Þjóðviljinn - 21.05.1974, Page 4

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. mai 1974. Þegar fyrsti listi Alþýðubandalagsins í alþingiskosn- ingunum var samþykktur: Þetta er hinn frlöi hópur sem kom saman I Borgarnesi til að ákveða lista Alþýðubandalagsins á Vesturlandi I alþingiskosningunum. Eining og sóknarhugur Á sunnudaginn kom Kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins á Vestur- landi saman til fjölmenns fundar \ Borgarnesi. Þar var samþykktur listi Al- þýðubandalagsins til næstu alþingiskosninga og reynd- ist fyrsti framboðslistinn til alþingiskosninga, sem kynntur var þjóðinni. List- inn er þannig skipaður: 1. Jónas Arnason, alþingismað- ur, Kópareykjum. 2. Skúli Alexandersson, oddviti, Hellissandi. 3. Bjarnfrlður Leósdóttir, vara- formaður kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness. 4. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi, Skálpastöðum. 5. Birna P é t u r s d ó 11 i r , verslunarmaður, Stykkis- hólmi. 6. Sigurður Lárusson, formaður Uppstillinganefndin að hefja störf. Blg' \ ' ^ . M í, íj ;'i|: JU wllnS WiW Kveðjustundin i Skallagrimsgarði Verkalýðsfélagsins Stjörn- unnar, Grundarfirði. 7. Einar ólafsson, bóndi, Lamb- eyrum. 8. Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari, Akranesi. 9. Herbert Hjelm, verkstjóri, Ólafsvík. 10. Olgeir Friðfinnsson, verka- maður, Borgarnesi. A fundinum var minnst Guð- mundar Böðvarssonar skálds, en hann skipaði 10. sæti listans i síð- ustu alþingiskosningum. Formaður Kjördæmisráðs, Halldór Brynjúlfsson Borgarnesi, skýrði frá störfum ráðsins og skýrði reikninga þess, en ráðið fær skatt frá 7 Alþýðubandalags- félögum i kjördæminu. Fundar- stjóri var ólafur Jónsson, Stykkishólmi. A fundinum voru liflegar og almennar umræður um kosninga- horfurnar og starf félaganna. Fulltrúi frá hverju félagi skýrði frá starfinu og hverjar horfur væru i sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningunum. Kom fram að staða Alþýðubandalags- ins er allsstaðar að styrkjast og að unga fólkið laðast að Alþýðu- bandalaginu öðrum flokkum fremur. t lokin sagði Jónas Arnason, að sér væri heiður að vera i forsvari fyrir þetta fólk á alþingi. Fundar- menn sungu Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, og siðan fór hópurinn að skoða Skallagrimsgarðinn, sem er orðinn hinn fegursti, og þar var sungið Island ögrum skorið. sj. Skagfiröingar Gestaboð Skagfirðinga verða i Lindarbæ upp- stigningardag kl. 14.30. Dag- skrá: Séra Þórir Stephensen ávarpar gesti. Tvöfaldur kvartett syngur. Jörundur flytur nýtt skemmtiefni. Bila- simar i Lindarbæ 21971. Skagfirðingafélögin I Reykja- vlk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.