 var Giscard Giscard utan stjórnar og átti sinn þátt i að fella de Gaulle i þjóða.r- atkvæðagreiðslu 1969. En Pompidou tók hann aftur I embætti fjármálaráðherra, og þar hefur hann verið siðan. Viðbröeð Hægriblöðin i Paris játa I morgun, að hinn naumi meirihluti Giscards bendi til þess, að það verði honum erfitt verk að stjórna landinu. Kommúnistablaðið l’Humanité segir að það sem rftestu skipti sé ekki sigur Giscards, heldur hið mikla fylgi vinstrifylkingarinnar og að bandalagið innan einstakra hópa hennar hafi eflst svo mjög að ekki verði aftur snúið. Vinstrablaðið Combat skrifar, að Frakkland hafi stigið stórt skref til vinstri með þessum kosningum. Viðbrögð i Austur-Evrópu eru fremur varfærnisleg, en þar mun ekki búist við neinni meiriháttar breytingu á utanrikisstefnu með Giscard. Sagt er að Kínverjar hafi heldur kosið að Giscard sett- isti forsetastól en Mitterand, með þvi að hægrimenn séu liklegri til að byggja upp öfluga Vestur-Evrópu gegn Sovét- mönnum. Engin opinber viðbrögð höfðu borist frá Kina þegar þetta er skrifað. Mótmœlendur í verk- falli á N-trlandi BELFAST 20/5 — Verkalýðssamtök mót- mælenda á Norður-ir- landi hættu í dag við yfirlýst allsherjarverk- fall. Bresk yfirvöld hafa svarað verkfalls- boðuninni með hótun um að láta breska hermenn taka að sér ýmis störf. Mótmælendur, sem hafa mest hlerað eftir pólitiskum ráðum öfgasinna eins og séra Paislys hafa lamað atvinnulif Norður-lrlands stórlega með verkföllum sl. fimm dagana. En verkalýðssamtök þeirra, sem i eru 300 þúsund manns, féllust á að starfrækja a.m.k. eitt arforkuver áfram með þvi skilyrði að Bretar aflýstu neyðarástandinu. Verkalýðssamtökin eru að reyna að gera óstarfhæfa þá samsteypustjórn hófsamari mótmælenda og kaþólskra, sem komið var á fót i fyrra. 1 dag héldu þau áfram ýmsum mótmælaaðgerðum. Vopnaðir mötmælendur reistu götuvigi á nokkrum stöðum i Belfast og stolið var um 25 strætisvögn- um og bifreiðum öðrum og þær hafðar i vegatálma. tRA hefur haldið áfram sprengjutilræðum i London um helgina. 1 gær sprakk sprengja i bilageymslu skammt frá bilageymslu við Heathrow-flugvöll, og i dag var sprengja gerð óskaðleg, sem komið hafði verið fyrir skammt frá góðgerðastofnun á vegum hersins breska. Samningar eru nú að takast um Golanhæðir DAMASKU S/TEL AVIV 20/5 — Kissinger hélt enn á ný til Damaskus i morgun eftir að hafa rætt við ísra- elska forystumenn um síð- ustu tillögur Sýrlendinga. Er búist við að samningar um aðskilnað herja land- anna i Golanhæðum takist alveg á næstu dögum. Samkvæmt skrifum blaða i tsrael og Libanon féllst Assad forseti Sýrlands á allmiklar til- slakanir á fundum með Kissinger á laugardag. Þau drög, sem báðir aðilar virðast að mestu hafa sam- þykkt, eru á þessa leið: Israelsmenn afhenda Sýrlandi þau svæði sem þeir hertóku i fyrra og einnig hluta af þvi landi sem þeir tóku árið 1967. Þar á meðal er borgin Kuneitra, en þrjár mikilvægar hæðir vestan borgarinnar verða i vörslú Israelshers og gæsluliðs SÞ. Þrjár stöðvar á Hermonfjalli verða og i vörslu SÞ. A milli herja landanna verður komið upp hlut- lausu belti sem gætt verður af hersveitum Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur verið samið um að skipst verði á striðsföngum. Ekki er að sjá að hermdarverk skæruliða i bænum Maalot i Isra- el á dögunum hafi tafið fyrir sam- komulagi, né heldur hefndarað- gerðir tsraelsmanna i Libanon. Nú um helgina gerðu þrir isra- elskir fallbyssubátar og fylgdar- skip þeirra stórskotahrið á flótta- mannabúðir Palestinuaraba skammt fyrir sunnan borgina Tyrus i Libanon. A.m.k. fimm manns létu lifið og tólf særðust. Verkamannaflokkur tsraels hefur samþykkt að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Mannréttindaflokknum, en samanlagt njóta þessir flokkar stuðnings 61 af 120 þingmönnum. Verður þá fyrri samstarfsflokk- ur, Þjóðlegi trúarflokkurinn, úti- lokaður frá stjórn i fyrsta sinn i næstum þvi 20 ár. Patricia Hearst er ófundin WASHINGTON 20/.5 — Aðfara- nótt laugardags felldi lögregla i skotbardaga fimm af meðlimum SLA, svonefnds Samlifisfrelsis- hers, i Los Angeles. SLA rændi fyrir rúmum tveim mánuöum Patriciu, dóttur auðugs blaða- kóngs, Williams Hearst yngri. Fyrir nokkru bárust skilaboð frá henni, um að hún hefði gengið i lið með SLA, og sannað er að hún var með i bankaráni sem þessi undar- legu samtök frömdu. En Patricia var ekki meðal þeirra sem féllu um helgina, og er ekki vitaö hvort hún er lifs eða liðin. Meðal þeirra sem féllu var foringi hópsins, strokufanginn Donald de Freeze.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.