Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mai 1974. ÞAU ERU í ELDLÍNUNNI Við stefnum á að fá hreinan meirihluta Heimir Ingimarssons, sveit- arstjóri Raufarhöfn, skipar efsta sæti G-listans á staönuni. i öðru sæti iistans er Angantýr Einarsson, skólastjóri, en i þriðja sæti er Guðmundur Lúðvíksson, sjómaður. Þriðja sætið er baráttusæti G-listans; þar stefnir Alþýðubandalagið á að fá hreinan meirihluta i hrepps- nefndinni, þrjá menn af fimm. Þegar Þjóðviljinn ræddi við Heimi á dögunum kvaðst hann bjartsýnn, en þó engan veginn viss, en Aiþýðubandalagsmenn á staðnum störfuðu einbeittir að settu marki. — Hver eru aðalkosningamál- in? — Eins og allir vita var hér mikil sildarvinna á fyrri árum, en peningafurstar hirtu arðinn af staðnum. Eftir standa nú lokuð ónýt hús og fyrirtæki. Sveitarfé- lagið varð þvi að hafa forustuna i atvinnumálunum; hreinlega að bjarga íbúunum frá atvinnuleysi og eymd. Sú björgun hefur orðið sveitarfélaginu dýr, en atvinnu- ástandið er lika allt annað og betra, hér er feikn að gera allan ársins hring. En vegna þess að mikið fé hefur farið i atvinnuupp- bygginguna hefur litið verið til fé- lagslegra verkefna og þess vegna er það sem við munum nú ein- beita okkur að ýmsum verkefnum á vegum sveitarfélagsins. t vetur Heimir Ingimarsson Rœtt við Heimi Ingimarsson er skipar efsta sœti G-listans á Raufarhöfn unnum við að þvi að fá opinbera aðstoð til reksturs frystihúss og togara og við fengum fyrir- greiðslu og þó hún væri ekki mik- Frá Raufarhöfn il, varð hún nægjanleg til þess að nokkurt svigrúm skapast. Meðal verkefna sem' hér verður að vinna að er bygging iþrótta- húss og gerð sundlaugar. Þessi verkefni eru nú á f járlögum rikis- ins. Þá er knýjandi nauðsyn að bæta vatnsveituna, og ennfremur þarf að bæta hafnarskilyrðin, sem á sinum tima voru miðuð við sildárflotann. Þá munum við beita okkur fyrir þvi, að Raufar- höfn verði fullgildur þátttakandi i samstarfi sveitarfélaga i fjórð- ungnum um varanlega gatna- gerð. Við leggjum ennfremur áherslu á að bæta verði aðstöðu til heilbrigðisþjónustu á staðnum, ennfremur hverskonar menning- arstarfsemi. Þá teljum við að sveitarfélagið og frumkvæði þess verði að koma til i sambandi við breytingar sem verða að eiga sér stað i verslunarháttum og við- skiptum almennings. — Það er i mörg horn að lita. — Já, það er i mörg horn að lita, og verkefnin mörg. Staður- inn hefur risið úr ösku sildarár- anna fyrir tilstilli vinstristjórnar- innar, afkoma fólksins er góð, at- vinna mikil, en þessar breytingar i atvinnumálum og afkomu kalla svo aftur á mannsæmandi um- hverfi. Ég vil skjóta þvi hér inn i að Haukur Hafstað frá Land- vernd er væntanlegur um helgina til þess að athuga umhverfismál- in með okkur; slikt hefur aldrei gerst áður. — Hvað eru margir listar i framboði? — Það eru fjórir listar. Þrir flokkslistar: Alþýðubandalags- ins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þá er fjórði listinn J-listi borinn fram af tveimur einstaklingum. 1 siðustu kosningum voru hér tveir listar. Listi Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og hannibalista fékk 112 atkvæði og 3 menn kjörna; G-listi Alþýðu- bandalagsins hafði 88 atkvæði og 2 menn kjö'rna. Nú berst Alþýðu- bandalagið fyrir meirihluta i hreppsnefnd — og ég er sannfærð- ur um að hreppsbúar kunna að meta það mikla starf sem Al- þýðubandalagsmenn hafa unnið hér, og Alþýðubandalagið nýtur þess trausts á staðnum að herslu- munurinn ætti að nást. Frá Olafsfirði Barist fyrir meirihluta Rœtt við Braga Halldórsson, verkamann, sem skipar 2. sœtið á lista vinstri manna á Olafsfirði Vinstrimenn berjast fyrir