Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 6
6 StÐA — WÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mai 1974. VÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYDSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiösla. auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. VINSTRI MENN KJOSA VINSTRI FLOKK Þeir eru vissulega margir flokkarnir sem reyna að gera sig dýrlega framani kjósendum um þessar mundir. En kjós- endur eiga ekki að láta kosningaborða eða glansmyndir villa sér sýn; kjósendum ber að hyggja að málefnunum. í Reykjavik eru fimm listar i framboði, en þeir sem hafa gert það upp við sig hvort þeir kjósa til vinstri eða hægri eiga ekki að vera i nokkrum vafa um hverja þeir kjósa. Það er ljóst að Alþýðubandalagið er besti málsvari vinstristefnunnar. Þetta hefur komið i ljós i beinum athöfnum inn- an rikisstjórnarinnar, og þetta hefur komið fram i allskonar tillöguflutningi innan borgarstjórnar Reykjavikur; á fram- kvæmdina þar reynir fyrst eftir kosning- ar, ef Sjálfstæðisflokkurinn missir ein- ræðisvöldin úr höndum sér. Á landsmálavettvangi má nefna fjöl- mörg mál sem sanna ótvirætt að Alþýðu- bandalagið er skeleggasti vinstriflokkur- inn. í þessu sambandi skal sérstaklega minnt á herstöðvamálið, landhelgismálið og atvinnulifið. Alþýðubandalagið hafði skýlausa for- ustu og f rumkvæði i þá átt að samkomulag náðist innan rikisstjórnarinnar um það hvernig og hvenær herinn færi úr landinu. Styrkur Alþýðubandalagsins i sveitar- stjórnarkosningunum á sunnudaginn mun ráða úrslitum um framgang þessa máls innan rikisstjórnarinnar, — engu siður en alþingiskosningar nar. Alþýðubandalagið hafði algera forustu i útfærslu landhelginnar i 12 milur og siðar i 50 milur. Styrkur Alþýðubandalagsins i komandi kosningum mun ráða úrslitum um framtiðarsókn þjóðarinnar i land- helgismálinu. Alþýðubandalagið hefur haft forustu um uppbyggingu atvinnulifsins á undanförn- um árum bæði i sjávarútvegi og iðnaði. Fyrir tilstilli Alþýðubandalagsins hefur atvinnuleysi verið þurrkað út, landflótta- menn hafa snúið aftur til heimalandsins og atvinnulif og afkoma almennings hefur aldrei verið betri en um þessar mundir. Ef Alþýðubandalagið heldur sinum styrk og vel það i komandi kosningum mun verða haldið áfram að efla atvinnulifið og treysta innviði þess til þess að skapa grundvöll góðrar lifsafkomu almennings. " Þeir sem fylgst hafa með stjórnmálum undanfarin ár vita að helsti ásteytingar- steinn ihaldsins gegn rikisstjórninni hefur verið að kommúnistar, m.ö.o. ráðherrar TÆKIFÆRI VINSTRIMANNA Nú eru aðeins fimm dagar til borgar- stjórnarkosninganna. Á þessum fimm dögum ráðast úrslit kosninganna. Einmitt þessa dagana gefst vinstrimönnum i Reykjavik kostur á að sýna og sanna hvaða flokkur það er sem einn getur verið afl gegn ihaldi. Það er á fimmtudaginn sem Alþýðubandalagið, einn andstöðu- Alþýðubandalagsins, réðu of miklu innan hennar. Og þá hafa ofstækismenn Morg- unblaðsins fyrst og fremst verið með ofan- greinda málaflokka i huga. Hægrimenn eru á móti þvi, að herinn fari, þeir voru á móti útfærslu landhelginnar, þó þeir dröttuðust með að lokum og þeir eru fullir vantrúar á islenskt atvinnulif. Þeir fylgja með öðrum orðum hægri stefnu. Hins veg- ar hefur þessum hægri mönnum tekist að blekkja til fylgis við sig þúsundir einstakl- inga, þó þessir einstaklingar eigi miklu fremur samleið með milliflokkum en hægriflokki. Milliflokkar eru ekki liklegir til þess að tryggja framgang róttækra málefna, enda munu vinstrimenn nú fylkja sér um sterk- asta vinstri flokkinn, Alþýðubandalagið. Þessar staðreyndir um hægri flokka, milliflokka og vinstriflokka verða menn að hafa i huga. Þegar Reykvikingar ganga að kjörborð- inu á sunnudaginn kemur, eru þeir ekki einasta að velja um stjórn borgarinnar, þeir eru lika að kjósa um landsmála- stefnu. Þess vegna má enginn vinstrimað- ur liggja á liði sinu. Kjósum til vinstri — kjósum G-listann. flokka ihaldsins i borgarstjórn, efnir til fundar i Laugardalshöllinni. Þá verða vinstrimenn i höfuðstaðnum að sýna hug sinn, sýna hvar aflið liggur, það