Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mai 1974. KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 44. Fint tvinna þœr „Þærspinna svo fina þræði, að sjálf- ur fjandinn gæti ekki fellt vef þeirra," er skýring P-handritsins á kopar- stungunni. Að baki blindu nornarinnar hangir kippa útburðanna, en smábörn og fóst- ur þeirra ógæfusömu kvenna, sem við höfum fylgst með á fyrri myndum, voru oft notuð við galdur. Besta rit um iðkun galdra á Spáni, eða galdurs yfir- leitt, er bók Caro Baroja, og visa ég tii hennar, Las brujas y su mundo. Þegar hingað er komið verða kopar- stungurnar ófreskari en áður. Goya hverfur dýpra og lengra inn á svæsin svið martraðarinnar. Hugarburður hans verður hreinni. Ofsinn færist i aukana. Afskræmingin verður stór- kostlegri og óbundnari af kennisetn- ingum. A eftir þessari mynd birtist maðurinn varla lengur sem vera með mennsku yfirbragði. Skynsemi hans hefur sofnað og vakið ófreskjurnar. Það er einróma álit og tóm tugga fræðimanna, sem hafa fjallað um Kenjar Goya, að i myndaflokki hans sé hvergi að finna neina stigandi. Sú at- hugun er einungis rétt, þegar verkið er rannsakað frá sjónarmiði rikjandi' skoðunar og skilnings á, hvað sé rétt eðli sigildrar mögnunar. Sé litið á myndaflokkinn einungis frá sjónarhóli hans sjálfs, og engum öðrum, finnst i honum vaxandi áhersla, sem hófst með mynd númer 43, og endar á háu öskri i lokin: . „Stundin er upp runnin!" Opið minnir óneitanlega á spurning- una: „Vituð ér enn — eða hvat?" 011 list og galdur eiga eitthvað sam- eiginlegt. Mikill sigur Þjóð- frelsis- fylkingar S-Víetn. SAIGON 17/5 — Hersveitir Þjóð- frelsisfylkingar Suður-Vietnams hafa hertekið Dak Pek-herstöðina i hálendi Suður-Vietnams, en sú herstöð var ein hin mikilvægasta, sem Saigon-stjórnin hélt á þeim slóðum. Um sex hundruð her- menn Saigon-stjórnarinnar voru i herstöðinni, og er talið að flestir þeirra hafi verið felldir eða teknir til fanga. Missir Dak Pek er mikiíl ósigur fyrir Saigonstjórn, þvi að með töku stöðvarinnar hefur Þjóð- frelsisfylkingin nú full yfirráð yf- ir mikilvægum vegi frá miðhá- lendinu til þeirra svæða, sem Þjóðfrelsisfylkingin ræður yfir i suðurhluta landsins. Svo er aö heyra að átök færist nú i aukana i Suður-Víetnam og að Þjóðfrelsis- fylkingunni veiti yfirleitt betur. CARACAS 17/5. — Carlos Andres Perez, forseti Venesúelu, lýsti þvi yfir i dag að stjórn landsins hyggðist þjóðnýta eignir erlendra oliuhringa þar. Þykja þetta mikil tiðindi, þar eð Venesúeia er þriðja mesta oliuútflutningsland heims. Ekki tiltók forsetinn hvenær þjóðnýtingaráformunum yrði hrundið i framkvæmd, en sam- kvæmt ábyggilegum heimildum er hugsanlegt að rikið yfirtaki eignir hringanna Exxon (Esso), Shell og Mobil þegar fyrir næstu áramót. Perez sagði að nefnd skipuð fulltrúum allra pólitiskra flokka undirbyggi nú löggjöf um þjóðnýtinguna. STERK ÓLYMPÍUSVEIT Næstu ólympiuleikar i skák fara fram i Nice, Frakklandi, dagana 6r30. júni næstkomandi. Ástæðan fyrir þvi að leikarnir fara fram i Frakklandi að þessu sinni er sú að Alþjóðaskáksam- bandið F.I.D.E. var stofnað fyrir 50 árum i Paris og er þvi verið að heiðra Frakka með þvi að halda mótið i Frakklandi að þessu sinni. Þegar hafa yfir 70 þjóðir tilkynnt þátttöku, sem er nýtt met. Islend- ingar senda að sjálfsögðu sveit I keppnina og er mikið gleðiefni að sú sveit sem við sendum getur varla orðið mikið sterkari. Þeir sem skipa sveitina eru eftirtald- ir: Friðrik ólafsson stórmeistari, Guðmundur Sigurjónsson alþjóð- legur meistari, Ingi R. Jóhanns- son alþjóðlegur meistari, Jón Kristinsson, sem náði hálfum alþjóðl. titli á siðasta ólympiu- móti, Ingvar Asmundsson, gömul kempa sem alltaf er hægt að treysta á, og Björgvin Viglunds- son sem hefur náð eftirtektar- verðum árangri að undanförnu. Eins og gefur að skilja er til mik- illa afreka vænst af þessari friðu sveit. Þessa dagana fer fram sveitakeppni i húsakynnum T.R. til þess að ólympiufararnir geti sem best undirbúið sig fyrir átök- in. I þeirri keppni tefldi Ingi R. þessa skemmtilegu skák: Sævar Bjarnason skrifar um skák hefur veikt stöðu sina, nú hótar svartur að vinna mann með f4.) 14.exf5 gxf5 15.Rfl Rg6 16.Dcl f4 17. Bd2 Bf5 ( hvita staðan versnar og versnar og allt morar i veikleikum.) 18. Dc2 Hf6 (undirbýr tvöföldun og lokkar hvitan til að leika g4) 19. g4 Bxg4! (þessi fórn grundvallast á hversu hvitu mennirnir vinna illa sam- an) 20.hxg4 Dxg4 21.Bc3 Rh4'- (týnir af hvitu varnarmennina) 22.Rxh4 Dxh4+ 23. Bh3 hg6 24. De2 f3! 25. Dxf3 Hf8 26. Dd5+ Kh8 27.He2 Rd4! (rothöggið; nú standa öll spjót á hvitum) Ingi R. Jóhannsson. Friftrik Ólafsson Hvitt: Sigurður Herlufsen Svart: Ingi R. Jóhannsson Sikileyjarvörn 5.0-0 Bg7 6. c3 e5 l.e4 C5 (Ingi vill ekki leyfa d4) 2.RÍ3 e6 7.Hel Rge7 3. g3 8. d3 0-0 (Venjulega er leikið hér d4 eða 9.Be3 d6 d3) Rc6 10. Rbd2 hfi 4.Bg2 g6 11. H3 Guðmundur Sigurjónsson (þessi leikur er of hægfara; betri áætlun virðist a3 vera með það i huga að ráöast að svörtu peðun- um með b4) Be6 12. c4 Dd7 13. Kh2 f r, (nú sést glögglega hversu hvitur 28. Iix.lt exd4! 29.Í4 Dxf4+ 30. Khl Dh4 31.Hh2 Be5 32. De4 Hfg8! (hótar máti með Hgl) 33.Rd2 Hg4! 34. Dxe5+ (hvitur gripur nú til ör þrifaráða) dxe5 35. Bxg4 Dxg4 36. Hxh6+ Kg7 37.Hgl Kxh6 38. Hxg4 Hxg4 39. Re4 Hxe4! 40. dxe4 d3 gefiö. Snaggaralega teflt hjá Inga. Sævar Bjarnason. Jón Kristinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.