Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 21. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Siglfirðingar Tram-hald af 14. siðu. voru Akureyringarnir sem áttu bestu marktækifærin, m.a. stang- arskot i fyrri hálfleik, en KR-ing- ar áttu mjög fá marktækifæri og varla neitt sem hægt er að kalla upplagt. Mjög lélegur dómari þessa leiks, Einar Hjartarson, sleppti augljósum þremur vitaspyrnum i leiknum, tveimur á KR og einni og þeirri augljósustu á IBA. Það var um miðjan siðari hálfleik, þegar einum sóknarmanna KR var brugðið gróflega inni vitateig þar sem hann var að komast i færi. Það er alveg óskiljanlegt að Einar skyldi sleppa þessu aug- ljósa broti. Eins var mjög augljós vitaspyrna á KR skömmu áður er varnarmaður KR hreinlega varði fyrirgjöf fyrir markið með hönd- um. Þá voru menn á þvi, að dæma hefði átt vitaspyrnít i fyrri hálfleik þegar varnarmaður KR fékk boltann i höndina innan vita- teigs, en það var miklu umdeilan- legra atriði. Þessi leikur var mjög leiðinleg- ur á að horfa. 011 aðstaða til að leika knattspyrnu var slæm. Mjög hvasst var meðan á leiknum stóð, Melavöllurinn harður og boltinn léttur, auk þess sem rykmökkur huldi hluta vallarins alltaf öðru hvoru. Þvi var það að leikur liðanna var lengst af meira strit en vit. KR-ingar léku undan vindinum i fyrri hálfleik og sóttu þá heldur meira án þess að fá eitt einasta umtalsvert marktækifæri. En þeir sóttu einnig meira á móti rokinu, einkum eftir að Akureyr- ingarnir höfðu náð forystunni. Það var á 54. minútu leiksins að dæmd var hornspyrna á KR. Gef- ið var vel fyrir markið, KR-vörn- in stóð „frosin", og það nýtti Sigl- firðingurinn Gunnar Blöndal sér vel, og hann skallaði boltann i netið algerlega ótruflaður, 1:0. Eftir þetta lögðu Akureyringar alla áherslu á vörnina og KR-ing- ar sóttu þvi meira, en varð ekkert ágengt. Það er varla hægt að tala um að þeir hafi átt umtalsverð marktækifæri ef undan er skilið, þegar dæma átti vitaspyrnu á ÍBA. Besti maður Akureyringa var tvimælalaust Gunnar Austfjörð, en þeir Viðar Þorsteinsson, Kári Arnason og Þormóður Einarsson komu allir heldur vel frá leiknum miðað við hinar slæmu aðstæður til að leika knattspyrnu, og liðið verður varla dæmt eftir þessum leik. Hjá KR var það Gunnar Gunnarsson og ólafur Ólafsson sem mest bar á, en mikið vantar á að KR-liðið sé liklegt til stór- ræða i sumar, og það er ekki leng- ur hægt að tala um þetta lið sem ungt og efnilegt; til þess er það búið að leika of lengi saman. —S.dór Jörundur Framhald af bls. 6. helst af þeim samtökum að frétta? — Samtök þessi, sem leikhús og leikfélög um allan heim eru aðilar að, hafa aðalbækistöðvar i Hollandi. Ég var kosinn fulltrúi Norðurlanda i ráðið á siðasta aðalfundi þess ásamt með Svian- um Lennart Engström, en sá, fundur var haldifin i Mónakó. — Eru eingöngu áhugaleikhús og — leikfélög aðilar að þessum samtökum? — Nei, atvinnuleikhús eru þarna lika með, vegna þess að i mörgum löndum eru þau i sömu samtökum og áhugaleikhúsin. Bandalag islenskra leikfélaga er ennþá ekki formlega aðili að AITA/IATA, en væntanlega verð- ur skorið úr um það á aðalfundi þess áttunda jú.ni næstkomandi. Þátttaka okkar i þessumalþjóða- samtökum getur haft geysilega þýðingu, þvi að þau annast útgafu — og útbreiðslustarfsemi margs- konar og myndu með þátttökunni stóraukast möguleikarnir á að koma islenskum leikritum á framfæri erlendis. Samtökin hafa einnig námskeið i leiklist, og auk þess gætum við fengið hjá þeim margskonar aðstoð við leikhús- starfið hér heima, sem hefur svo, eins og allir skilja, ómetanlega þýðingu fyrir menningu okkar. Engin þjóð hefur