þvi að fá meirihluta á ólafsfirði. Þeir hafa komið sér saman um lista og á honum eru ekki einasta flokks- bundnir vinstrimenn, heldur einnig óflokksbundnir menn utan flokka, og Bragi Halldórsson, sem er fyrsti fulltrúi Alþýðu- bandalagsins á'listanum, og skipar 2. sætið, sagði i viðtali við Þjóðviljann að þeir vinstri menn væru bjartsýnir á að unnt væri að ná meirihluta f bæjarstjórninni 4 af 7 bæjarfulltrúum. — Hvernig skiptust atkvæðin i siðustu kosningum til bæjar- stjórnar? — Sjálfstæðisflokkurinn fékk 251 atkvæði og út á það fjóra menn og meirihluta. Alþýðu- fokkur fékk 108 atkvæði, Fram- sóknarflokkur 123 atkvæði og Al- þýðubandalagið 86 atkvæði, eða vinstrimenn samtals 319 atkvæði. Vinstrimenn hafa nú komið sér saman um sameiginlega áætlun um bæjarmálin. — Hver eru aðal- kosningamálin? — Þau mál sem vinstrimenn setja helst á oddinn eru hafnar- mál og bygging elli- og sjúkra- skýlis. — Eru það jafnframt helstu ágreiningsmálin? — Aðalágreiningurinn er um tilhögun framkvæmdanna. En það má segja að við leggjum aðaláhersluna á að bæjarstjóri verði ráðinn eftir auglýsingu. Við viljum koma betri reglu á skipu- lagsmál og stjórn bæjarins, en nú er bæjarstjórinn jafnframt aðal- talsmaður Sjálfstæðisflokksins á staðnum. { — Sjálfstæðisflokkurinn hefur'- haft meirihluta á ólafsfirði i ára- tugi. Reyna talsmenn hans að nota „glundroðakenninguna" sem svo er kölluð hér i Reykja- vik? — Það má segja það. Klifað er á þvi;að allt verði i óvissu ef vinstri- menn komist að. En slikt tal er að sjálfsögðu mikil endemis- fjarstæða. — Hefur þú verið áður I bæjar- stjórn, Bragi? — Já, Eg var i bæjarstjórn 1962—1970 og hef á þvi kjörtima- bili sem nú er á enda setið i bæjarstjórn sem varamaður, einkum siðari hluta timabilsins. SAUDÁRKRÓKUR: Vinstri menn stefna á meirihluta Hulda Sigurbjörnsdóttir er í f jórða sæti H-listans á Sauðárkróki, en að er sam- eiginlegur listi Alþýðu- bandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Þessir f lokkar stefna að því að fá hreinan meirihluta í bæjarstjórn Sauðárkróks, og er Hulda því í baráttu- sætinu. Hún hefur áöur barist til sigurs í slikri bar- áttu, því að í kosningunum 1966 vann hún sæti f yrir Al- þýðubandalagið af Sjálf- stæðisf lokknum. — Þjóðviljinn náði tali af Huldu og við spurðum hana um atvinnu- ástandið i kaupstaðnum. Hún sagði: Hulda Sigurbjörnsdóttir — A timabilinu 1966-1970 höfðu vinstri menn meirihluta i bæjar- stjórn, og þá var lagður grunnur að alhliða atvinnuuppbyggingu hér á Sauðárkróki. Siðan vínstri rikisstjórnin tók við, hefur at- vihnulif blómgast hér til muna eins og annars staðar á lands- byggðinni. Ibúum bæjaríns hefur fjölgað, og fleiri hafa viljað setj- ast hér að en húsrými er fyrir. Sauðárkrókur Hér er tvimælalaust skilyrði til áframhaldandi uppbyggingar og vaxandi velmegunar, en fram- gangur málanna er auðvitað kominn undir úrslitum bæjar- stjórnarkosninganna og alþingis- kosninganna. — Hvað boðar þetta samstarf Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins i kosningunum á Sauðárkróki? Rœtt við Huldu Sigurbjörnsdóttur sem er í baráttusœti H-listans — Það er að sjálfsögðu stefnu- yfirlýsing um vilja til vinstra samstarfs i bæjarmálum hér. En það er lika visbending um að Al- þýðubandalagsmenn og Fram- sóknarmenn hér vilja áframhald- andi vinstra samstarf i þjóðmál- um. Við teljum að með þvi móti verði best tryggð farsæl stefna fyrir landsbyggðina. Vinstri stjórnin hefur veitt nýjum þrótti i bæjarfélögin vitt um Iandið, og þeirri stefnu viljum við veita brautargengi með vinstri meiri- hluta hér á Sauðárkróki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.