Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 IsL dýra- safnið og Isa- fjarðar- bœr vilja isbjarnar- hrœið Tveir aöilar keppa nú um aö fá hræift af isbirninum sem skotinn var á Hornströndum um siðiistu helgi. Þaft er Islenska dýrasafnið og Isafjarðarbær, sem sýnt hafa áhuga a að kaupa hræið og þá að láta stoppa þaft upp. Bolli Kjartansson bæjarstjóri á ísafirði sagði að það væri áhugi á að byggðasafnið fengi björnin, en þar sem siðasti fundur þessarar bæjarstjórnar hefði þegar farið fram og fleiri yrðu ekki fyrir kosningar yrði engin samþykkt [ um þetta mál gerð fyrr en þá eftir kosningar. Bolli sagði að bæjar- fulltrúar hefðu kannski rætt þetta mál sin á milli i gær og fyrradag, enda hefðu menn þar vestra áhuga á að fá björninn eins og áður sagði. Ennþá hefur engin ákvörðun verið tekin um það hver verður eigandi þessa bangsa. —S.dór Nýkeypt skip: Grundarfoss S.l. laugardag var Eimskipa- félagi Islands afhent nýkeypt skip i Fredrikshavn. Þetta er 499 lesta skip, smiðað árið 1971, og er af sömu gerð og úðafoss og Alafoss sem Eimskipafélagið keypti nýlega. Hið nýja skip hlaut nafnið Grundarfoss. Kemur það hingað tii iands i fyrsta sinn i byrjun júni. Viggó Maack og Margeir Sigurðs- son tóku við skipinu fyrir hönd Eimskipafélagsins, en Margeir verður skipstjóri á Grundarfossi. Bensínbirgðir Saigonhers brenndar SAIGON 20/5 — Þjóðfrelsisher- menn lögðu eld i bensinbirgðir skammt frá Saigon I dag, og brann um miljón litra. Saigonherinn kvartar um að Þ]óðfrelsisherinn hafi sig óvenju mikið i frammi, hafi tekið af sér ýmsar varðstöðvar og m.a. ráðist á keisaraborgina gömlu, Hue,með eldflaugum. KAMRABORGIN RÍS Það þóttu tiðindi á sinum tima er það vitnaðist að reisa ætti 2000 náðhús til notkunar á þjóðhátið á Þingvöllum i sum ar. Nú er byrjað að reisa kamraborgina á bökkum öxarár, og var þessi mynd tekin af byggingunum fyrir nokkrum dögum. Að baki ris hamraborgin há og fögur. Benedikt frá Hofteigi finnst kamraborgin of nýtiskulegt nafn. Orti hann eftirfarandi visu þvi til staðfestingar: Þingvallahátfð höldiim nú, herralegir og prúftir. Þar reisum við I trausti og trú tvöþúsund rassabúðir. „Góður árangur -góðir kennarar — segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans, að loknu fyrsta starfsári Söngskóla Islands Söngskóla íslands var slitið á sunnudaginn. I vetur starfaði Söngskólinn i fyrsta sinn og að sögn skólastjórans, Garðars Cortes, náðu margir nemendanna mjög góðum árangri, „enda höfum við frábæra kennara", sagði Garðar Cortes. 1 vetur stunduðu 93 nemendur nám i Söngskólanum, ýmist I fullri kennslu eða hálfri, en eftir- leiðis verður aðeins hægt að stunda fullt nám við skólann. Námsgreinarnar eru söngur, ÁFENGI OG TÓBAK HÆKKADI UM 15% Og 350 miljónir fást í ríkissjóð Afengi og tóbak hækkaði I verði um 15 prósent um helg- ina. Flaska af islensku brenni- vini kostar nú 1210 krónur, en kostaði fyrir hækkun 1050. Flaska af isl. ákaviti kostar nú 1250 , en fyrir hækkun kostaði hún 1090. Algengasta verð á viskii er nú 1850 krónur, én var áður 1610 krónur. Pólskt vodka kostar nú 1700 krónur, kostaði áður 1480. Islenskt Tindavodka kostar nú 1520, en kostaði 1320 Algengasta verð á sigarett- um er nú 115 krónur, en fyrir hækkun kostaði pakkinn 100 krónur. Annað tóbak