einlægari og óspilltari áhuga á leiklist en Is- lendingar, eins og best sést á starfsemi áhugaleikfélaga út um allar þorpagrundir. Það er eins- dæmi hve leiklistarlifið er hér lif- andi og hve leikhúsin eru vel sótt. — Hvernig þótti þér Skaga: mönnum takast til með Járn- hausinn? — Frábærlega. Leikstjórinn Gisli Alfreðsson kunni sannarlega lagið á þessu. Þar komu skýrt i ljós höfuðkostir hins sanna áhugaleikhúss: lífsþróttur og leikgleði. — Og hvernig var túlkunin frá listrænu sjónarmiði? — Ég hef þegar svarað þvi. Listin er lifsþróttur. dþ. Vafasöm Framhald af 15. siðu. . * án þess að varnarmaður- inn kæmi nema mjög laust við hann. Úr þessari vítaspyrnu jafnaði Hafliði Pétursson fyrir Víking, 1:1. Sumir vildu halda þvi fram, að þarna hafi Guðjón verið að bæta fyrir mistök sem honum urðu á skömmu áður er hann sleppti að manni fannst augljósri vita- spyrnu á ÍBV þegar Jöhannesi Bárðarsyni var brugðið gróflega innan vitateigs. Kannski að svo hafi verið, en það réttlætir eigi að siður ekki þessa vitaspyrnu sem ekki átti sér neina stoð. Annars hefði það ekki verið sanngjarnt að Vikingar hefðu ekki i það minnsta annað stigið útúr þessari viðureign. Þeir áttu mun meira i leinum, voru harðari og ákveðnari allan timann. Mark IBV skoraði Orn Óskars- son eftir nokkuð gróf varnarmis- tök hjá Vikingum. örn er það harður og fljótur leikmaður, að hans verður að gæta alveg sér- staklega vel, en það var ekki gert, og örn komst innfyrir Vikingsvörnina og skoraði 1:0 á 9. minútu leiksins. Siðan gerðist fátt markvert fyrr en á 75. minútu, að vitaspyrnan var dæmd og áður hefur verið sagt frá. Eins og áður segir áttu Vikingarnir meira i þessum leik, en þeir náðu ekki að skapa sér mörg marktækifæri og áttu þau varla fleiri en Eyjamenn. Mikil barátta var i báðum liðum og aldrei neitt gefið eftir. Harka nokkur færðist i leikinn er á leið, en aldrei þó svo, að upp úr syði. Það er greinilegt að bæði þessi lið verða hörð af sér I sumar. Bæði hafa yfir miklum baráttu- vilja að ráða, og það eitt gefur fleytt liðum langt i islenskri knattspyrnu. Hjá Vikingum bar mest á þeim Gunnari Gunnarssyni, Gunnari Erni og svo klettinum i Vikings- vörninni, Jóni Ólafssyni. Óskar Valtýsson var sá sem mest og best barðist hjá IBV, en þeir Valur Andersen, Friðfinnur, Haraldur Júliusson og örn Óskarsson stóðu sig vel i þessum leik, sem og Ársæll Sveinsson markvörður. —S.dór Jafntefli Framhald af 15. siðu. Það var með Valsmenn eins og Skagamenn, þeir áttu tvö mjög góð marktækifæri undan rokinu. Það fyrra var þegar mikil þvaga myndaðist fyrir framan IA markið, en það siðara þegar Ingi Björn Albertsson stóð á mark- teigshorni, en hitti ekki markið. Skagamenn áttu eitt gott mark- tækifæri i siðari hálfleik, það var þegar Matthias Hallgrimsson komst innan endamarka mjög nærri markinu, en i stað þess að gefa út i teiginn reyndi hann markskot sem Sigurður Haralds- son varði meistaralega. Sem sagt sanngjarnt jafntefli, þar sem miðverðir liðanna báru af, þeir Jóhannes og Jón Gunn- alugsson. Eyleifur Hafsteinsson, sem átt hefur við meiðsli að striða undanfarið, kom inná um miðjan siðari hálfleik, og breytti hann ÍA- liðinu mikið til hins betra. Um leið og hann kom inná kom miklu meiri samleikur i leik liðsins en verið hafði, auk þess sem hann er alltaf hættulegur uppi við markið. Hörður Hilmarsson lék nú loks með Vals-liðinu og styrkti liðið mjög, enda er hann einn okkar besti miðvallarleikmaður. Hermann Gunnarsson meiddist um miðjan fyrri hálfleik og varð að yfirgefa völlinn. Þeir Sigurður Jónsson og Hörður Hilmarsson hjá Val og Haraldur Sturlaugsson hjá ÍA fengu