eina afl sem getur veitt ihaldi aðhald og andstöðu. Jörundur sýndur í Finnlandi Þýddur á sœnsku, ensku og þýsku Fyrir skömmu var skýrt svo trá í útvarpinu að Wasaleikhúsið finnska hefði ákveðið að taka til sýningar næsta vetur leik- ritið Þið munið hann Jör- und/ eftir Jónas Árnason. Eins og kunnugt er, var Jörundur i fyrravetur sýndur í Færeyjum undir stjórn Flosa ólafssonar við meiri aðsókn en nokkurt annað leikrit þar um slóðir. Þjóðviljinn hafði af þessu tilefni samband við Jónas Árnason, sem fyrir skömmu er kominn heim frá fundi Alþjóðlega áhugaleikhúsráðsins (AITA/IATA) í Lundún- um, og spurði hann nokk- urra spurninga varðandi Jörund og starfsemi ráðs- ins, en Jónas er annar af tveimur fulltrúum Norður- landa í ráðinu. — Hvenær verður Jörundur frumsýndur hjá Finnum? ¦ — Fyrirhugað er að það verði um mánaðamótin janúar-febrú- ar. Wasaleikhúsið er sænsku- mælandi, og nú þegar er langt komið að snúa leiknum á sænsku. Þýðandi er Inger Pálsson, sænsk kona, búsett i Uppsölum. — Hvernig bar það til að Finn- landssviar fengu áhuga á Jör- undi? — Þetta er að þakka Borgari Garðarssyni leikara, sem er að kynna sér leiklistarstarfsemi i Finnlandi og viðar á Norðurlönd- um. Hann verður aðstoðarleik- stjóri við þessa uppfærslu, og fer lika með eitt hlutverkanna. Við Wasa-leikhúsið starfar mikið af ungu og áhugasömu fólki, t.d. Kristin Olsoni, sem verið hefur skólastjóri Sænska leiklistarskól- ans i Finnlandi, en hefur nú tekið við leikhússtjórn i Wasaleikhús- inu ásamt með Marten Kurtén, leikara við Sænska leikhúsið i Helsingfors. Ákveðið hefur verið að Kurtén Olsoni leikstýri Jör- undi. Hafa fleiri útlendir sýnt áhuga á Jörundi? 70 ára ÞÓR PÉTURSSON útgerðarmaður Þór Pétursson útgerðarmaður á Húsavik er sjötugur i dag. Hann byrjaði sjómennsku 14 ára gamall ásamt Stefáni bróður sinum sem þá var 12 ára. Bátur- inn hét „Háski", 4 manna far, og spáði nafnið ekki fyrir um giftu, en hér hófst sú útgerð er reyndist Húsvikingum happadrýgst þegar mest á reið. Mun raunar ekki of- mælt að gifta þeirra Borgarhóls- bræðra sé dæmafá i útgerðarsögu Islendinga, en hvað eina á sér sina skýringu. Fyrst er það að samstarf bræðranna hefur verið slikt að ekki er hægt að skrifa af- mælisgrein um annan án þess að nefna hinn. Annað er það að fáir menn hafa heiðrað fram- leiðslustörfin eins með átorku sinni og umhyggju. Loks er þess að geta að þeir hafa frá upphafi ráðstafað arðinum af atvinnu- rekstri sinum sem umboðsfé þess fólks sem þeim þykir mest til koma. Það fólk gengur ekki með hvitt uhi hálsinn hversdagslega. Þór Pétursson hefur átt býsna marga báta um ævina. 5 þeirra hefur hann lá'tið smiða i útlönd- um. Eins og að likum lætur hefur hann sjálfur aldrei farið til út- landa, þvi slikir menn gera sér ekki dagamun. Þeir verka' salt- fisk á sjötugsafmæli sinu. S.J. Rætt við Jóna um I ¦¦# ¦ ¦ '*¦¦¦¦'¦¦ og fleira Samband danskra áhugaleik- húsa (DATS), sem starfrækir mikla leikritaútgáfu, er að láta þýða leikritið og verður þýðing- unni væntanlega iokið i haust. Þá er fyrirhugað að gefa það út i Danmörku. Þýðandinn er Uwe Kröyer Ohlsen, danskur leikhús- maður. Ennfremur hefur David Scott, skoski leikstjórinn sem setti upp Hanann háttprúða á Akureyri, látið i ljós áhuga á að koma leiknum á framfæri i Bret- landi, en leikurinn er þegar til á ensku i þýðingu Molly Kennedy. Svo fékk ég fyrir skömmu bréf frá Wolfgang Schnell, þýskum leik- húsmanni sem ég er góðkunnug- ur, og skýrði hann mér svo frá að hann og sameiginlegur kunningi okkar Alfred Schmidt, myndlist- armaður sem er velþekktur hér á landi, hefðu verið eitthvað að krúnka sig saman um að koma verkinu á þýsku. — Hafa fleiri leikrit þin verið þýdd? — Óskar Hermannsson hefur þýtt Delerium búbónis okkar Jóns Múla á Færeysku, og vona ég að hið ágæta leikhúsfólk i Þórshöfn taki það til sýningar næsta vetur. Færeyingar eru sú þjóð, sem ég vil helst hafa samstarf við um leikstarfsemi — og raunar flest annað. — Þú varst fyrir skömmu i Lundúnum á þingi Alþjóðlega áhugaleikhúsráðsins. Hvað er Framhald á bls. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.