hækkaði sam- svarandi,t.d. kostar nú pakki af algengasta piputóbaki 98 krónur. Þessi hækkun á áfenginu og tóbakinu mun skila rlkissjóði 300 til 350 miljónum króna á þessu ári, að þvi er fjármála^ ráðuneytið upplýsti i gær. —GG. HLAUPID I KOLGRIMU: Næstmesta hlaup se|n menn muna eftir Og hlaupið var enn að vaxa i gœrkveldi er orðin gömul, hún \ar byggð árið 1935 og verður Sennilega endurbyggð fljótlega. — Þetta er næstmesta hlaup sem menn muna eftir í Kolgrimu og mér sýnist allt útlit fyrir að það verði það mesta áður en yf ir lýkur, því að áin er enn að vaxa, sagði Jón bóndi Gislason á Skálafelli er við höfðum samband við hann seint í gær. Jón sagðist ekki muna hvaða ár það var sem mesta hlaup I manna minnum hljóp i Kolgrimu, en það eru komin nokkuð mörg ár siðan. Sagði hann að i stærri hlaupun- um, en hlaup kemur i ána árlega, yrftu alltaf meiri eða minni skemmdir á landi þar eystra. Ain tekur alltaf einhverja sneið af bit- högum i stærri hlaupunum, sagði Jón, og ég er ansi hræddur um að hún verði æði stórtæk að þessu sinni. Þá hefur hún rofið 40 m skarð i veginn vestan við brúna og er þvi hringvegurinn ófær sem stendur. Brúin yfir Kolgrimu Jón sagði, að menn hefðu haldið að hlaupið hefði náð hámarkí i gærkveldi en svo i morgun hefði það verið orðið mun meira og væri enn að vaxa. Hlaupið kemur úr Vatnsdal, þar sem jökullinn myndar loku fyrir vatnið, en þegar hann svo lyftir sér, sem gerist einu sinni á ári, þá nleypur vatnið fram. í fyrra kom hlaup i Kolgrimu en var þá með allra minnsta móti. —S.dór tónfræði, nótnalestur og tónhcyrn og ljúka nemendur prófi i hverri grein, safna stigum. Af þeim 93, sem námu við skól- ann i vetur, tóku 38 próf, þ.e. kræktu sér i þrjú eða f jögur stig i söng, nokkur stig i tónfræði o.s.frv. Væntanlega getur skóiinn út- skrifað þessa nýju söngvara eftir þriggja ára nám. Mikil aðsókn var i vetur að Söngskólanum, og sagfti skóla- stjórinn, að i alian vetur hefðu 30 manns verið á biðlista, enda gafst enginn nemendanna upp. Söngskólinn er dagskóli, kennslustundir standa frá þvi klukkan 13 á daginn og fram á kvöld. „Þeir sem nema við skólann eru yfirleitt á aldrinum 20 til 25 ára", sagði Garðar Cortes, " en vitanlega eru undantekningar frá reglunni. Yngsti nemandinn var t.d. 16 ára stúlka — óvenju þroskuð." — Byrjuðu nokkrir laglausir i haust? ,,Já, —það byrjuðu amk. menn sem héldu að þeir væru laglausir, eða gætu ekki sungið. Þeir hafa hins vegar spjarað sig vel, einn þeirra söng t.d. á nemendatón- leikunum á sunnudaginn. Fólk tók miklum framförum i vetur — enda aðeins úrvals- kennarar." Og það var greinilegt að skóla- stjóri Söngskólans var ekki siður montinn af kennaraliði sinu en nemendum, og þvi rétt að láta kennaralistann fylgja: Garðar Cortes, skólastjóri, Guðrún A. Simonar, Guðmundur Jónsson, Jón Kristinn Cortes, Kristinn Hallsson, Nanna Björnsson, Njáll Sigurðsson, Rut Magnússon, Sigriður E. Magnús- dóttir, Sigurður Markússon, Þor- steinn Hannesson og Þuriður Pálsdóttir. 1 vetur voru skólagjöld 15.000 krónur fyrir fulla kennslu og hækka væntanlega fyrir næsta ár, þvi Garðar sagði að kostnaður hefði verið nokkuð vanreiknaður. Riki og borg greiða kostnað við Söngskóla Islands að einum þriðja hluta. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.