gult spjald hjá ágætum dómara leiksins Guðmundi Haraldssyni. S.dór Framarar Framhald af 14. siðu. ugglega í hálftómt markið. Þannig var staðan eftir fyrri hálfleik, sem var mun betri helmingur leiks- ins. Eftir frammistöðu lið- anna var Keflvíkingum ekki reiknaður stór hlutur eftir hlé, ekki hvað síst TILKYNNING frá yfirkjörstjórn Vestmannaeyjum Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að framboðslistar við bæjarstjórnarkosning- ar i Vesmannaeyjum, sunnudaginn 26. mai n.k.,eru sem hér segir: A-LISTINN D-LISTINN K-LISTINN Borinn fram af Borinn fram af Borinn fram af Alþýðuflokknum Sjálfstæðisflokknum Framsóknar- flokknum og Samtökum frjálslyndra og Alþýðubandalag- inu og vinstrimanna. Yfirkjörstjórn með hliðsjón af því, að nú léku Framarar undan vindi, sem var allsterkur. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þeir sóttu að vísu mun meira en heimamenn, en sóknin var bitlaus og ráðvillt og náði aldrei að skapa sér umtalsverð tæki- færi. Keflvíkingar komust hins vegar upp inn á milli og skapaðist þá oft mikil hætta við mark Fram. Staðan í leikhléi, 2—1, átti því ef ttr að verða loka- tölur leiksins. Það var lán heimamanna hve klaufa- legir Framarar voru í sókninni, ekki hvað síst í töku aukaspyrna og annars þess háttar. Það eru hlutir sem þeir þurf a að æf a mun betur. —qsd Þorbjörn Framhald af bls. 1 veldi Sjálfstæðisflokksins og minnti á að flokkurinn hlaut i kosningunum 1970 um 48%. Sjálf- stæðisflokkurinn hélt meirihluta sinum vegna óhagstæðrar dreif- ingar atkvæða vinstriflokkanna. Sagði Þorbjörn að hver áttmenn- inga Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórn hefði á bak við sig um 2.600 atkvæði. en hvor tveggja borgarfulltriia Alþýðubandalags- ins hefði haft að bak sér 3.600 kjósendur! Þorbjörn minnti á að Sjálf- stæðisflokkurinn gerði sér full- ljóst að hann nýtur ekki trausts meirihluta Reykvikinga. Jafnvel hefði höfuðmálgagn flokksins viðurkennt að atkvæði Sjálf- stæðismanna dugi alls ekki til að verja áttmenningana falli. Samt krefjast þeir að fá að halda valda- einokun sinni áfram og biðla opinskátt um fylgi til kjósenda annarra flokka. Að lokum sagði Þorbjörn: „Ég gat þess að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðubandalagið mynduðu höfuðandstæðurnar i is- lenskum stjórnmálum. A Alþingi og i rikisstjórn hefur Alþýðu- bandalagið haft forustu I mikil- vægum málum og þannig haft tækifæri til að sýna i verki hvað felst i þessum andstæðum. I borgarstjórn Reykjavikur hefur fámennisvald Sjálfstæðismanna setið yfir hlut annarra flokka og annarra hugsjóna i hálfa öld. Er ekki mál að linni?" FÉLAGSLÍF Sjálfsbjörg, Reykjavik Farið verður i eins dags ferð 25. mai nk. Félagar, látið vita um þátttöku I sima 25388 fyrir 21. mai. Ferðanefndin Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Bronco, jeppa og ógangfærar fólksbifreiðar, er verða sýnd- ar að Grensásvegi 9 i dag, 21. mai kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins(öld- unnar verður haldinn fimmtudaginn 23. mai að Bárugötu 11 kl. 20.30. Fundarefni: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Lagabreytingar. III. önnur mál. Stjórnin Útför föður okkar ARA FINNSSONAR frá ísafirði fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 22. mai kl. 10.30. Pálmi og Sigurfinnur Arasynir. Atvinna Atvinna Mosfellshreppur óskar að ráða 2 menn til ýmiss konar starfa. Æskilegt er að menn- irnir séu eitthvað vanir pipulögnum og þ.u.l. Enn fremur vantar okkur mann til að aka vörubil. Upplýsingar i sima 66218 og 66219. Sveitarstjóri Mosfellshrepps.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.